Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 17 í matvörudeild og til hægri situr Olafur Albertsson, en til vinstri Páll Imsland. — Við hyggjumst halda áfram að veita hinum 1400 viðskipta- mönnum okkar sömu þjónustu og hingað til og reynum að byggja upp fyrirtækið eftir því sem kost- ur er. Helsta verkefnið á næstunni er kannski að halda áfram bygg- ingarframkvæmdum, að reisa aðra hæð á viðbyggingu hér við Hólmagötuna. En hvernig er að reka verslun á Islandi í dag? Erfiðar sveiflur í efnahagslifinu — í efnahagslífinu eru nú síðari árin mun meiri sveiflur en verið hefur og nefna má að gengislækk- anir eru tiðar, eða gengissig og núna er einhver blanda af gengis- fellingarstefnu og sigi, en þetta ásamt sífelldum breytingum yfir- valda á tolla- og skattalögum, vaxtastefnu og öðru kemur mjög illa við allan rekstur. Hvað út- gerðina snertir er ljóst að sífellt erfiðara er fyrir hana að ná end- um saman og þar sem þjónusta við útgerð er um 35% af veltu fyrir- tækis okkar hefur það smám sam- an áhrif hjá okkur og þannig mætti áfram telja. En í þessum erfiðleikum reynir á stjórnendur fyrirtækja að halda vel á spöðun- um og hagræða rekstrinum sem mest. Jú, mikið hefur breyst í þessum rekstri undanfarin ár og tölvurnar létta manninum störfin og annast þau stundum fyrir hann að nokkru. Við getum nefnt sem dæmi að áður handskrifuðu sölu- menn nótur fyrir úttektum við- skiptamanna, síðan fóru þær í vélritun og skrifa þurfti sérstakan afgreiðsluseðil fyrir lagerinn. Nú er þessi vélritunarvinna óþörf, sölumenn skrifa beint inn á tölv- una, sem skrifar nótuna og þar með er reikningurinn tilbúinn. Einnig er mun fljótlegra að sjá hver er staða fyrirtækisins og ein- stakra viðskiptamanna með til- komu tölvunotkunarinnar. Þá geta þeir Júlíus S. Ólafsson og Ingi Jónsson þess að fyrirtækið hafi alla tíð verið heppið með starfsmenn, margt hafi það starf- að hjá fyrirtækinu árum og ára- tugum saman. jt- Gott að vinna og læra hjá Skagfjörð — segir Margeir Sigurjónsson sem vann hjá honum fyrstu árin — Vorió 1927 kom ég heim eftir nám í Pitmans-skólanum í London og réóst þá beint til Kristjáns Ó. Skagfjöró, en þá var fyrirtækið til húsa vió Austurstræti, uppi á lofti þar sem síóar var Leðurverslun Jóns Brynjólfssonar lengi, sagði Margeir Sigurjónsson, sem vann nokkur ár með Kristjáni Skagfjörð og varð sið- ar einn af stofnendum hlutafélags- ins um fyrirtækið að Kristjáni látn- um. — I þá daga voru umsvifin nú ekki mikil, við vorum tveir á skrifstofunni og þriðji starfsmað- urinn var á lagernum, en pakkhús var fyrst þar sem nú stendur Hafnarhúsið. Við vorum eingöngu með vörur frá Englandi. Dálítið var um veið- arfæri, málningu keyptum við frá Sissons-bræðrum í Hull, einnig olíufatnað og sjómannapeysur. Skagfjörð fékk einnig umboð fyrir Færeyjar og fór hann stundum í söluferðir þangað, en varningur- inn var annars sendur beint þang- að frá Englandi. Þannig var nú þetta allt í smá- um stíl samanborið við fyrirtækið í dag. En það var gott að vera hjá Skagfjörð, ekki síst fyrir mig ung- an manninn, að læra hjá honum. Kristján Skagfjörð tók mikinn þátt í félagsmálastörfum hjá Ferðafélagi íslands og skíðafélagi og var stundum meira á kafi í ferðamálunum en forretningunni að manni fannst. Ég hætti störfum hjá Kristjáni Skagfjörð árið 1931, en veturinn ’31—’32 stóð heimskreppan yfir og þá ákvað Félag ísl. stórkaup- manna að allir félagsmenn skyldu segja upp starfsfólki sínu og var ég þá búinn að starfa með Skag- fjörð í ein 4 ár. Fór ég þá að starfa sem bókari hjá Alliance og síðar lá leið m;n til Færeyja þar sem ég starfaði í 12 ár. Eftir stríðið kom ég heim og starfaði hjá Melsteð og stofnaði síðar Steinavör hf. ásamt Jóni Guðbjartssyni og Haraldi Arnasyni. Jú, þetta var nokkuð frábrugðið því sem nú er, t.d. þéruðust menn í þá daga og man ég eftir starfs- manni sem var búinn að vera hjá Skagfjörð í ein 7 ár, þeir þéruðust. Nokkrum árum eftir að ég hætti hjá Skagfjörð hitti ég hann að haustlagi í Hvítárnesi, þar sem Ferðafélagið á sæluhús og ég þú- aði hann upp á hinn gamla kunn- ingsskap, en hann þéraði þá á móti. Þetta var mjög ríkt í mönnum í þá daga. Tengsl mín við Skagfjörð eða fyrirtæki hans endurnýjuðust síð- an þegar frú Skagfjörð bað mig að aðstoða sig eftir lát Kristjáns Skagfjörð og fékk ég þá Harald Agústsson í liö með mér og við stofnuðum ásamt ekkjunni hluta- félag um reksturinn. Við reyndum að fá til starfa Jón Guðbjartsson, sem þá starfaði hjá Johnson og Kaaber, en hann var ekki laus fyrr en síðar og Jóni tókst að byggja fyrirtækið ört upp og óx það og dafnaði undir stjórn hans og eftir lát hans hafa aðrir tekið við sem halda verkinu áfram. Glæsi- leg húsgögn frá youna design+comfort Þessi húsgögn fengu gull- verðlaun (Mo- bilia Inovation Prize) á al- þjóðahús- gagnasýningu í Belgíu og HoIIandi 1981. Jack Cerbold- er, einn fræg- asti húsgagna- arkitekt Evr- ópu, hannaði þessi húsgögn. Komdu og kynntu þér verö, gæði og greiðslu- kjör. KM HÚSGÖGN Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.