Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 19 Sigurður Jónasson sem starfað hefur hjá fyrirtæki þeirra bræðra, DNG, situr þarna fyrir framan rafeindastýringar sem þegar hafa verið raðframleiddar í rúlluna. legur mótor en þó er það ekki aðal kosturinn. Aðal kosturinn er sá að þessi mótor er hæggengur og kraftmikill. Þess vegna er hægt að flytja átakið beint frá honum á átaksásinn. Þetta einfaldar tækið mikið þar sem engan gír þarf við aflfærsluna." Rafeindastýring í staö gírs og kúplingar „Mótornum er stjórnað með raf- eindastýringu þannig að enginn kúpling er við mótorinn. Þessi stýring gerir það að verkum að engin hætta er á að mótorinn brenni yfir þó honum sé haldið föstum eða snúið í gagnstæða átt. Þá gerir rafeindastýringin fært að velja um 10 mismunandi aflstig á mótornum og eru þessir eiginleik- ar nýttir með sérstökum hætti í rafeindarúllunni." — Nú virðist það gefa auga leið að þessi rafmótor hefur mikla yf- irburði yfir venjulega rafmótora og gæti gert verulegt strik í reikn- inginn t.d. varðandi rafmagnsbíla. „Ég sé ekki annað en að þessi mótor hljóti að leysa hinn af hólmi hvað varðar slík verkefni. Hann nýtir rafmagnið betur og það er hvorki þörf á gír né kúpl- ingu. Hins vegar er þessi mótor hannaður fyrir jafnstraum og hentar því aðeins fyrir tæki er ganga fyrir rafhlöðum eða raf- geymum. Ég vil þó ekki fullyrða neitt í þessu efni en það væri áreiðanlega ómaksins vert að kanna möguleika þessa mótors við fleiri verkefni." — Ertu viss um að þessi tegund af rafmótor sé ekki til erlendis? „Ég fylgist allvel með því sem er að gerast í rafeindaiðnaði erlendis og hef hvergi séð minnst á mótor af þessu tagi. Við höfum þegar sótt um einkaleyfi áþessum mótor og sjáum ekkert sem getur hindr- að það að einkaleyfi fáist. Hafi einhverjum erlendis hins vegar tekist að leysa þetta verkefni bet- ur er ekkert nema gott um það að segja." Rafeindahandfærarúllan — En svo við snúum okkur af- tur að rúllunni — hvernig vinnur hún í aðalatriðum? „Ég geri ráð fyrir að þú kannist við hvernig venjuleg rafdrifin handfærarúlla vinnur. Þegar við hönnuðum þessa rúllu reyndum við að leysa þann vanda sem kem- ur upp við notkun þeirra. Trissan eða hjólið sem þú sérð fremst á gálganum sem er framanúr rúll- Davíð Gíslason. unni er þannig útbúin að útilokað er að flækist í rúllunni. Næmur búnaður fylgist stöðugt með fær- inu, t.d. við það að báturinn tekur dýfu kemur sjálfvirkur hemill í veg fyrir að slakni á því. Þegar færið hefur náð botni dregur rúll- an sjálfkrafa upp um t.d. 4 metra, sem er stillanlegt, og dorgar þar á tilteknu bili sem einnig er stillan- legt. Nú er jafnan eitthvert rek á bátum og grynnist þá annaðhvort eða dýpkar eftir ástæðum. Raf- eindabúnaður þessarar rúllu sér hins vegar til þess að færið dorgar ávallt í sömu hæð frá botni og stillt var í upphafi. Þetta byggist einfaldlega á því að eftir hverjar 10 keipingar rennir rúllan færinu til botns, og tekur þannig grunn- málið með jöfnu millibili. Þá má einnig láta rúlluna keipa á hvaða dýpi sem er með stillingu, t.d. ef fiskur sést á dýptarmæli í miðjum sjó. Þá er stillanlegt á þessari rúllu hversu smáum fiski hún gegnir. Rafeindastýringin hefur 10 átaks- þrep — sé hún stillt á átaksþrep 1 dregur hún upp um leið og einn smáfiskur bítur á en sé hún á efstu þrepunum gegnir hún ekki öðru en vænum fiski eða fleiri en einum miðlungsfiskum. Allir sem stundað hafa handfæraveiðar gera sér ljóst hvert hagræði er að þessu. „Segulpenni“ í staÖ takka „Á þessari rúllu eru allar still- ingar sjáanlegar í ljóstölum, þ.e. dýpið sem færið er á, hversu langt það er frá botni, hversu langt er í dorginu, hvaða aflstig rúllan er stillt á og hvaða fiskþyngd hún gegnir. Við ákváðum að hafa enga takka á rúllunni — þeir eru við- kvæmir fyrir salttæringu og skemmast gjarnan við hnjask. I stað takka er „segulpenni" borinn að ákveðnum stöðum á stjórnborði rúllunnar, og er hægt að stilla hana þannig og stjórna henni á mjög einfaldan hátt. Bæði rafmótorinn og rafeinda- stýring rúllunnar eru að öllu leyti hönnuð af okkur bræðrunum en fyrirtækið Style Ltd. í Garðabæ hefur séð um smíði málmhluta í rúlluna eftir teikningum sem við höfum gert,“ sagði Níls. Þar með látum við Níls útrætt um rafeindahandfærarúlluna en snúum okkur af aflstýrinum sem þeir bræður hafa fundið upp og hannað. Ég bið Níls að útskýra hann í stuttu máli. Aflstýririnn „Þetta rafeindatæki stýrir ein- faldlega aflsnotkun rafafls og gætir þess stöðugt að rtotkun fari ekki yfir ákveðið hámark. Við höf- um hannað nokkrar gerðir af þessu tæki sem allar byggja þó á sömu meginhugmyndinni. Þetta tæki hentar vel í stór og lítil fyrir- tæki sem nota rafmagn til starf- semi sinnar — frystihús, verksmiðjur ýmiskonar og býli til sveita. Stórfyrirtæki hér á Akur- eyri hafa sýnt þessu tæki mikinn áhuga og einnig bændur hér í nágrannasveitunum. Við erum því bjartsýnir á að traustur grund- völlur sé fyrir fjöldaframleiðslu á því. Til að útskýra hvernig þetta tæki starfar er best að taka til dæmis einfalda gerð þess eins og tækjasamstæðuna sem við hyg- gjumst framleiða fyrir bændur. Móðurtækið verður sett úpp við rafmagnstöflu bóndans en síðan settir sérstakir rofar („Triacs") á leiðslur til helstu rafmagnstækja á búinu. Móðurtækið skynjar raf- orkuna sem streymir inn í kerfið með sérstökum straumspenni sem settur er á stofnkapalinn og reikn- ar út raunaflið á hverjum tíma. Tækið er stillt á það afl sem samningur bóndans við rafveituna hljóðar upp á og stýrir það raf- magnsnotkuninni ávallt innan þeirra marka. Þetta skýrist best með eftirfar- andi dæmum: a) Notkun er í há- marki og húsfreyjan setur ketilinn í samband. Á sama augnabliki slekkur aflstýririnn á hitatúpu í kyndingu, en kveikir á henni aftur um leið og ketillinn er tekinn úr sambandi aftur. b) Bóndinn kveikir á heyblásaranum — af- Istýririnn slekkur á hæfilegum fjölda annarra tækja á meðan. c) Hitastillir í hitadunki mjólk- urhússins rýfur strauminn. Þá kveikir aflstýririnn á hitatúpu í staðinn.“ Aukin raforkunýting meÖ aflstýrinum „Sú gerð aflstýrisins, sem við sem hyggjumst byrja á því að fjöldaframleiða, hefur 12 stjórn- rásir, þ.e. hægt er að stjórna með honum 12 rafmagnstækjum en þeim er hægt að stilla upp í hvaða forgangsröð sem er með tenging- um. Hagkvæmni þessa tækis felst í því fyrst og fremst að með því er komist hjá álagstoppum. Ef bóndi fer til dæmis upp fyrir umsamið mark í rafmagnsnotkun sinni þarf hann að greiða fjórfalt verð fyrir þær kílówattstundir. Sama gildir um fyrirtæki. Þá hafa rafveiturnar mikilla hagsmuna að gæta í þessu efni. Álagstoppar í rafmagnsnotkun hafa alltaf verið mikill höfuðverk- ur hjá þeim, einnig hvað varðar Texti: Bragi Oskarsson Myndir: Sverrir Pálsson dreifikerfið. Ég tel að þegar þetta tæki verður komið upp hjá flest- um raforkunotendum verði hægt að nýta framleiðslugetu raforku- veranna mun betur árið um kring. Þetta er í rauninni mjög auðskilið — um leið og einhver afgangsraf- orka er til staðar í kerfinu beinir aflstýririnn henni til einhvers rafmagnstækis og fer hún þannig ekki til spillis. Afgangsraforku má oft nýta — t.d. til húskyndingar þar sem ekki er hitaveita." Hugsanlegir mögu- leikar meö aflstýri „ Þá held ég að töluvert flóknari gerð af þessum aflstýri gæti kom- ið að miklu gagni við raforkustýr- ingu í heilum þorpum, sérstaklega þar sem hitaveita er ekki til stað- ar og kynt er með rafmagni að einhverju eða öllu leyti. Það er ekki aðeins að raforkan myndi nýtast betur heldur gæti tækið sparað fjárfestingu í dreifikerfi. Þetta er að vísu hugmynd ennþá en ég tel hana vel framkvæman- lega. Eins og ég sagði bindum við miklar vonir við þetta tæki. Við höfum kynnt það fyrir mörgum aðiljum og hafa þeir allir sýnt því mikinn áhuga. Ég held því að þessi aflstýrir, sem við erum núna að setja í framleiðslu, sé aðeins byrj- unin — því eftir því sem við höf- um kynnt hann fleiri aðilum koma sífellt fram fleiri möguleikar á notkun hans,“ sagði Níls. — bó. Ágreiningur um hönnunarrétt á rafeindahandfærarúllunni: „Fremur um misskilning en raun- verulegan ágreining að ræða“ — segir Ragnar Magnússon fram- kvæmdastjóri Style Ltd. Rétt er að geta þess í sambandi við rafcindastýrðu handfKrarúlluna sem talað er um hér i greininni að nokkur ágrciningur hefur komið upp um höfundarrétt á hönnun mótors, mótorhúss og kassa utan um raf- cindabúnað rúllunar o.fl. Telur fvrir tækið Style Ltd. í Garðabæ sig eiga óskoraðan rétt til hönnunar þessara hluta ásamt þeim aðila sem sá um smíði þeirra. í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnar Magnússon, framkvæmda- stjóri Style Ltd., að fyrirtækið hefði fjármagnað smíði og hönnun færa- rúllunar, þó að rafeindabúnaði und- anskildum. „Hönnun og smiði mót- ors, ásamt hönnun flestra annarra hluta rúllunar að undanskildum raf- eindabúnaði hefur Grimur Sigurðs- son rennismiður annast sem starfs- maður fyrirtækisins," sagði Ragnar. Grímur Sigurðsson rennismiður. Fyrir framan hann eru hinir ýmsu hlutar handfærarúllunnar sem hann segist hafa hannað að mestu leyti og smíðað, fyrir Style Ltd. Alls hafa verið smíðaðar á annan tug samstæðna af rúllunni og sést ein þeirra samansett fremst á myndinni. Ljósmvnd rax „Ég tel að hér sé fremur um misskilning en raunverulegan ágreining að ræða“, sagði Ragnar. „Það verður þó engu að síður slæmt ef ekki tekst að leysa þessa misklíð, enda hefur Style Ltd. hönnunar og smíðasamning við Davíð Gíslason. Kostnaður við hönnunar- og smíðavinnu nemur þegar nokkur hundruð þúsundum nýkróna og gætu þessir fjármunir farið í súginn nema samstarf haldist. Þá tel ég það mikinn ábyrgðarhluta ef einhver aðilanna að fyrrgreindu samstarfi verður til þess að pantanir sem þegar hafa borist verði ekki afgreiddar á réttum tíma, og gæti hlotist af því stór tjón fyrir alla aðila. í samtali við Mbl. sagði Grímur Sigurðsson rennismiður að það færi ekki á miili mála að hann ætti stóran hlut í hönnun rúllunn- ar, fyrir utan rafeindabúnað, enda hefðu Davíð og Níls Gíslasynir aldrei gefið í skyn við sig að svo væri ekki á meðan á hönnun stóð. „Ég skil tæplega um hvað þessi misklið snýst," sagði Grímur. „Enn sem komið er hefur aðeins verið smíðað eitt stykki af þessari rúllu og er það í eigu Style Ltd. Þetta reynslumódel sendum við norður á Akureyri svo hægt væri að fullgera og prófa rafeinda- búnaðinn sem stjórnar því, og hef- ur ekki enn gefist tími til að reynsluprófa rúlluna á sjó að nokkru gagni. Mér finnst að menn ættu fremur að vinna að því að fullklára þetta verk — svo væri hægt að fara að deila um fram- leiðsluréttinn,” sagði Grímur. — bó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.