Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Nýtt bliw Bliw er hentug sápa, sem vegna umbúöanna er mjög hentug í notkun. Hún er drjúg, þar sem hún liggur ekki á vaskinum og leysist upp. . _ . _ Heildsölubirgðir: KaiipSel Sf. Sími 27770. Smiðjuvegi 30 Kópavogi. S. 76444. Trésmíðavélar Sambyggö Samco C-26, lítiö notuö. Sambyggöur afréttari og hefill OBM, 22 cm breidd, nýr. Sambyggö sög og fræsari, 7,5+5,5 hp. Sambyggöar Record/Stenberg/Susemihl. Þykktarhefill SCM S50N, nýr. Fræsari Steton m/sleöa, 7,5 hp, lítiö notaöur. Dýlaborvél SCM-FM29S, ný. Bandslípivél 6.500 kr. Límpressa m/2 spindlum. Loftpressur, nýjar/notaöar. FISHER toppurinnídag Minning: Þorvaldur Guðmunds- son Bíldsfelli Fsddur 3. september 1907 I)áinn 3. apríl 1982 Þegar ég man fyrst eftir Þor- valdi, vorum við báðir ungir menn. Það var síðsumars að ég kom að Bíldsfelli, til laxveiða, með tveim félögum mínum, að áliðnum degi. Venjulegum bílum var ekki fært að komast þangað, sem ferðinni var heitið að Soginu, en stutt í myrkur. Bauðst Þorvaldur þá til að skjóta okkur þangað á jeppabíl, og var það vel þegið. Hann beið okkar þarna fram í myrkur og höfðum við þá allir fengið stórlaxa. Vorum við honum mjög þakklátir og blessuðum hann fyrir hjálpina. Nú er Þorvaldur mágur minn og vinur látinn. Það kom að vísu hvorki mér né öðrum í fjölskyldu hans á óvart, þar eð ólæknandi sjúkdómur hefur hrjáð hann um alllangt skeið. Hann lést í sjúkra- húsinu á Selfossi, eftir langa og stranga legu. Að honum er mikill sjónarsviptir. Þorvaldur fæddist í Geitadal í Skriðdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Þorvaldsson, bóndi þar, og kona hans Guðríður Finnbogadóttir frá Víðilæk í Skriðdal. Tæpra þriggja ára gamall, árið 1910, fluttist hann ásamt foreldr- um sínum að Bíldsfelli í Grafn- ingi, sem þau höfðu þá keypt. Þorvaldur var elstur átta systk- ina, sem öll eru á lífi, en þau eru: Svanhvít, ekkja Geirs Gígja, skordýrafræðings, Ingibjörg, gift Grími Ögmundssyni, bónda á Syðri Reykjum, Sigurður, garðyrkjumaður, kvæntur Marie Kristensen, búsettur í Danmörku, Blísabet, gift Tage Andersen, veitingamanni, einnig búsett í Danmörku, Þóra, gift Ólafi Tóm- assyni, viðskiptafræðingi, Guðríð- ur Hulda, gift Sigurði Jónssyni, forstjóra, og Þórdís, gift Erlingi Þorsteinssyni, lækni. Þorvaldur hefur, að kalla má, alið allan sinn aldur á Bfldsfelli, og unni hann þeim stað mjög. Hann var tvíkvæntur. Hann bjó með fyrri konu sinni, Þrúði Briem, kennara, hjá foreldrum sínum og eignuðust þau tvö börn, sem bæði eru á lífi, Rannveigu og Örn, raf- virkjameistara. Nokkru eftir lát föður hans og eftir að móðir hans hafði brugðið búi tók hann alfarið við búskapn- um á jörðinni. Skömmu síðar kvæntist Þor- valdur seinni konu sinni, Frið- meyju Guðmundsdóttur, sem hef- ur reynst honum hinn tryggasti förunautur og dugandi búkona. Þau eignuðust átta mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Guðríður, Guðmundur, Sigurður, Pétur, Árni, Rósa, Þorsteinn og Guðmundur Öfjörð. Auk þess ólu þau upp tvö börn, Ágústu og Svav- ar, sem Friðmey átti áður en hún giftist Þorvaldi. Barnabörn Þorvaldar eru nú orðin tíu og afkomendur því tutt- ugu alls. Þorvaldur var mjög fjölhæfur maður og framkvæmdasamur. Hann var eins og Guðmundur fað- ir hans mjög hagur í höndum og var stoð hans og stytta við hús- byggingar og aðrar framkvæmdir á jörðinni. Síðan hann tók við bú- inu hefur hann lagt mikið kapp á að slétta og rækta upp landið með aðstoð barna sinna, svo Bíldsfell Skrifborösstólar margar gerðir Lampar hentugir skólafólki Myndlistarvörur í miklu úrvali Skóla- og skíða pokar Skjalatöskur Skrif- möppur umiu Bækur Jarölíkön Gjafavöruúrval Nú, sem endranær býður Penninn upp á mikið úrval af gjafavörum: Pennasett, jarðlíkön, töfl og töskur — og í verslun okkar í Hallarmúla fást skrifborðsstólar, lampar, myndlistarvörur auk úrvals íslenskra og erlendra bóka. Gjafavöruúrvalið er í Pennanum Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.