Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 48

Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 48
_ Síminn é afgreiðslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jflótjjimblní>i& FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 „Léleg vertíð ef ufs- inn hefði ekki komið“ — segir Sigurjón á Þórunni VE Tveir slösuðust í bílveltu í Hveragerði Hveragerói, 7. apríl. UMFERÐARÓHAPP varð hér í Hveragerði milli klukkan 7 og 8 í morgun. Þrir ungir utanhéraðs- menn voru hér á ferð og missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í brekkunni fyrir ofan hótelið með þeim afleiðingum, að bifreiðin fór út af veginum, valt og hafnaði á hvolfi. Bílstjórinn slapp ómeiddur, en báðir farþegarnir voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavik. Þeir voru töluvert slas- aðir, en ekki taldir í lífshættu. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. Bifreiðin er mikið skemmd. — Sigrún Ríkisverksmiðjurnar: Starfefólk boðar verkfall 19. apríl „ÞAO ER mun meiri ufsi í afl- anum núna en í fyrra, og það er Ijóst að þetta væri léleg vertíð ef að ufsinn hefði ekki komið til,“ sagði Sigurjón Óskarsson skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur frá Yestmannaeyjum en Þórunn er nú aflahæstur vertíðarbáta með 983 tonn fyrir netabann. í sam- tali Morgunblaðsins við Sigur- jón taldi hann að ekki yrði eins mikill þorskafli og á vertíðinni í fyrra. „Þorskurinn sem hefur verið á ferðinni nú er nálægt hrygningu og ég tel að það þurfi ný ganga að koma til ef von er í aflahrotu á þorski. Þetta er stór fiskur sem hefur verið að veiðast að undan- förnu og ekki eins göngulegur og maður vildi hafa hann,“ sagði Sig- urjón. Framhaldið leggst sæmilega í mig en þetta verður ekki eins góð þorskvertíð og í fyrra og ég get ekkert spáð í vertíðaraflann að sjálfsögðu en þeir dengdu á mig Akureyri: Kona lést í umferðarslysi Akureyri, 7. apríl. 78 ÁRA gömul kona lézt af völdum umferðarslysN á Akureyri í gær. Slys- ið varð á Þingvallastræti skammt vestan Mýrarvegar um klukkan 16.30. Konan gekk út á götuna og ætlaði norður yfir, rétt í sama mund og fólksbíl var ekið austur götuna. Konan hlaut mikið högg og var flutt í sjúkrahús þar sem hún lézt skömmu síðar. — Sv.P. ströngum kröfum í upphafi vertíð- ar í spjallinu og heimtuðu 1800 tonn. En það er nú eins og gengur, stofnar standast ekki alltaf." Ákvedinn í aö kvikmynda á íslandi „ÉG STKFNI hiklaust að því að koma til íslands aftur og gera drauminn um að kvikmynda þar að veruleika," sagði Jean Jacques Annoud, franski kvikmyndaleik- stjórinn, sem gerði kvikmyndina „Leitin að eldinum", í samtali við Morgunblaðið. Hann var þá staddur í London, en fyrstu frum- sýningar myndarinnar i Evrópu eru samtímis þar og í Reykjavík. Upphaflega var ætlunin að hlutar þessarar kvikmyndar, sem hlaut margföld Oscars- verðlaun bandarísku kvik- myndaakademíunnar nú ný- lega, yrðu teknir hérlendis. Annoud sagði: „Ekkert land hefur haft önnur eins áhrif á mig og ísiand og ég vonast til að geta komið þangað sem fyrst og gert mynd. Það voru mér mikil vonbrigði, hvernig fór síðast, enda reyndum við allt, sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Áætlanir eru nú uppi um að gera framhald kvikmyndarinn- ar „Leitin að eldinum". Annoud kvaðst ekki búinn að gera upp hug sinn um það, hvort hann tæki það verk að sér og þá ef til vill á íslandi. „En ef ekki hana, þá aðra,“ sagði Annoud, „ég er heillaður af Islandi og berg- numinn af landslaginu, sem ég sá á sínum tíma, þegar ég ferð- aðist um landið í leit að upp- tökustöðum." STARFSFÓLK í ríkisverksmiðjunum boðaði í gær til verkfalls frá og með 19. apríl næstkomandi takist samn- ingar ekki áður. Starfsmenn i verk- smiðjunum, þ.e. Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi, Sementsverksmiðj- unni á Akranesi og Kísiliðjunni við Mývatn, eru í ýmsum verkalýðsfélög- um, en stærst eru félög verkafólks, iðnaðarmanna og verzlunarfólks. Síðustu daga hafa fulltrúar verkalýðsfélaganna og vinnumála- nefnd rikisins haldið nokkra fundi undir stjórn sáttasemjara ríkisins. Að loknum löngum fundi snemma í gærmorgun var ákveðið að gera hlé á viðræðum fram yfir páska. Næsti fundur verður klukkan 16 á þriðju- dag. Nákvæmlega hefur verið farið yfir kröfugerð verkalýðsfélaganna og eru umræður nú farnar að snú- ast um kaupliði og gildistíma samn- ingsins, sem væntanlega yrði 12 mánuðir. Þó svo að aðilar hafi ræðst við undanfarið töldu verkalýðsfélögin orðið tímabært að knýja á um samning með boðun verkfalls. Kröf- ur sínar lögðu félögin fram í des- ember. Meintur fjár- dráttur kæröur STÓRFYRIRTÆKI í Reykja- vík hefur lagt fram kæru á hendur einum starfsmanni sínum fyrir meintan fjár- drátt. Mbl. bar þetta undir Hallvarð Einvarðsson, rannsóknarlög- reglustjóra. Hann staðfesti að kæra hefði borist frá stórfyrir- tæki um meintan fjárdrátt starfsmanns, en vildi ekkert tjá sig um efni hennar. Góðviðri um páskana AÐ SÖGN Gunnars H. Sigurðsson- ar, veðurfræðings má gera ráð fyrir hægviðri eða norðangolu og björtu veðri mcstan hluta landsins nema austanlands næstu daga. Þar er spáð éljum. PI®r01$S#IlthÍfo MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudag eftir páska, 14. apríl. Grein um Island í Prövdu: Bandaríkjamenn breyta landinu í sóknarstöð SAMKVÆMT SKEYTI, sem Morgunblaðinu hefur borist frá fréttaritara Associated Press í Moskvu, birtist grein um það í málgagni sovéska kommúnistaflokksins Prövdu sunnudaginn 4. apríl, að rikisstjórn íslands væri klofin i afstöðu sinni til aukinna hernaðarumsvifa Bandarikjamanna í Keflavík. „Enn á ný hefur komið til al- varlegs ágreinings innan ís- lensku ríkisstjórnarinnar vegna bandarísku herstöðvarinnar í Keflavík," segir Mikhail Kosti- kov fréttaritari Prövdu á Norð- urlöndunum í þessari grein. Og hann bætir við: „Bandaríska varnarmálaráðuneytið, sem stendur fyrir framkvæmdum í herstöðinni, hefur hraðan á smíði nýrra flugskýla fyrir orrustuvélar þar. Jafnframt hef- ur verið tekin ákvörðun um að smíða nýja flugstöð í Keflavík, sem er nálægt höfuðborginni. Bandaríkjamenn lofuðu að borga allan kostnað við smíði stöðvar- innar, ef til þess kæmi, að þeir þyrftu að leggja allan flugvöllinn undir sig á hættutímum." Enn segir í málgagni sovéska kommúnistaflokksins, Prövdu: „Innan ríkisstjórnarinnar er einnig um það deilt, hvort smíða eigi nýja eldsneytisgeyma, sem rúma 65 þúsund lestir við Helgu- vík, sem ekki er langt frá Reykja- vík.“ Og Mikhail Kostikov vísar til íslenskra heimilda og segir: „Samkvæmt því, sem segir í ís- lenskum blöðum, eru áætlanir bandaríska varnarmálaráðu neytisins þær, að við flugherstöð- ina í Keflavík skuli bætast herskipahöfn, þar sem bandarísk herskip geti athafnað sig í fram- tíðinni. Með þessum hætti eru ráðamenn í Washington að reyna að auka hernaðarstyrk sinn á ís- landi undir margvíslegu yfir- skyni og þar með breyta eyjunni í marghliða sóknarstöð til að hrinda árásaráformum í fram- kvæmd." Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er greinin í Prövdu hin harðorðasta um ísland, sem lengi hefur birst í sovéskum blöðum. Eins og venju- lega byggja hinir sovésku „frétt- amenn“ á einhliða heimildum frá Islandi, og þá gjarnan Þjóðvilj- anum eða Mr. 0. Grímssyni, eins og Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, er jafnan nefndur í sovéskum blöðum. Þótt umrædd grein hafi birst í Prövdu á sunnudaginn hefur henni ekki enn verið dreift hér á landi af hinni sovésku frétta- stofnun í Reykjavík, APN-No- vosti. En fyrrum forstöðumaður þeirrar stofnunar, Alexander Agarkov, hvarf héðan af landi í ágúst 1981 um sama leyti og birt- ist frétt eftir hann á forsíðu Prö- vdu, sem Haukur Már Haralds- son, formaður „Islensku friðar- nefndarinnar", sagði að væri ekki á rökum reist. Mikhail Kostikov, sem nú er fréttaritari Prövdu á Norðurlöndunum og skrifaði þá grein, sem hér er sagt frá, var á sínum tíma forstjóri APN-Novosti í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.