Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982
11
Sölumál kindakjöts:
Ástandið verra en það
hefur verið í mörg ár
„ÁSTANDIÐ er nú lakara en það
hefur verið í mörg ir,“ sagði Gunnar
Guðbjartsson framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
þegar Morgunblaðið hafði samband
við hann og spurði um útlitið á sölu
dilkakjöts, en til voru í landinu nú 1.
maí 5.563 lestir af dilkakjöti, á móti
3.862 á sama tíma í fyrra. Þannig að
birgðirnar eru nú tæplega 2.000
tonnum meiri.
Það er fyrst og fremst markað-
urinn í Noregi sem hefur sett strik
í reikninginn, en þangað hafa ver-
ið seld 3.000 tonn árlega undanfar-
in ár, en í ár seljum við þangað
ekki nema 600 tonn, sem er það
magn sem Norðmenn voru skuld-
bundnir til að taka samkvæmt
EFTA samkomulagi. Ástæðurnar
fyrir því að markaðurinn hefur
brugðist með þessum hætti í Nor-
egi, er að Norðmenn hafa aukið
heimaframleiðslu á kjöti mikið.
Þá hefur kjötverð hækkað, sem
hefur skilað sér í minnkandi
neyslu. Mikið starf er nú unnið við
að leita nýrra markaða í Bretlandi
og víðar, en Gunnar kvaðst hóf-
lega bjartsýnn á að það gengi vel,
til þess gæti komið að þetta lægi í
óseldum birgðum, en þeir gerðu
allt sem þeir gætu til að selja það
Iðntæknistofnun íslands:
Ýmsum efnum ber
að gefa gaum með
orkufrekan
iðnað í huga
MEÐAL þeirra efna, sem talin er
ástæða til að gefa nánari gaum
með það í huga að nýta raforku í
orkufreku iðnferli, eru kísilkarbíð,
kalsíumsílisíð, mangan, króm,
zink og kopar, segir í frétt frá
Iðntæknistofnun íslands. Þá er
talið, að framleiðsla á kísilmálmi,
klórati og magnesíum sé hagstæð í
þessu sambandi auk þess orku-
freka iðnaðar, sem fyrir er í land-
inu, þ.e. framleiðsla áls og kísil-
járns. Einnig er lagt til, að könnuð
verði títan- og zirkonium-fram-
leiðsla í tengslum við magnesí-
umframleiðslu.
Þetta eru niðurstöður áfanga-
skýrslu Iðntæknistofnunar Is-
lands um orkufrek iðnferli, en á
vegum stofnunarinnar fer nú
fram könnun á notkun raforku í
þessu skyni. Er þá miðað við, að
orkufrek iðnferli séu fram-
leiðsla, sem þarf meiri raforku
en 2 kWst á hvert kg afurðar.
Fyrsta skref könnunarinnar
og tilgangur áfangskýrslunnar
er að reyna að meta hvaða iðn-
ferli gefa tilefni til frekari at-
hugunar með það í huga, hve
raforkuverð, flutningskostnað-
ur, hráefnisverð og fleira er
mikill hluti af markaðsverðinu.
Könnunin beinist bæði að hrá-
efnum og framleiðslutækjum,
en þau helstu eru viðnámsofnar,
spanofnar, ljósbogaofnar,
plasmaofnar og rafgreiningarb-
únaður. Jafnframt eru könnuð
hugsanleg önnur not hráefna og
afurða slíkra iðnferla við að
byggja upp tengdan iðnað, sem
þá er ekki endilega orkufrekur
sjálfur.
og finna markaði fyrir kjötið. Þá
setti það einnig strik í, reikning-
inn, að óvenju mikið af þessum
birgðum væri ærkjöt eða 600—800
tonn, en erfiðara væri að losna við
það.
Tónleikar
Samkór Trésmíöafélags Reykjavíkur heldur vortón-
leika sína í Gamla bíói, laugardaginn 26. júní kl.
14.00.
Aögöngumiöar viö innganginn.
Tónleikarnir veröa ekki endurteknir.
I lúsnæöisslol'inin rikisins
Ábending til
launagreiðenda
Skv. lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun
ríkisins er öllum einstaklingum á aldrinum 16—25
ára skylt að leggja til hliöar 15% af launum sínum,
enda hafi þeir ekki formlega undanþágu.
Atvinnurekendum og öðrum launagreiðendum er
skylt aö halda þessum skyldusparnaöi eftir af
launum starfsmanna sinna.
Skv. 76. gr. þessara laga getur skattyfirvald ákveð-
iö sérstakt gjald á hendur þeim atvinnurekanda,
sem vanrækir skyldu sína í þessu efni.
Húsnæðisstofnun ríkisins beinir þeirri áskorun til
atvinnurekenda og annarra launagreiöenda aö
gæta þessara lagaákvæöa.
Húsnæðisstofnun ríkisins.
fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar!
Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil-
boði breska ferðamálaráðsins BTA og Flug-
leiða.
Flogið er til Glasgow eða London og síðan
ferðast hver og einn um Bretland eins og
hann lystir með bílaleigubíl eða lest og gistir á
góóum hótelum víðsvegar um landið, sem eru
þátttakendur í samstarfinu.
Breska bílalestin er ferðamáti sem
allir geta notfærtséren þóekkisíst
fjölskyldur, þvíbörn og unglingar fá
verulegan afslátt í flestum tilfellum.
Það verður flogið frá Keflavík á
föstudögum í allt sumar og stefna
tekin á Glasgow eða London. Flug,
bílaleigubílar, lestarferðir og gisting
eru á frábæru verði. T.d. kostar flug-
far, vikugisting í tveggja manna
herbergi og morgunverður
aðeins frá 5.133 krónum sé
flogið til London og flugfar,
vikugisting í
tveggja manna herbergi og morgunverður
aðeins frá 4.659 krónum sé flogið til Glasgow.
Austin Mini er hægt að leigja fyrir minna en
60£ á viku með ótakmörkuðum akstri og ýmsa
stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð.
Ef þér hentar ekki að hefja feröina á föstu-
degi, getur þú tengt tilboðsverðið á bílaleigu-
bílunum, lestarferðunum og gistingunni
þeim sérfargjöldum, sem í boði eru
jjriÉ) hverju sinni.
Leitið upplýsinga og fáið bækl-
ing hjá söluskrifstofum Flug-
leiða, næsta umboðs-
manni eða ferðaskrif-
stofunum.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi