Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
45
er nú orðin ein stærsta og best
ræktaða jörð í Árnessýslu. Frá ár-
inu 1970 til 1976 rak Þorvaldur bú-
ið í félagi við Guðmund son sinn,
en þá yfirtók Árni hlut föður síns
og hafa þeir bræður annast bú-
reksturinn síðan.
Guðmundur hefur byggt íbúð-
arhús fyrir sig, nokkuð neðan við
Bíldsfellsbæinn í námunda við
stórt gripahús og hlöðu, er þeir
feðgar höfðu þá nýlega reist. Er á
því öllu hinn mesti myndarbragur,
í anda Þorvaldar, því hann gekk
ævinlega snyrtilega frá öllu og
hafa börnin sjálfsagt lært mikið
af því.
Árið 1974 var honum veittur
verðlaunagripur frá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands fyrir snyrtilega
umgengni á Bíldsfelli.
Þorvaldur var mikill búmaður
og gekk m.a heyskapur oftast af-
bragðs vel undir stjórn hans. Var
útsjónarsemi hans viðbrugðið,
enda talið að hann hefði einhverja
dulargáfu, að geta séð veður, og
ýmsa óorðna hluti fyrir. Oft hef ég
orðið vitni að því að hann og hans
fólk hafi lokið heyskap á undan
flestum öðrum, ekki síst í
óþurrkatíð.
Mjög þótti hann draumspakur
og heyrði ég hann oft segja frá
draumum sínum, sem hann hafði
ráðið og komið höfðu fram. Taldi
hann að ósjaldan hefðu draumar
hans verið viðvaranir og komið í
veg fyrir slys og óhöpp.
Þorvaldur var mjög hjálpfús.
Hann rétti sveitungum sínum oft
hjálparhönd, bæði með því að lána
þeim vélar og verkfæri eða að fara
sjálfur, jafnvel með liðsauka, til
að bjarga heyi eða öðru.
Einnig hafa hann og synir hans
verið okkur mjög hjálplegir við
sumarbústaðinn, sem við hjónin
eigum í landi Bíldsfells.
Þorvaldur hefur unnið mikið
verk í sambandi við laxarækt í
Soginu, bæði með því að afla
hrogna til framleiðslu laxaseiða
og vernda seiðin í ánni með því að
fækka minki og fiskiöndun, sem
eru verstu óvinir laxaungviðis,
enda var hann frábær skytta.
Hann hefur einnig bjargað mörg-
um lömbum, þar eð hann fækkaði
refnum mikið.
Hann hafði mjög næmt auga
fyrir náttúru landsins og dýralífi,
þekkti flest örnefni á landareign-
inni, jafnvel hverja þúfu og stein.
Ég dáðist oft að því hve glöggur
hann var á hinar ýmsu andateg-
undir. Einkum fannst mér það
mikilvægt þegar hann var að
fækka fiskiöndunum. Þorvaldur
hafði mikið yndi af gróðri jarðar
og kunni góð skil á hinum ýmsu
grasa- og blómategundum.
Hann var mjög ljóðelskur og
orkti mörg kvæði og tækifærisvís-
ur, en flíkaði lítt skáldskap sínum.
Að jafnaði var hann alvörugefinn
og hugsaði margt, en gat verið
kátur og léttur á gleðistundum. Ég
tel að hann hafi verið trúaður
maður og ræddum við alloft trú-
mál og virtist mér hann hafa mik-
inn áhuga á þeim.
Þorvaldur var maður stór og
þrekinn og bar með sér mikla
persónu. Hann var mjög aðgætinn
og fór sér í engu óðslega. Tvívegis
var hann kjörinn til sveitarstjórn-
ar.
Ég veit að fjölmargir munu
sakna hans sárt, ekki síst nánustu
ættingjar hans og allir þeir, sem
hann var vanur að rétta hjálpar-
hönd.
Að lokum vil ég senda honum
mínar hinstu kveðjur og þakkir,
og óska honum velfarnaðar á leið-
um þeim er hann nú hefur lagt út
á.
Ég og fjölskylda mín sam-
bryggjumst innilega ekkju hans,
börnum og öðru venslafólki.
Blessuð veri minning hans.
Minningarathöfn fer fram þ. 10.
þ.m. í Selfosskirkju, en jarðsett
verður að Úlfljótsvatni.
Erlingur Þorsteinsson
+
SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR
frá Dalbrún, Borgarnosi,
veröur jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. apríl kl.
3.00.
Þuríður Þórarinsdóttir, Þorgrímur Halldórsson,
Ingi Þór Þorgrímsson, Sigrún Björg Þorgrímsdóttir.
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar,
GUDRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Söndum, Dýrafiröi.
Sólveig Svavarsdóttir,
Ásgeröur Svavarsdóttir Michaud,
Jakob Svavarsson.
+ Eiginmaöur minn og faöir okkar. +
GAUTI HANNESSON GUÐLAUG GUDJÓNSDÓTTIR,
kennari, Faxabraut 37 B,
Reynimel 90, lést 7. apríl.
veröur jarösunginn frá Neskirkju, miövikudaginn 14. apríl kl. 3.00. Lilja Sigurjónsdóttir,
Karlotta Sigurjónsdóttir,
Anne Gitzler Kriatinsson, Guójón Gunnarsson,
Nína Gautadóttir, Skúli Gautason. Gestur Rósinkarsson.
Eftirfermingunaer
stutt ífulloröinsárin.
Þessvegnabendum
viöykkurá Bosch
rafmagnsborvélasett-
iö sem góöa
fermingargjöf.
Petta borvélasettinni-
heidur: Rafmagns-
borvél, bora,
mælistiku fyrir bordýpt og plasttappastærð, ví?5ústa, bónpúöa, sandpappírsskífur,
stuðningshandfang semfesterframan á borvélina, stöng sem stöövar borun ífyrirfram
ákveöinni dýpt, bortapparog tveggja metra langan tommustokk. Paöþarf auövitað
ekki aö taka þaö fram aö mikill fjöldi aukahluta í þessar rafmagnsborvélareru fáanlegir hjá
okkurt.d. stingsög, hjólsög, smergel, rennibekkur, borstanduro.fl. o,fl.
Gunnar Ásgeirsson hf. BOSCH þjónustan er í sérflokki!
Suduriandsbraui 16 simi 9135200 ________________Umboðsmenn um land allt!
frá Bosch.
fefur notaáildi!