Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
35
Fjölskylduskemmt-
un Lúðrasveitarinnar
í Eyjum
Nú er að rísa í Eyjum minnis-
varði um hið góðkunna tónskáld
Oddgeir Kristjánsson. Verki þessu
miðar vel og er áætlað að það
verði tilbúið fyrir 17. júní nk.
Verður þetta fyrsta útileiksvið
sinnar tegundar á íslandi. Þetta
minnismerki kostar að sjálfsögðu
mikið fé og hafa margir þegar lagt
hönd á plóginn. Nú ætlar Lúðra-
sveit Vestmannaeyja að fara af
stað með fjölskylduskemmtun, og
verður öllum ágóðanum varið til
þessa verkefnis. Verður þessi fjöl-
skylduskemmtun á laugardaginn
fyrir páska í Samkomuhúsinu
bæði kl. 5 sd. og kl. 8.30 um kvöld-
ið. Munu þarna koma fram auk
Lúðrasveitarinnar, sex syngjandi
systur úr Eyjum og hinir frábæru
snillingar Graham Smith á fiðlu
og Jónas Þórir á orgel. Þá mun
hinn landsfrægi Ási í Bæ verða
kynnir. Væntir Lúðrasveitin þess
að sem allra flestir komi og hlýði
á þessa snillinga.
Valgarður Gunnars-
son í Nýlistasafninu
Valgarður Gunnarsson opnar
sýningu í Nýlistasafninu Vatns-
stíg 3b föstudaginn 9. apríl kl. 16.
Sýningin verður opin kl. 16—22
virka daga og kl. 14—22 um helg-
ar. Sýningunni lýkur sunnudaginn
18. apríl.
Valgarður Gunnarsson útskrif-
aðist úr Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1979. Stundaði
framhaldsnám við State Univers-
ity of New York og Empire State
College árin 1979—1981.
Þetta er fyrsta einkasýning
Valgarðs, en hann hefir áður tekið
þátt í tveimur samsýningum.
Sýnd eru olíumálverk máluð á
striga.
Tréskurður í
*
Asmundarsal
Sýning skurðli.starskóla Hannesar
Flosasonar hófst í Ásmundarsal í
gær, miðvikudag. Sýningin stendur
til miðvikudagskvölds, 14. apríl, og
er opin daglega frá klukkan 14 til 22
en lokað er páskadag. Á sýningunni
munu nemendur skólans sýna tré-
skurð.
I sýningarskrá segir svo m.a.:
„Á sýningu þessari eru verk eftir
þátttakendur á námskeiðum síð-
ustu tíu ára, þó mest eftir núver-
andi nemendur. Hönnun flestra
verkanna er eftir Hannes Flosa-
son, en nokkur eru hönnuð af þátt-
takendum sjálfum eða eru eftir-
gerðir gamalla skurðverka. Sýn-
endur eiga að baki sér mjög mis-
langan námsferil í skurðlist, frá
nokkrum mánuðum til sjö ára.
Skurðlistarskólinn er myndaður
af óslitinni röð kvöldnámskeiða,
þar sem byrjendur og lengra
komnir eru saman eitt kvöld í viku
í litlum hópum og njóta einstakl-
ingsbundinnar tilsagnar eftir
þörfum hvers og eins. Stysti þátt-
tökutími er tveir mánuðir, en
þátttakendur geta haldið plássum
sínum eins lengi og þeir óska.“
V estmannaeyjar:
í minningu Oddgeirs
Kristjánssonar
Á skírdag 8. apríl nk. verður
opnuð málverkasýning í AKOG-
ES, er sýning þessi helguð minn-
ingu Oddgeirs Kristjánssonar,
tónskálds, og sett upp í samvinnu
Guðna Hermansen listmálara og
AKOGES. Alls sýnir Guðni 36
olíumálverk flest unnin á þessu og
seinasta ári, en nú eru þrjú ár lið-
in frá því Guðni sýndi seinast og
er sýning þessi sölusýning.
Aðgangseyrir verður 10,00 kr.
og rennur hann óskiptur til bygg-
ingar minnisvarða um Oddgeir
Kristjánsson, sem nú er unnið að.
I sambandi við sýningu þessa
efna AKOGES-félagar til happ-
drættis og verður vinningurinn
stórt málverk eftir Guðna Her-
mansen (130x70) Alls verða gefnir
út 3.000 miðar og verð hvers miða
25,00 kr. Verða miðar seldir á sýn-
ingunni og víðar og mun allur
ágóði af happdrætti þessu renna
óskiptur til byggingar minnis-
varðans um Oddgeir Kristjánsson.
í beinum tengslum við mál-
verkasýninguna verða á efri hæð
AKOGES sýndar litskyggnur, sem
Oddgeir Kristjánsson tók, en hann
var slyngur áhugaljósmyndari og
fagurkeri mikill eins og fram kom
m.a. í skrúðgarði þeirra hjóna að
Heiðarvegi 31, aðgangur að þess-
ari sýningu verður ókeypis.
Sem fyrr segir verður mál-
verkasýning þessi opnuð á skírdag
kl. 2 e.h. og verður opið til kl. 22 og
verður þessi opnunartími alla há-
tíðisdagana, en virka daga verður
opið frá kl. 4 e.h. til kl. 22, en
sýningunni lýkur sunnudaginn 18.
apríl.
Dregið verður í happdrættinu 1.
maí og vinningsnúmer birt í Lög-
birtingablaðinu og bæjarblöðum.
Er það von þeirra sem að þess-
ari sýningu standa að hún verði
vel sótt og á þann hátt sýni Eyja-
menn og gestir minningu Oddgeirs
verðugan sóma og styðji um leið
byggingu glæsilegs minnisvarða
um tónskáldið Oddgeir Krist-
jánsson.
Norræn rádstefna um
öryggi og afvopnun
Nenu-ndasamband norska
varnarmálaháskólans gengst fyrir
fimm daga ráðstefnu hér í
Reykjavík 15. til 19. apríl. Við-
fangsefni þátttakenda í ráðstefn-
unni verður að fjalla um örygg-
ismál á norðursvæði NATO í Evr-
ópu, afvopnunarmál og vígbúnað-
areftirlit.
Nemendasambandið býður til
þátttöku ca. 10 manns frá hverju
þessara landa: Noregi, Danmörku
og íslandi, en auk þeirra koma
fimm menn frá herstjórn NATO
fyrir norðursvæðið, sem hefur að-
setur í Kolsás, rétt við Osló, og
tveir til fjórir frá Finnlandi og
Svíþjóð.
Ráðstefnustjóri er frú Grethe
Værnö, þingmaður fyrir Osló.
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, flytur ávarp við upphaf
ráðstefnunnar.
Þrír íslendingar flytja fyrir-
lestra á ráðstefnunni, þeir Björn
Bjarnason, blaðamaður (örygg-
ismál íslands), Gunnar Gunnars-
son, starfsmaður Öryggismála-
nefndar (viðræður um kjarnorku-
afvopnun), og Haraldur Ólafsson,
dósent (starf Sameinuðu þjóðanna
að afvopnun).
Meðal annarra fyrirlesara má
nefna Sir Anthony Farrar-
Hockley, yfirhershöfðingja í
stjórnstöð NATO í Kolsás (varnir
Norður-Evrópu), Paul H. Speer,
flotaforingja hjá Atlantshafsher-
stjórninni (varnir Norður-
Atlantshafs), R. F. Marriott,
flotaforingja og yfirmann Varn-
arliðsins á íslandi (varnir ís-
lands), Ib Faurby, frkv.stj. dönsku
örygKÍs- og afvopnunarnefndar-
innar, og Sverre Logaard frá frið-
arrannsóknastofunni SIPRI í
Stokkhólmi.
Ráðstefnan verður haldin í Hót-
el Sögu, og um undirbúning henn-
ar af Islands hálfu sér Upplýs-
ingaskrifstofa Atlantshafsbanda-
lagsins í Reykjavík.
(FrétUtilkynninK-)
Musica Antiqua
í Háteigskirkju
Musica Antiqua nefnist röð
tónleika þar sem flutt er músík
frá endurreisnar- og barokktím-
anum. Þriðjudaginn 13. apríl
næstkomandi verða þriðju og síð-
ustu tónleikar vetrarins. Flutt
verður barokktónlist; kantötur og
tríósónötur eftir Schutz, Tele-
mann, Hándel o.fl.
Flytjendur á þessum tónleikum
eru Signý Sæmundsdóttir söngur,
Camilla Söderberg blokkflautur,
Michael Shelton fiðla, Helga Ing-
ólfsdóttir sembal og Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir viola da gamba.
Tónleikar Musica Antiqua hafa
fram að þessu verið haldnir á sal
Menntaskólans í Reykjavík en að
þessu sinni verða þeir i Háteigs-
kirkju og hefjast kl. 20.30.
Skrugga frumsýnir
„Nóttina lönguM
Leikfélagið Skrugga í Austur-
Barðastrandarsýslu frumsýnir á
annan páskadag, i félagsheimilinu
Vogalandi, Króksfjarðarnesi, leik-
ritið „Nóttin langa“ eftir Jóhannes
Steinsson. Leikstjóri Evert Ing-
ólfsson.
Jói á annan í
páskum hjá LR
Að vanda liggja leiksýningar
LR niðri yfir helgidagana, en hefj-
ast á ný annan dag páska. Þá verð-
ur leikrit Kjartans Ragnarssonar
JÓI á fjölunum.
Það er Jóhann Sigurðarson sem
leikur Jóa. Hanna María Karls-
dóttir leikur systur hans, Lóu, og
Sigurður Karlsson Dóra, mann
hennar. Guðmundur Pálsson leik-
ur pabbann, Þorsteinn Gunnars-
son Bjarna, bróður Jóa, og Elfa
Gísladóttir Maggí, konu Bjarna.
Þá leikur Jón Hjartarson brúðuna
Súperman, vin Jóa í raun.
Höfundurinn er sjálfur leik-
stjóri en leikmynd gerði Steinþór
Sigurðsson. Þess má geta, að strax
eftir páska hefjast æfingar á nýju
leikriti eftir Kjartan Ragnarsson
hjá Leikfélaginu. Nefnist það
Skilnaður og verður sýnt á Lista-
hátíð í júní.
PRISMA
BESJi 'x?
HJALPARKOKKURINN
KENWOOD chef
Verð kr.3.216.- (Gengi 2.4/82)
með þeytara, hrærara, hnoðara, grænmetis-
og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál.
KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum.
Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval auka-
hluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn,
grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýðari,
dósahnífur ofl.
Eldhússtörfin verða leikur einn
með KENWOOD CHEF
RAFTÆKJADEILD