Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982
Jákvæð og öflug
stjórnarandstaða
Eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
Hlutverk stjórnarandstöðu í
lýðræðisríki er mjög mikilvægt,
en oft á tíðum æði erfitt. Stjórn-
arandstöðu ber að halda uppi
gagnrýni á gerðir stjórnar og
veita henni aðhald. Jafnframt
þarf stjórnarandstaða að geta
bent á nýjar leiðir til lausnar
hinum ýmsu vandamálum. Að-
staða stjórnarandstöðu er mjög
mismunandi. Sú ríkisstjórn, sem
nú situr, hefur gert sér sérstakt
far um að halda stjórnarand-
stöðu utan við undirbúning
mála. Hefur það reynst mjög
óviturlegt, því að gagnrýni
stjórnarandstöðu í þinginu hefur
oft leitt til þess, að málum ráð-
herra hefur verið gerbreytt svo
að ekki hefur staðið steinn yfir
steini.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
hefur rækt stjórnarandstöðu-
skyldur sínar með gagnrýni á
þær gerðir stjórnarinnar, sem
ekki samrýmast stefnu flokks-
ins, en jafnframt flutt mikið af
frumvörpum um margvísleg
mál, svo og margar þingsálykt-
unartillögur. Hér á eftir verður
gerð grein fyrir helstu málum,
sem þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins fluttu á þingi. Ein-
stakra flutningsmanna er ekki
sérstaklega getið.
Orkumál
Á sviði orkumála fluttu
sjálfstæðismenn mörg þingmál.
Flutt var frv. til orkulaga, en
það felur í sér tillögur um skipu-
lag orkumálanna í landinu. í frv.
eru ýmis nýmæli, sem greina má
í þrjá meginþætti, þ.e. nýmæli,
sem varða rannsóknir á orku-
lindum landsins, eðli þeirra og
skilyrðum til hagnýtingar
þeirra, nýmæli í skipulagi orku-
vinnslu og orkudreifingu og
nýmæli er varða hlutverk og
skipuiag Orkustofnunar og
Orkuráðs. í tengslum við þetta
frv. er flutt sérstakt frv. um
Jarðboranir ríkisins. Þá var flutt
sérstakt frv. um jöfnun hita-
kostnaðar.
Flutt var ítarlegt frv. um skip-
an olíuleitarmála og hagnýtra
hafsbotnsrannsókna á íslensku
yfirráðasvæði, en megintilgang-
ur þess frv. er að fella olíuleit og
hagnýtar hafsbotnsrannsóknir
að ákveðnu skipulagi, efla rann-
sóknir á þessu sviði og undirbúa
hugsanlega olíuvinnslu á ís-
lensku yfirráðasvæði. Þá var
flutt þingsályktunartillaga um
almennar reglur, er fylgja skuli
við verðlagningu á orku frá
orkufyrirtækjum í landinu.
Iðnaður og
stóriðja
Allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins nema ráðherrarnir
stóðu að tillögu til þingsályktun-
ar um hagnýtingu orkulinda
landsins til stóriðju. í þeirri til-
lögu er mótuð ákveðin stefna um
uppbyggingu orkufreks iðnaðar,
hvernig að undirbúningi skuli
staðið og skýrt kveðið á um það,
að hagnýta skuli orkulindir
landsins til stóriðju svo að auka
megi atvinnu um land allt og
bæta lífskjör þjóðarinnar.
Allir sömu þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins fluttu ítarlega
tillögu um iðnaðarstefnu, þar
sem skilgreind voru megin-
markmið, leiðir til að ná þeim
svo og hvernig framkvæma ætti
þau fjölþættu verkefni, sem til-
lagan gerði ráð fyrir. Iðnaðar-
ráðherra flutti aðra tillögu af
sama toga, og náðist samkomu-
lag um að steypa þeim saman og
samþykkt var ályktun um iðnað-
arstefnu frá Alþingi.
Flutt var tillaga um aðgerðir
til að efla innlendan iðnað og
auka markaðshlutdeild inn-
lendrar framleiðslu. Tillaga
þessi miðaði að því að gripið yrði
til skjótra aðgerða vegna sér-
staklega erfiðrar stöðu iðnaðar
um þessar mundir. Þá voru flutt-
ar tillögur um atvinnumál á sér-
stökum stöðum í landinu og má
Birgir ísl. Gunnarsson
„Þingflokkur sjálf-
stæðismanna hefur
rækt stjórnarandstöðu-
skyldur sínar með
gagnrýni á þær gerðir
stjórnarinnar, sem
ekki samrýmast stefnu
flokksins, en jafnframt
flutt mikið af frum-
vörpum um margvísleg
mál, svo og margar
þingsályktunartillög-
ur.“
þar nefna tillögu um staðarval
stóriðnaðar á Norðurlandi.
Landbúnaður
Allmargar tillögur voru flutt-
ar, sem tengdust landbúnaði.
Ber þar fyrst að nefna ítarlega
tillögu um stefnumörkun í land-
búnaði. Þar voru sett fram
ákveðin grundvallaratriði, sem
stefnumörkun í málefnum land-
búnaðarins skyldi byggjast á og
síðan bent á leiðir til að ná þeim
markmiðum. Hér er um að ræða
ítarlega stefnuskrá í öllum
greinum landbúnaðar. Flutt var
frv. um breytingu á lögum um
framleiðsluráð landbúnaðarins,
þar sem lagt var til að einokun-
arákvæði um sölu á matjurta- og
gróðurhúsaframleiðslu yrðu
numin úr lögum.
Flutt var tiliaga til þings-
ályktunar um skipulegt átak í
fiskræktar- og veiðimálum, sér-
stök tillaga um votheysverkun
og önnur um skipun nefndar
vegna söluerfiðleika búvara. Þá
má enn nefna frv. til laga um
niðurfellingu tolla af ýmsum
vélum og tækjum, sem notuð eru
í landbúnaði og tillögu um tölvu-
kerfi yfir bújarðir í landinu, sem
gerði töivuvinnslu margskonar
þátta landbúnaðarins og upplýs-
ingamiðiun á því sviði fljótvirk-
ari og öruggari.
Vegamál
Á undanförnum þingum hafa
sjálfstæðismenn haft frumkvæði
um langtímaáætlun um fram-
kvæmdir í vegagerð og fjáröflun
í því skyni. Þetta frumkvæði hef-
ur orðið til þess að náðst hefur
samkomulag um slíka áætlun.
Til að auðvelda framkvæmd
vegaáætlunar, fluttu þingmenn
Sjálfstæðisflokksins tillögu um
að ákveðinn hluti söluskatts af
innheimtu bensíns gengi til
framkvæmda í vegamálum.
Hér hefur verið gerð grein
fyrir tillögum sjálfstæðismanna
á Alþingi í allmörgum mála-
flokkum. Verður frekar fjallað
um aðra málaflokka í annarri
grein.
Pólitískara
en allt annað
Eftir Björgu
Einarsdóttur
Landssamtökin Líf og land héldu
ráðstefnu um Mann og stjórnmála í
síðustu viku og var það sjöunda
ráðstefnan frá stofnun samtakanna
30. nóvember 1978. Sú venja hefur
skapast þegar ræðumenn, sem oftast
eru sérfræðingar hver í sinni grein,
hafa lokið málflutningi er fenginn
leikmaður til að flytja stutta hugleið-
ingu um ráðstefnuefnið. Að þessu
sinni kom það í hlut Bjargar Ein-
arsdóttur.
Ekki margt ósagt
Eftir að hafa daglangt hlýtt á 36
valinkunna sérfræðinga flytja
jafnmörg erindi um efnið „Maður
og stjórnmál" frá öllum hugsan-
legum hliðum, en varla margt
ósagt. Fátt er raunar eftir annað
en vera barnalegur.
í því efni get ég raunar státað af
að vera í góðum félagsskap. í er-
indi, sem dr. Curt Nicolin, stjórn-
arformaður sænska vinnuveit-
endasambandsins, hélt á aðal-
fundi Verzlunarráðs Islands í
febr. sl. ræddi hann um úrbætur í
þeim ógöngum, sem hann taldi
velferðarríkið komið í og komst
meðal annars svo að orði: „Og hver
sá, sem — eins og ég — gerir slík-
ar tillögur, er talinn barnalegur."
Stjórnmál
mannskcmmandi
Fyrsta erindið hér á ráðstefn-
unni flutti Arnór Hannibalsson um
ríkið og einstaklinginn. Ræddi
hann meðal annars um hamingj-
una og ástina í því samhengi og
bar, eins og fleiri, Aristóteles fyrir
sig.
Almannarómur segir, að stjórn-
mál séu mannskemmandi og er
þar ef til vill komin skýringin á
áhugaleysi fólks fyrir stjórnmál-
um, því hamingja og ást eru já-
kvæðir þættir og þá væntanlega
mannbætandi. Er ekki algjör
þversögn fólgin í því, að þetta
tvennt eigi samleið með stjórn-
málum?
Mismunandi skilgreining
Skilgreining á því hvað séu
stjórnmál er afar mismunandi.
Allt frá því að vera skipulegur, en
þröngur rammi um nauðsynlegar
stjórnarathafnir — til að viðhalda
reglufestu í samfélagi manna —
og til þess að vera hváð eina sem
manninn áhrærir.
Þegar rætt er um stjórnmál al-
mennt eða í víðasta samhengi er
oftar notað orðið pólitík og algeng
er sú staðhæfing, að allt sé pólitík
— eða spurningin, hvað sé ekki
pólitískt.
Stofn orðsins er kominn úr
grísku af „poleis" og merkir borg-
ríki. Með öðrum orðum eitthvað
sem er fjölþætt og margbreytilegt,
en borgríkin voru sannarlega
deiglur mannlífs.
Ef allt mannlegt atferli er póli-
tík, eru það í flestum tilvikum
ómeðvituð stjórnmál. Skilsmunur
er mikill á því og meðvituðu
stjórnmálastarfi, það er þáttöku í
starfi pólitískra flokka og stefnu-
mótun innan þeirra.
Tilgangur
Spyrja verður um hvað stjórn-
mál snúist. Því er fljótsvarað. Þau
hljóta að snúast um manninn og
Björg Einarsdóttir
aðstæður hans eða gagnspurt, um
hvað annað geta þau snúist?
Sjónarhorn þeirra, sem gefa sig
að stjórmálastarfi verður því að
vera út frá manninum sem mið-
depli og er stigsmunur en ekki eðl-
is, hvort rætt er um einn mann
eða alla menn.
Tilgangur stjórnmála getur þá
varla verið annar, en að hámarka
æskilegar mannlegar aðstæður,
ytri sem innri og til hægðarauka
getum við nefnt slíkar aðstæður
hamingju manna. En hamingja er
afstætt hugtak og hamingja eins
verður ekki ákvörðuð af öðrum.
Stjórnmálamenn geta þar af
leiðandi ekki sett sig í sæti dóm-
ara og úrskurðað í hverju ham-
ingja manns sé fólgin. I stjórn-
málaathöfnum sínum geta þeir í
hæsta lagi reynt að stuðla að skil-
yrðum, er veiti sem flestum svig-
rúm til eigin gæfusmíði. Að sem
allra flestir nái að finna sér lífs-
fyllingu er þeim hæfi.
Markmiöið er eitt
Fái það sem hér hefur verið sagt
um tilgang stjórnmála staðist,
Iúta allar stjórnmálastefnur og
stjórnmálaflokkar sama mark-
miði. Ágreiningur er hins vegar
um leiðir að því marki.
I fáum orðum mætti segja að
skoðanir skiptist um, hvort hafa
skuli forsjá um hamingjuleit
manna eða tryggja hverjum og
einum frelsi til að móta sjálfur
þær æskilegu aðstæður, sem við-
komandi vill og honum henta.
Ef trénunar verður vart
Lýðræðisskipulag er það stjórn-
arform, sem menn hafa valið sér
hér á landi. Lýðræðishugsun er
samgróin þjóðarvitundinni og
þrátt fyrir ýmsa ókosti þessa
skipuiags, þekkja menn enn sem
komið er ekki annað betra. Undir-
staða lýðræðislegra stjórnarhátta
í nútímasamféiagi er flokkakerfið
og flokkarnir eru valdastofnanir
þjóðfélagsins.
Núverandi flokkakerfi er að
riðlast — heyrist iðulega fullyrt
og því bætt við, að flokkarnir
byggi á úreltri hugmyndafræði.
Starfsemi stjórnmálaflokks verð-
ur að endurnýjast og umskapast,
eins og allt annað og það verður
hver flokkur að þekkja sinn vitj-
unartíma.
En ef þær hugmyndir, sem
stefna stjónmálaflokks er byggð á,
snerta kjarna mannlífs svara þær
ævinlega ktöfum tímans. Verði
hins vegar trénunar vart innan
frá í stjónmálaflokki, mætti huga
að atriðum eins og því — hvort
leiðtogarnir leggi meira upp úr
eigin pólitísku langlífi en endur-
nýjun forystuliðs — hvort stjórn-
málamennirnir séu reiðubúnir að
leggja sjálfa sig að veði fyrir
málstaðinn — hvort sannfæring
og hugsjón hafi orðið að þoka fyrir
stundarhagsmunum — hvort
stjórnmálamennirnir beiti því
valdi sem þeir hafa þegið frá fólk-
inu gegn því o.s.frv.
Þeir spöku hafa sagt
Ævaforn speki hermir, að sú
stjórn ein sé góð sem enginn verði
var við og það að stjórna stóru ríki
sé eins og að sjóða litla fiska.
Þetta verður hver og einn að út-
leggja að vild.
Einn af svipmestu stjórnmála-
mönnum í Evrópu á 19. öld hefur
líkt stjórnmálum við list og sagt
þau vera list hins mögulega. Is-
lenskur stjórnmálaforingi á þess-
ari öld lét svo um mælt, að þegar á
ætti að herða í stjórnmálum,
skiptu þróttmiklir einstaklingar
mestu, gáfur þeirra og hæfileikar
og hugrekki á úrslitastundum.
Nýlega hefur maður, sem skipar
eina af ábyrgðarmestu stöðum
Sameinuðu þjóðanna sagt, að ekk-
ert væri voldugra en rétt hug-
mynd, borin fram af réttu fólki á
réttu augnabiiki.
Ekki fokið í öll skjól
Á fréttamannafundi, sem hald-
inn var til undirbúnings ráð-
stefnunni um manninn og stjórn-
málin tókust líflegar umræður.
Þar var því varpað fram, að ástin
væri hið eina ópólitíska í mannlíf-
inu. Virtust viðstaddir fegnir
þessari niðurstöðu og því, að ekki
væri fokið í öll skjól.
Á sama fundi var því einnig
haldið fram, að á Islandi væri
gildi manna metið eftir ætt þeirra,
búsetu og stjórnmálaskoðun og í
þessari röð, síðan kæmi til álita
hæfni fólks og kunnátta sem eins
konar aukaatriði.
Af kveikjunni ræðst
framhaldið
Ef þetta er staðreynd i íslensku
þjóðlífi á ofanverðri 20. öld, er
ljóst að ekkert er hér pólitískara
en einmitt ástin, því af kveikju
milli karls og konu ræðst oft til-
koma nýs einstaklings og þar með
hvar mönnum er i ætt skotið.
Verður því ekki annað séð, en að
hugleiðingar þeirra höfðingjanna
Arnórs og Aristótelesar um ham-
ingjuna og ástina, sem orðaðar
voru í upphafi þessa máls, eigi
heima í tengslum við mann og
stjórnmál og jafnframt að skil-
greiningin á stjórnmálum í víð-
asta samhengi, sé ekki með öllu
fjarri lagi.