Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982
7
• Verðbréf — Víxlar
Önnumst kaup og sölu veöskuldabréfa og víxla. Út-
búum skuldabréf.
S: 26341
Buderus-Juno
Ný sending af JUNO arlnofnum komln
Verö kr. 8.530.-
JUNO arinofnar brenna viöi
Jón Jóhannesson & Co. sf.
Hafnarhusinu við Tryggvagötu,
símar 15821 og 26988.
73í(amathadutinn
Honda Quinted 1981
Brúnn, ekinn 6 þús.
Útvarp. Verð: 130 þús.
Ford Escort 1974
Grænn, ekinn 46 þús.
Snjódekk á felgum.
Verö: 40 þús.
Colt G1 1982
Vínrauöursanz, ekinn 2800 km,
átta gíra, útvarp.
Verð: 110 þús.
Volvo 244 GL 1979
Gullsanz, ekinn 38 þús.
Útvarp. Verð: 140 þús.
Datsun Bluebird 1961
Brúnsanz, útvarp, segulband, snjó-
og sumardekk.
Ekinn 14 þús. Verö: 140 þús.
Mazda 323 GT 1981
Grásanz, 1500 vél, eklnn 7 þús.
Verð: 115 þús.
Saab 99 GL11981
Blár ekinn 7 þús.
Verð: 165 þús.
BMW 320 1980
Drapplitur, ekinn 15 þús., útvarp,
segulband, snjó og sumardekk.
Verö: 160 þús.
Mazda 929 1981
Drapp, ekinn 18 þús, sjálfskiptur,
aflstýri, útvarp, rafmagn í rúöum.
Verð: 160 þús.
Spennan í flugturninum
Utanríkisráöherra fer meö húsbóndavaldið í flugturninum á
Keflavíkurflugvelli. í málgagni ráöherrans, Tímanum, birtist í gær
forsíöufrétt (sjá fyrirsögn hennar hér aö ofan) þar sem frá því er
skýrt, aö Ólafur Haraldsson, sem rekinn var úr Félagi flugumferö-
arstjóra, hafi gengiö til vinnu sinnar í flugturninum á þriöjudag,
án þess aö flugumferöarstjórar gengu frá störfum sínum. Segist
Tíminn hafa heimildir fyrir því, aö „afráöiö" sé „að Ölafur fari sér
hægt í starfi sínu til aö byrja meö til aö styggja flugumferöar-
stjóra ekki um of“. Þá segir í forsíöufrétt Tímans, þegar þaö er
skýrt, hvers vegna yfirmenn Ólafs Haraldssonar hafi gefiö honum
fyrirmæli um aö styggja ekki flugumferöarstjóra: „Þaö eru því
praktísk atriöi sem eru ofarlega í huga yfirstjórnar flugmála á
Keflavíkurflugvelli, en princip-sjónarmiðum hefur veriö ýtt til hliö-
ar, a.m.k. í bili. Hins vegar er flugumferöarstjórum hugsuö þegj-
andi þörfin, samkvæmt heimildum Tímans."
Óvidfelldid
mál
í forystugroin DagblaAs-
ins & VLsis i fyrradag er
fjallað um deilurnar í Fé-
lagi fhigumferAarstjóra og
brottvísun Ólafs Haralds-
sonar. >ar segir:
„Ilugsum okkur, aA í
RlaAamannafélagi Islands
yrAi lagt til, aA Arna
Bergmann yrAi vikiA úr fé-
laginu og ÞjóAvilja-
mönnum bannaA aA starfa
meA honum, af því aA hann
hafi lýst þeirri skoAun, aö
nóg væri aA hafa einn
mann á blaAinu í íþrótta-
fréttum.
AuAvitaA mundi slík til-
laga ekki fá eitt einasta at-
kvæAi í félaginu, enda er
blaAamönnum Ijóst, aA
ekki er í verkahring félags
þeirra aA hafa afskipti af
skoAunum félagsmanna í
þjóAfélagi, sem hefur skoA-
anafrelsi aó hornsteini.
Ilugsum okkur, aö
kennara yröi vikiö úr stétt-
arfélagi og kennurum
bannaö aö starfa meö hon-
um, af því aö hann hafi lýst
þeirri skoöun, aö allt í lagi
væri aö hafa 30 nemendur
í bekk, þótt kennarar leldu
25 nemendur vera hámark.
AuAvitaA mundi slík til-
laga ekki ná fram að ganga
í samtökum kennara, af
þvi aö einnig þar er
mönnum Ijóst, að einstakl-
ingar geti og megi hafa
aðra skoðun á málum en
samtök þeirra hafa sem
heild, án þess að slíkt varði
útlegð úr starfi.
Hins vegar hafa flugum-
ferðarstjórar í vanhugsaðri
frekju látið sér detta í hug
að reka mann úr stéttarfé-
lagi og neita aö vinna með
honum, af þvi að hann hef-
ur neytt þeirra mannrétt-
inda að hafa sérstaka
skoðun.
I>etta óviðfelldna mál á
að vera ýmsum aðilum í
þjóðfélaginu tilefni til að
taka afstöðu til j*ess og
annarra slíkra mála, sem
upp mundu koma, ef atlaga
flugumferðarstjóra að
sjálfsögðum lýAréttindum
nær fram að ganga að fullu
eða að hluta."
Grípa verður í
taumana
Og enn segir í forystu-
grein DagblaAsins & Vísis i
fyrradag:
„Hvað verður til dæmis
um þá almennu reglu, sem
hér á landi er um þegjandi
samkomulag, að allir menn
séu í stéttarfélagi og að
bara eitt stéttarfélag starfi
á hverju sviði? Er ekki ver-
ið að rjúfa þann frið í þjóð-
félaginu?
Er ekki verið að stíga
skref í þá átt, að menn raði
sér í stéttarfélög eftir skoð-
unum, til dæmis stjórn-
málaskoðunum, þannig að
sjálfstæðismenn verði í
einu félagi, alþýðubanda-
lagsmenn í öðni og svo
koll af kolli?
Er ekki lika verið að
stiga skref i þá átt, að
matsatriði sé, hvort ein-
staklingar séu i stéttarfé-
lögum eða utan þeirra, til
dæmis ef skoðanir þeirra
fara ekki saman við ríkj-
andi skoðanir í því stéttar-
félagi, sem þeir standa
næst?
Stéttarfélögum í landinu
ber siðferðileg skylda til að
taka afstöðu til yfirgangs
flugumferðarstjóra, sem i
krafti aöstööunnar við ör-
yggisstörf ætla að taka
þjóðfélagið i gislingu til að
kúga félagsmann fyrir að
hafa eigin skoðanir.
Hugsanlega stendur
næst Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja að
reyna aö hafa vit fyrir ríkis-
starfsmönnum á villigöt-
um. En ekkert hefur sézt
til ráðamanna bandalags-
ins, sem bendir til, að þeir
hafi skilning á hornsteini
sem þessum.
Þetta varðar einnig sam-
tök á borð við Alþýðu-
samband íslands. Það hlýt-
ur einnig að veröa að láta
sig skipta, hvort vegið er að
þeirri almennu reglu, að
menn séu i stéttarfélögum,
hvaöa skoðanir sem þeir
svo hafa á umdeildum at-
riðuni.
Hvert svo sem siðferð-
isstigiö reynist vera hjá
heildarsamtökum stéttarfé-
laga, þá hvílir um síðir sú
ábyrgð á ríkisvaldinu aö
koma í veg fyrir, aö fram
nái að ganga glæpir á borð
við þann, sem flugumferð-
arstjórar eru að reyna að
drýgja.
Ríkisvaldið hlýtur og
verður fyrir hönd okkar
allra að berjast með
hnúum og hnefum gegn
því, að samtök geti rutt til
hliðar einum helzta horn-
steini þjóðfélagsins, sjálfu
skoðanafrelsinu. Til slíks
höfum við einmitt ríkis-
vald.“
Hell-Driv-
ers í Eyjum
Ökuþórarnir í Hell-Drivers léku listir
sínar fyrir Eyjamenn á fostudag og
laugardag, og fylgdust fjölmargir með
sýningaratriðunum, samkvæmt upp-
lýsingum sem Mbl. fékk í Vest-
mannaeyjum í gær.
Sýndu ökumennirnir ýmis
glæfra-atriði, eins og meðfylgjandi
myndir sýna, m.a. stökk mótor-
hjólakappi yfir 10 liggjandi menn.
Einnig flugu bílar um loftin blá.
LjÓ8m. Mbl. Sijfurgeir.