Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 32

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 —-— JL Umsjón: Séra Karl Siffurbjömsson Séra Auóur Eir Vilhjálmsdóttir aUdr OTTINSDEGI Hrersvegna altarisganga? „Nqttina sem hann var svikinn" settist Jesús til borðs með lærisveinum sínum og stofn- aði heilaga kvöldmáltíð. Hann braut brauðið og gaf þeim og rétti þeim bikarinn með vín- inu og hafði um það þau orð, að brauðið væri „líkami minn, fyrir yður gefinn ..og vínið væri „kaleikur hins nýja sáttmála í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt fyrir fyrirgefningu syndanna". (Lúk. 22, 19—20.) Og síðan bauð hann þeim að hafa þessa máltíð um hönd „í mína minn- ingu“. Lærisveinarnir skildu ekki þetta atferli né orð meistara síns, og í rauninni skilur það enginn maður. Kvöldmáltíðin er leyndardómur, sem ekki verður skýrður. En eftir hræðilegan ósigur föstudags- ins langa og furðufréttir páskadagsmorguns um gröf- ina tómu og englana, sem sögðu hinn krossfesta uppris- inn, þá komu lærisveinarnir saman á nýjan leik og minnt- ust orða Jesú og atferlis í loftsalnum „nóttina sem hann var svikinn". Og þá stóð hann mitt á meðal þeirra og sagði „friður sé með yður“. Þetta var satt. Hann var upprisinn! Endurtekin reynsla Þetta hefur síðan verið endurtekin reynsla kristinna manna, þar sem þeir enn og aftur hafa skynjað þessa ná- vist og þennan frið hins krossfesta og upprisna frels- ara. Þess vegna hafa læri- sveinar Jesú og játendur kom- ið saman við kvöldmáltíðar- borðið hvern einasta fyrsta daga vikunnar frá hinum fyrstu páskum og allt til þessa dags, og þeir hafa styrkst í trú sinni á hinn upprisna og lífið í honum. Þeir hafa séð og reynt að hinn krossfesti lifir, og fund- ið fyrirgefningu hans og frið. Ef til vill er einmitt þessi reynsla kristinna manna mik- ilvægasta sönnun upprisunn- ar. Altarisgangan hefur verið, um aldir og árþúsundir tvær, sífersk uppspretta, sífellt ný Hann er upprisinn Mark. 16.1-7 - Páskar Ég veit ekki hvernig þér líð- ur á þessum páskum. Eruð þið önnum kafin, þreytt, áhyggju- full, glöð og í jafnvægi, sjúk eða sorgmædd? Ég veit það ekki en Jesús veit það. Við skulum hugsa um það $ dag með fögnuði í hjörtum okkar og miklu þakklæti að hann er að spyrja um okkur í dag. Hann hefur hinn mesta áhuga á líðan okkar. I dag býður hann okkur til mikillar veislu. Öll kirkjan hljómar af hátíð- legri og glaðlegri hljómlist, ljómar af mikilli ljósadýrð og angar af páskaliljum. í dag er páskahátið. Jesús er uppris- inn. Jesús lifir. Hvort sem við erum glöð eða þreytt megum við njóta þessa hátíðleika. Þetta er hátíð djúprar gleði og öruggrar vissu um sigur Drottins okkar yfir öllu illu, yfir sjúkdómum, synd og dauða. Hvort sem við erum sjúk eða heilbrigð meg- um við fagna í hjörtum okkar í dag og vita með vissu að Jes- ús hefur sigrað, sá dagur renn- ur að upprisukraftur hans birtist í allri sinni dýrð — og þá munum við lifa um eilífð ef við trúum. Það voru þær María Mag- dalena og María móðir Jakobs og hún Salóme, sem fyrstar fengu að heyra um upprisu Jesú. I dag skulum við reyna að setja okkur í spr þeirra, fyllast hinni sömu gleði og þær. Við skulum láta hátíð- leika páskanna ná djúpt inn i hjörtu okkar og fylla okkur þeim friði, sem Jesús talar svo oft um. Við skulum taka okkur langa stund i dag til að láta þennan hátíðleika gagntaka okkur, skína í hjörtum okkar, skína á sorgir okkar, gleði okkar eða hvað annað, sem býr í hjörtum okkar. Þá er það áreiðanlegt að upprisugleði páskanna, huggandi og fagn- andi, gefur okkur nýjan þrótt. Gleðilega páska. staðfesting á sannleiksgildi upprisuboðskaparins. * „I mína minningu“ Ef boðskapur Jesú hefur gildi fyrir alla menn, já, ef Jesús er frelsari mannanna, er mikilvægt að við gleymum honum ekki, heldur minnumst hans. Og það er heldur ekkert eðlilegra en að játendur hans og lærisveinar komi saman til að minnast hans og styrkja þannig samfélag sitt innbyrð- is. En kvöldmáltíðin er ekki bara minningarhátíð, minn- ingarathöfn um látinn vin, eða mikilmenni fornrar sögu. Það er trú og fullvissa kirkj- unnar, að Jesús Kristur sé í og með brauði og víni kvöldmál- tíðarinnar, að hann hafi bund- ið návist sína við þessa athöfn okkur til blessunar, „til fyrir- gefningar syndanna". Brauðið og vínið eru áþreifanleg tákn þessa, en þó meir en tákn. Þetta verður vart skýrt, en við getum hugsað okkur til dæmis handtak vinar. Handtak er tákn, sem oft og iðulega tjáir miklu meira en við fáum nokkru sinni með orðum lýst. Þetta höfum við öll reynt, bæði á stundum gleði og sorg- ar. Við höfum öll fundið í einu handtaki styrk og samúð af því að í þessu handtaki var sál, sem skildi, fann til með, elskaði. Brauð og vín altarisgöng- unnar er venjulegt, ósýrt brauð, og venjulegt vín. En Jesús hefur tengt ákveðið fyrirheit þessum efnum. Það er orð hans og fyrirheit, sem gerir þetta sértaka brauð og vín að sakramenti, farvegi lífs hans og blessunar. Við getum tekið annað dæmi. Peningaseðillinn er ávísun á verðmæti sem Seðla- banki Islands ábyrgist að séu til. Það er ábyrgð, fyrirheit Seðlabankans sem gefur þessu ákveðna pappírsblaði gildi. Hvers vegna þurfum viö að fara til altaris? Kvöldmáltíðin rifjar upp og minnir okkur á þá stórkost- legu staðreynd, að Jesús Kristur dó „vegna vorra synda", og að hann reis upp og lifir. Kvöldmáltíðin staðfestir og endurnýjar allt það sem hann ávann okkur með lífi sínu og dauða, og er þannig „læknismeðal ódauðleikans" eins og kirkjufeðurnir fornu orðuðu það. Hún styrkir og nærir eilífa lífið í okkur, líf okkar með Jesú Kristi, þetta hulda, en þó raunverulega líf sem við vorum endurfædd til í skírninni og sem þarf að fá að þroskast og dafna eins og allt annað líf. Kvöldmáltíðin er gleðistund Kvöldmáltíðin er því ekki sorgarathöfn, e.k. erfis-/ drykkja, heldur gleðistund, at- burður þar sem sjónum okkar er beint fram til þess er sigur Drottins yfir synd og dauða verður endanlega augljós öll- um mönnum, þegar kærieikur- inn, miskunnsemin, fyrirgefn- ingin og friðurinn og „lífið sem dauðann fær deytt," — allt þetta sem Jesús birti og boðaði í lífi, orðum og verkum, dauða sínum á krossi og upp- risu á páskadagsmorgni, þeg- ar allt þetta er augljóst og opinbert öllum mönnum — þegar Jesús kemur aftur í dýrð. Kvöldmáltíðin er leyndar- dómur, sem aldrei verður skýrður með neinum formúl- um. Óskiljanlegt undur er það, þegar Guð og maður mætast, þegar tími og eilífð snertast, synd mannsins mætir fyrir- gefningu hins heilaga Guðs. Það gerist í þessari athöfn. Margar gátur varða leið okkar frá vöggu til grafar. En við altarið snertir þína innstu veru undrið mesta og dásam- legasta: Guð þinn kemur til þín, himinn hans opnast yfir þér, náð hans, líkn og líf stendur þér til boða. Biblíu- lestur piskavikan, II. til 17. apríl Páskad., 11. apríl Mark. 16,1-8 Annar páskad. 13. apríl Jóh. 20,1-10 Þriðjud. 13. apríl Jóh. 20,1-10 Miðvikud., 14 apríl Jóh. 20,11-18 Fimmtud., 15. apríl Lúk.24,1-12 Föstud., 16. apríl Lúk. 24,36-49 Laugard., 17. apríl Matt. 28,1—20. Kristur er sannarlega upprisinn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.