Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 38

Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Málverkasýning á Akureyri Ingvar Þorvaldsfion listmálari opnar málverkasýningu í listsýn- ingarsal Myndlistaskólans á Akureyri í dag, skírdag, klukkan 15. I>ar sýnir Ingvar 40 nýjar vatnslitamyndir og er þetta 12. einka- sýning hans, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Sýningin veröur opin daglega frá klukkan 15 til 22 til annars páskadags. Minnisblað lesenda Málverkasýning á Fáskrúðsfirði Málverkasýning var opnuð á Fáskrúösfirði mánudaginn 4. april síðastliðinn og verður hún opin til 12. þessa mánaðar, og er sýningin þáttur í vorgleði Fáskrúðsfirðinga. Myndirnar á sýningunni, 23 alls, eru eftir 21 árs Fáskrúðsfirð- ing, Ólaf Theódór Ölafsson, en hann lauk prófi frá málara- deild Handíða- og myndlistarskóla íslands á síðasta ári. Þetta er fyrsta sýning Olafs og eru myndirnar á sýningunni unnar með blandaðri tækni. Ljðsmynd Aibert. 1 Innrótting i Ascona Berlína 2 Mœlaborð með amp-hita-eyðslu og snúnlngshraðamœlum 3 Asœna 4 dyra Berlina Haíir þú aldrei sezt undir stýri d þessum t>£L, íœrð þú líklega aldrei skilið hvaða kostir fylgja skynsamlegri hönnun. í Ascona erm.a.: Glœsilegt áklœðí á sœtum og gólíteppi i víðeigandi lit, 2ja hraða rúðuþurkur með biðtíma, 3ja hraða hitablásari, teppalögð farangursgeymsla, halogen aðalljós, litað öryggisgler, kvartsklukka, viðvörunarljós íyrir aðalljós, rúðuþurka/sprauta á aíturrúðu i 5 dyra bílnum. sportfelgur, sérstaklega styrk fjöðrun fyrir íslenzka vegi o.m.fl. $ VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN ) Sími38900 HÉR fara é eftir nokkrar handhægar upplýsingar, sem nauðsynlegt eöa þægilegt getur veriö aö hafa viö hönd- ina yfir hátíöina. Slysadeild Borgarspítala er opin allan sólar- hringinn. Síminn er 81200. Slökkviliöið í Reykjavík: 11100, í Hafnarfiröi 51100, Akureyri 22222. Lögreglan í Reykjavík: 11166, á Akureyri 23222, Kópavogi 41200 og í Hafn- arfiröi 51166. Sjúkrabílar í Reykjavík 11100, í Hafnarfiröi 51100 og á Akureyri 22222. Læknavarsla Nætur- og helgidagavarsla fer fram til kl. 8 á þriöjudagsmorgun og er síminn 21230. Göngudeild Landspítalans er opin á skírdag og annan páska- dag kl. 14—15 og á laugardag kl. 14—16. Síminn er 29000. Tannlæknavakt veröur alla daga hátíöarinnar í Heilsuverndarstööinni viö Baróns- stíg kl. 14—15 nema laugardaginn kl. 17—18. Simi 22417. Messutilkynningar eru birtar á bls. 33. Dagskrá útvarps og sjónvarps eru birtar á bls. 4 og 5. Bilanir Hitaveitu- og vatnsveitubilanir skal tilkynna til Vélamiöstöövar Reykja- víkur í síma 27311. Símabilanir eru í 05. Verslun Söluturnar veröa opnir eins og venjulega á skírdag, laugardag og annan páskadag, en lokaöar aöra daga. Verslanir eru sumar opnar laugardaginn kl. 9—12. Bensínsala fer fram sem hér segir á Reykjavík- ursvæöinu: Á skírdag og annan páskadag kl. 9.30—11.30 og 13—16. Lokað á föstudaginn langa og páskadag, en laugardag- inn á milli er opiö kl. 7.30—21.15. Viö Umferöarmiöstöðina er opiö á skírdag kl. 20—23.30 og á sama tíma annan páskadag, á laugardag er opiö kl. 21—23.30, en lokaö aöra daga. Strætis- vagna- ferðir Reykjavík Á skírdag og annan í páskum er ekiö eins og á venjulegum sunnu- degi. Á föstudaginn langa og páskadag er einnig ekiö eins og á sunnudegi, en akstur hefst ekki fyrr en um kl. 13. Laugardaginn þar á milli gildir venjuleg laugar- dagsáætlun. Kópavogur Um akstur Strætisvagna Kópa- vogs gildir þaö sama og sagt var hér aö ofan um SVR, nema aö akstur á skírdag og annan í pásk- um hefst um kl. 14. Hafnarfjöröur Akstur á skírdag og annan páskadag hefst kl. 9.42 og gildir venjuleg sunnudagsáætlun, þ.e. ekiö er til 00.30. Á föstudagínn langa og páskadag hefst akstur kl. 13.42. Laugardaginn gildir venju- leg laugardagsáætlun. MESSÍAS Tónlist Jón Ásgeirsson Sú var tíðin að uppfærsla á Messíasi eftir Hándel skipti sköpum í tónlistarmálum okkar íslendinga. Nú er verkið að verða fast viðfangsefni kóra og um síðustu helgi flutti Kór Langholtskirkju það undir stjórn Jóns Stefáns- sonar í annað sinn á stuttum tíma. Verkið er óumdeilanlegt listaverk og því ávallt viðburður ef það er vel flutt. Kór Lang- holtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, söng verkið frá- bærlega vel. Jón er snilldar- stjórnandi en hættir til að gæta ekki að „tempói", því tónlistin undir stjórn hans líður viðstöðu- laus, án hrynrænnar spennu, sem skapast við aðhald í hljóð- fallsstreyminu. Að halda í hér og þar eða reka á eftir, sem fer eftir að hverju er stefnt, er kallað að hafa spennutak á tímanum, sem er einn af leyndardómum hljóð- fallsins. Þetta viðstöðuleysi var nokkuð áberandi í einsöngsþátt- unum. Því miður var Garðar Cortes svo slæmur til heilsunnar að hann gat ekki sungið, þó hann reyndi, þar sem mikið lá við. Sól- veig Björling, Ólöf K. Harðar- dóttir og Halldór Vilhelmsson sungu vel enda reyndir tónlist- armenn og það var ekki þeim að kenna þó flutningurinn væri ein- um of „mertónómískur". Ásgeir Bragason söng með há-tenór- rödd og fórst það vel, þó arían væri of lág fyrir hann. Ragn- heiður Fjeldsted söng með sinni fallegu röddu og greinilegt er að Signý Sæmundsdóttir er að þroskast sem söngkona. Hljómsveitin, var góð og sömu- leiðis trompettsóló Lárusar Sveinssonar. Greina mátti nokkra þreytu hjá hljómsveit og kór undir það síðasta, enda er þriggja tíma konsert ekkert til að spauga með. í heild voru tón- leikarnir glæsilegir en ekki get- ur undirritaður annað en fundið að því, að halda tónleika í því húsi sorgarinnar sem Fossvogs- kirkja er, fyrir utan að vera ónotaleg til langrar setu. Bráð- um kemur betri tíð og kórinn mun þá geta haldið sína glæsi- legu tónleika í eigin kirkju, sem vonandi er ekki langt undan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.