Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982
Líflegt var við Norræna húsið í gærkvöld er dansað var fram eftir Jónsmessunótt. Samtök
vinabæjarfélaga á Norðurlöndum efndu þar til hátíðar og var m.a. dansað kringum þessa
skreyttu stöng er reist hafði verið að sænskum sið í tilefni hátíðarinnar. Allmargt var um
manninn, enda blíðuveður. Ljósm.: Kristján.
Ólafur Haraldsson, flugumferðarstjóri:
Starfa að hluta við flug-
umferðarstjórn og
sinni ýmsum verkefnum
ÓLAFUR Haraldsson flugumferðarstjóri, sem fyrir skömmu
var rekinn úr Félagi flugumferðarstjóra, vinnur nú að ýmsum
verkefnum á vegum flugvallarstjóra á KeflavíkurflugveJli.
Ólafur hefur gegnt störfum varðstjóra þjálfunar, haft umsjón
með þjálfun flugumferðarstjóra og auk þess hefur hann verið
staðgengill yfirflugumferðarstjóra, en leyst af í flugturni yfir
sumarmánuðina.
„Ég vinn ekki við almenn flug-
umferðarstjórastörf eins og málin
standa, en starfa að hluta við flug-
umferðarstjórn og sinni ýmsum
öðrum verkefnum fyrir flugmála-
stjórn, svo sem samskiptum við
varnarliðið, áætlanagerð og
fleira," sagði Ólafur Haraldsson
flugumferðarstjóri í gær. Ólafur
var spurður um brottrekstur hans
úr Félagi flugumferðarstjóra.
Hann svaraði: „Málið er nú í hönd-
um stjórnvalda og ég vona að það
fái farsæla lausn, sem allir geta
sætt sig við.“ Hann vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um mál þetta.
í gær ræddi Mbl. við flugum-
ferðarstjóra í flugturninum á
Keflavíkurflugvelli, en þeir vildu
ekki ræða brottrekstur Ólafs Har-
aldssonar við fjölmiðla, og vísuðu
á stjórn félagsins í því sambandi.
Hins vegar létu þeir þess getið að
ekki væru enn öll kurl komin til
grafar í máli þessu og sögðu
margt það missagt sem fram hefði
komið.
valin til sýninga á 6. norrænu
barna- og unglingahátíðinni í
Hanaholmen í Finnlandi, á 12. al-
þjóðlegu barna- og unglinga-
konar hátíð í Kanada. Myndin
verður sýnd í Regnboganum um
næstu helgi.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblaði, þurfa
framvegis að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á
föstudögum.
Samið var um 5% verð-
lækkun á saltfískinum
„Jón Oddur og Jón Bjarni“
KVIKMYNDIN Jón Oddur og Jón Bjarni hefur verið valin ein af ellefu
myndum sem sýndar verða á kvikmyndahátíð barnamynda í Evrópu, sem
haldin verður i Frankfurt í september nk. Þá segir í frétt frá Norðan 8 hf., að
danska sjónvarpið hafi keypt sýningarrétt og sé ráðgert að sýna hana 6.
ágúst, en rúmlega 60 þúsund manns hafa séð myndina hérlendis.
Kvikmyndin hefur einnig verið myndahátíðinni á Ítalíu og sams
SÖLUSAMBAND ísl. fiskframleið-
enda hefur nú náð samkomulagi við
Portúgali vegna flokkunargalla og
annarra mistaka við saltfiskfarminn,
sem var í skipinu Glaciar Verde.
Samkomulagið felur í sér, að hluti
farmsins er felldur um einn gæða-
flokk og nemur heildarverðlækkun
liðlega 5% af verðmæti farmsins.
í fréttatilkynningu frá SÍF seg-
ir, að undanfarna daga hafi eftir-
litsmenn SÍF og starfsmenn
Framleiðslueftirlits sjávarafurða
unnið að skoðun saltfisks í Portú-
gal vegna alvarlegrar kröfu sem
barst vegna farmsins í Glaciar
Verde. Síðdegis í gær náðist síðan
samkomulag um farminn.
Auk farmsins úr Glaciar Verde
hafa álíka gallar komið í ljós við
skoðun á farmi úr Eldvík sem enn
er að losa í Portúgal. Unnið er að
skoðun fisksins úr Eldvík og liggja
niðurstöður væntanlega fyrir um
helgina, en ljóst virðist að þar sé
um minna mál að ræða.
Þá segir að aðalástæða þessarar
kvörtunar, sem viðurkennt er að á
við rök að styðjast virðist vera, að
fiskinum hafi verið pakkað svo illa
stöðnum að hann þoli ekki hið
minnsta hnjask. Ennfremur hafi
átt sér stað önnur augljós og slæm
mistök í mati í einstaka tilfellum.
Einnig segir í fréttatilkynningu
SÍF, að ljóst sé að leggja verði ríka
áherzlu á að slík mistök sem þessi
endurtaki sig ekki.
Við lausn þessa máls hefur þess
verið vandlega gætt að kaupand-
inn ríkisfyrirtækið Reguladora
skaðist ekki vegna þessa máls og
hin góðu viðskiptasambönd land-
anna verði áfram í fullu gildi.
Brezkir þingmenn
hér í boði Alþingis
HÉRLENDIS er stödd þessa dagana í boði Alþingis brezk
þingmannasendinefnd. Heimsókn þessi er endurgjald fyrir
heimsókn íslenzkra þingmanna til Bretlands fyrir skömmu. I
hópnum eru átta manns. Heimsókninni lýkur á föstudag, en
hún hófst sl. laugardag.
í hópi Bretanna eru eftirtaldir,
samkvæmt upplýsingum frá
skrifstöfu Alþingis: Nigel Forman,
Tel að æðri máttarvöld
hafi gert gæfumuninn
segir Birgir Árnason, sem bjargaði tveimur drengjum úr sjávarháska við Skagaströnd
„ÞAÐ er ekki hægt aö neita því, að í þessu tilfelli hafa máttarvöldin ráðiö
miklu með þvi sem virtist röð tilviljana. Án þeirra hefði ég aldrei verið til
staðar til að bjarga þessum drengjum. Vegna aflandskaldans hefði þá
ábyggilega rekið á haf út og hvolft þar,“ sagði Birgir Árnason, hafnar
stjóri og formaður björgunarsveitar Slysavarnafélagsins á Skagaströnd, í
samtali við Morgunblaðið, en hinn 16. júní síðastliðinn bjargaði hann
tveimur drengjum úr sjávarháska.
„Eg er hafnarstjóri og ég var
að vinna við mín störf inni í
húsi, sem höfnin á,“ hélt Birgir
áfram. „Það var gott veður og
mér datt allt í einu í hug, og það
héldu mér engin bönd, að ég
mætti til að fara í grásleppunet-
in. Ég átti nokkur net úti og þau
voru búin að vera nokkuð lengi í
sjó, þar sem alls engin veiði var.
Þegar klukkan var um hálf fimm
datt mér í hug að það væri bara
bezt að fara, ég nennti þessu
dútli ekki meira. Ég fór heim og
sótti gallann minn, fór ofan í bát
og ætlaði að fara út, en þá kom
ég ekki vélinni í gang vegna þess
að hún var rafmagnslaus. Éin-
hver hefði nú sett geyminn í
hleðslu og bara sagzt fara á
morgun, en ég lét mig ekki við
svo búið, mér var ómögulegt
annað en að halda áfram og ég
tók geyminn úr jeppanum mín-
um, en það hef ég aldrei gert
áður. Með það komst ég á sjóinn
og dró tvær trossur inn í bátinn
og skildi eina eftir. Þá var kom-
inn aflandskaldi og er ég hélt
áleiðis heim, sá ég að gamall
maður, sem fór á sjó um svipað
leyti og ég, var í vandræðum
vegna vélarbilunar. Ég fór að
huga að honum, þurfti að keyra
rúman stundarfjórðung til þess
að ná honum, tók hann síðan í
tog og hélt af stað heim. Þá var
kominn svo mikill kaldi að farið
var að gefa á bátinn hjá mér
og ég varð að fara í galla til þess
að blotna ekki.
Þegar ég átti eftir svo, þrjá
kílómetra að Skagaströnd sá ég
hvar lítil gúmmítuðra kom út
frá fjörunni og í henni tveir
guttar. Þeir voru að berjast við
að reyna að róa að landi, en það
gekk ekkert og þá rak stöðugt
frá landi og voru komnir það
langt frá, að þeir hefði aldrei
náð landi aftur, því þetta var lít-
il gúmmítuðra og þó ekki væri
mikið að veðri hefði það dugað.
Þetta voru tveir 10 ára guttar og
höfðu ætlað að fara að huga að
silunganetum og tóku tuðruna í
heimildarleysi, þannig að enginn
hefði vitað neitt um þá fyrr en
tuðrunnar hefði verið saknað.
Vegna þess að þá rák á tals-
verðri ferð í áttina til mín, var
ég í vandræðum með það hvernig
bezt væri að ná þeim. Ég tók svo
það ráð að stöðva hjá mér bát-
inn, þannig að tuðruna ræki
beint á hann. Ég þorði ekki að
kalla í þá svo þeim yrði ekki bilt
við, annar var farinn að gráta og
orðinn anzi aumur og hinn
rennvotur. Þegar tuðruna rak á
bátinn hjá mér greip ég í þann
sem var utar og tuðruna, en lét
þann, sem innar var, stökkva
sjálfan upp í bátinn.
Þannig að þetta endaði með
ágætum og ég er ánægður með
að hafa getað bjargað guttunum,
því þó ekki væri mikið að veðri
hefðu þeir aldrei ráðið við tuðr-
una og rekið á haf út. Það er þó
alveg ljóst að allar þessar tilvilj-
anir hafa bjargað mestu og þar
hljóta æðri máttarvöld að hafa
komið til skjalanna. Ég álít það
alveg öruggt að einhver hafi ýtt
mér af stað,“ sagði Birgir.
sem er formaður sendinefndarinn-
ar en hann er þingmaður Sutton,
Carshalton, barónessa David og
barónessa Gardner of Parkes, þá
Richard Alexander þingmaður
Newark, Andrew Bennett þing-
maður Stockport North, Michael
Bortherton þingmaður Louth,
Dale Campbell-Savours þingmað-
ur Workington og Stephen Ross
þingmaður Isle of Wight.
Gestirnir hafa ferðazt um land-
ið og hitt ráðamenn að máli. í gær
fóru þeir m.a. í Skaftafell, til
Hafnar í Hornafirði og Vest-
mannaeyja. í dag sækja þeir
Bessastaði heim og ræða við for-
seta íslands, einnig heimsækja
þeir nokkur atvinnufyrirtæki og
opinber fyrirtæki og stofnanir.
Ellefu hval-
ir á land
ELLEFU hvalir eru nú komnir á land í
hvalstöðinni í Hvalfirði, en þetta er 35.
sumarið sem hvalveiðar eru stundaðar
á vegum Hvals hf., samkvæmt upplýs-
ingum sera Mbl. fékk hjá Kristjáni
Loftssyni forstjóra.
Fjögur skip eru að veiðum eins og
endranær. Hvalirnir sem veiðst hafa
eru langreyðar. Kristján kvað útlitið
í sumar gott og sagði hann að mikið
væri um átu á hvalaslóð, bæði rauð-
átu og ljósátu, en hvalirnir hafa
veiðst suðvestur af Garðskaga.
Það sem helst háir veiðum hval-
bátanna þessa dagana er slæmt
skyggni, en þokusamt er nú á miðun-
um suður og vestur af landinu.