Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
19
Garðabær:
JC afhenti límmiða
með símanúmerum
ljósin og lögðum okkur, en önnur
var þó alltaf á vakt.
í Heklunni var sætafyrirkomu-
lagið þannig að það voru tvær
sætaraðir öðrum megin en þrjár
hinum megin. Aftast voru tvö sal-
erni og þar fyrir framan öðrum
megin var borð og sæti fyrir þern-
una.
Mig minnir að ég hafi setið þar,
þegar þetta gerðist. Sem ég sit
þarna við borðið kemur ófrísk
kona og fer inn á klósett. Skömmu
síðar heyri ég einhvern hávaða.
Ég hélt fyrst að það væri verið að
þíða vængina, því hljóðið hafði
minnt mig á skarkalann sem því
fylgdi. En svo heyri ég eitthvað
skrýtið frá klósettinu, svo ég geng
þangað og þegar ég opna dyrnar
með nokkrum bægslagangi, þá sat
konan þarna inni með nýfætt barn
sitt á hnjánum. Það hafði orðið
fjölgun í farþegarýminu.
Ég snaraðist fram og sagði frá
þessu og það ætlaði enginn að trúa
mér í fyrstu. Þrír norskir her-
menn voru í vélinni og hafði einn
þeirra verið viðstaddur nokkrar
fæðingar og hann skildi á milli
með mér.
Flugmaðurinn Iækkaði flugið
niður í 5000 fet til að barnið hlyti
ekki skaða af þunnu loftinu, því
þetta var fyrir daga þrýstijöfnun-
ar í farþegarými.
Það má segja að allt Atlants-
hafið hafi staðið á öndinni þegar
þetta gerðist, það er að segja, allar
nærstaddar flugvélar sem heyrðu
af þessu. Þetta tókst allt saman
vel og við komum konunni og
barninu fyrir í káetu fyrir aftan
flugstjórnarklefann. Þetta var
norsk kona tuttugu og níu ára
gömul, að eiga sitt fyrsta barn,
sem var níu marka stelpa. Ég man
að ég var alltaf að klípa barnið,
því eg var svo hrædd um það í
þunna loftinu. En sú stutta lét
þetta ekkert á sig fá. Við fréttum
af mæðgunum í Noregi > nokkru
síðar, en síðan rofnuðu öll tengsl.
Þetta er víst nánast einsdæmi, og
í nokkur ár á eftir var það skylda
að allar verðandi flugfreyjur væru
viðstaddar fæðingu uppi á Land-
spítala."
„Þetta var
góður tími“
„Annað slagið komu auðvitað
upp einhverjar bilanir og iðulega
lentum við í slæmu veðri, en allt
tókst þetta þó giftusamlega. Ég
man í því sambandi til dæmis eftir
ferð frá Kaupmannahöfn og heim.
Þegar við fórum frá Prestwick
sagði einn farþeganna að hann
færi ekki þessa ferð, nema af því
að kapteinn Moore flygi vélinni.
Við fengum voðalega slæmt veður
hér og það var jú ekki hægt að
fljúga fyrir ofan veðrið, út af
þunna loftinu, eins og gert er nú.
Þannig að það gekk mikið á og
gubbupokarnir voru á lofti. Þegar
við ætluðum að fara að lenda hér í
Reykjavík, þá skrapp ég fram í
flugstjórnarklefann og heyri þá
Moore segja við aðstoðarflug-
manninn að hann muni sko ekki
reyna að lenda í þessu, aðstoðar-
flugmaðurinn geti reynt og mér
varð hugsað til farþegans sem
treyst hafði á Moore.
Aðstoðarflugmaðurinn lenti og
það tókst alveg prýðilega þrátt
fyrir óveðrið, en eftir að við vorum
lent, urðum við að bíða í tuttugu
mínútur eftir því að unnt væri að
koma stiganum upp að vélinni!
Einu sinni man ég líka eftir að
við lentum í hvirfilbyl út af Flor-
ida. Þá voru mest ítalir um borð
og allir ruku til og veifuðu talna-
bandinu. Það var líka alveg
óskaplegt veður. En vélarnar
stóðu þetta allt saman af sér.
Þetta var góður tími. Það unnu
allir saman. Félagið var eins og
ein fjölskylda. Þetta voru fátæk
félög og við fengum kannski laun-
in í smá skömmtum þegar verst
lét, en þó bjargaðist allt.“
— Myndirðu fara út í þetta aft-
ur, ef þú stæðir nú í svipuðum
sporum og þú gerðir haustið 1947?
„Já, það held ég áreiðanlega.
Mér hefur alltaf fundist svo gam-
an að fljúga og það er vissulega
ennþá skemmtilegra að hafa
eitthvað að gera um borð.“
- SIB
Listi sjálfstæðis-
manna á Blönduósi
ÁKVEÐINN hefur verið listi
sjálfstæðismanna á Blönduósi
fyrir sveitarstjórnarkosningarn-
ar í vor. Er hann á þessa leið:
1. Sigurður Eymundsson, raf-
veitustjóri, 2. Sigríður Friðriks-
dóttir, formaður Verkalýðsfélags
A-Húnavatnssýslu, 3. Jón ísberg,
sýslumaður, 4. Vilhelm H. Lúð-
víksson, apótekari, 5. Eggert
Guðmundsson, endurskoðandi, 6.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, hús-
móðir, 7. Þuríður Hermannsdótt-
ir, skrifstofumaður, 8. Kristófer
Sverrisson, mjólkurfræðingur, 9.
Kristján Hallbjörnsson, bókari,
10. Einar Þorláksson, fyrrv.
sveitarstjóri.
Til sýslunefndar Sigursveinn
Guðmundsson læknir og Þuríður
Hermannsdóttir, skrifstofumað-
ur.
LAUGARDAGINN 3. apríl af-
hentu félagar í JC Görðum í
Garðabæ límmiða með símanúm-
erum lögreglu, slökkviliðs og
leigubíls á öll heimili í bænum.
Eftir þessa helgi verða þessir
miðar því á öllum símum í Garða-
bæ.
Með miðunum fylgja upplýs-
ingar um ýmis atriða er stuðlað
geta að auknu öryggi á heimilinu.
Fyrsta umslagið var afhent for-
seta bæjarstjórnar 1. apríl og var
myndin tekin við það tækifæri.
Athugasemd
VEGNA fyrirspurna sem beint
hefir verið til mín um hvort ég sé
höfundur að texta þeim, sem birt-
ur er efst á bls. 256 í Frey nr. 6 —
mars 1982 undir fyrirsögninni
Graskögglar 1981, vil ég taka fram
að ég á enga aðild að þeim þvætt-
ingi.
Þar sem ég tel mig verða fyrir
óbeinum svívirðingum með slíkum
fyrirspurnum, vil ég að þetta komi
fram til að fyrirb.vggja fleiri slík-
ar.
Rala, 2. apríl 1982,
Rögnvaldur Guðjónsson
Leiðrétting
UNDIR mynd, sem fylgdi frétt um
Svíþjóðarkynningu á Egilsstöðum
í Morgunblaðinu 7. apríl, er rangt
farið með nöfn. Á myndinni eru
Uhnur Guðjónsdóttir og Bragi
Guðjónsson, en ekki Þór Bengts-
son. Þetta leiðréttist hér með.
á f rábæru verði
Sérsamningur Samvinnuíerða-Landsýnar
við Hertz, eina stœrstu og virtustu bílaleigu
heims, opnar þér nýja og spennandi mögu-
leika til íerðalags d eigin vegum. Þú ílýgur
í sjálístœðu leiguflugi til Danmerkur og
ekur þaðan um Norðurlöndin eða Mið-
Evrópu í eina, tvœr eða þrjár vikur - og
raunar lengur eí þess er óskað.
Verðið er engu líkt - flug og bíll á heildar-
verði sem aldrei hefur sést hérlendis áður.
Þú ert þinn eigin íararstjóri, velur þér
áíangastaðina fyriríram og gengur írá
hótelpöntunum með aðstoð Samvinnu-
íerða-Landsýnar, eða ferðast um eins og
íuglinn frjáls án nokkurrar sérstakrar
dagskrár. Fullkomin vegakort, vegahand-
bœkur og vegamerkingar gera íerðalagið
um Evrópu að leik einum og viljirðu aðeins
aka aðra leiðina eru Hertz-bílaleigur á
hverju strái til þess að taka við bílnum.
Bíll A Ford Fiesta eða svipuð stærð Bíll B Ford Escort eða svipuð stærð Bill C Ford Taunus eða svipuð stærð BÍIID Volvo 242 eða svipuð stærð
1 vika 2 vikur 3 vikur 1 vika 2 vikur 3 vikur 1 vika 2 vikur 3 vikur 1 vika 2 vikur 3 vikur
5 í bíl 3.950 4.300 4.450 4.050 4.300 4.500 4.100 4.400 4.700 4.200 4.600 4.900
4 i bil 4.050 4.400 4.600 4.150 4.450 4.700 4.200 4.550 4.900 4.300 4.800 5.200
3 í bíl 4.200 4.550 4.900 4.300 4.650 5.000 4.350 4 800 5.300 4.500 5.100 5600
2 í bil 4.350 4.950 5.450 4.500 5.050 5.600 4.650 5.300 5.950 4.900 5.700 6.600
Barnaafsláttur; 2ja-11 ára kr. 1500; börn 12 ára og eldri greiða fullt.
Innifalið í verði: Flug Keflavik-Kaupmannahöfn-Keflavík, bílaleigubíll með ótakmörkuðum kílómetrafjölda.
Ekki innifalið: Tryggingar (C.D.W., P.A.I.), söluskattur, bensin og flugvallarskattur.
Brottfarardagar :
ll.júní 20.ógúst
2. júlí 27. ágúst
23. júlí
Öll verð eru áætluð og miðast við
gengi 18. janúar 1982.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899