Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 23 OECD löndin: Mesta atvinnuleysi frá stríðslokum Washinglon, 2J. júní. AP. BÚIST er vid aö innan skamms nái tala atvinnulausra í OECD-löndunum því aö veröa sú hæsta frá stríöslokum, aö því er segir í skýrslu frá alþjóðlegu rannsóknarstofnuninni Worldwatch. Þar segir að tala atvinnulausra verði á þessu ári 28,5 milljónir í hinum 24 iðnvæddu löndum sem mynda OECD, Efnahags- og fram- kvæmdastofnunina. Það þýðir að 8 prósent vinnufærra manna munu vera atvinnulausir og er það met frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. I skýrslunni var tekið fram að þessi vandamál væru að sjálf- sögðu á mun hærra stigi í þróun- arlöndum þriðja heimsins, en einnig væri erfiðara að gera sér fulla grein fyrir umfangi þeirra þar. „En í mörgum löndum, bæði ríkum og fátækum," segir í skýrsl- unni „er þörfin fyrir aukningu at- vinnutækifæra jafn knýjandi og þörfin fyrir orkusparnað." Afleiðingin af hinni miklu fólksfjölgun, sem varð í iðnvæddu löndunum eftir stíð, er sú að fjölg- að hefur verulega í verkalýðs- stéttunum og konur halda áfram að sækja út á vinnumarkaðinn, en þátttaka þeirra þar er enn mun minni en karla. Eftirlaunaaldur mun færast ofar í framtíðinni, í kjölfar bættrar heilbrigðisþjón- ustu og aukins langlífis. I skýrslunni segir einnig að framboð á vinnuafli muni ekki aukast jafn mikið á þessum ára- tug og það gerði á þeim síðasta. Aukin framleiðslugeta í kjölfar örtölvubyltingarinnar dregur mjög úr eftirspurn eftir vissum hópum vinnuafls. Nýjar rann- sóknir, sem gerðar voru á við- skiptasviðum þýska útflutnings- iðnaðarins spá því að atvinnuleysi aukist um 10 prósent í þessum greinum á næstu átta árum. Það þýðir að störfum fækkar um 310.000. I Frakklandi mun störfum við banka og í tryggingastofnunum fækka um 180.000 og gætu 30 pró- sent af núverandi starfsmönnum í þessum greinum því verið orðnir atvinnulausir árið 1990. Mörg verkalýðsfélög í OECD-löndunum hafa sett baráttuna fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar, lengri fríum og lægri eftirlaunaaldri á oddinn til að reyna að sporna við þessari þróun,“ segir skýrslan. Eru talin upp dæmi um slíkt. M.a. berjast árströlsk verkalýðssambönd fyrir 35 stunda vinnuviku, en mæta andstöðu ríkisstjórnarinnar og vinnuveitenda. Þegar þjóðarframleiðsla er ann- ars vegar standa Bandaríkin enn- þá best að vígi, en hafa þó dregist mikið aftur úr miðað við það sem áður var. Þjóðarframleiðsla er ennþá mest í Bandaríkjunum, en árleg aukning hennar er mun minni þar en í Japan og flestum Evrópulöndum. í skýrslu World- watch segir að ekki sé hægt að spá fyrir um það með vissu hver fram- tíð hagvaxtar og framleiðslu í heiminum kunni að verða. Þeir þættir, sem munu stuðla að aukinni framleiðslu eru hægari fjölgun vinnandi fólks og innleið- ing nýrrar tækni. En á sama tíma Teknir fyrir tölvunjósnir San Francisco, 23. júní. AP. NÍTJÁN einstaklingar, flestir þeirra starfsmenn tveggja japanskra tölv- ufyrirtækja, MiLsubishi og Hitachi, voru ákæröir fyrir stela tölvuleynd- armálum frá IBM, og voru sex þeirra settir á bak við lás og slá. Tólf þessara manna eru í Japan. Að sögn bandaríska dóms- málaráðuneytisins eru nítján- menningarnir m.a. ákærðir fyrir að múta starfsmönnum alríkis- lögreglunnar, FBI, með 698 þús- und dollurum í þeirri von að fá þá til að útvega leynilegar upp- lýsingar um tölvubúnað. Talsmaður dómsmálaráðu- neytisins sagði starfsmenn Mitsubishi og Hitachi hafa sitt í hvoru lagi unnið að útvegun tölvuleyndarmála frá IBM. Takmarkið hafi verið að auð- velda tölvuframleiðslu fyrir- tækjanna og skylda framleiðslu þeirra. Þegar alríkislögreglan komst á snoðir um fyrirætlan- irnar, var sett upp gildra, sem fulltrúar fyrirtækjanna gengu í. Talsmenn Mitsubishi- og Hitachi-samsteypanna í Banda- ríkjunum sögðu í dag, að starfsmenn fyrirtækjanna stunduðu enga ólöglega starf- semi af þessu tagi þar í landi. Dómsmálaráðherrar Norðurlanda: Ræða um varnir gegn fíkniefnasmygli Osló, 22. júní. Frá Jan Krik Lauré, fréUarilara Mbl. Dómsmálaráóherrar Noróurland- anna sitja nú fund í Röros í Noregi þar sem þeir ræða meó hvaöa hætti stöóva megi innflutning fikniefna. Fyrir íslands hönd situr Friðjón Þóróarson dómsmálaráðherra fund- inn. Ákveðið hefur verið að reyna að grafast fyrir um það, með sem nákvæmustum hætti, eftir hvaða leiðum fíkniefnin berast til Norð- urlandanna. Gert er ráð fyrir að nefnd lögregluþjóna og tollþjóna ljúki „kortlagningu" aðflutnings- leiðanna árið 1983. í þessu sam- bandi verða norskir lögregluþjón- ar sendir til Lundúna og Pakistan. Yfirvöld í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku hafa áætlanir af þessu tagi á prjónunum, og eru vonir bundnar við að í ársbyrjun 1983 hafi tekist að grafast fyrir um það, hvernig fíkniefnasmygli sé háttað. fer orkuverð hækkandi, meiri fjár- munum verður eytt til að sporna við mengun af völdum iðnaðar og fjármálastefnu, sem miðast við að draga úr útgjöldum til að vinna bug á verðbólgu, vinnur á. Allir þessir þættir gætu orðið til þess að draga úr framleiðslu. Ólíklegt er að Japan eða vest- rænu iðnaðarlöndin eigi eftir að endurtaka efnahagsundrið frá því á fimmta og sjötta áratugnum, þegar framleiðsla í Japan jókst t.d. um 9 prósent. árlega, árin 1963-1973. I skýrslunni segir að fram- leiðsluaukning hafi numið 1,9% í Bandaríkjunum á áratugnum 1963—1973, en 0,2% árin 1973—1983. Sambærilegar tölur voru fyrir Japan 8,7 og 3,8%, í V-Þýzkalandi 4,6 og 2,9%, í Frakklandi 4,6 og 2,6% og í Bret- landi 3,1 og 1,1%. Viðeyjarstofa Viöeyingar munið messuna í Viöey laugardaginn 26. júní. Feröir úr Sundahöfn frá kl. 13.00. Fjölmennum. Viöeyingafélagiö. Heimilislæknir Hef opnaö stofu á Klapparstíg 27. Mánudaga og miðvikudaga.: Símatími 8.30—10. Viötalstími 10—14. Þriðjudaga og fimmtudaga: Símatími 12—13. Viðtalstími 14—17. Föstudaga: Símatími 8.30—10. Viðtalstími 14—16. Guðfinnur P. Sigurfinnsson læknir. Sérgrein: Heimilislækningar. Sími 11680. Heimasími 31320. / f /#i Engin tónlistarstefna er í jafnmiklum uppgangi hér á landi og þungarokkiö. Engin hljómsveit er í jafnmiklum uppgangi hér á landi og -■ aaiiiiisiJHHfiiiiií Flutningur Þrumuvagnsins á þeim 9 stórgóöu lögum, sem á nýju plötunni þeirra er aö finna, endurspeglar vel þrumukraft hljómsveitarinnar og á örugglega eftir aö bæta hinn stóra og sívaxandi aðdáendahóp þungarokksins og Þrumuvagnsins. stoinochf símar 85055 og 85742.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.