Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 43

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 43 eins og við kölluðum alltaf Hall- grímskirkju. Eftir messu fórum við alltaf í mat til afa og ömmu. Þetta var alltaf besti dagur vik- unnar fyrir okkur öll, og mikið lagði amma alltaf á sig til þess að ungarnir hennar fengju eitthvað gott að borða þegar þeir komu svangir úr kirkjuferðinni. Okkur þótti ætíð svo innilega vænt um ömmu, og við söknum hennar svo sárt. En það er enginn spurður um vilja þegar kallið kemur. Við biðjum þess aðeins að henni líði nú vel, og biðjum Guð að blessa minningu hennar og biðjum hann einnig að blessa afa sem er okkur öllum svo kær. „Far þú í friði, fridur (iuAs þig blessi, hafðu þökk fyrir alll og allt. (>ekkst þú með Gudi, (>uð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóU skalt." Ragnhildur og Birna Oskarsdætur. Ragna, eins og hún var ávallt kölluð meðal ættingja og vina, var fædd á Bíldudal, dóttir hjónanna Jóhönnu Benónýsdóttur og Krist- jáns Jónssonar. Kristján er nú lát- inn fyrir allmörgum árum, en Jó- hanna dvelur í hárri elli á Hrafn- istu í Reykjavík. Ragna var tvígift. Með fyrri manni sínum eignaðist hún þrjú börn, Erlu, búsetta í Bandaríkjun- um, og tvíburana Óskar og Ág- ústu. Ágústa er gift Úlfari Sig- urðssyni og Óskar er giftur undir- ritaðri. Seinni manni sínum, Birni G. Björnssyni, forstjóra, giftist Ragna 17. nóvember 1950, og ólust börn hennar af fyrra hjónahandi upp hjá þeim hjónum. Björn veitti Sænsk-íslenska frystihúsinu forstöðu í mörg ár og þar vann Ragna þar til þau stofn- uðu, ásamt syni Rögnu, innflutn- ingsfyrirtækið Björn G. Björnsson heildv. sf. Ég átti því láni að fagna að kynnast Rögnu er ég var sautján ára gömul og þeim góðu móttökum sem ég hlaut á hennar heimildi mun ég aldrei gleyma, enda var mér strax tekið sem einni af fjöl- skyldunni og kom okkur Rögnu al- veg sérstaklega vel saman. Það var henni mikið áhugamál að börnin hennar lærðu eitthvað, og eins lét hún sér annt um mig, og kappkostaöi að ég kæmist í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. En þó skólinn hafi verið mjög gagn- legur, þá held ég að ég hafi lært meira á hennar myndarlega heim- ili heldur en þar. Eg held að það sé ekki ofsagt að Ragna hafi verið stórbrotin kona, það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikil félagsmanneskja, og var hún í stjórn Garðyrkjufé- lags íslands og í Fegrunarnefnd Reykjavíkurborgar meðan hún starfaði. Ragna unni öllu sem fag- urt var, enda bar garðurinn henn- ar að Freyjugötu 43 þess merki að þar bjó kona sem elskaði öll hin fögru blóm sem hún ræktaði í garðinum sínum. Eldsnemma á morgnana, þegar aðrir sváfu, var Ragna komin út til að hreinsa garðinn, enda var hann talinn meðal fallegustu garða í Reykja- vík. Þann 16. janúar 1960 var Reb.st. nr. 4, Sigríður, stofnuð innan Oddfellow-reglunnar og var Ragna frumkvöðull að stofnun hennar, og í fyrstu stjórn. Þar var henni, sem og allsstaðar annars staðar, mikið áhugamál að allt gengi sem best. Það er mikið áfall fyrir alla þeg- ar maður missir náinn og kæran ástvin. Ragna var að mestu búin að ná sér eftir mikil og ströng veikindi, og framtíðin lofaði góðu, en þá kom kallið. Ég veit að Rögnu líður nú vel. Eg bið algóðan Guð að blessa sálu hennar og gefa henni frið. „Margs er aú minnast, margt er aú þakka. (•uúi né lof fyrir liðna tíú. Margs er aA minnast margs er art sakna. (iuA þerri tregatárin stríA.“ Sóley Sigurjónsdóttir. Oskar Björnsson Húsavík — Minning Fæddur 18. október 1955 Dáinn 2. apríl 1982 Þegar óvæntir og hörmulegir atburðir gerast verður manni hugsað til þess hversu fallvölt til- veran er og skammt er á milli lífs og dauða. Óskar Björnsson, svili minn, lést aðeins 26 ára að aldri eftir áverka af völdum umferðarslyss er hann varð fyrir 25. marz sl. Ungur maður er tekinn frá konu og lítilli dóttur og eftir stendur minningin um sérlega góðan heimilisföður og mikinn pabba því milli föður og dóttur var mjög kært. Það er ekki ætlun mín með þess- um fátæklegu orðum að rekja æviferil Óskars, aðeins að þakka honum samfylgdina sem varð allt- of stutt. Við Oskar kynntumst er hann gekk að eiga Ásdísi mágkonu mína. Fyrst bjuggu þau í Hafnar- firði, heimabæ Óskars, en fluttust síðan hingað til Húsavíkur og hóf Óskar þá störf hjá Rafveitunni og vann þar til dauðadags. Nú í dag, þegar ég hugsa til baka, þá voru þetta aðeins fimm ár og sú hugsun kemur upp hversu margt við áttum ógert saman því alltaf halda menn að nægur tími sé framundan. Á slíkri stund eru orð innihalds- og umkomulaus. Hver er tilgangur þess að góður drengur er kvaddur burt í blóma lífsins, hann sem okkur fannst vera rétt að byrja lífið? Svo grá- kaldur veruleiki slær úr höndum manns öll vopn og orða verður vant. En það er huggun harmi gegn að minningin um góðan dreng lif- ir. Bjarni Bogason ERT WJAÐ HUGSAUM SUMARHÚS? Sýning laugardag kl. 1—6. Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum stærðum, sem þér getið fengið á ýmsum byggingarstigum. Smíðum húsin allt árið, þannig að húsið þitt getur verið tilbúið í vor eða fyrr. Komið og kynnið ykkur verð og gæði húsanna að Kársnesbraut 2. STÆRÐIR 22 m2 — 31 m2 — 37 m2 — 43 m2 — 49 m2 Enfremur kynnum við 14 fm veiðihús. LAND UNDIR SUMARHÚS Félög og fyrirtxki ættu að athuga að við getum boðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað við Laugarvatn og í Grímsnesi Sumarhúsasmíði Jóns h/f. Kársnesbraut 2. Sími 45810.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.