Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Samgöngubylting
fólgin í aukinni hag-
kvæmni og öryggi
Rætt við dr. Þorgeir Pálsson um þróun flugmála á næstu árum
Þegar mannfólkið fór að flytja sig á milli
staða í vélknúnum farartækjum hófst sú sam-
göngubylting sem enn sér ekki fyrir endann á.
Hröð tækniþróun leiddi smám saman til þess
að ferðalög urðu almenn og þegar frá leið til
mestu þjóðflutninga mannkynssögunar. Ekki
ómerkasti þátturinn í þessari byltingu var, að
nú rættist draumur sem fylgt hafði mannkyn-
inu frá örófi alda — draumurinn um að sigrast
á þyngdarlögmálinu og fljúga vængjum þönd-
um. Og þróunin hélt áfram. Flugvélar urðu
stærri og stærri og fljótari og fljótari í förum,
unz svo var komið að viö vorum farin að
sveifla okkur á milli heimsálfa á svipstundu —
— Það er fátt sem bendir til
þess að ný tæknibylting í gerð
flugvéla og loftfara sé framundan
á næstunni. Víst má hugsa sér
allskyns ný eða endurbætt loftför,
svo sem einhvers konar sambland
af flugvélum og geimförum sem
gætu flutt fólk á milli heimsálfa
með örskotshraða og minni flug-
vélar til daglegrar notkunar ein-
staklinga, líkt og bifreiðir eru not-
aðar nú á tímum. Ekkert slíkt
mun þó gerast á næstu áratugum,
því að áherzlan verður lögð á að
gera núverandi flugsamgöngu-
kerfi hagkvæmari í rekstri, áreið-
anlegri og þægilegri fyrir farþeg-
ann.
Þróunin í gerð flugvéla beinist
að því að gera rekstur þeirra hag-
kvæmari með ýmislegum endur-
bótum á hreyflum, vængjum og
skrokkum og síðast en ekki sízt,
hvers konar tækjabúnaði sem
notaður er við stjórn flugsins.
Þessi þróun mun stuðla að því að
þáttur flugsamgangna haldi
áfram að vaxa þrátt fyrir hækk-
andi verð á eldsneyti með því að
flugvélarnar verða sparneytnari
og komast leiðar sinnar með
meira öryggi en áður.
Farþeginn verður hinsvegar
ekki beint var við þessar breyt-
ingar, nema hvað flugvélar verða
hljóðlátari og þægilegri og minna
verður um seinkanir og tafir af
völdum veðurs. Ekki er við því að
búast að flughraðinn aukist þótt
menn gæli við þá hugmynd að geta
einhvern tíma hannað hljóðfráar
og langfleygar farþegaþotur sem
verði samkeppnisfærar.
Það eru ekki sízt siglingatæki og
sjáifvirk sjórnkerfi í flugvélunum
sjálfum og á jörðu niðri sem munu
hafa gífurleg áhrif á flugsam-
göngur framtíðarinnar. Tölvubylt-
ingin hófst fyrir meira en áratug í
flugsamgöngum, t.d. með notkun
tölva við flugumferðarstjórn. Eft-
ir að örtölvur komu til sögunnar
hefur tölvuvæðing flugvélanna
sjálfra hafizt og má að sumu leyti
segja að örasta þróunin í flug-
tækni sé einmitt á þessu sviði.
Þessi þróun skiptir okkur íslend-
inga miklu máli vegna þess að hún
mun gera flugsamgöngur mun
óháðari veðurskilyrðum en þær
hafa verið til þessa.
— Hver er munurinn á þeim
siglingatækjum sem væntanleg
eru og þeim sem nú eru í notkun?
— Við erum þegar farin að not-
færa okkur þessa tækni í utan-
landsflugi. Þannig er nú liðinn
áratugur síðan DC-8 flugvélar
I^jftleiða voru búnar mjög full-
komnum staðarákvörðunar- og
leiðsögutækjum sem fljúga vélinni
á sjálfvirkan háttyfir hafið. Síðan
komu svokölluð Omega-staðar-
ákvörðunartæki til sögunnar en
jafnvel hraðar en hljóðið. En hvað er framund-
an? Hvernig munum við ferðast um aldamót
sem reyndar eru ekki svo langt framundan? Er
ný bylting í aðsigi. Verða flugvélar almennings-
eign? Koma eldflaugar í staðinn fyrir farþega-
þotur nútímans, þannig að maður gengur inn í
hylki og lætur svo skjóta sér yfir heimshöfin?
Orar? Kannski — en hugsunin á bak við þá er
varla óraunhæfari en samgöngur nútimans
hefðu þótt um síðustu aldamót. Dr. þorgeir
Pálsson, flugverkfræðingur, sem kennir kerfis-
verkfræði við Háskóla íslands, féllst á að
svara nokkrum spurningum um líklega þróun í
samgöngumálum okkar.
t.d. De Havilland Dash-7 sem er
meðal annars notuð í innanlands-
flugi í Noregi og á Grænlandi.
Þessar vélar hefja sig fullhlaðnar
á loft og lenda á innan við 800
metra löngum brautum. Þær eru
hljóðlátar og geta komið inn til
lendingar eftir mun brattari að-
flugsferli en nú tíðkast. Á næstu
árum munu fleiri flugvélar með
slíkum eiginleikum koma til sög-
unnar og fullkomnari stjórntækni
mun auka enn á flughæfni þeirra,
t.d. í ókyrrð sem háir mjög flugi
yfir fjöllóttu og vindasömu landi.
En þessi tækni kostar mikla pen-
inga og endurnýjun flugflotans
‘f t. r s* \
Dr. Þorgeir Pálsson.
þau gegna sama hlutverki í út-
hafsflugi og nýjasta þota Flug-
leiða er búin tölvukerfi sem reikn-
ar út hagstæðasta feril á áfanga-
stað. Hinsvegar er þetta aðeins
upphafið á þróun sem mun hafa
enn meiri áhrif á innanlandsflugið
þótt erfitt sé að segja til um það á
þessu stigi hve hröð þróunin verð-
ur hér á landi vegna þess hve hún
er háð fjárveitingum til flugmála.
— Hvers konar áhrif mundi
þessi nýja tækni hafa á innan-
landsflugið?
— Það er Ijóst að innan nokk-
urra ára ætti ekkert að vera því til
fyrirstöðu frá tæknilegu sjónar-
miði að fljúga aðflug með mikilli
nákvæmni inn á flugvelli nánast
hvar sem er á landinu. Auk þeirra
kerfa sem notuð eru við fiugleið-
sögu nú mun bætast við ýmis ný
tækni sem að hluta til er þegar
fyrir hendi hérlendis, eins og
Loran-C-kerfið. Þá koma til sög-
unnar nýtt gervihnattakerfi, sem
nú er á þróunarstigi og örbylgju-
lendingarkerfi, sem munu taka við
af þeim blindlendingartækjum
sem nú eru í notkun. Þessi leið-
sögutækni og nýjar tegundir
flugvéla með aukna flughæfni
munu til að mynda gera það kleift
að fljúga inn á Akureyrarflugvöll
við mun erfiðari veðurskilyrði en
nú gerist. f’lugsamgöngur innan-
lands verða því miklu áreiðaniegri
en þær eru nú og minna verður um
það að fólk þurfi að bíða dögum
saman eftir því að flugskilyrði
batni.
Hvað um nýjar flugvélar í inn-
anlandsflugi?
— Flugvélarnar sem notaðar
verða til innanlandsflugs í fram-
tíðinni munu hafa miklu meiri
flughæfni en Fokker Friendship.
Þannig munu þær geta athafnað
sig á miklu styttri flugbrautum en
nú eru nauðsynlegar. Slíkar vélar
hafa þegar verið teknar í notkun,
Tilraunaflugvél af Booing YC-14-garð, aom gaatl orftfö fyrlrrennari
innanlandsflugvéla framtíöarinnar. Notar atuttar flugbrautir og þolir
mikinn hliðarvind.
InnanlandaflugvðUur rétt við miðborg Chicago.
Líkan aö flugvelli ofan á flugstöðvarbyggingu mað bílageymalum o.fl. í
miöborg Houaton í Taxaa.
getur ekki orðið nema reksturinn
standi undir fjárfestingu í nýjum
flugvélum og búnaði. Því miður er
útlitið í þessu efni ekki bjart eins
og ástandið er nú.
— Hvað með flugvellina? Mun
þessi nýja tækni ekki gera það að
verkum að unnt verður að fljúga
til langtum fleiri staða hér innan-
lands en nú er gert?
— Jú, en forsenda þess að við
getum nýtt okkur þessa nýju
tækni er sú að stórátak verði gert
í flugvallamálum. Það eru ekki að-
De Havilland Dash 7-flugvélar aru þagar ( notkun til flugs á stuttum
flugleiöum austan- og vestanhafs. Myndin er tekin á flugsýningu á
Reykjavikurflugvelli.
verða að forarpyttum í hláku.
Gerðar hafa verið vandaðar áætl-
anir um hvernig staðið skuli að
þessum málum, en vegna fjár-
skorts hefur lítið orðið úr fram-
kvæmdum.
— Hvað með Reykjavíkurflug-
völl? Er kominn tími til að leggja
hann niður, m.a. af öryggisástæð-
um?
— Nei, það er alls ekki þörf á
því. Þróunin er einmitt í þá átt að
þessi flugvöllur á að geta orðið
miklu öruggari í framtíðinni, um
leið og flugið á að geta valdið
miklu minna ónæði en verið hefur.
Með þessari nýju tækni á sá
möguleiki m.a. að vera fyrir hendi
að stytta flugbrautir og ætla
þessu athafnasvæði langtum
minna rúm en það tekur nú. Að
mínu mati skýtur skökku við þeg-
ar umræðan hér er farin að snúast
um það að miklu leyti að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður á sama
tíma og það þykir mjög eftirsókn-
arvert erlendis að koma upp flug-
völlum í grennd við miðborgir. í
þessu sambandi nægir að benda á
stórborgir eins og Montreal, Chic-
ago og Innsbruck þar sem innan-
landsflug og flug á skemmri flug-
leiðum er rekið frá völlum sem eru
örstutt frá miðborginni. Víða er
verið að kanna möguleika á slík-
um innanlandsvöllum í grennd við
miðborgir og ég held að við íslend-
ingar ættum ekki að leggja niður
þennan flugvöll sem hefur öll skil-
yrði til að geta verið mjög góður
innanlandsvöllur um langa fram-
tíð. Að sjálfsögðu þarf ýmislegt að
gera til að laga hann betur að um-
hverfinu og það er vel hægt.
Bent hefur verið á það að hætta
af flugvöllum í grennd við þéttbýli
og borgir sé mikil og í því sam-
bandi hefur verið bent á Nation-
al-flugvöllinn í Washington þar
sem mikið slys varð nýlega. Slíkur
samanburður er fráleitur því að
umferðarþunginn þar og stærð
flugvéla sem þar fara um er allt
annars eðlis en á Reykjavíkur-
flugvelli.
— Á.R.
eins flugvélar og tækjabúnaður í
þeim sem skipta máli í þessu sam-
bandi. Það þarf að búa flugvellina
nauðsynlegum öryggistækjum og
setja á þá varanlegt slitlag, en
þetta er forsenda þess að við Is-
lendingar getum nýtt okkur þá
tækni sem nágrannar okkar á
Grænlandi og í Noregi eru þegar
farnir að nota. Það er tilgangs-
laust að fjárfesta í dýrum tækjum
ef ekki er hægt að nýta þau nægi-
lega vel af því að Ijósabúnað vant-
ar á flugvellina og flugbrautirnar