Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 18

Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982 Islenzkar uppfyndingar TVÖ háþróuð rafeindatæki, sem bæði eru íslenskar uppfynd- ingar, verða innan skamms sett í fjöldaframleiðslu. I>að eru bræðurnir Davíð og Níls Gíslasynir á Akureyri sem hafa fundið upp þessi tæki, en þeir hafa báðir getið sér orð sem hugvits- menn á sviði rafeindatækni. l'm er að ræða tölvustýrða handfærarúllu, mjög fullkomna að allri gerð, og telja kunnugir að hún taki fram þeim handfæra- rúllum sem nú eru framleiddar. I rúllunni er ný tegund af rafmótor sem hlýtur að teljast merkileg uppfynding útaf fyrir sig. Hann er tölvustýrður og gengur fyrir jafnstraumi sem gerð- ur hefur verið þriggja fasa með hugvitsamlegum hætti. Þessi mótor nýtir rafmagn betur en aðrar gerðir mótora og við hann þarf hvorki gír né kúplingu, þar sem aflstýring hans byggist á rafeindahúnaði. I ráði er að hefja raðframleiðslu á þessari handfærarúllu, sem bera mun heitið ('atcher, og hefur fjármagn þegar verið tryggt til að hefja þessa framleiðslu. Nokkur ágrein- ingur er milli þeirra bræðra og fyrirtækisins Style Ltd., þar sem fyrirtækið telur sig eiga stóran hlut í hönnun rúllunnar, en bræðurnir líta svo á að á vegum Style Ltd. hafi aöeins verið um smíðavinnu að ræða. Þá hafa bræðurnir Davíð og Níls fundið upp og hannað raf- eindaaflstýringu sem gerir fyrir- tækjum kleift að nýta betur raf- orku er þau kaupa. Hér er raunar um tækjasamstæðu að ræða, þar sem í fyrsta lagi er móðurtæki sem sett er í eða hjá rafmagns- töflu fyrirtækisins og tengt er sér- stökum rofum („Triacs") á stofn- leiðslum hinna ýmsu raftækja hjá fyrirtækinu. Tækið er stillt á það afl sem samningur fyrirtækisins við rafveitu hljóðar uppá og stýrir notkuninni ávallt innan þeirra marka. Með þessum hætti er kom- ið í veg fyrir álagstoppa og raforkuskammtur fyrirtækisins nýttur mun betur en áður. Stór- fyrirtæki á Akureyri hafa þegar sýnt málinu áhuga og farið framá að gert verði tilboð í uppsetningu þess hjá þeim. Þá hafa þræðurnir hannað hliðstætt tæki, en einfald- ara, fyrir bændur og lítil fyrirtæki sem nota raforku við framleiðslu sína. Raðframleiðsla mun hefjast á þessu tæki innan tveggja mán- aða og hafa einkaaðilar þegar "annig lítur stjórnborð rúllunnar út — enginn takki. Plastmerki hafa verið límd á stjórnborðið til að sýna hvar bera skal segulpennann að því en endanlegri útlitshönnun þess er ekki lokið. Ljóstölurnar á stjórn- borði rúllunnar sjást ekki á myndinni vegna birtunnar. ar og telur Ragnar Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að fyrirtækið eigi hönnun þessara hluta, það er mótors, mótorshúss og kassa utanum rafeindabúnað o.fl. hluta. Hefur Ragnar lagt fram umtalsvert fé til þessa verk- efnis sem Grímur Sigurðsson rennismiður hefur annast. Þá hafa fleiri lagt hönd á plóginn. Snorri Hansson var fyrir skömmu ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu DNG á Akureyri og mun hann sjá um rekstur þess í samvinnu við þá bræður. Blaðamaður Morgunblaðsins gerði sér ferð norður til Akureyr- ar fyrir skömmu til að skoða tæk- in og hafa tal af þeim bræðrum. Því verður ekki neitað að mér kom nokkuö á óvart að sjá þarna svo háþróuð rafeindatæki sem byggja á íslensku hugviti og eru alfarið íslensk smíð. Fyrirtækið starfar í litlu iðnaðarhúsnæði og er óneit- anlega fremur fátæklega búið tækjum og áhöldum miðað við há- þróaða iðnframleiðslu af þessu tagi. Þeir bræður hafa hins vegar ekki dáið ráðalausir þegar tækja- skorturinn hefur háð þeim heldur notað sínar eigin hönnunarleiðir og siglt þannig framhjá mörgum vandamálum. Því er ekki að neita að sú hugsun flýgur að manni þeg- ar maður skoðar þær aðstæður sem tækin hafa verið smíðuð við, að íslenzkir hugvitsmenn eigi ekki uppá pallborðið hjá eigin þjóð. Þeir bræður hafa nefnilega ekki notið opinberrar aðstoðar af neinu tagi meðan á hönnun tækjanna hefur staðið. Ýmsir einkaaðilar og fyrirtæki, s.s. Sameind hf. í Reykjavík, hafa hins vegar veitt aðstoð sem þeir bræður telja ómetanlega. „Þetta verkefni hófst eiginlega með því að við hönnuðum rafeindastýringu fyrir venjulega rafmagnsrúllu og buðum hana framleiðanda hér á landi," sagði Níls Gíslason er hann hafði sýnt mér rafeindastýrðu handfærarúll- una. „Eftir að hafa skoðað þetta verkefni í nokkurn tíma töldum við auðsætt að hagkvæmast væri að hanna rafmagnsrúlluna alveg RAFEINDAHANDFÆRARÚLLA OG RAFEINDAAFLSTÝRIR Rætt við Níls Gíslason hugvitsmann á Akureyri tryggt fjármagn til þess að raðframleiðsla geti hafist. Bræðurnir Davíð og Níls Gíslasynir Bræðurnir Davíð og Níls Gísla- synir hafa um langt skeið starfað saman að margskonar hönnunar- verkefnum á sviði rafeindatækni. Níls er lærður flugvirki. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum og sérhæfði sig í rafeindatækni tækja sem notuð eru í flugvélum. Þá stundaði Níls nám í tækniskóla og lauk námi sem raftæknir með hæstu einkúnn. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Flugfélagi Norðurlands en einnig sem kenn- ari við Iðnskóla Akureyrar. Það er líklega einfaldast að segja að Davíð hafi verið í námi hjá bróður sínum undanfarin 13 ár en jafnframt hefur hann verið í sambandi við erlenda skóla sem kynna það nýjasta í rafeinda- tækni. Hann hefur starfað að hönnun sérhæfðs rafeindabúnaðar fyrir stórfyrirtæki á Akureyri, m.a. Útgerðarfélag Akureyrar og SÍS-verksmiðjurnar. Þá hafa raf- eindatækin tvö, handfærarúllan og aflstýririnn, tekið mikið af tíma þeirra bræðra, sérstaklega Davíðs. Hönnun tækjanna hefur tekið mörg ár Aflstýririnn hefur verið í hönn- un í rúmlega 6 ár og hafa þeir bræður þurft að framkvæma umfangsmikla tilraunastarfsemi í sambandi við tækið. Hönnun á tækinu sjálfu er nú að fullu lokið og er verið að koma á fót fjölda- framleiðslu á því sem áður segir. Sjálfvirka færarúllan er miklu stærra verkefni og hófst hönnun- arvinna að ráði fyrir þremur ár- um. Meiriparturinn af starfstíma Davíðs þessi þrjú ár hefur farið í að hanna rúlluna, betrumbæta hana og komast yfir ýmis tækni- leg vandamál. Fullnaðarhönnun og smíði fyrsta tækis lauk fyrir rúmlega þremur mánuðum og hef- ur það síðan verið í reynslu. Svo til allur kostnaður við hönnun og smíði þessara tölvustýringa hefur veri úr vasa þeirra bræðra í formi vinnutaps og eigin fjárútláta. Þá hefur samstarfsmaður þeirra, Sig- urður Jónasson, sem nú hefur ver- ið ráðinn til starfa hjá fyrirtæki þeirra bræðra DNG, aðstoðað Davíð kauplaust um nokkurt skeið til þéss að unnt yrði að koma handfærarúllunni á framleiðslust- ig- Fyrirtækið Style Ltd. í Garðabæ hefur í samstarfi við þá bræður séð um smíði málmhluta rúllunn- frá grunni, því eins og rúllan var úr garði gerð kom tölvustýring ekki að verulegu gagni og reyndar erfitt að koma henni við án þess að breyta rúllunni. Framleiðand- inn skoðaði þessar hugmyndir okkar en lagði ekki í að gerbreyta framleiðslunni, og varð því ekki af frekara samstarfi." Nýr rafmagnsmótor „En þar sem við höfðum skoðað verkefnið frá ýmsum hliðum og vorum farnir að hafa áhuga á því, héldum við áfram að velta því fyrir okkur. Um þetta leyti datt mér einmitt í hug að reyna að smíða þriggja fasa rafmagnsmót- or er gengi fyrir jafnstraumi frá rafgeymi. Mér hugkvæmdist leið til að framleiða þriggja fasa raf- magn með sérstökum transistor- um og eftir miklar vangaveltur og tilraunastarfsemi kom fram þessi þriggja fasa sínkron-rafmótor sem við notum til að drífa rúlluna. Það sem gerði okkur kleift að smíða mótor af þessu tagi og láta hann ganga fyrir jafnstraumi er ný gerð transistora er fyrirtækið Siemens setti á markað fyrir rúmlega ári. Þessi nýi transistor er önnur eins bylting og transist- orinn sjálfur var á sínum tíma, og skapar mikla möguleika í rafeindatækni. — Hvað hefur þessi mótor fram yfir venjulega rafmótora? „Hvað varðar þetta verkefni hefur hann augljósa kosti. Hann nýtir rafmagnið betur en venju-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.