Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 46

Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Fulltrúar þeir sem sátu sambandsstjórnarfund ÍSÍ sem fram fór í Hafnarfirði 27. mars síðastliðinn. Heims- og Ol-meistari keppir í Bláfjöllum FK/EGIR erlendir skíðakappar vcrða meðal keppenda í undirbún- int'Sf'öngunni fyrir „Hraungöng- una“ svokölluðu sem fram fer á næsia ári. Undirbúningsgangan fer fram í Bláfjöllum á annan í pásk- um. Frægasti keppandinn er sænski göngugarpurinn Sven Age Lundbark, en afrekaferill hans er umtalsverður. Má þar nefna, að hann varð Ólympíumeistari í 15 km skíðagöngu í Japan 1972. HeimsmeLstari varð hann í 50 km göngu í Lathi í Finnlandi 1978 og í boðgöngu á sama móti. í fyrra sigr- aði hann síðan i hinu fræga „Vasa- löppet" í Svíþjóð, móti sem allir sterkustu göngumennirnir í heim- inum missa ekki af. Norðmaðurinn Bjarne Risby og þær Lena Carlson Lundback og Marie Johanson frá Svíþjóð verða einnig meðal keppenda i göngunni auk þess sem hugsan- legt er að þau keppi sem gestir á íslandsmótinu á páskadag. Einn erlendur skíðamaður keppir sem gestur í stórsvigi íslandsmóts- ins, Svein Bye frá Noregi, fær skíðamaður og norskur lands- liðsþjálfari. Fjölmennur sambandsstjórnar- fundur íþróttasambandsins Sambandsstjórnarfundur íþrótta- sambands íslands var haldinn laug- ardaginn 27. mars í veitingahúsinu Gafl-lnn, Hafnarfirði. A fundinum flutti Sveinn Bjöms- son, forseti ÍSÍ, skýrslu fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ. Skipt var út- breiðslustyrk ÍSÍ milli sérsamband- Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga hefur ákveðið að gangast fyrir víðavangshlaupum á Hvammstanga laugardaginn 17. apr- íl næstkomandi i samvinnu við Ungmennasamband Vestur-Húna- vatnssýslu. Keppt verður i sömu ald- ursflokkum og í Víðavangshlaupi ís- lands og vegalengdin svipuð. Keppt verður á Hvammstanga. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin, en öll verðlaun til anna og samþykktar voru nýjar regl- ur um þá skiptingu. Lagt var fram álit nefndar um könnun á skipulagi og framkvæmd landsmóta. Þá var samþykkt að Iþróttaþing ÍSÍ verði haldið í Reykjavík laug- ardag og sunnudag 4.-5. sept. nk. hlaupsins gefur verzlun Sigurðar Uálmasonar. Líklega verður farin sérstök rútuferð frá Reykjavik til Hvammstanga á laugardagsmorgun og til baka um kvöldið. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig hjá þeim l’áli Sigurðssyni í síma 1310 eða 1341, eða hjá Flemming Jessen í símum 1347 eða 1440. I'átt- tökugjöld eru engin, og að hlaupi loknu verður þátttakendum boðið upp á kaffi og önnur huggulegheit. Kosin var 5 manna nefnd til at- hugunar á nýju formi á kennslu- skýrslu sambandsaðila ÍSÍ og staðfestar lagabreytingar 5 sér- sambanda. A sambandsstjórnarfundinum mættu formenn héraðssambanda og sérsambanda ÍSÍ svo og fram- kvæmdastjórn ÍSÍ. Gestir fundar- ins voru Gísli Halldórsson, heið- ursforseti ÍSÍ, Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi, og Gunnlaugur J. Briem, formaður íslenskra get- rauna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar bauð fundarmönnum til hádegis- verðar og Stefán Jónsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar var við það tækifæri sæmdur gull- merki ÍSÍ, en Stefán Jónsson hef- ur setið 44 ár í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar og haft mikil áhrif á framgang íþróttamála í Hafnar- firði. Hvammstangahlaup IDÉ-HURÐIN Massívar furuhurðir Ljósar og dökkar — íslensk staöalmál 60, 70, 80 cm. Afhending oftast sam- dægurs, gullfalleg smíöi. Lægsta veröiö. Ýmsar fulningahuröir ásamt úrvali af sléttum hurðum. Vönduð vara við vægu verði Bústofn Aðalstræti 8. Sími 17215. lönbúð 6, Garöabæ. Sími 45670. Foreeti ÍSf, Sveinn Björnsson, sæm- ir Stefán Jónsson gullmerki ÍSÍ. ÍSÍ heiðrar Sigurð og Einar f TILEFNI 75 ára afmælis íþróttafé- lags Reykjavíkur, voru tveir menn heiðraðir í afmælishófi er ÍK hélt föstudaginn 26. mars sl. með því að framkvæmdæstjórn fsf sæmdi þá gullmerki ÍSÍ l'eir sem þessi sómi var sýndur eru: Sigurður Gunnar Sigurðsson fv. varaslökkviliðsstjóri, er var í 7 ár formaður ÍR, eða árin 1967 til I972. Einar Olafsson, kennari, sem telja má brautryðjanda í unglingaþjálfun i körfuknattleik, landsliðsmaður i körfuknattleik og landsliðsþjálfari og þjálfari hjá ÍR um árabil. íslandsmótið f borötennis um páskana íslandsmótið í borðtennis 1982 verður haldið í Laugardalshöll 8. og 10. apríl. Keppendur í mótinu eru 98, frá 9 félögum og héraðssamböndum. Keppt verður í 8 flokkum einliða- og tviliðaleikjum. Sú nýbreytni verður tekin upp á mótinu að veitt verður sérstök prúðmennskuviðurkenning, „Swaythling Club Universal Prize", og mun þessi viðurkenning verða veitt einstaklingi eða pari fyrir prúðmennsku á Islandsmót- um í framtíðinni. Verðlaunaafhending fyrir ís- landsmótið verður í Félagsheimili starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur 17. apríl kl. 14.00. Allir sterkustu borðtennismenn og konur eru skráð í keppnina og þar á meðal eru allir sigurvegarar á síðasta íslandsmóti. Keppnin hefst á skírdag þann 8. kl. 10 og lýkur um kl. 18.30. Á laugardag þann 10. hefst keppni í tvenndarleik kl. 10 og verður úr- slitaleikurinn um kl. 13. Úrslita- leikurinn í tvíliðaleik karla verður kl. 14.45, í 2. flokki kl. 13.30, i 1. fl. og meistaraflokkum karla og kvenna kl. 16.30. Páskadagskrá SRA á Akureyri: Mikið um að vera á Akureyri Taisvert mikið verður um að vera á vegum Skíðaráðs Akureyrar um páskana. Páskadagskráin hefst á skírdag en þá verður Flugleiðamót í svigi fyrir 12 ára og yngri, bæði í drengja- og stúlknaflokkum. Keppni hefst klukkan II og er þátttaka «11- um heimil. Á föstudaginn langa verður parakeppni í flokki 12 ára og yngri, drengja og stúlkna og hefst keppni klukkan eitt. Á laugardegin- um verður siðan Flugleiðamót í svig í flokkum drengja og stúlkna 13—16 ára. Sú keppni hefst klukkan 11. Klukkan 5 sama dag verður SRA með fjölskylduskemmtun í Iþróttaskemmunni. Þar verður spilað glæsilegt kjörbingó, sýndar verða skíðamyndir, fimleikar og ýmislegt fleira verður til skemmt- unar. Á páskadag verður síðan Flugleiðamót í göngu sem hefst kiukkan 13.30. Skráning í þetta mót fer fram við Skíðastaði og á skráningu að vera lokið fyrir kl. 12 sama dag. Mót þetta er ansi sér- stakt. Öllum er heimil þátttaka í því og er fólki boðið upp á að velja um tvær vegalengdir til að ganga, annars vegar 5 km braut og hins vegar 10 km braut. Síðan verður dregið um vinninga úr nöfnum þeirra þátttakenda sem ljúka göngunni og vinningar þeir eru svo sannarlega ekki af lakara tag- in. Er þar um að ræða tvær helg- arferðir til Reykjavíkur og eina millilandaferð. Þessari páska- dagskrá SRA lýkur síðan á annan í páskum með brunmóti í flokkum 12 ára og yngri og hefst það klukk- an eitt. Flest framangreind mót eru Flugleiðamót, en Flugleiðir gefa alla vinninga á þessum mót- um. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.