Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1982 25 iveður hinni kveður forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir gest sinn, Ingiríði drottningu og óskar henni góðrar heim- ferðar. 'fiðleikum liður á grassprettunni og eru réttaritara Mbl. út um land, en Að lokum má geta þess, að nú standa yfir miklar vegafram- kvæmdir í Miklaholtshreppi, en verið er að byggja brú yfir Kleifá. Samfara brúargerðinni eru miklar breytingar á veginum og ættu þær að verða til mikilla bóta, þó sér- staklega í snjó.“ Dauft yfir fólki í Djúpi „Heyskaparhorfur eru með því allra dekksta, sem við höfum séð, en hér hafa verið hörku harðindi þang- að til fyrir hálfum mánuði," sagði Jens Guðmundsson, Lónseyri, Norður-ísafjarðarsýslu. Bæði nýtt og gamalt kal er í túnunum, sem skemmir þau, einnig hafa verið miklir þurrkar og allt er orðið skrælnað. Nýlokið er að bera áburð á túnin, en það er ekki nema á ein- stöku bæjum, sem farið er að láta kýrnar út. Það er því afskaplega dauft yfir mönnum hér og ekki bætir það ástandið, að nú er verið að draga úr kindakjötsframleiðslu. Hér eru bú yfirleitt ekki stór og má ekkert úr framleiðslunni draga, ef menn eiga að hafa nóg sér til lífsbjarg- ar. En ef til vill neyðast bændur til að farga fénu hvort sem er, ef ekki rætist úr með grassprett- una,“ sagði Jens Guðmundsson á Lónseyri. sins æfir hér hljómsveit sem fara laðar. Einnig eru einsöngvarar og nandi þriðjudagskvöld í Háskóla- íándel. Ljósm. Kristján. Asmundur Stefánsson, forseti ASI: Sjálfvirkt kauplækkunarkerfi af þessu tagi kemur aldrei til greina „Vinnuveitendasambandið hefur sett það sem skilyröi fyrir áframhald- andi viðræðum, að við semjum við þá um sérstaka skerðingu vegna afla- minnkunar. Auk þess sem þeir eru með kröfur um að auka þá almennu skerðingu, sem er í þeim vísi- töluákvæðum, sem nú eru í gildi. Þetta getum við að sjálfsögðu ekki fallizt á,“ sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir stöðu mála í deilu ASÍ og VSÍ. „Með því að gera þessar kröfur að skilyrði fyrir áfram- haldandi samningaviðræðum verður að lita svo á að Vinnuveitendasam- bandið hafni frekari viðræðum.“ „Ef farið hefði verið eftir þeirri kröfu, sem fyrst kom fram frá VSÍ, þá hefði kaupmáttur á samning- stímabilinu orðið lakari, en að óbreyttum samningum. Annars stefnir reyndar einnig í það farið með þeim tillögum, sem nú eru uppi. Kaupmátturinn batnar lítið eitt til að byrja með, en versnar síðan hröðum skrefum," sagði Ás- mundur Stefánsson. Aðspurður sagði Ásmundur, að það sem fyrst og fremst strandaði á væri þetta umrædda fyrirvara- ákvæði vinnuveitenda. „Það eru hins vegar mörg önnur atriði, sem ekki hafa verið reiknuð til enda, en það er krafan um þessa sérstöku vísitöluskerðingu sem er stóra mál- ið.“ Ásmundur sagði, að hefði þessum ágreiningi um vísitölumálin verið rutt úr vegi, þá hefðu verið góðar líkur á samkomulagi. „Þessar skerðingakröfur vinnuveitenda eru greinilega settar til þess að tor- velda samninga. Þessum hugmynd- um er varpað fram á síðasta stigi samningaviðræðnanna og það gert án nokkurs efnislegs undirbúnings. Sem dæmi um hversu lítið þeir hafa greinilega ígrundað málið, er að þeir hafa nær helmingað frádrátt- inn í dag frá því, sem tillögurnar gerðu ráð fyrir í gær. Þegar viðræðunefnd ASÍ samþykkti að- faranótt 16. júní að verða við þeirri ósk sáttanefndar að fresta boðuðum verkföllum var það gert með þeim skilningi að stefnt væri að samn- ingi sem tryggði kaupmátt ársins 1981. Með þessum tilíögum sínum nú gengur Vinnuveitendasamband- ið þvert á þær hugmyndir sem áður hafa verið uppi. Reyndar vil ég árétta vegna um- mæla Þorsteins Pálssonar í útvarpi, um að við værum að afsala okkur samningsrétti með því að vilja ekki taka þetta ákvæði inn í samninga, að svo er að sjálfsögðu ekki. Þvert á móti værum við að afsala okkur samningsrétti með því, að taka þetta ákvæði inn í samninginn. Með því værum við að kalla yfir okkur sjálfvirka kauplækkun og ákveða að komi einhver vandi upp í þjóðfélag- inu skuli fortakslaust brugðist við honum með kauplækkun. En sam- kvæmt tillögum Vinnuveitenda- sambandsins yrði kauplækkunin raunar miklu meiri en svarar til þeirrar lækkunar þjóðartekna sem af aflarýrnun leiddi. Þá má ekki gleyma því að í tillögu Vinnuveit- endasambandsins er gert ráð fyrir aukinni vísitöluskerðingu ársfjórð- ung fyrir ársfjórðung, frá því sem nú er. Það er ljóst, að ef eitthvað bjátar á í þjóðfélaginu, þá eru ýmsir kostir fyrir hendi, og því fráleitt fyrir okkur að samþykkja þetta ákvæði. Sjálfvirkt kauplækkunarkerfi af þessu tagi getur aldrei komið til greina, en við höfum hins vegar ekki neitað viðræðum um að tillit sé tekið til afkomu þjóðarbúsins. Við teljum hins vegar ekki raunhæft, að draga það inn í þessa samnings- gerð,“ sagði Ásmundur Stefánsson að lokum. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Óskiljanlegt að ASÍ skuli hlaupa frá svona tilboði „KJARNI málsins er sá, að Vinnu- veitendasambandið var reiðubúið að halda áfram viðræðum um alla þætti málsins. Alþýðusambandið setti hins vegar það skilyrði, að einn þáttur málsins yrði ekki ræddur og sleit viðræðunum þar með,“ sagði Þor- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Mbl. — í tilboði Vinnuveitendasam- bandsins fólst 3% aukning kaup- máttar 1. september nk., miðað við kaupmátt ársins 1981. Það fól í sér tryggingu svipaðs kaupmáttar út samningstímabilið, til 1. septem- ber 1983, og var á síðasta ári. Vinnuveitendasambandið taldi óhjákvæmilegt eftir að Þjóð- hagsstofnun hafði birt upplýs- ingar um stórkostlegan samdrátt í þjóðartekjum sl. föstudag, að taka tillit til þessara nýju viðhorfa og setti fram hugmyndir um sérstak- an frádrátt af þeim sökum inn í vísitölukerfið. Þessi frádráttur hefði alltaf verið minni en sem nemur minnkun þjóðartekna á mann, þannig að fyrirtækin hefðu í öllum tilvikum tekið á sig stærri hluta áfallanna en launþegarnir. Miðað við 12% aflaminnkun hefði þessi fyrirvari ekki leitt til meiri skerðingar en svo, að 1. marz á næsta ári hefði kaupmáttur orðið sá sami og að óbreyttum samning- um. Þetta er því miklu minni skerðing en dæmi eru til um, þeg- ar stjórnvöld hafa orðið að grípa til vísitöluskerðingar, þegar efna- hagslegar forsendur hafa brostið undan samningum. Að okkar mati er því alveg óskiljanlegt hvernig Alþýðusam- bandsforystan hleypur frá svona tilboði. Hvernig hún getur komið fram fyrir alþjóð og lýst því yfir, að hún neiti að semja með tilliti til efnahagslegra aðstæðna. Viður- kennt berum orðum, að hún telji eðlilegt að ræða slíkan frádrátt; en bara ekki núna, heldur síðar. I því felst fullkomin viðurkenning á því, að það er eðlilegt að taka tillit til þessara aðstæðna, en Alþýðu- sambandsforystan sýnir hins veg- ar ábyrgðarleysi með því að neita að takast á við þann vanda í kjarasamningunum sjálfum. Hún er því i raun réttri að vísa þessu til ríkisstjórnarinnar og óska eftir vísitöluskerðingu af hennar hálfu og er í raun að framselja samn- ingsréttinn í hendur stjórnvalda. Viðræðunefnd Alþýðusambands íslands: Vinnuveitendasambandið hef- ur gengið á bak orða sinna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá viðræðu- nefnd ASÍ: Á sáttafundi aðfaranótt 16. júní sl. samþykkti viðræðunefnd ASÍ að verða við tilmælum sáttanefnd- ar og fresta boðuðum vinnustöðv- unum í Ijósi yfirlýsinga atvinnu- rekenda um að þeir væru reiðu- búnir til efnislegra viðræðna við Alþýðusambandið og sérsambönd- in, um einstök mál þeirra. Var það þá skilningur viðræðunefndar ASÍ, að stefnt væri að samningum sem tryggðu kaupmátt ársins 1981. Á sáttafundi 18. júní bauð VSÍ tvo kosti. Var í báðum kostunum af hálfu VSÍ við það miðað, að kaupmáttur héldist óskertur mið- að við meðaltal ársins 1981. Ný krafa fylgdi þó með, um að taka tillit til aflamagns við útreikning viðskiptakjaraþáttar í vísitölu, þannig að verði aflabrestur veru- lega umfram fyrri spár komi inn frádráttarliður. Sunnudaginn 20. júní gerði við- ræðunefnd ASÍ grein fyrir hug- mynd að lausn til að vernda kaup- mátt. Þvert ofan í fyrri yfirlýs- ingar svaraði VSÍ þeim hugmynd- um með tillögu um verulega kaup- máttarskerðingu og gæti endanleg niðurstaða miðað við tillögu VSI orðið sýnu verri en óbreyttir samningar þrátt fyrir núverandi skerðingarákvæði vísitölunnar. Vinnuveitendasambandið krefst aukins almenns vísitölufrádráttar auk sérstakrar skerðingar vegna minnkandi fiskafla. Vinnuveitendasambandið held- ur fast við þessar tillögur og gerir þær að skilyrði fyrir áframhald- andi viðræðum. Með þeim hefur Vinnuveitendasambandið gengið á bak fyrri orða og þar með hafnað samningaviðræðum við Alþýðu- sambandið. Vinnuveitendasamband íslands: Kaupmáttur hefði orðið í sam- ræmi við það, sem var árið 1981 MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkvnning frá Vinnu- veitendasambandi Islands: Vegna þeirrar stöðu, sem upp er komin í yfirstandandi kjaradeilu, eftir að Alþýðusambandið hefur formlega slitið viðræðum við Vinnu- veitendasambandið, vill VSÍ láta eft- irfarandi koma fram: í viðræðum aðila undanfarnar vik- ur hefur verið leitað leiða til að við- halda sem kostur er meðalkaup- mætti ársins 1981. Síðastliðinn sunnudag setti ASÍ fram óformlega hugmynd um efni samnings, er gilda skvidi til 1. sept. 1983. Að kvöldi sama dags lagði Vinnu- veitendasambandið fram formlega tillögu um heildarlausn á yfirstand- andi kjaradeilu. Byggði tilboðið á því, að haldið yrði meðalkaupmætti ársins 1981 miðað við svipaðar efna- hagsforsendur. Hvað þennan megin- þátt í tilboði VSÍ varðar, þá skilur aðeins 1% í kaupmætti á milli til- boðsins og hugmynda ASÍ. Útreikn- ingar sýna, að tilboð þetta hefði 1. sept. nk. leitt til 3% meiri kaupmátt- ar en sem svarar meðaltali ársins 1981, en í heild hefði kaupmáttur ársins 1982 orðið svipaður. Á öllu samningstímabilinu hefði kaupmátt- ur orðið mjög í samræmi við það, sem var árið 1981. Eins og áður segir, byggði tilboð VSÍ á þeirri forsendu, að á samn- ingstímanum yrði haldið meðal- kaupmætti ársins 1981 miðað við svipaðar efnahagslegar forsendur. í samræmi við þessa meginforsendu, gerði VSÍ tillögu um, að komi til samdráttar í framleiðslu sjávaraf- urða, þá hafi það áhrif til lækkunar á verðbætur á laun. Ef til aukningar kæmi aftur, þá leiddi hún að sama skapi til hækkunar. Alþýðusambandið setti það skil- yrði fyrir áframhaldi viðræðna um tilboð VSÍ, að Vinnuveitendasam- bandið félli frá tillögu sinni um þennan efnahagslega tyrirvara. Af hálfu Vinnuveitendasambands- ins var því hins vegar lýst yfir, að sambandið væri áfram reiðubúið til viðræðna um alla þætti þess heild- artilboðs, er það lagði fram 21. júní sl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.