Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Mestmegnis
hjólför
yfir móana
nokkuð djúpu gili. Hafði hann nú
rifið af sér brúna og fleytt henni
niður í Jökulsá og var því gjör-
samlega ófær. Við snerum við og
hugðumst hitta vegavinnuflokk-
inn og leita ásjár, en hann var nú
allur á bak og burt og reyndar
vegurinn líka, því á ný hafði heil
lyngbrekka hlaupið fram og lokað
honum gjörsamlega. Enn þurfti
Garðar að snúa bílnum og reyndar
bakka langa leið, eins og oft áður í
þessari ferð, því slóðin var varla
bílbreidd og oft niðurgrafin.
Garðar sagði að stytzt væri til
bæja að Hauksstöðum og væri það
skammt ofan við brúarlausa læk-
inn.- Var nú gengið frá bílnum
uppi á mel, sem ekki voru miklar
líkur á að á hlypi, eða að rynni
burt með vatnsflaumnum og síðan
haldið til bæjar. Garðar hafði þar
orð fyrir okkur og baðst gistingar.
Var það auðsótt og okkur mjög vel
tekið. Þarna gistum við tvær næt-
ur og fram að hádegi þar næsta
dags og fór vel um okkur. Þar
fréttum við að brúin væri farin af
Hvanná sem er nokkru ofar í daln-
um.
Veðrið fór nú aftur batnandi og
að því kom að fréttir bárust um að
verið væri að gera vað á brúar-
lausa lækinn sem stöðvaði ferð
okkar og eins á Hvanná. Það var
um hádegi á öðrum degi eftir að
við komum að Hauksstöðum að
hægt var að leggja af stað aftur.
Kvöddum við og þökkuðum góðan
beina, en ekkert fengum við að
greiða fyrir.
Ferðaveður var orðið gott og
uppstytta, og var haldið sem leið
liggur upp Jökuldalinn. Ekki var
Hvanná árennileg er að var komið,
vatnsmikil og mórauð, og handan
árinnar var upp brattan mel að
sækja, en vaðið krappt. Eftir að
komist varð yfir Hvanná gekk
ferðin vel. Skammt innan við
Skjöldólfsstaði var haldið upp á
heiðina. A Jökuldalsheiðinni var
víðast aðeins um slóð að ræða, en
ekki iagðan veg og var hann því
seinfarinn. Þó voru þar af náttúr-
unnar hendi ágætir kaflar og jafn-
vel betri en lagðir vegir voru, og
má þar fyrst nefna Geitasandinn,
en hann var á milli Möðrudals-
fjallgarðanna. Annars voru gömlu
vegaverkstjórarnir ótrúlega nask-
ir á að finna leiðir milli þeirra
staða sem voru þurrir og sléttir og
hæfir til aksturs án mannaverka."
Garðar skýtur hér inn í að þeg-
ar ferð þessi var farin hafi nýlega
verið búið að opna þessa ieið til
umferðar fyrir bíla. Þarna var yfir
öræfi að fara og víða langt á milli
bæja, en lengst þó milli Jökuldals
og Möðrudals og svo frá Gríms-
stöðum yfir Hólsfjöll til Axar-
fjarðar.
MAGÁLAR OG SÚR-
MATIJR í MÖÐRUDAL
inn tíma til að sýna okkur það
markverðasta á leiðinni, þótt óvið-
ráðanlegar tafir hafi verið mikl-
ar.“
Garðar brosir í tilefni af þess-
um ummælum og segir: „Ég
reyndi að sýna farþegunum það
sem ég gat, t.d. Ásbyrgi og Detti-
foss, eins skemmtilega kletta í Að-
aldal sem eru holir innan og það
annað sem ég taldi að fólk hefði
gaman af að sjá. Þetta var smá-
krókur og ég gerði þetta ekki ef
einhver mótmælti því. Þetta létti
förina fyrir farþegana og hefur ef-
laust gert hana skemmtilegri. Við
reyndum þó alltaf að halda áætl-
un, það skipti máli fyrir svo
marga, þá sem við gistum hjá og
borðuðum og svo auðvitað fyrir
farþegana Iíka.“
í ÁFANGASTAÐ Á
SJÖUNDA DEGI
Reynir lýkur frásögn sinni svo:
„Nú var haldið áfram um Keldu-
hverfið og síðan yfir Reykjaheiði
til Húsavíkur. Ekki var lengi tafið
þar en ekið inn Aðaldalinn. Þar
man ég eftir að við áðum við
hraunhól sem holur var innan og
hægt að ganga í hann. Svona
brunahraun eins og í Aðaldalnum
hafði ég aldrei séð fyrr. Næst
stönzuðum við hjá Goðafossi og
svo aðeins í Vaglaskógi. Svo var
haldið yfir Vaðlaheiðina með öll-
um sínum beygjum og krókum og
loks blasti Akureyri við sjónum.
Garðar áaamt konu ainni, Janafnu
Karladóttur.
Ljósm. Mbl.: Frié» Proppé.
Þangað komum við um kvöldmat-
arleytið, sjö dögum eftir að við
riðum úr hlaði með pabba heima á
Norðfirði."
I eftirskrift bætir Reynir Zoéga
við, að mörgu fieira minnisstæðu
úr þessari fyrstu langferð sinni á
landi megi bæta við, og að slík
upprifjun gæti orðið efni í heila
bók.
Garðar sagði að heimferðin frá
Akureyri til Eskifjarðar eftir að
hann skildi við þá bræður og Ás-
geir bróður sinn, hefði gengið vel.
Hann sagðist ekki minnast þess að
hafa verið jafn lengi eða lengur á
þessari leið fyrr eða síðar. Hann
kann frá ýmsu að segja í sam-
bandi við ferðir sínar á þessum
árum, en vill lítið úr gera og segir
þetta eingöngu þann ferðamáta
sem allir hafi orðið að sætta sig
við. Hann segist alla tíð hafa verið
heppinn bílstjóri, ekki lent í stór-
slysum, eingöngu árekstrum og þá
j helst í Reykjavík.
Garðar hefur oft verið einn á
ferð í myrkri utan alfaraleiða í
ýmiskonar veðráttu. Hefur hann
aldrei orðið var við neitt óvenju-
legt.
STÓÐ í DAG-
LEGRI VEGAGERÐ
Ég er ekki myrkfælinn, en
reyndi samt alltaf að vera ekki
einn á ferð, en það kom til af því
að ef eitthvað kom fyrir gat verið
erfitt að komast einn áfram. Mað-
ur stóð iðulega í daglegri vega-
gerð, enda skóflurnar alltaf tvær í
bílnum. — Orðið var, spyrðu. Ég
er ekki skyggn, ef það er það sem
þú meinar, en það var farþegi eitt
sinn í bílnum hjá mér sem sá
mann úti á miðri brú, en ég sá
ekki. Síðar sagði mér gömul kona
á Egilsstöðum, að lýsingin á
manninum passaði við mann sem
drukknaði í þessari sömu á,
skömmu áður en farþeginn sá
hann.
Eitt sinn lenti ég í svolitlu sem
erfitt er að útskýra og ég myndi
ekki þora að segja frá, nema vegna
þess að ég hafði vitni að því.
Friðrik Árnason var með mér í
ferð til Húsavíkur og við komum
við á Skjöldólfsstöðum. Okkur var
boðin þar gisting og sagt að ekkert
vit væri í því að halda áfram.
Menn voru að koma þar úr smala-
mennsku og sögðu að það væri
brjálað á heiðinni og allt ófært.
Ég þráaðist við, var á hraðferð og
vildi reyna. Setti keðjur á og þre-
falda strekkjara til vonar og vara.
Við lögðum í hann og áttum von í
að það myndi birta þegar kæmi
norður fyrir.
Það reyndist rétt vera að veðrið
var brjálað og svo slæmt að þurrk-
urnar höfðu ekki við. Ég varð að
hafa hendina úti og þurrka af rúð-
unum jafnóðum. Þegar við komum
að eystri fjallgarðinum birti að-
eins og framundan var stór skafl,
sem búið var að moka og hjólför
eftir bíl mátti vel greina. Við fór-
um í þeim yfir heiðina og gegnum
skaflana og komumst í Möðrudal.
Ekki höfðum við hitt neinn bíl áð-
ur en við lögðum í heiðina, enginn
hafði farið í gegn á Skjöldólfsstöð-
um meðan við vorum þar og þegar
komið var í Möðrudal var okkur
sagt að enginn hefði farið þar í
gegn þann daginn. Þessu hefði ég
ekki þorað að segja frá, nema af
því að ég hafði vitni, en ekki hefur
mér tekist að fá eðlilega skýringu
á þessu.
Garðar hóf rekstur bílaleigu ár-
ið 1964 og hóf ökukennslu á sama
tíma. Hann er nú svo til hættúr
með bílaleiguna, var óheppinn,
missti nýja bíla í tvígang, án þess
að fá þá greidda hvorki af leigu-
tökum né úr tryggingum. Hann
heldur þó enn einum bílaleigubíln-
um. „Meira fyrir konuna mína.
Henni finnst að við eigum að
halda honum, þykir kannski svo-
lítið vænt um þennan Volkswagen
sem við eigum eftir,“ segir hann.
í dag kennir hann á bíl og
stundar leigubílaakstur. „Fæ túra
svona hingað og þangað um firð-
ina, stundum lengri túra,“ segir
hann sjálfur. Ég spyr um álit hans
á akstursmenningunni í dag, ef
nota má það orð.
„Þá koma mér í huga öll þessi
óskaplegu slys,“ segir hann. „Já,
og sumir blessaðir unglingarnir.
Það er eins og eitthvert æði grípi
þá, þegar þeir eru komnir með
próf. Mér dettur í hug einn sem ég
kenndi nú reyndar sjálfur. Hann
hefur tíðkað það að keppast við að
komast á milli Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar á sem skemmstum
tíma og montað sig af því, að mér
er sagt, að hafa komist á milli á
fjórum mínútum. Fyrir skemmstu
fór hann í gegnum Oddsskarðs-
göngin á þeirri fljúgandi ferð, að
þegar hann kom út úr þeim þá
tókst bíllinn á loft og fór fjórar
veltur og rétt áður en bíllinn kom
að hengiflugi stöðvaðist hann og
stráksi slapp með skrekkinn og
nokkrar rispur. Ég viðurkenni að
mér fannst oft gaman að keyra
léttar og þurfti þess á stundum,
þegar ég var til dæmis að fara með
lækni á milli Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar. En að leika sér með
eigin líf og annarra — það er mér
óskiljanlegt. Eitt er ég viss um
vegna þessarar spurningar. Ekki
vildi ég vera atvinnubílstjóri í
Reykjavík í dag,“ bætir hann við,
en gefur ekki meira út á það.
ÆTLAÐI AÐ VERÐA
SJÓMAÐUR
Það er ljóst að við Garðar get-
um haldið áfram spjalli okkar um
ævintýralegar ferðir á Austur- og
Norðurlandi í langan tíma og ef-
laust fyllt í bók, eins og Reynir
Zoega komst að orði í niðurlagi
sinnar ferðalýsingar. Við ákveðum
þó að setja hér punktinn, en ég
spyr Garðar í lokin, hvort hann
myndi leggja út á vegina á ný, ef
hann væri kominn til baka til árs-
ins 1931 og væri að fá í hendur
ökuskírteinið sitt. Hann hugsar
sig vel og lengi um og segir síðan:
„Ég veit það ekki. Þetta er eins og
hvert annað lífsstarf. Ég kunni vel
við mig á sjónum og ætlaði mér
einhvern tíma sem unglingur að
verða sjómaður. Ég var bara svo
voðalega sjóveikur og losnaði aldr-
ei við sjóveikina."
Kvenfélagskonur á Eskifirði f skemmtiferð árið 1952. Bílstjóri f ferðinni er Jóhann Kruger, en hann má sjá f
hópnum, stendur vió nsestöftustu hliðarrúöuna. Ljósm. úr safni byggöasögunefndar Eskifjaröar.
En höldum ferðinni áfram: „í
Möðrudal komum við klukkan tvö
um nóttina og var þar vel tekið.
Fengum við þar hangikjöt, magála
og súrmat að borða, eða það sem
nú er kallaður þorramatur, en
þetta var nú seint í september.
Okkur var boðin gisting, en ákveð-
ið var að halda áfram, enda ærnar
tafir þegar orðnar. Leið okkar lá
nú yfir Hólsfjöllin og komum við
að Austara-Landi í Axarfirði und-
ir morgun. Þar voru menn að bú-
ast í göngur.
Þarna var lítið stanzað en hald-
ið áfram út að brúnni á Jökulsá í
Axarfirði og síðan vestur yfir
hana og til Ásbyrgis, en Garðar
lagði lykkju á leið sína til að sýna
okkur þetta náttúruundur. Þegar
ég hugsa um það núna finnst mér
furðulegt hvað hann gaf sér mik-
Umferðaróhöpp urðu einnig í þá daga, þó haagar vsari farið yfir, enda
vegir þröngir og nánast troöningar á köflum. Þessar myndir, sem eru
úr safni byggðasögunefndar Eakifjarðar, sýna björgunaraðgeröir eftir
að rútubifreið með A-númeri hefur lent á hliöinni. Taliö er líklegt, að
óhappið hafi átt sér stað einhvers staðar á leiðinni Eskifjöröur-Akur-
eyri.
Fyrstu vörubílarnir voru gjarnan nýttir til fólkaflutninga. Þá var
svonefndu „boddýi" komið fyrir á palli bílsins. í boddýinu voru tré-
bekkir meðfram hliðunum, sem fólkið sat á. — Úr safni byggöasögu-
nefndar Eskifjaröar.