Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1982
Kristján (). Skagfjörð hf. 70 ára:
Orastur vöxtur í tölvu-
deild um þessar mundir
Rætt við Inga Jónsson stjórnarformann og Júlíus S. Ólafsson forstjóra
Fyrirtækið Kristján Ó. Skagfjörð
hf. í Reykjavík er 70 ára um þessar
mundir, cn 27. apríl árið 1912 fékk
stofnandi fyrirtækisins, Kristján Ó.
Skagfjörð, heimild til verslunar-
rekstrar og þá á Patreksfirði. Fjór-
um árum síðar fékk hann heimild til
að reka verslun i Reykjavík sam-
kvæmt borgarabréfi Jóns Magnús-
sonar bæjarfógeta.
deild, tölvudeild, byggingavöru-
deild og véladeild og eru starfs-
menn alls um 50. Undanfarin ár
hefur vöxturinn verið örastur í
tölvudeildinni, en við seljum bæði
bandarískan og sænskan búnað. Á
5 árum hefur tölvudeildin náð 2.
sæti í tölvusölu hérlendis.
Umsvifin eru einnig vaxandi í
öðrum deildum fyrirtækisins, þó
kannski minnst í matvörunni. Er
það m.a. vegna þess að erfitt er
með ailan rekstur á vísitöluvörun-
um vegna lítillar álagningar, mjög
er erfitt að liggja með birgðir. I
veiðarfærunum er salan nokkuð
sveiflukennd, en þar er geysileg
samkeppni, bæði við innflutning
annarra og innlenda framleiðslu.
Þó höfum við átt góða samvinnu
í veiðarfæradeild, frá vinstri: Bjarni Gíslason, Víðir Friðgeirsson og Bragi V.
Björnsson.
Kristján Skagfjörð rak fyrir-
tæki sitt í Reykjavík til dauðadags
í september 1951 og gekkst ekkja
hans fyrir því að það var þá gert
að hlutafélagi sem stofnað var ári
síðar. Stjórn þess skipa nú Ingi
Jónsson stjórnarformaður, Har-
aldur Ágústsson, Margeir Sigur-
jónsson, Bjarni Gíslason, Jónína
Guðrún Jónsdóttir og varamaður
er Jóhann Hákonarson. Fyrirtæki
Kristjáns Skagfjörð var m.a. til
húsa við Austurstræti, síðar við
Túngötu 5, þá flutt í Tryggvagötu
4 og árið 1973 er fyrirtækið flutt í
nýbyggingu við Hólmsgötu 4 í Ör-
firisey.
Forstjóri fyrirtækisins í dag er
Júlíus S. Ólafsson, en hann hóf
störf árið 1978 og gegndi þá stöðu
framkvæmdastjóra. Tók hann við
stöðu forstjóra eftir lát Jóns Guð-
bjartssonar, sem hafði veitt fyrir-
tækinu forstöðu í yfir 20 ár. Mbl.
ræddi við Júlíus og Inga Jónsson
stjórnarformann og greindu þeir
frá starfsemi fyrirtækisins eins og
hún er í dag:
Starfaö í fimm deildum
— Fyrirtækinu er í dag skipt í 5
deildir: veiðarfæradeild, matvöru-
við Hampiðjuna og nefna má að
fyrirtækin keyptu árið 1975 hlut
hvort hjá öðru. Önnuðumst við um
tíma sölu á verulegum hluta fram-
leiðslu Hampiðjunnar, en því
fyrirkomulagi hefur nú verið
breytt. Þá eru talsverð umsvif í
byggingarvörunni og vélasala
okkar er mest lyftarar, bátavélar,
handvagnar og gangráðar fyrir
dísilvélar.
Nokkuð er um árstíðabundnar
sveiflur hjá þessum deildum.
Veiðarfærasalan er eðlilega eink-
um bundin vertíðinni, en þá taka
við annir hjá byggingarvörudeild,
tölvusalan er kannski helst kring-
um áramótin þegar fyrirtæki vita
best hvernig þau standa og eru að
skipuleggja fjárfestingu sína, en
hver deild hefur sína ákveðnu
sölumenn, en siðan er annað skrif-
stofuhald og lager sameiginlegt.
Árið 1979 hófum við að tölvu-
væða fyrirtækið er hafin var
færsla viðskiptamanna- og fjár-
hagsbókhalds og árið 1981 var
birgðabókhaldið tölvuvætt.
Þá voru þeir spurðir hvort
eitthvað sérstakt væri á dagskrá
varðandi uppbyggingu fyrirtækis-
Margeir Sigurjónsson, Jónína Guðrún Jónsdóttir og Jóhann Hákonarson. Ljósmyndír köe 'ns á næstunni:
Stjórn fyrirtækisins og forstjóri. Frá vinstri: Júlíus S. Ólafsson, Bjarni Gislason, Haraldur Ágústsson, Ingi Jónsson,
„Ekki aðra atvinnu
stundað um ævina“
HÉR FARA á eftir nokkur æviatriði
Kristjáns Ó. Skagfjörð eins og hann
sjálfur skrifaði þau:
Ég er fæddur í Flatey á Breiða-
firði 11. október 1883. Foreldrar
mínir voru hjónin Jóhanna Haf-
liðadóttir, (Hafliða í Svefneyjum)
og Ólafur J. Kristjánsson Skag-
fjörð, verslunarstjóri í Flatey.
Faðir minn dó þegar ég var
þriggja ára gamall, en móðir mín
dó rúmlega níræð. Tvö systkini
mín dóu í æsku, en systir mín,
Guðrún, dó fyrir 18 árum.
Eftir lát föður míns ólst ég upp
í Flatey hjá skyldfólki mínu. Um
fermingaraldur byrjaði ég að
stunda verslunarstörf í Flatey og
hefi ég ekki aðra atvinnu stundað
um ævina. Rúmlega tvítugur fór
ég til frænda míns Péturs A.
Ólafssonar á Patreksfirði og starf-
aði við verslun hans allt til 1911.
Næstu árin þar á eftir var ég á
veturna í Englandi, en heima á
sumrin og starfaði bæði hjá Pétri
og fyrir sjálfan mig þau árin. Á
árunum er ég var í Flatey og á
Patreksfirði var þar töluverð
þilskipaútgerð og seinna mótor-
bátaútvegur á Patreksfirði svo ég
vandist nokkuð útgerð.
í fyrri heimsstyrjöldinni,
1914—1918, var ég nærri 2 ár í
Englandi, en veturna þar á undan
Kristján O. Skagfjörð
stundaði ég nám í bókfærslp og
viðskiptafræðum hjá Internation-
al Correspondence Schools í Lond-
on og lauk fullnaðarprófi í apríl
1913.
Ég tel að ég hafi byrjað um-
boðssölu hér á landi 27. ^príl 1912,
því þann dag er dagsett verslun-
arleyfisbréf mitt á Patreksfirði og
ferðaðist ég umhverfis landið það
ár. Aftur á árinu 1916 settist ég að
í Reykjavík og byrjaði hér í bæn-
um umboðs- og heildsölu og er
verslunarleyfi mitt dagsett 20. júlí
það ár. Um þriggja ára skeið var
ég framkvæmdastjóri fiskiveiða-
Jón Guðhjartsson tók við fyrirtæk-
inu eftir lát Skagfjörðs og var for-
stjóri þess til dauðadags í apríl 1979.
félagsins Mjölnir hf., er átti
botnvörpuskipið „Reykjarborg" er
Þjóðverjar skutu í kaf 10. mars
1941.
Við þetta má bæta að Kristján
Ó. Skagfjörð var kjörinn í stjórn
Ferðafélags íslands árið 1935 og
annaðist hann fjárreiður þess og
framkvæmdastjórn til æviloka.
Ber eitt sæluhúsa félagsins nafn
hans, Skagfjörðsskáli í Þórsmörk.
Einnig starfaði hann mikið að
skíðamálum. Kona hans var Em-
ilía Hjörtþórsdóttir, verslunar-
manns á Eyrarbakka, og eignuð-
ust þau eina dóttur.
Við púltið í versluninni á Patreksfirði. Frá vinstri: Jón A. Olafsson, Hallgrímur Jónasson, Friðþjófur Thorsteinsson,
Aðalsteinn P. Olafsson og Kristján Ó. Skagfjörð. (l'étur ólafsson, l.jó.smynda.safni«.)