Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 13 Prestastefnan hefst á mánudag PRESTASTEFNAN 1982 verður sett á Hólum í Hjaltadal næslkomandi mánudag kl. 13:30. Setur hana hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, í fyrsta sinn sem biskup landsins. Flytur hann yfirlitsskýrslu sína í Hóla- dómkirkju og Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra llytur þar einnig ávarp. Fundir prestastefnunnar munu að öðru leyti fara fram í fundarsal Bændaskólans. Aðalefni er: Friður á jörðu. Framsöguerindi flytja dr. Þórir Kr. Þórðarson, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur og dr. Gunnar Kristjánsson. Presta- stefnunni verður slitið í Sauðár- krókskirkju að kvöldi 30. júní og ef veður leyfir ráðgera margir prest- anna Drangeyjarför daginn eftir. Sumargleðin á fulla ferð TÓLFTA hringferð Sumargleðinnar hefst á föstudaginn í Stapa. Á laug- ardeginum verður gleðinni síðan haldið áfram á Akranesi og helgina 2.—4. júli verður sumargleðin stödd á Austfjörðum. Síðan verður haldið áfram uns hringnum hefur verið lok- að og tekur gleðin enda í Reykjavík með haustinu, að sögn talsmanna Sumargleðinnar, en að henni standa Ragnar Bjarnason og hljómsveit og auk þess verða með í förinni þeir Magnús Ólafsson, Þorgeir Ast- valdsson, Bessi Bjarnason og Ómar Ragnarsson. Að sögn þeirra Þorgeirs og Magnúsar mun flokkurinn bjóða upp á splúnkunýtt tveggja tíma prógram þar sem lögð verður áhersla á kabarett, sem saman- stendur af leikþáttum, söngleikj- um og óperu og sögðu þeir að þetta slagaði hátt upp í að vera orðið að revíu. Þorgeir tjáði okkur, að þar sem engin kona skipaði flokkinn „myndu þeir bregða sér í kvenna- gervi ef á þyrfti að halda til að viðhalda jafnréttinu". Einnig yrði á dagskránni bingó, þar sem spil- að væri um fjöldann allan af vinn- ingum, aðalvinningurinn, bifreið, verður dreginn út á lokagleðinni í haust. Á eftir skemmtiatriðunum verður síðan stiginn dans með „botnlausu stuði fram eftir nóttu“, að sögn Þorgeirs. Þorgeir sagði, að engar manna- breytingar hefðu orðið í flokknum utan að búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra, Jón Ragn- arsson, rallökumann, sem einnig verður bílstjóri flokksins. Þess má geta að til að alls öryggls sé gætt á ferðum Sumargleðinnar í sumar mun hinn landsþekkti Jónas ásamt fjölskyldu vera með í ferðum. Á mynd- inni eru þeir Ómar, Magnús og Bessi. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Þórscabarett um landið Þórskabarett og hljóm- sveitin Geimsteinn leggja af stað í hringferð um landið á föstudaginn, 25. júní nk. í förinni, sem stendur fram í miðjan ágúst, verða 25 staðir heimsóttir. Að sögn Jörundar Guðmundssonar verður í sumar boðið upp á nýja og betri dagskrá en í fyrra sumar. Fyrsti áfangastaður verður Nes- kaupstaður, en hópurinn ráðgerir að leggja til atlögu við Austfirði fyrst en fara síðan um Norður- land. Skemmt verður allar helgar og stundum verða skemmtanir einnig í miðri viku með aðstoð Þóris Baldurssonar. Þórskabarett- inn mun alla jafna skemmta frá níu að kvöldi til klukkan að verða ellefu, en þá mun Geimsteinn taka við og skemmta landsmönnum til þrjú. I Þórskabarettinum eru: Jör- undur Guðmundsson, Júlíus Brjánsson, Þórhallur Sigurðsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Kara Hall- grímsdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Þórir Baldursson. En hljóm- sveitina Geimstein skipa: Rúnar Júlíusson, María Baldursdóttir, Finnbogi Kjartansson, Vignir Bergmann og Hrólfur Gunnars- son. Á meðfylgjandi mynd eru Þórskabarett og Geimsteinn. Efst frá vinstri: Vignir, Rúnar, Þórir og Hrólfur. Miðröð: Júlíus, Jör- undur, Þórhallur og Finhbogi. Fremst: Ingibjörg, María, Kara og Guðrún. Bjóðið í garðveizlu á Jónsmessu og ekki væsir um mannskap- inn þegar garöhúsgögnin eru frá Bláskógum. Ný sending komin af okkar geysivinsæiu garðhúsgögnum. Sumarið er komið í Bláskóga ILJI Bláskógar ÁRMÚLI 8 SÍMi: 86080

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.