Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982
Hvernig á að bregðast við þeg-
ar ekið er fram af bryggju?
Eftir Kristján H.
Kristjánsson
Á síðastliðnum árum hafa orðið
nokkur dauðaslys hér á landi, þeg-
ar ekið hefur verið fram af bryggj-
um, en stundum hefur þó mönnum
tekist að bjarga sér út úr bifreið-
um, sem lent hafa í sjónum.
Þegar umrædd slys verða,
vakna oft ýmsar spurningar, til
dæmis hvernig best sé að bregðast
við, ef maður skyldi sjálfur lenda í
þess háttar slysi og hvort heppi-
legt sé að nota öryggisbelti við
þessar aðstæður. Sumir telja að
reyna eigi að koma sér út úr bif-
reið strax eftir að hún hefur lent í
sjónum og áður en hún sekkur.
Aðrir telja hins vegar að réttara
sé að bíða þangað til hún hefur
sokkið til botns og allt loft farið út
úr henni.
Þrátt fyrir ágreining um þessi
atriði, eru menn þó yfirleitt sam-
mála um mikilvægi þess, að sem
réttust svör fáist við þessum
spurningum. Frásagnir þeirra,
sem tekist hefur að bjarga sér út
„Óvíst er hvort allir les-
endur eru sammála því,
sem hér kemur fram, Þó
tel ég aö allir geti verið
sammála um, aö ef gæta
skal varúðar í umferðinni,
þá skuli gæta sérstakrar
varúðar, þegar ekið er um
bryggjur.“
úr þessum slysum, hafa takmark-
að gildi, vegna þess að telja má
líklegt að þeir hafi verið hræddir
og illa á sig komnir vegna kuldans
í sjónum, er þeir voru að bjarga
sér. En hætta er á því, að menn
misminni um ýmis atriöi varðandi
atvik, sem þeir eiga að tjá sig um
eftir á, ef þeir eru undir miklu
andlegu og líkamlegu álagi, er at-
vikið átti sér stað.
Aftur á móti hafa leiðbeiningar,
sem byggðar eru á niðurstöðum
tilrauna, sem felast í því að aka
eða draga bifreiðir fram af
bryggjum, meira gildi.
Tilraunir af þessu tagi hafa ver-
ið framkvæmdar í ýmsum löndum,
t.d. Þýskalandi, Svíþjóð og Banda-
ríkjunum. Hollendingar hafa þó
lagt mesta áherslu á þess háttar
tilraunir, en þar í landi er mjög
algengt að bifreiðir aki út af veg-
um og lendi ofan í síkjum. Nánar
tiltekið var áætlað árið 1973 að um
níutíu dauðaslys verði þannig ár-
lega, sem er um fjögur af hundraði
af heildarfjölda umferðardauða-
slysa þar í landi, sem er mun
hærra hlutfall en í öðrum löndum.
Á fjórða tug aldarinnar voru
gerðar tilraunir í Hollandi, en árið
1967 vöknuðu efasemdir um helstu
niðurstöður þeirra, meðal annars
varðandi það hvort loft væri eftir
í bifreið, sem sokkið hefði til
botns. Árið 1973 gekkst SWOV,
sem er rannsóknarstofnun í um-
ferðarslysum, fyrir tilraunum sem
verða til umfjöllunar hér á eftir.
Um þessar tilraunir var gerð mjög
góð kvikmynd, sem æskilegt væri
að sjónvarpið tæki til sýningar.
Framkvætnd
Fjörutíu og fimm bifreiðir voru
dregnar fram af bryggjum, með
sérstökum dráttarútbúnaði og á
mismunandi hraða. Annars vegar
var fallhæðin 2—4 metrar og dýpi
7—10 metrar og hins vegar var
fallhæðin minni en tveir metrar
og dýpið 2—4 metrar. Bifreiðir
voru stundum látnar skransa eða
rekast í hindranir, áður en þær
skullu í sjóinn.
Einungis voru notaðar farþega-
bifreiðir, en um sjötíu og fimm af
hundraði allra bifreiða, sem lenda
ofan í síkjum árlega í Hollandi,
eru af þeirri tegund. Af fjárhags-
ástæðum voru ekki notaðar bif-
reiðir af allra nýjustu árgerð, en
samt urðu þær að uppfylla
ákveðnar lágmarkskröfur, t.d.
máttu þær ekki vera gegnumryð-
gaðar og það átti að vera hægt að
opna alla hliðarglugga.
Kafarar voru stundum fengnir
til þess að vera í bifreiðunum, þeg-
ar þær voru dregnar fram af
bryggjunum. Af öryggisástæðum
voru þeir látnir nota öryggisbelti
og köfunartæki og dráttarhraðinn
var ekki látinn vera meiri en 35
km/klst. Þeir voru látnir reyna
ýmsar aðferðir til þess að komast
út úr bifreið.
Til þess að rannsaka hreyfingu
mannslíkamans, þegar bifreið
skellur í sjóinn, bæði með og án
öryggisbelta, voru notaðar sér-
stakar tilraunabrúður, sem eru oft
notaðar við rannsóknir á umferð-
arslysum. Kvikmyndatökuvél var
fest aftan við þær, til þess að
mynda hreyfingu þeirra.
Auk þess að draga bifreiðir
fram af bryggjum, voru þær einn-
ig slakaðar niður á um þriggja og
hálfs metra dýpi. Tilgangurinn
var að rannsaka hve mikið loft
héldist í þeim.
Að lokum voru bifreiðir látnar
renna niður skábraut í djúpa
sundlaug til þess að festa á filmu
ýmis mikilvæg atriði.
Hvernig bifreið
skellur í sjóinn
Skemmdir þær sem urðu á bif-
reiðunum voru sambærilegar og
skemmdir sem verða við árekstur
bifreiða og eftir því sem drátt-
arhraðinn var meiri, því meiri
skemmdir urðu og sérstaklega
urðu skemmdirnar miklar þegar
hraðinn var meiri en 50 km/klst.
Staðsetning skemmda skiptir
miklu máli, vegna þess að ef þær
verða á hurðum eða þaki, þá getur
verið ómögulegt að opna hurðir.
Það kom einnig í ljós, að þegar
bifreið skall í sjóinn, þá köstuðust
Ef öryggisbelti eru ekki notuð minnka líkurnar á að sjálfsbjörgun takist.
Þegar bifreið sekkur þrýstist loft út um ýmis op.
Þórir S. Gröndal
Sundkennsla
Bréf frá henni Ameríku:
með bambusstöng
tökin með fótunum. Þegar ég var
kominn hálfa leið, keyrði hann
stöngina aftur á bak og sögu-
mann ykkar á bólakaf. Eg hélt
ekki að ég yrði eldri, en eftir að
hafa sopið, hóstað og staðið á
öndinni, tókst mér að busla að
bakkanum. Þar sá ég upp undir
stangarmanninn skellihlæjandi.
Næstu árin skrönglaðist ég
einhvern veginn gegnum tiltekin
sundpróf og fékk ávallt lægstu
einkunn. Aldrei tókst að kenna
mér að anda tiihlýðilega á sund-
inu því ég gætti þess eins og
hægt var, að nasirnar færu ekki
á kaf. Ég teygði hausinn eins vel
upp úr og ég gat og synti svo eins
og svanur! Sjálfum mér hét ég að
koma aldrei nærri sundlaug á
ævinni, eftir að ríkisvaldið hefði
sleppt af mér hendinni og gefist
upp við að reyna að kenna mér
sund.
um og réðust þeir óspart á okkur
þessa fáu merkislausu. Útskúf-
unin gekk svo langt, að stelpurn-
ar hótuðu að hætta að tala við
okkur nema við færum og synt-
um fyrir landið.
Loks fórum við, tveir af hinum
merkislausu, á næstsíðasta degi
út á Akranes til að gera skyldu
okkar. Það var fátt í lauginni,
enda komið kvöld og flestir Ak-
urnesingar líklega búnir að
synda. Ekki veit ég, hvernig mér
tókst að komast 200 metrana á
svanasundi mínu. Hvað eftir
annað fataðist mér sundið og ég
hóstaði og stóð á öndinni. Hélt
ég um tíma, að ég myndi verða
fyrsti maðurinn til að drukkna
fyrir föðurlandið í þessari mik-
ilvægu sundkeppni. En ég fékk
merkið og var ánægður með það.
Stelpurnar héldu áfram að tala
við mig!
Ég hefi alltaf haldið fram, að
ef almættið hefði ætlast til þess
að mannskepnan athafnaði sig í
vatni, myndi það hafa útbúið
hana með fit milli fingra og táa.
Vegna þessarar skoðunar setti
að mér allmikinn kvíða, þegar ég
nálgaðist 10 ára aldurinn og það
fréttist, að nú ætlaði skólakerfið
að byrja að kenna okkur sund,
svo við gætum bjargað okkur ef
við dyttum í Tjörnina.
Það var ekki nóg með það, að
fréttirnar um yfirvofandi sund-
nám væru voveiflegar, heldur
bættist við, að kennslan átti að
fara fram í sundlaug Austurbæj-
arskólans. Það var niðurlægj-
andi fyrir Vesturbæing að þurfa
að þvælast alla leið austur í bæ
til að læra sund, en við hverju
var svo sem að búast; ekkert gott
gat komið úr Austurbænum.
Kennarinn var í tréklossum,
hvítum léreftsfötum og með
strangan svip. Hann byrjaði á
því að koma inn í búningsklef-
ann og heimta að allir berhátt-
uðu. Síðan var hinum allsberu,
niðurlútu og ósyndu Vestur-
bæingum skipað að ganga í ein-
faldri röð og væta fæturna í
grunnri, ískaldri laug, áður en
þeim var leyft að hylja nekt sína.
Þessi athöfn var endurtekin á
hverjum sundkennsludegi, ogget
ég enn í dag ekki látið mér detta
í hug, hver tilgangurinn var.
Enginn virtist hafa gagn eða
gaman af nema kannski kennar-
inn.
Námið hófst með fótaæfingum
á gólfinu, en svq voru menn
spenntir kútum og fengu úthlut-
aðan korkbút til að halda í. í alla
staði leist mér illa á blikuna.
Húsakynnin ilmuðu áf lýsóli og
klóri, vatnið í lauginni var skít-
kalt og svo bættist við, að kenn-
arinn tók sér í hönd bambus-
stöng eina allmikla og tók til við
að dangla í hausana á okkur.
Fyrsta ídýfan var eftirminnileg
og ég passaði mjög vel að sleppa
ekki bakkanum.
Ég var hinn mesti tossi við
sundnámið. Sumir félaga minna
lærðu strax á lífið í vatninu og
voru farnir að kafa eins og selir
eftir nokkra tíma. Þeir voru sí-
fellt að hrekkja okkur skussana
með því að ráðast á okkur undir
„sjólínu". Ég reyndi að kíkja á
hendurnar á þessum köppum til
að sjá, hvort ekki væri vísir að
sundfitum milli fingranna.
Handhafi bambusstangar-
valdsins skipaði mér eitt sinn að
halda í stangarendann og ætlaði
hann að draga mig yfir þvera
laugina, en ég átti að gera sund-
Svo liðu nokkur ár og ég var í
sumarvinnu uppi í sveit. Þá tók
ríkið upp á því að hrella mig enn
með hótunum um sundpíningu.
Landið tók sem sé þátt í fyrstu
norrænu 200 metra sundkeppn-
inni. Áróðurinn og þrýstingur-
inn var feikilegur, sérstaklega
þegar dró að lokum keppninnar.
Þeir, sem lokið höfðu sundinu,
fengu merki til að bera í barmin-
Svo átti það eftir að liggja
fyrir mér að flytjast alla leið til
sólarfylkisins Flórída, vestur í
henni Ameríku. Og haldið þið
ekki, að ég hafi eignast þar
sundlaug! Hvílík kaldhæðni ör-
laganna! En ég hefi reynt að
sætta mig við mitt hlutskipti.
Mér hefir gengið það vel, að nú
syndi ég á hverjum degi, með
svanaaðferðinni auðvitað.
DR6 06 KILJRN"