Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 42

Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 + Útför eiginmanns míns, AÐALSTEINS MAGNÚSSONAR, bankaatarfsmanns, Ferjubakka 4, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. apríl kl. 3 e.h. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Lárusdóttir. Maöurinn minn og faöir okkar, JULÍUS JÓHANNESSON, Ægisiöu 127, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. apríl kl. 1.30. Helga Guöjónsdóttir og börn. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö, vegna fráfalls SIGURVEIGAR BJÖRNSDÓTTUR frá Grjótnesi. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Stefán Björnsson, Svanhvít Friðriksdóttir. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför eigin konu minnar, INGIBJARGAR GUDBJARNARDÓTTUR, Lindargötu 29, R. Siguróur Bjarnason. Ragnhildur Kr. Björnsson — Minning Fædd 7. júlí 1913 Dáin 13. marz 1982 Vinir koma og vinir fara. Það er ekki oft að maður kynn- ist fólki á lífsleiðinni eins og Ragnhildi Kr. Björnsson og því sárara er að sjá á bak svo góðri konu og vini. Það var snemma vors í leiðinda veðri og kulda, er hjónin Björn G. Björnsson og frú hans, Ragnhild- ur, komu í garðyrkjustöð mína í Hveragerði fyrir 24 árum að líta á tré og runnaplöntur sem ég hafði mikið af þá, og fengu þau ýmsa runna hjá mér sem þau ætluðu að planta í garðinn sinn á Freyjugötu í Reykjavík. Okkur hjónunum leist mjög vel á þessi myndarlegu og vinalegu hjón og buðum þeim í kaffisopa og þáðu þau það til að hlýja sér og tala meira og fræðast um blóm sem þau höfðu mikinn áhuga. Upp úr þessu spratt vin- átta milli þessara tveggja heimila sem hefur haldist alla tíð. Ragn- hildur hafði mikinn áhuga á blóm- um og átti mjög fallegan garð sem hún vann í þegar hún hafði tíma, enda var mörgum starsýnt á garð- inn og margar viðurkenningar fékk hún fyrir smekkvísi í garð- ræktinni og var hún og mikilvirk í stjórn Garðyrkjufélags íslands. I félagsmálum var hún afar liðtæk fyrir dugnað og útsjónarsemi. Annað áhugamál Ragnhildar var Oddfellow-reglan og vann hún mikið innan sinnar reglu. Ragnhildur var stórglæsileg kona og stórbrotin, skapmikil en hjartahlý og vinur vina sinna. Þau hjón, Björn og Ragna, voru óvenju samhent í öllu, góð heim að sækja og afar gjöful, bæði á gjafir og góða vináttu, enda voru samgöng- ur miklar á milli okkar heimila. Gaman og gott var að koma á þeirra óvenju fallega heimili og rabba við þau í rólegheitum, alltaf sama hlýjan og gleðin. En svo kom ógæfan og Ragn- hildur veiktist, sem lyfti henni upp til æðri heima að lokum eftir miklar þjáningar, en ég er þess fullviss að vel hafi verið tekið á móti Ragnhildi. Við vitum að Guð er góður og hann sér vel fyrir sínum. Við hjónin þökkum Rögnu fyrir að hafa fengið að kynnast henni og söknum hennar, en öll sár gróa að lokum og við biðjum algóðan Guð að milda sárin hjá eftirlifandi manni hennar og börnum. Þegar tímum okkar hér á jörðu lýkur, munum við hittast aftur, en við aðrar aðstæður. Hver og einn okkar hefur sinn reynslutíma hér á jörðu og almættið ræður hvenær kallið kemur og allir verða að þola sinn reynslutíma. Við hjónin vilj- um ekki kveðja hinstu kveðu, því við sjáumst aftur í von um annað líf. Friður sé með Rögnu og ég þakka alla vináttu á heimili ykkar hjóna. Paul V. Michelsen. „Kyrst sigur sá er fenginn, fyrst surgar þraut er tjt ngin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en þad er (iuðs ad vilja og gott er allt sem (>uði er frá.“ Við sendum elsku ömmu okkar hinstu kveðju- og þakkarorð, fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir okkur, og allar góðar stundir sem við áttum saman. Við trúum því tæpast enn, að við munum aldrei fá að sjá ömmu okkar framar, né heyra hana hlæja svo dátt með okkur þegar gleðileg atvik komu fyrir í lífi okkar allra. En við munum ætíð minnast hennar eins og hún var, alltaf glöð og kát, hughreysti okkur og taldi í okkur kjark þegar eitthvað bjátaði á. Margar góðar stundir áttum við saman, stundir sem við erum þakklátar fyrir að eiga minning- una um. Sérstaklega áttum við systurnar góðar stundir þegar við fengum að vera hjá afa og ömmu yfir nótt. Þá laumuðum við okkur oft uppí rúm til þeirra og sofnuð- um við það að afi las upphátt fyrir okkur allar eins og hann gerði iðu- lega fyrir ömmu á kvöldin. Og alltaf hlökkuðum við til sunnudaganna. Þá fórum við snemma á morgnana með litlu bræður okkar með okkur í bæinn og fórum í kirkjuna henar ömmu, PLEGEL PLEGEL þakstáliö meö skífuformi. Fæst í 5 plötustæröum. Rautt og svart. Stáliö er heitgalvaniseraö og lakkaö meö PVF 2 lökkun. Plegel er fyrirliggjandi á lager Plegel er höfuðprýði hússins i Pardushf., I Box 98, 230 Keflavík, II sími 92-3380. ^ Vinsamlegast sendið myndalista yfir Plegel. | Nafn .................................... I I Heimilisfang ............................ Breidd 107,5 Lengdir 0,40 1,10 2,15 3,20 4,25 + Þökkum innilega auösýnda samúó og vinarhug viö andlát og jarö- arför ARNGRÍMS JÓHANNESSONAR, Smáravegi 1, Dalvík. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar og amma, GUDRÚN GUÐNADÓTTIR, Þverholti 21, Keflavík, sem lést í Landspitalanum þann 2. apríl sl. veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. apríl kl. 2. Birgir Axelsson, Axel Birgisson, Guöní Bírgisson, Elsa Skúladóttir, Sesselja Birgisdóttir, Ólafur Birgisson, og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BÁRÐUR SVEINSSON, Nökkvavogi 39, lést 29. mars 1982. Jarðarförin hefur fariö fram. Vigdís Kristín Ebenezersdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, sonur, tengdasonur, bróöir og mágur, REIDAR G. ALBERTSSON, kennari, Álfheimum 56, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Samband íslenskra kristniboösfélaga, Amtmanns- stíg 2 B. Oddrún Jónasdóttir Uri, Borghild Albertsson, Halldis Uri, Dagný G. Albertsson, Birgir G. Albertsson, Evlalía K. Guömundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.