Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982
DAIHATSU CHARMANT
Ft°rir valkostir
Það er auövelt að faera rök fyrir vali á Daihatsu
Charmant tyrir þá. sem leita aö nýjum bil. i fyrsta
lagi er hann nýr frá grunni. Hann er lengri, breiðari,
þægilegri og fallegri og þú getur valiö um fjórar
gerðir í fjórum verðflokkum og fjöldan allan af
aukahlutum.
Þú getur valiö um 1300 cc eða 1600 cc vólar, sem
báöar eru hannaðar til aö gefa hámarksorku með
lágmarksbenzíneyöslu. Þú getur valið um 4 gíra,
5 gíra eða sjálfskiptingu.
Þú velur sjalfur innréttinguna og þar með veröiö
eftir þvi sem þér hentar En þú færð í öllum
tilvikum sama trausta og fallega bílinn.
Ef þú ert aö leita af fallegum,
þægilegum, kraftmiklum og
sparneytnum bíl þá er Charm-
antinn bíllinn fyrir þig.
Gæðin og þjónustan eru viðurkennd og verðið, frá
kr. 113.600 með ryðvörn og fullum benzíntanki.
OAIHATSU
Daihatsuumboðið Ármúla 23, símar 85870 - 39179 CHARMANT
Sjómannasamtökin mót-
mæla kaupum á togaran-
um Einari Benediktssyni
Aðbúnaður verri en fyrir 20—30 árum
Hlaut Morgunblaðsskeifuna
HIN árlega skeifukeppni var háð á Hvanneyri sl. sunnudag en auk þess
fór fram gæðingakeppni og gæðingaskeiðkeppni.
Skeifukeppnin er keppni milli nemenda bændaskólans um það
hver hefur náð beztum árangri í tamningu hrossa i vetur. Sigur-
launin eru Morgunblaðsskeifan, sem nú var veitt í 25. sinn. Hlut-
skarpastur varð Sverrir Möller frá Reykjavík á hestinum Ófeigi frá
Varmalæk í Skagafirði. Sést Sverrir á meðfylgjandi mynd með hest
sinn. Nánar verður sagt frá skeifukeppninni hér í Mbl. síðar
Ljósm. Helj?i Bjarnason.
tíðkaðist áður fyrr. Er þetta skýlaust
brot á samningum, þar sem kveðið
er á um 6 tíma vinnu og 6 tíma svefn
í samningum LÍÚ og sjómannasam-
takanna.
Ingólfur Falsson, forseti Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að reynt yrði að ná
samstöðu allra er hlut ættu að
máli til að mótmæla kaupunum á
Einari Benediktssyni og hliðstæð-
um skipum. Sagði Ingólfur að all-
ur aðbúnaður og vistarverur um
borð í skipi eins og Einari Bene-
diktssyni væri verri en mönnum
hefði verið boðið uppá á íslenzkum
skipum fyrir 20—30 árum. Það
kom fram hjá Ingólfi, að í fyrra
hefði meðalaldur íslenzka skuttog-
araflotans verið 7,2 ár, og þá hefði
sjávarútvegsráðherra rætt um að
ekki væri óeðlilegt að þessi skip
yrðu endurnýjuð við 10 ára aldur.
Þessi sami sjávarútvegsráðherra
væri nú að heimila kaup á litlum
togurum, sem væru meira en 10
ára gamlir og uppfylltu engan
veginn þær kröfur, sem gerðar
væru til fiskiskipa á íslandi.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands Islands, sagði, að
það væri fyrir neðan allar hellur,
að skip sem Einar Benediktsson
væru flutt til landsins. Sjómanna-
samtökin myndu nú vara stjórn-
völd við að heimila kaup á skipum
sem þessum til landsins.
Farmanna-og fiskimannasamband
íslands og Sjómannasamband ís-
lands hafa síðustu daga fjallaó um
kaupin á togaranum Einari Bene-
diktssyni til landsins og fleiri togur-
um af svipaðri stærð. Ætla félaga-
samtökin aö leita samráðs við
Landssamband ísl. útvegsmanna um
mótmæli gegn þessum togarakaup-
um. Að mati félaganna er allur að-
búnaður um borð i Einari Benedikts-
syni fyrir neðan allar hellur og enn-
fremur hefur verið rætt um, að á
þessum litlu togurum verði vaktir
þannig, að unnið verði i 12 tíma og
síðan komi 6 tíma svefn, eins og
Kosningabaráttan í ríkisfjölmiðlum:
Kappræðufundur
með áheyrendum
-meðal nýjunga sem ræddar hafa verið
KOSNINGABARATTAN í útvarpi
og sjónvarpi vegna sveitarstjórnar-
kosninganna í næsta mánuði verður
væntanlega með nokkuð öðru sniði
en verið hefur fyrir kosningar síð-
ustu ár. Útvarpsráð hefur að vísu
ekki lokið við að ræða og ákveða
endanlega tilhögun í samráði við
starfsmenn útvarps og sjónvarps, en
þegar er þó ákveðið að breyta ýmsu
frá því sem verið hefur.
Á fundum útvarpsráðs hefur til
Galloway-
nautalundir
í Hrísalundi
VEITINGASTOFAN Hrísalundur,
Hrísey, var opnuð í eynni í sept-
ember á síðasta ári. Eigandi er
Auðunn Jónsson. Veitingastofan
rúmar 32 gesti i einu og hefur á
boðstólum allar almennar veit-
ingar. Er þetta fyrsta veitinga-
stofan, sem sett hefur verið á
stofn í Hrísey.
Auðunn Jónsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að rekst-
ur veitingastofunnar hefði
gengið vonum framar í vetur,
þrátt fyrir að lítið hefði verið
um ferðamenn. Sagðist hann
hafa haft nokkra fasta kost-
gangara, selt nokkuð af þorra-
mat auk venjulegrar veitinga-
sölu. Auðunn sagðist vera bjart-
sýnn á framtíðina, vorið væri að
koma og alltaf væri talsvert um
ferðamenn í eynni. Hríseyjar-
ferjan Sævar færi margar ferðir
á dag milli lands og Hríseyjar
svo auðvelt væri að komast á
milli. Þá væri veitingastofan vel
staðsett, skammt frá bryggj-
unni og í leiðinni, hvert sem far-
ið væri um eyna. Þá mætti ekki
gleyma því að veitingastofan
Hrísalundur væri eina veit-
ingastofa landsins, sem gæti
boðið gestum sínum upp á kjöt
af Galloway-holdanautum. Staf-
aði það af því að bannað væri að
flytja kjöt úr tilraunastöðinni
til lands.
dæmis verið rætt um að nauðsyn-
legt sé að gera kosningabaráttuna
skemmtilegri í ríkisfjölmiðlunum,
meðal annars með því að tilbúnar
og fyrirfram undirbúnar ræður
frambjóðenda verði ekki eins
áberandi og áður, og ekki heldur
þættir þar sem frambjóðendur eru
spurðir spurninga er hafa þegar
fengið tíma til að hugsa svör við.
Þá hefur komið fram hugmynd um
að halda stóran framboðsfund
fyrir sjónvarp, kappræðufund, þar
sem auk upptökuvéla sjónvarpsins
fái áheyrendur og áhorfendur að-
gang. Rætt hefur verið um að
fundur af þessu tagi verði í sjón-
varpssal, þótt einnig hafi komið
fram hugmynd um að halda hann
í Háskólabíói. Enn má nefna að
fram hefur komið hugmynd um að
útvarpið gengist fyrir þætti „á
beinni línu“, allt að tveggja og
hálfrar stundar þætti, þar sem
frambjóðendur allra flokka sitji
fyrir svörum hlustenda er hringi í
þáttinn. Margt fleira hefur verið
rætt, en ákvarðanir hafa ekki ver-
ið teknar endanlega. Sumt mun þó
þegar fastákveðið, svo sem
hringborðsumræður efstu manna í
sjónvarpssal kvöldið fyrir kjör-
dag, föstudagskvöldið 21. maí.
Það sem að framan greinir á
fyrst og fremst við um kosninga-
baráttuna vegna borgarstjórnar-
kosninganna í Reykjavík, en und-
irbúningur vegna útvarps og sjón-
varps frá öðrum stöðum á landinu
er skemmra á veg kominn, enda
smærri í sniðum.
Dýnamíti stolið
úr vinnuskúr
HVELLHETTUM og dýnamíti var
stolið um helgina úr vinnuskúr í
grunni húss Seðlabankans. Rann-
sóknarlögregla ríkisins kannar
málið, en dýnamítið var í löglega
frágengnum hirslum í járnsleg-
inni trékistu. Ekki hafði síðdegis í
gær tekist að koma upp um þjóf-
ana.
Aðstandendur námsmanna erlendis:
Er skyldfólk þitt á kjörskrá?
Utankjörstaðaskrirstofa Sjálf-
stæðisflokksins hefur beðið Morg-
unblaðið að koma þeim tilmælum
til námsmanna erlendis og að-
standenda þeirra hér heima, að
þeir kanni hvort viðkomandi séu á
kjörskrá eða ekki. Komið hefur í
Jjós að þótt lög segi nú að náms-
menn í útlöndum skuli vera á kjör-
skrá, þá eru mikil brögð að því að
svo sé ekki.
Kærufrestur vegna þessa
rennur út hinn 8. maí, og fyrir
þann tíma þarf að gera athuga-
semdir, sé fólk ekki að finna á
kjörskránni vegna sveitarstjórn-
arkosninganna í næsta mánuði.
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins mun veita upp-
lýsingar um þessi mál, og jafn-
framt aðstoða við leiðréttingar,
sé þess óskað.