Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982
47
Námskeið
í heimilis-
þjónustu
ÞRJÁTÍII þátttakcndur hvaðanæva
að af landinu, allt frá Flateyri til
Borgarfjaröar eystri, hafa skráð sig
á námskeið í heimilisþjónustu, sem
haldið verður í Reykjavík dagana
27.—29. apríl.
Það eru Samband íslenzkra
sveitarfélaga og Öldrunarráð Is-
lands, sem hafa samstarf um að
halda námskeiðið, og er það eink-
um ætlað fólki frá sveitarfélögum,
sem eru að hefja skipulega heimil-
isþjónustu. Leiðbeint er um lög og
reglugerðir, er gilda um slík störf,
um aðhlynningu sjúkra í heima-
húsum, um vinnuhagræðingu við
heimaþjónustu, um hjálp í viðlög-
um og umgengni við aldrað, fatlað
fólk. Heimsóttar verða íbúðir
aldraðra við Dalbraut í Reykjavík,
hjúkrunarheimilið í Kópavogi og
Hrafnista, DAS, í Hafnarfirði, en
námskeiðið fer fram í Sjúkraliða-
skóla Islands.
I ráði er, að Samband íslenzkra
sveitarfélaga og Öldrunarráð ís-
lands haldi síðar námskeið um
sama efni, en þetta námskeið er
fullskipað.
Tvær auka-
sýningar á
Uppgjörinu
SIÐASTA sýningin á Uppgjörinu á
Litla sviði Þjóðleikhússins seldist
upp á skömmum tíma og fullt hús
var sömuleiðis á aukasýningu sem
var á verkinu á sunnudag.
Vegna mikillar eftirspurnar
hefur nú verið ákveðið að hafa 2
aukasýningar á þessu leikriti á
Litla sviðinu, en þegar er búið að
sýna það 70 sinnum. Það geta að-
eins orðið 2 sýningar til viðbótar
og verða þær miðvikudaginn 29.
apríl og sunnudaginn 2. maí og
hefjast kl. 20.30.
Vortónleikar í
Keflavíkurkirkju
TÓNLISTARFÉLAGIÐ og Tónlist-
arskólinn í Keflavík gangast sameig-
inicga fyrir sínum fyrstu tónleikum
á þessu ári. Þeir verða haldnir mið-
vikudaginn 28. apríl kl. 20 í Kefla-
víkurkirkju.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt
og taka um 30 nemendur þátt í
tónleikunum, sem einleikarar, ein-
söngvarar, í samspili og kórsöng. í
vetur sóttu allt í allt um 220 nem-
endur nám við skólann og hefur
aðsókn að skólanum aukist frá ári
til árs. 14 kennarar störfuðu við
skólann í vetur og var kennt á öll
algengustu hljóðfæri.
Skólaslit og aðrir nemendatón-
leikar verða föstudaginn 14. maí
kl. 17.30 í Tónlistarskólanum og
lýkur þar með 24. starfsári skól-
ans.
„Lifa sínu lífi“
KVIKMYNDIN „Lifa sínu lín“, sem
á frönsku heitir „Vivre sa vie“ verð-
ur sýnd á vegum Alliance F'rancais í
Regnboganum, sal 2, miðvikudaginn
28. apríl og hefst sýningin klukkan
20.30.
Kvikmynd þessi er eftir Jean-
Luc Godard og er gerð árið 1962.
Aðalhlutverk leika Anna Karina
og Saddy Rebot. Tónlistina í
myndinni gerði Michel Legrand.
Myndin er með enskum texta og er
aðgangur ókeypis.
TVö íslandsmet í maraþondansi
voru sett um helgina. í Arnardal á
Akranesi dönsuðu unglingar úr Fjöl-
brautaskólanum í 33 klukkustundir
og í félagsmiðstöðinni Árseli í Ár-
bæjarhverfi dönsuðu unglingar á
aldrinum 13 til 15 ára í 31' i klukku-
stund.
Á Akranesi hófst dansinn
klukkan 9.00 á laugardagsmorgun
og voru keppendur 43, að sögn El-
íss Þórs Sigurðssonar, forstöðu-
manns Arnardals. Sagði hann að
fyrsti keppandinn hefði fallið út
um klukkan 15.30 á laugardegin-
um og síðan hefðu keppendurnir
smám saman fallið út þar til að 13
voru eftir klukkan 16.30 á sunnu-
dag og hefði metið þá verið slegið.
Síðan héldu 7 áfram keppni í
þrjár klukkustundir til viðbótar
og höfðu þá dansað í 33 stundir.
Það er ekki tekið út með sældinni ao nansa yiir -W klukkustundir og þvi gott
að fá nudd og aðhlynningu þegar þreytan fer að segja til sín. Myndin er
tekin af keppendum í Árseli um helgina.
Maraþondans:
Akurnesingar settu Islandsmet,
dönsuðu samfleytt í 33 stundir
Sagði Elís Þór, að keppnin hefði
verið með því fyrirkomulagi að
dansað væri samfleytt í 57 mínút-
ur, en síðan hefðu keppendur 3
mínútur til hvíldar, næringar og
annarra þarfa. Þessi þriggja mín-
útna hlé væru síðan dregin frá
heildartímanum. Hann sagði
ennfremur að selt hefði verið inn
á 10 krónur, sem nægði til að
standa straum af kostnaði, en síð-
an myndi æskulýðsnefnd Akra-
ness veita verðlaun og viðurkenn-
ingar. Þá vildi hann þakka Georg
Janussyni, sjúkraþjálfara, fyrir
góða aðstoð, en hann sá um að
halda keppendum gangandi.
Keppni í Árseli hófst klukkan
10.00 á laugardagsmorgun og voru
keppendur 26 á aldrinum 13 til 15
ára, en 11 luku keppni og dönsuðu
í 31 'Á klukkustund og hættu þá,
þar sem þeir héldu að metið væri
í höfn, vissu ekki af keppninni á
Akranesi. Santfara keppninni
söfnuðust 7.000 krónur, sem af-
hentar verða Iþróttafélagi fatl-
aðra. Verðlaunaafhending og há-
tíðahöld verða síðan í Árseli í
kvöld, þriðjudagskvöld.
Eric Rosenblith
og strengja-
sveit með tón-
leika í kvöld
ERK' Rosenblith og Strengjasveit
Tónlistarskólans í Reykjavík halda í
kvöld tónleika og veróa þeir í
svonefndum Stekk, húsnæði Tónlist-
arskólans við Laugaveg 178. llefjast
tónleikarnir kl. 20:30.
Um helgina var haldið námskeið
í kammertónlist fyrir nemendur
Tónlistarskólans í Reykjavík, en
Eric Rosenblith er fiðluleikari og -
prófessor við New England Con-
servatory of Music í Boston,
kenndi þar og lýkuf námskeiðinu
með tónleikum þessum. Rosen-
blith er fæddur í Vín og kom fyrst
fram í París sem einleikari 15 ára.
Hefur hann leikið um öll Banda-
ríkin, Kanada, víða í Evrópu, ísra-
el og Austurlöndum og m.a. verið
konsertmeistari í San Antonio- og
Indianapolis-sinfóníuhljóm-
sveitinni.
Á efnisskrá tónleikanna eru
tveir konsertar eftir Bach fyrir 2
fiðlur og leikur Guðný Guð-
mundsdóttir ásamt Eric Rosen-
blith, og rondo eftir Schubert.
Aðrir kennarar sem koma fram á
tónleikunum eru Helga Ingólfs-
dóttir, Mark Reedman og Gunnar
Kvaran. Aðgangur er öllum heim-
ill meðan húsrúm leyfir.
MIÐ-EVRÓPUFERÐ
Pariö um átta þjóölönd, þ.e.
Luxemburg, Belgíu, Frakkland,
Þýzkaland, Sviss, Liechten-
stein, Austurríki og Jugóslavíu.
Gist í sex borgum, þ.e. Lux-
emburg, Schaffhausen, Lech,
Innsbruck, Villach og Bercht-
esgaden.
LUXEMBURG
OG
ALPAFJÖLLIN
8. til 27. júlí
Verd:
11.980,00.
Ferðaskrífstofan
Stórhertogadæmiö Luxem-
burg, græna hjartaö í Evrópu,
skoðað rækilega, bæöi sveitir
og bæir, vínrækt og virkjanir.
V igvellir tveggja heimsstyrj-
alda skoöaöir, Ardenna-fjöllin i
Belgíu (Bastogne) og Verdun i
Frakklandi
Fallegar miöaldaborgir heim-
sóttar, s.s. Colmar i Frakklandi
og Stein am Rhein í Sviss.
F egurstu hóruö álfunnar
skoöuö, allt frá dýpstu dölum
upp til efstu tinda, s.s. Zillertai
— Alparnir, Dólómitarnir og
Bæjersku Alparnir.
r rægar listaborgir skoðaöar,
Innsbruck, Luxemburg og
Salzburg og vinalegir fjallabæ-
ir, s.s. Vaduz, Selva og Ratt-
enberg.
Komiö er viö í frægum íþrótta- og útilífsstööum, s.s. Lech og Zillertal
í Týról, Kóngsvatni og Oberammergau í Bæjern og í Cortinu á Ítalíu og
Bled í Júgóslavíu.
Þriggja vikna ferö með góöu fólki, á þægilegum bíl, í fallegu umhverfi
og þrifalegum hótelum. Dagleiöir eru flestar stuttar og fallegustu
ökuleiöirnar eru jafnan valdar. Ekki er gist skemur en tvær nætur á
hverjum stað, mest fimm nætur.
Fjölbreytileikinn er aöalsmerki þessa feröaskipulags, til aö menn geti
fengiö sem mest út úr aðeins einni sumarleyfisferð. Boöiö er upp á
margar og fjölbreytilegar skoöunarferöir á öllum stööunum. Á kvöldin
er fariö saman á skemmtistaöi, t.d. Týrólakvöld i Innsbruck og
Bæjarakvöld í Berchtesgaden.