Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 t Bróöir okkar, HELGI HELGASON, Veaturbsrgi 30, sem lézt 1. apríl, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miöviku- daginn 14. apríl kl. 10.30 árdegis. Jónas Helgason, Hrafnkell Helgason, Sigurður Helgason. t ÞORBERGUR GUÐMUNDSSON, Egílsgötu 12, Reykjavík, verður jarösettur frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 14. apríl kl. 15.00. Börn, tengdabörn, systir og aðrir aöstandendur. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, INGÓLFUR NÍELSSON, Hrafnistu, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. apríl, kl. 10.30 f.h. Haflína Björnsdóttir, Regina Ingólfsdóttir, Egill Jónsson, Níels Ingólfsson, Svanhvít Hafsteinsdóttir, Björn Ingólfsson, Rósa Jónasdóttir, Ásgrímur Ingólfsson, Unnur Sigtryggsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega allan þann hlýhug og samúö sem okkur var sýnd viö andlát og útför foreldra okkar og tengdaforeldra, SIGURBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR °g HARALDAR AÐALSTEINSSONAR, Miðtúni 4, Seyöisfiröi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspítalans i Reykja- vik og læknis og starfsfólks Sjúkrahúss Seyöisfjaröar. Aðalsteinn Haraldsson, Guöný Ragnarsdóttir, Leifur Haraldsson, Steinunn Olafsdóttir. Aðalsteinn Magnús- son — Minningarorð Fæddur 14. nóvember 1932 Dáinn 1. apríl 1982 A fögrum morgni hinn 1. apríl sl. dró skyndilega ský á loft er sú sorgarfrétt barst út meðal fjöl- skyldunnar að Alli væri dáinn. Þessi frétt kom öllum í opna skjöldu. Hann hafði verið um nokkurra daga skeið á sjúkrahúsi, en kom heim af því daginn áður og þá hress og bjartsýnn með margar áætlanir um framtíðina. En einn er sá sem öllu ræður og honum var það þóknanlegt að þessu sinni að klippa á lífsstrenginn, því nokkr- um klst. eftir heimkomuna var Alli allur. Það má með sanni segja að vegir Guðs eru órannsakanlegir eða hvernig getum við óbreyttir leikmenn skýrt það og skilið að maður á góðum aldri með heimili og fjölskyldu sé á brott kvaddur, á sama tíma sem stórum hópi ein- staklinga væri það líkn í þraut að vera til kallaðir. En hvort maður þreytir hugann lengur eða skemur yfir leyndardómum lífsins þá fær maður ekki ráðningu á gátunni miklu, og lífið heldur áfram á braut tímans. Aðalsteinn Magnússon, en svo hét hann fullu nafni, en að jafnaði kallaður Alli meðal fjölskyldunn- ar, var fæddur 14. nóvember 1932 og því tæpra fimmtíu ára. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon og Jóhanna Árnadótt- ir, er bjuggu lengst af sinn búskap á Bergstaðastræti 31 í Reykjavík. Föðurafi Aðalsteins, Magnús S. Magnússon prentari og sýningar- stjóri í Gamla Bíói í fjölda ára, var vel þekktur góðborgari hér í bæ. Þá var og móðurafi hans, Árni Árnason, vel kynntur sem Dóm- kirkjuvörður í 40 eða 50 ár. Föður- amma Alla var Jóhanna Zoéga, hún átti og rak Litlu blómabúðina hér í bæ um árabil. Formóðir Alla í móðurætt var Ingibjörg Gestsdóttir, ein af fyrstu ljósmæðrum hérlendis sem fengu embættisbréf samkv. ljós- mæoralögum frá 1875. Af þessari stuttu tilvísan um ættir Aðalsteins má sjá að hann var af traustum og góðum stofni kominn, og þar var hann enginn eftirbátur eða ættleri. Hann ólst upp í foreldrahúsum og að loknu almennu námi fór hann á vinnumarkaðinn eða útí lifsbaráttuna sem kallað er. Fyrst hjá Reykjavíkurborg, þá mörg ár á þungavinnuvéium en síðustu sex ~\s~ D )' n D) w SÉRRIT UM FJÖLSKYLDUNA OG HEIMILIÐ Stærra blað HÚS& NR. 15 1.TBL. 1982 VERO KR. 47 LITAVAL BLÚM MATUR HEIM- SÚKNIR GLUGGATJÖLD FERMINGAVEIZLUR KÚREKASTÍLLINN LAURA ASHLEY ARINELDAR stóraukið efni H&H er mest selda tímarit landsins í dag. Það er lesiö af þriðjungi landsmanna og fyrir bragðið hef- ur verið hægt að bæta blaðið á alla lund. Stærra og glæsilegra tímarit en nýjasta tölublað H&H hef- ur ekki verið gefið út hérlendis til þessa dags. H&H lætur sér ekkert sem snertir heimilið og fjöl- skylduna óviðkomandi. Húsbyggingar, garðrækt, heimilistæki, matartilbúningur, fatnaður, innrétt- ingar, húsgögn, tækninýjungar og annað þar fram eftir götunum, allt er þetta til stöðugrar meðferðar í ritinu. Kynntu þér efni H&H og þú munt komast að raun um, að það er þér að skapi. H&H er selt í áskrift og ekkert er auöveldara en að gerast áskrifandi. Þú bara hringir í síma 83122 og segir til þín. Og þú færö tvö af eldri blööunum send í kaupbæti er þú gerist áskrifandi. Áskrift- argjaldið er innheimt með gíróseðli. Hafir þú hug á að eignast nýjasta tölublaðið er vissara að hafa hraðann á, því það er víðast að veröa uppselt. Askriftarsími 83122 árin var hann starfsmaður hjá Landsbanka íslands að Laugavegi 77 í Reykjavík. Hann naut trausts og virðingar bæði hjá yfirmönnum sínum og vinnuféiögum og voru falin ýmis trúnaðarstörf á vegum stéttarfé- lags síns. I fáum orðum sagt var Alli trúr og tryggur og því skarð fyrir skildi er góður drengur kveð- ur svo skyndilega. Hinn 14. nóv. 1953 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Erlu Lárusdóttur, þau eignuðust þrjú börn, sem eru þessi: Jóhanna Margrét, gift Birni Júlíussyni loft- skeytamanni, Anna Björk, gift Helga S. Ingibergssyni húsasmið og Lárus, sem enn er í föðurgarði, barnabörnin eru þrjú. Að vera formaður í húsfélagi þar sem á milli 50 og 60 fjölskyld- ur búa er að jafnaði erilsamt og getur verið þreytandi á stundum að vera í slikri forsjá, en þessu starfi gegndi Alli í 8 ár við góðan orðstír félaga sinna, og hann hafði á orði meðan á sjúkrahúsvistinni stóð að hann þyrfti að komast heim sem fyrst svo hann gæti haldið aðalfund húsfélagsins. Þetta sýnir aðeins hve skyldu- ræknin var rík í honum, með því að hinn hefðbundni fundartími var upprunninn. Þá gegndi Alli formennsku í Farstöðvarfélagi ísiands, deild 4, og af hálfu aðstandenda Alla er félögum hans þar, svo og öðrum, þökkuð hluttekning við fráfall hans. Þegar skyldustörfum sleppir þá hafði Alli ýmis áhugamál til að hressa upp á fjölbreytnina og auðga andann. Hann var mikill náttúruunnandi og ferðaðist mikið um landið og naut þess að kynnast því bæði vetur og sumar. Þá hafði hann yndi af allskyns veiðiskap og gekk fagmannlega til verks í hon- um sem öðru. Hann hafði listræna hæfileika og gerði nokkuð af því að teikna og báru þær myndir með sér að þar var meira en venjulegur leikmað- ur á ferð og heimili þeirra hjóna bar þess vitni að þar voru sam- hentar manneskjur er gerðu um- hverfið aðlaðandi og vinalegt, enda var heimilið og fjölskyldan honum allt. Hans er því nú sárt saknað af konu og börnum og hon- um færðar þakkir fyrir forsjá heimilisins og samferðina. Móðir Aðalsteins er nú stödd hjá dóttur sinni í Ástralíu, það féll því mikill skyggi á heimsóknina að þurfa að færa henni þær sorgar- fréttir að elsta barn hennar væri dáið, og henni er því þungt um hjarta að geta ekki verið við kveðjustund hans, en í huga sínum og bænum er hún og verður hjá honum og svo langt sem orð ná þá er hér með flutt móðurkveðja til látins sonar. Hans er og sárt saknað af systk- inum sínum sem flytja góðum bróður hinstu kveðju svo og aðrir vinir og vandamenn. Útför Aðalsteins fer fram þriðjudaginn 13. apríl kl. 3. e.h. og eru þessi kveðjuorð á ferð á næsta óeðlilegum tíma en því veldur blessuð páskahátíðin. Það er ætíð huggun harmi gegn að eiga ljúfar minningar um góð- an vin. Ég sem þetta rita kynntist Aðalsteini fyrir um sex árum er ég tengdist fjölskyldu hans, fyrir þessi kynni færi ég þakkir og bið Guð að styrkja hann og leiða á hinni ókunnu strönd um leið og ég votta fjölskyldu hans samúð og bið Guð einnig að vera með henni á erfiðri stundu. Guðmundur Jóhannsson Leiðréttingar Föðurnafn misritaðist í Mbl. í gær í myndatexta með frétt um tónleika Pólýfónkórsins og fleiri, sem haldnir verða á morgun og laugardag. Formaður Pólýfón- kórsins heitir Friðrik Eiríksson. Þá víxluðust myndir í frásögn af æfingum Hamrahlíðarkórsins og Kórs Óidutúnsskóla í Mbl. í gær og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.