Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 31
" ' ' —— MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 31 1 sluttu máli Stjórnarskrá á næsta þingi Lög um blindrabókasafn Lög um Sinfóníuhljómsveit íslands: Ágreiningur um skiptingu kostnaðar Þaó er ekki á hverjum degi sem þingmenn fá klapp frá áheyrend- um en þaó geróist í gær, er frum- varp um Sinfóniuhljómsveit ís- lands var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær með 29 atkvæðum gegn 3. Gegn frumvarpinu greiddu atkvæði Karvel Pálmason (A), Al- bert Guómundsson (S) og Garðar Sigurðsson (Abl). Áður höfðu verið felldar breytingartillögur frá Jó- hanni Kinvarðssyni (F), Árna Gunnarssyni (A), Garðari Sigurðs- syni (Abl) og Jósef H. Þorgeirs- syni (S), sem m.a. gengu út á það að „kappkostað skuli“ að eigi minna en 12% af útgjöldum hljómsvcitarinnar fáist greidd á tekjum af tónleikahaldi. Flestir þingmenn, sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu, töldu Sinfóníuhljómsveitina til menn- ingarlegrar kjölfestu í þjóðlíf- inu. Það, að skipa henni sess með lögum, hefði í raun átt að vera mun fyrr á ferð Halldór Blöndal (S) sagði m.a. efnislega, að ekki væri við hæfi að hið háa Alþingi væri með kotungshátt í garð hljómsveitarinnar, heldur bæri að búa henni skilyrði við hæfi í íslenzku menningarlífi. Sá ágreiningur, sem upp kom, snerist einkum um kostnaðar- hlið málsins, hvort útgjöld um- fram tekjur yrðu alfarið sótt í hinn sameiginlega sjóð, ríkis- sjóðinn, eða aðeins að rúmlega helftinni til en 25% til RÚV, sem hefði í fullu tré með sjálft sig, og 18% í borgarsjóð Reyk- víkinga, en þessir tveir aðilar skulu, samkvæmt hinum nýju lögum, bera uppi kostnað sveit- arinnar á móti ríkissjóði. Albert Guðmundsson sagði m.a. efnislega, að hlutur Reyk- víkinga í skattframlögum til ríkissjóðs væri um 40%. Reyk- víkingar bæru því, gegnum rík- issjóðinn, fyllilega sinn hlut af framlagi til Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem væri alls góðs makleg. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að gera borgarsjóði enn að greiða 18% Albert Guðmundsson af óákveðnum útgjöldum við Sinfóníuhljómsveitina. Veit háttvirtur menntamálaráðherra ekki að síðustu fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var lokað með 40 m.kr. láni frá peninga- stofnunum, til að ná endum saman? Veit ráðherra ekki að 80% af heildartekjum borgar- innar fara í beinan rekstrar- kostnað við borgina og stofnanir hennar, sem er hærra hlutfal! Halldór Blöndal en nokkru sinni fyrr? Veit hann ekki að af þeim 20%, sem fara til eignabreytinga (fram- kvæmda), eru yfir 20% sektar- vextir gjaldheimtunnar? Þar að auki er þessi kvöð á borgarsjóð- inn ekki bundin fastri upphæð, heldur prósentu, sem enginn veit fyrirfram hvað þýðir í út- gjöldum, en slíkt er nýlunda hvað varðar fjárhagsáætlun hjá borginni. Stjórnarskrá — aukaþing Tillaga Alþýðuflokksins um auka- þing í ágústmánuði nk. til að af- greiða nýja stjórnarskrá hlaut dræmar undirtektir er hún kom til umræðu á Alþingi 20. apríl sl. Matthías Bjarnason, talsmaður Sjálfstæðisflokks í umræðunni, lýsti sig andvígan tillögunni og sama gerði Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins, sem mælti fyrir tillögunni, lýsti þeirri skoðun sinni, að samkvæmt ályktun Alþingis um starfstíma stjórnar- skrárnefndar, hefði nefndin átt að skila af sér störfum fyrir hálfu öðru ári og hefði í raun ekki lengur um- boð Alþingis til starfa. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður stjórnar- skrárnefndar, andmælti bæði til- lögu Alþýðuflokksins, sem og skiln- ingi Sighvats á starfsumboði nefnd- arinnar. Sagði hann að gert væri ráð fyrir að nefndin ljúki störfum og skili tillögum af sér næsta haust svo mögulegt ætti að vera að leggja málið fyrir næsta reglulegt Alþingi. Málafjöld Ríkisstjórnin hefur lagt fram lista yfir 59 mál, 53 frumvörp og 6 tillögur til þingsályktunar, sem æskilegt er, að hennar mati, að af- greiða fyrir þinglausnir. Þar eru 43 mál, sem ríkisstjórnin leggur sér- stakan þunga á. Sum þessara mála eru mjög viðamikil og lögð fram á síðustu dögum. Stjórnarandstaðan hefur ekki lagzt gegn afgreiðslu á neinu þessara mála, en áskilur þing- inu skaplegan tíma til að vinna þau og afgreiða. Ef ríkisstjórnin stefni að þinglausnum um eða upp úr næstu mánaðamótum sé sýnt, að að- eins hluti þessara mála fái af- greiðslu nú. Loðdýrarækt Guðmundur Bjarnason (F), Stef- án Jónsson (Abl), Eiður Guðnason (A), Egill Jónsson (S) og Davíð Að- alsteinsson (F) hafa lagt fram frum- varp til niðurfellingar á aðflutn- ingsgjöldum og sölugjaldi af efni og búnaði til loðdýrabúa, vélbúnaði og tækjum til fóðurstöðva, vélbúnaði og tækjum til pelsverkunar og hvers konar öðrum sérhæfðum búnaði til loðdýraræktar. Langtímaáætlun um þróunarsamvinnu Kjartan Jóhannsson (A) o.fl. þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um langtímaáætlun um þróunarsam- vinnu. Fjárhagslegar forsendur þessarar áætlunar verði þær að framlög hins opinbera til þróun- arhjálpar verði 0,7% þjóðarfram- leiðslu en framlög almennings 0,3%. Fylgirit með ríkisreikningi Samþykkt hafa verið lög um breytingu á ríkisbókhaldslögum, sem fjalla um fylgirit með ríkis- reikningi. Með ríkisreikningi skal nú leggja fram greinargerð hag- sýslustofnunar um forsendur fjár- laga ársins og bre.vtingar á þeim forsendum. Einnig skal gera grein fyrir þróun verðlags, launa og ann- arra helztu þátt í efnahagslífinu, sem höfðu áhrif á niðurstöður ríkis- reiknings. Yfirlit skal fylgja um aukafjárveitingar, ásamt skýring- um, sem og um frávik ríkisreiknings frá samþykktum fjárveitingum. Frávik skulu sérstaklega skýrð. Með ríkisreikningi skal og fylgja sund- urliðað yfirlit um launagreiðslur, bifreiðakostnað og risnukostnað einstakra ráðneyta, stofnana og verkefna. Blindrabókasafn Samþykkt hafa verið lög um Blindrabókasafn íslands, sem kveða eiga um hvern veg skal staðið að því að sjá blindum, sjónskertum og öðr- um þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt, fyrir alhliða bókasafnsþjónustu, m.a. með útgáfu og miðlun hljóðbóka og blindraletursbóka með efni skáld- verka og fræðirita, þar á meðal námsgagna. Erfðafjárskattur Halldór Blöndal o.fl. þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um erfðafjárskatt, sem m.a. felur það í sér að eftirlifandi maki skuli undan- þeginn erfðafjárskatti, enda valdi makamissir þungum búsifjum, sem erfitt er að færa rök fyrir að eigi að vera þjóðfélaginu tekjulind. Þá er slegið föstu að erfðafjárskattur skuli aldrei vera hærri en 45% (er nú 50%) og skuli ekki gréiða af fé, sem hverfur til kirkna, opinberra sjóða, gjafasjóða, félaga, líknar- og menningarstofnana (en af slíku er nú 10%. skattur). Eftirlaun alþingismanna og ráðherra Nýlega var lagt fram frumvarp (flutningsmenn Jón Helgason, Helgi Seljan, Karl Steinar Guðnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson) um breytingu á lögum um eftirlaun al- þingismanna og lögum um eftirlaun ráðherra. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að réttindi skapist um eftir- laun viðkomenda eftir þeim reglum sem orðnar eru almenn regla, þ.e. að öll iðgjöld veiti réttindi. Samkvæmt frumvarpinu er stefnt að því að þingmenn geti farið á eftirlaun eftir þær kosningar, sem fram fara næst á undan því að þeir verða 65 ára, og að svokölluð 95 ára-regla, sé upp tekin, lítið eitt breytt. Frumvarpið fékk skjóta afgreiðslu í efri deild og fyrir því var mælt í neðri deild í gær. ísland og Alþjóðahvalveiðiráðið Stefán Jónsson (Abl) hefur óskað skriflegs svars sjávarútvegsráð- herra við nokkrum spurningum: 1) Um hvaða mál hafa verið greidd at- kvæði af hálfu íslendinga innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins? 2) Hvernig hefur atkvæði Islands fallið við at- kvæðagreiðslur í þessum málum og með hvaða rökum? 3) Hvaða vís- indaiegar athuganir liggja til grundvallar þessari afstöðu? 4) Hef- ur sjávarútvegsráðuneytið kannað, hver áhrif óbreytt afstaða Islands í hvalveiðimálum hefur haft á niark- aðsstöðu íslenzkra sjávarafurða? 5) Hefur ráðune.vtið kannað ásakanir af hálfu hvalfriðunarmanna á þá lund, að íslendingar hafi vanrækt störf í vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins? Tekjuskattur/sjúkratryggingargjöld: VanáætluÖ í fjárlögum um 60 m.kr. Bankaskaííar tii neðri deildar Samkvæmt nýjum útreikning- um, sem nú liggja fyrir, er Ijóst, að tekjuskattar eru vanáætlaðir um hvorki meira né minna en 56,5 m.kr. og sjúkratryggingar- gjöld um 2,5 m.kr., eða samtals um 59 m.kr., sagði Lárus Jónsson (S) í efri deild Alþingis sl. mánu- dag, er stjórnarfrumvarp um skattskvldu innlánsstofnana var á dagskrá. Þessi vanáætlun kemur til af því að skattvísitala, sem fylgja á launabreytingu milli ára, er aðeins hækkuð um 50% en ætti að hækka um 53%, skv. launa- breytingum milli tekjuáranna 1980 og 1981. Þannig nælir fjár- málaráðherra sér í aukatekjur, umfram fjárlagaákvörðun. Þetta frumvarp á síðan að gefa 50 m.kr. í viðbót, sem endan- lega verða sóttar til viðskipta- aðila innlánsstofnana. Fulltrúar Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokks í fjárhags- og við- skiptanefnd lögðu til að þessu frumvarpi, sem væri um margt ábótavant, enda sýnilega flýtis- verk, væri vísað til ríkisstjórn- arinnar. Sú tillaga var felld. Frumvarpið var síðan sam- þykkt með 9 atkvæðum gegn 6, en það á eftir að fá umfjöllun í neðri deild. Samband viðskiptabanka lagði fram gagnrýnisatriði í 7 liðum um tæknileg atriði, sem varða framkvæmd á efnisatrið- um frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.