Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 89. |l)l. 69. »tg.____ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982_Prenlsmlðla Mi)rgunMaAsim. Bretar vílja enn semja en segja að tíminn sé naumur London, 26. apríl. Al*. MARGARET Thatcher forsætisráðherra sagði í dag að taka Suður-Georgíu „breytti engan veginn" þeirri ósk sinni að leysa Falklandseyjadeiluna frið- samlega, en bætti því við að „tíminn styttist óðum“, þar sem brezki flotinn nálgaðist eyjarnar, og varaði Argentínu við þvi að „brýna nauðsyn“ bæri til aö semja frið. John Nott, varnarmálaráðherra Breta, les yfirlýsingu fyrir utan Downing-stræti 10 um árangursríka töku Suður-Georgíu, að viðstaddri Margaret Thatcher forsætisráðherra. Glemp í mikilvæga heimsókn til Rómar Kóm, 2«. apríl. AP. JOZEF Glemp erkibiskup, yfirmaður kirkjunnar í Fóllandi, kom til Rómar í dag í annað skipti síðan herlög voru sett í landinu til viðræðna við Jóhannes Fál páfa II um málefni kirkjunnar og önnur mál, m.a. fyrirhugaða Fóllandsferð páfa í ágúst. Seinna sagði frú Thatcher að Bretar gætu ekki samið endalaust um Falklandseyjar meðan brezki flotinn biði og virtist þar með vara við árás á eyjarnar. Hún benti á fjarlægðina frá Bretlandi og að vetur nálgaðist á S-Atlantshafi, en nefndi engan tímafrest. Sér- fræðingar telja að Bretar geti ekki ráðizt til atlögu fyrr en eftir tvær vikur, þegar liðsauki hafi borizt. Frú Thatcher sagði að yfirmað- ur argentínska herliðsins á Suð- ur-Georgíu hefði gefizt upp í morgun, einum degi eftir að að- gerðin hófst. Árásarliðinu hefði verið skipað að beita því lág- marksvaldi, sem þyrfti, og einn argentínskur hermaður hefði særzt, en engan Breta sakað. Stuðningsmenn hennar hylltu hana þegar hún óskaði brezku her- mönnunum til hamingju. Hún benti á að Costa Mendez, utanríkisráðherra Argentínu, hefði ákveðið að gera hlé á viðræð- um sínum við Alexander Haig starfsbróður sinn og sagði: „Ég vona að hann endurskoði þetta." Hún virtist njóta stuðnings alls þingheims — Michael Foot lauk lofsorði á „gífurlega hæfni“ brezka árásarliðsins — en fram komu viðvaranir um þá hættu, sem væri samfara árás á Falk- landseyjar sjálfar. Foot kvað horfurnar valda Bret- um „vaxandi áhyggjum ... við megum aldrei spilla fyrir leitinni að friði", sagði hann. Frú Thatch- er tók undir þetta. „Við leitum að friði ... en við rufum ekki frið- inn.“ í Washington samþykktu utan- ríkisráðherrar Samtaka Ameríku- ríkja (OAS) einróma ályktun, þar sem skorað er á deiluaðila að forð- ast valdbeitingu. I fundarhléi kall- aði framkvæmdastjóri SÞ deiluna eina þá alvarlegustu, sem ríki Vesturheims hefðu staðið and- spænis, og skoraði á deiluaðila að forðast stigmögnun. Ólíklegt er að fundurinn samþykki refsiaðgerðir gegn Bretum. Seinna gagnrýndi Costa Mendez árásina á Suður-Georgíu og sagði að Argentína „mundi ganga eins langt og nauðsynlegt væri til varnar yfirráðasvæði sínu og sjálfsvirðingu". Hann hvatti til tafarlauss brottflutnings Breta, sagði aðgerðina sýna að Bretar vildu láta vopnin tala án tillits til yfirstandandi samningaviðræðna en taldi að ef tilgangurinn væri að beita nýjum þrýstingi í viðræðun- um hefði árásin öfug áhrif. Arg- entínski fáninn á Malvinas verður ekki dreginn niður „fyrr en síðasta blóðdropa síðasta argentínska hermannsins hefur verið úthellt", sagði hann. Ronald Reagan forseti sagði í ræðu: „Ástandið verður æ erfiðara og tíminn er áreiðanlega á þrot- um,“ en bætti því við að sáttatil- raunum Bandaríkjamanna yrði haldið áfram. í sovézka sjónvarpinu voru Bretar varaðir við að gera frekari hernaðarráðstafanir, sem mundu valda „mikilli hættu á Suður- Atlantshafi", einkum fyrir þá sem stæðu fyrir stigmögnun. Sátta- tilraunir Haigs voru gagnrýndar. 46% Breta telja töku Falklands- eyja réttlæta mannfall meðal Falklendinga skv. skoðanakönnun, 58% sætta sig við manntjón í liði Breta. Weinberger landvarna- ráðherra telur að Bretar verði að koma sér upp flugvelli á Suður- Georgíu. Nánar um Falklandseyjadeil- una á bls. 18, 19, 20 og 29. Aðspurður kvaðst Glemp vona að af heimsókninni gæti orðið og hann sagði að hann hefði „dá- litlar áhyggjur“ af ástandinu í Póllandi. Hann átti í gær óvæntan fund með Jaruzelski hershöfðingja og pólska frétta- stofan sagði að þeir hefðu orðið sammála um að reyna að leysa pólitískan og þjóðfélagslegan vanda Pólverja með viðræðum og samþykkt að vinna að bætt- um samskiptum ríkis og kirkju. Jafnframt söfnuðust stúdent- ar saman í 15 mínútur á lóð há- skólans í Varsjá í dag til að krefjast umbóta í háskólanum. Yfirmenn háskólans höfðu var- að þá við að efna til verkfalls og þeir báru ekki borða, merki eða spjöld til marks um að þeir væru í verkfalli. Stúdentar í nokkrum deildum háskólans efndu til 15 mínútna verkfalla fyrir tveimur vikum til að mótmæla afsögn Henrvk Samsonoweicz háskó'larektors, sem mun hafa bundið enda á könnun, sem fór fram á póli- tískri afstöðu prófessora í janú- ar. í fylgd með Glemp i Rómar- ferðinni eru ritari hans, Jerzy Dabrowski biskup, og biskup- arnir Boleslaw Tylak frá Lublin og Lech Kaczmarek frá Gdansk, einn fjögurra valdamikilla bisk- upa sem vilja náið samstarf við ríkisstjórnina, þrátt fyrir áskor- anir annarra klerka um harðari afstöðu. 140 Argentínumenn gáfust upp eftir stutta viðureign Ijondon, 26. apríl. Al'. FYRSTII skotunum var hleypt af á Suður-Georgíu þegar Argentínumenn skutu á brezka þyrlu, sem flaug yfir argentínska kafbátinn „Santa Fe“ í höfninni í Grytviken. Þyrlan réðst þá á kafbátinn, sem skemmdist mikið, og áhöfnin neyddist til að sigla honum upp í fjöru. Einn Argentínumaður særðist. Brezk herskip hófu jafnframt árás á höfnina og brezkir her- menn og landgönguliðar fóru í land í þyrlum. Um 140 hermenn, þar af 60 kafbátsmenn, gáfust upp eftir skotbardaga. Argent- ínumenn veittu takmarkaða mótspyrnu. Argentínska setuliðinu í Leith, 16 km í burtu, var einnig boðið að gefast upp síðdegis, en 16 landgönguliðar kusu heldur að berjast áfram. Þeir voru loks teknir til fanga í dögun og yfir- maður setuliðsins á eynni gafst upp skömmu síðar. I Leith voru einnig 38 borgarar — skransal- arnir sem gengu á land 19. marz, drógu upp fána Argentínu og komu deilunni af stað. Verið getur að nokkrir argent- ínskir hermenn séu í felum á eynni, en talsmaður sjóhersins sagði að svo kalt væri þar að þeir væru ekki bardagahæfir. Hann vildi ekki ræða hvort menn úr sérsveitunum SBS (Special Boat Squadron) hefðu verið á eynni síðan á fimmtudag. Hann sagði að tundurdufl hefðu fundizt í Grytviken-höfn og jarðsprengjur umhverfis Leith. Hann sagði að eftir uppgjöfina í gærkvöldi hefðu yfirmaður „Santa Fe“ og yfirmaður setu- liðsins í Grytviken snætt kvöld- verð í brezku skipi og þakkað mannúðlega meðferð, sem fang- ar fengju. Þrettán brezkir vísindamenn, sem voru á eynni, hafa gert vart við sig í talstöð og eru heilir á húfi. Þeir virðast ekki hafa f.vlgzt með bardögunum. Ekkert hefur spurzt til tveggja kvenna, sem unnu að gerð sjónvarps- kvikmyndar um dýralíf á eynni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.