Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 26

Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1982 Guðmundur Benediktsson. Anna Margrét Sigurðardóttir. Hulda Fétursdóttir. Listi frjálslyndra kjósenda í Kjalarneshreppi kominn fram Listi frjálslyndra kjósenda er kominn fram i Kjalarneshreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara í landinu 26. júní nk. Segir í frétt frá aðstandendum list- ans að hann sé ekki flokkspólitísk- ur, stefnan sé frjálst framtak og frelsi einstaklingsins til athafna. Listann skipa: Guðmundur Benediktsson Esjugrund 39, Anna Margrét Sigurðardóttir Saurbæ, Hulda Pétursdóttir Útkoti, Guð- bjartur H. Guðbjartsson Króki, Andrea Tryggvadóttir Arnarhóli, Guðjón Guðbjartsson Króki, Val- gerður Guðjónsdóttir Kollafirði, Alfreð Björnsson Útkoti, Guð- mundur Sigfússon Harðarkoti og Sigríður Böðvarsdóttir Saurbæ. Til sýslunefndar Anna M. Sigurð- ardóttir og Guðmundur Bene- diktsson. Hitaveita HITAVEITA Seyðisfjarðar var form- lega tekin í notkun við hátíðlega at- höfn 20. júní sl. Bygging dreyfikerf- isins hófst í júlí á sl. ári og var fyrsti hluti þess tekin í notkun í október sama ár. Ráðgert er að hitaveitan verði um 2 megavött en kostnaður var áætlaður 7,3 milljónir króna við síðustu áramót. Rafmagnsveitur ríkisins hafa byggt upp og reka nú kyndistöð á Seyðisfirði, sem hitar vatn með Erindi um kennslu og þjálfun van- gefinna Sálfræðingurinn Willy Tore Mörck flytur erindi um kennslu og þjálfun vangefinna, einhverfra og at- ferlistruflaðra í kvöld, fimmtudag- inn 24. júní, í Æfingaskóla KHÍ við Háteigsveg. Einnig sýnir hann kvik- myndir um atferlismótun og mál- þjálfun frá Emma Hjort-skólanum i Noregi. Foreldrar, sérfræðingar og ann- að starfslið stofnana er hvatt til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynnast nýjungum á þessu sviði. Vinningar í vor- happdrætti Krabba- meinsfélagsins DREGIÐ hefur verið i vorhapp- drætti Krabbameinsfélagsins. Vinn- ingarnir sem voru tólf talsins komu á eftirfarandi númer: 8.027: BMW 520, árgerð 1982, 77.435: Ford Escort 1300 GL, ár- gerð 1982, 19.118: Mazda 323 Sa- loon, árgerð 1982, 11.615, 17.637, 29.323, 63.472, 105.790, 106.456, 121.761, 122.208, og 148.848: Vinn- ingur heimilistæki að eigin vali fyrir 20.000 krónur hver vinning- ur. (Fréttatilkynning.) INNLENT Seydisfjarðar vígð rafskautskatli upp í 80 gráður áð- ur en það er selt kaupstaðnum við stöðvarvegg á 50% af húshitun- artaxta, eins og hann er á hverjum tíma. Kostnaður Rafmagnsveit- unnar vegna kyndistöðvarinnar nemur rösklega 9 milljónum króna. Jónas Hallgrímsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, sagði að þess- ar framkvæmdir væru liður í opinberum aðgerðum sem miða að því að útrýma erlendum orkugjöf- um, en þar eystra reiknuðu menn með hráolía til húshitunar hyrfi algjörlega á þessu ári. Nú þegar er búið að tengja 168 tengingar af þeim 220 sem upphaflega áætlun- in gerði ráð fyrir að myndi tengj- ast dreifikerfinu. Sagði Jónas að með tilkomu Hitaveitu Seyðis- fjarðar væri stefnt að því að verð til neytenda verði 10% lægra en verð beins rafhitunarkostnaðar. Ennfremur lækkuðu brunabóta- gjöld með minnkandi eldhættu. „V eiðimaðurinn“ nr. 1—6 Ijósprentaður STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur hefur látið Ijósprenta 1.—6. tölu- blað Veiðimannsins, málgagn SVFR, en þessi hefti, eins og raunar fleiri, eru löngu uppseld hjá félaginu, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá SVFR. I fréttatilkynningunni segir, að vitað sé um marga sem vant- ar aðeins eitt eða fleiri af fimm fyrstu eintökunum og því sé gripið til þess ráðs að ljósprenta þessi eintök. Undirtektir við sölu þessarar ljósprentunar segja fyrir um framhald ljósprentunar Veiðimannsins. í Veiðimannin- um eru fjölmargar greinar um veiðimál og margar ljósmyndir, og hefur Rafn Hafnfjörð ljós- 'myndari tekið þær flestar. Rit- stjórar Veiðimannsins eru þeir Víglundur Möller, en hann hefur ritstýrt Veiðimanninum í fjölda ára. Einnig er ritstjóri Magnús Olafsson læknir. Heftin sem ljósprentuð hafa verið verða seld saman. Veiðimaðurinn hefur komið út óslitið frá árinu 1940. Hörku árekstur á Kópavogsbrú KLUKKAN 18.13 varð hörku árekstur bifreiða, á vesturenda Kópavogsbrúar, á mótum Hamra- borgar og „gamla Hafnarfjarðar- vegar". Lada-bifreið frá Loftorku var ekið vestur Hamraborgina og virtist sem ökumaður hafi ætlað að sveigja til vinstri og var hann kominn yfir á vinstri akrein. BMW-bifreið var ekið austur Hamraborgina og virtist sem öku- maður hafi ætlað áfram austur yf- ir gatnamótin. Bifreiðirnar skullu hvor framan á annarri þannig að taka varð þær með kranabifreið af slysstað. Tveir menn, ökumaður og farþegi Lada-bifreiðarinnar, voru fluttir á Borgarspítalann. Ókunnugt er hversu mikið þeir slösuðust. Ökumaður BMW-bif- reiðarinnar slapp ómeiddur. Allir út að trimma á Trimmdaginn 27. júní ÞAÐ SEM af er þessu sumri hefur þjóðin verið hvött meir til þáttöku i almenningsíþróttum en gerst hefur áður. Göngudagur fjölskyldunnar nýlið- inn, hjólað er um landið og nú er kallað til fjöldaþátttöku i TRIMMDEGI ISI þar sem hvatt er til iðkunnar íþrótta og útivistar. Nú virðist sem hið forna spak- mæli: „Heilbrigð sál í hraustum líkama" nái nú eyrum þjóða bæði í austri og vestri. Milljónir manna streyma dag hvern til íþrótta og útivistar að sækja sér þangað þrek og gleði. Stór hópur landsmanna iðkar nú þegar almenningsíþróttir sér og þjóð sinni til heilla. En til þeirra sem enn hafa ekki iagt í að vera með, vill Trimm- nefnd ISI hvetja alveg sérstaklega að nota nú Trimmdaginn og slást í hóp þeirra fjölmörgu er öðlast andlega og líkamlega vellíðan, aukið viðnám, þrótt og þrek af iðk- un íþrótta og útivistar. Stefnum að fjöldaþátttöku á TRIMMDEGI ÍSI 27. júní á degi íþrótta og útivistar, segir í frétt frá ÍSÍ. Norska skólalúðrahljómsveitin Berg skolemusikkorps. Norsk skólalúðra- sveit í heimsókn hér Hér á landi er nú stödd skóla- lúðrasveit frá Halden í Noregi. Félagar lúðrasveitarinnar, sem heitir Berg skolemusikkorps, eru 44 á aldrinum 10 til 20 ára. Með þessari heimsókn endur- geldur lúðrasveitin heimsókn Nkólakórs Seltjarnarness til Halden á siðasta ári. Á laugardaginn mun Berg skolemusikkorps skoða Gullfoss og Geysi og halda síðan heim á sunnudaginn. Týndi 1000 kr. í Vesturbænum Berg skolemusikkorps hefur að undanförnu leikið víða, á Lækjar- torgi, Hrafnistu, í Garðabæ og á Laugardalsvellinum í gærkvöldi í tengslum við landsleik Dana og ís- lendinga. í kvöld, fimmtudaginn 24. júní, leikur lúðrasveitin á tónleikum í Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi kl. 20.30. Þar koma einnig fram Skólakór og Skólalúðrasveit Sel- tjarnarness. STÚLKA í Reykjavík sem ráðgerir dvöl í sumarbúðum KFUK í Vind- áshlíð á næstunni varð fyrir því óhappi að týna 1.000 krónum er hún var á leið til að greiða fyrir dvölina. Varð hún fyrir þessu á þriðjudag og telur hún sig hafa týnt peningunum á Hagamel í nánd við verslanirnar þar. Voru þetta 500 kr. seðill, tveir 50 kr. seðlar og fjórir 100 kr. seðlar, alls kringum 1.000 kr. Finnandi er beðinn að hringja í 21408. Nýjar myndir í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „The Earth- ling“ eða Jarðbúann. Segir þar frá heimshornaflakkara sem lendir í því að styðja strákhnokka, dekur- barn út stórborg, sem hefur villst úr i auðnir og er þar hjálparlaus. William Holden og Ricky Schroder leika aðalhlutverkin og segir í kynningu Bíóhallarinnar á myndinni að harðger og ósnortinn maður finni hvað ást og umhyggja sé og drengurinn læri að treysta á sjálfan sig. Framleiðandi er Elliot Sharmat og leikstjóri Peter Collinson. Þá hefur Bíóhöllinn einnig tekið til sýninga myndina Amer- Bandarísku háskólapiltarnir f varúlfamyndinni. Úr myndinni Jarðbúinn. ískur varúlfur í London. Þar greinir frá amerískum háskóla- drengjum sem voru á ferð í Englandi. Var ráðist á þá og fjallar myndin síðan um eftir- mála þess — og varúlfa. John Landis er leikstjóri og skrifaði einnig handritið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.