Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Cargolux semur um pílagrímaflug FYRIR milligöngu Flugleiða standa nú yfir samningar milli Kabo Travel og ('argolux um að síðarnefnda félagið taki að sér pílagrímaflutninga frá Nígeríu til Jedda, en eins og kunnugt er eiga Flugleiðir 25% hlutafjár í Cargo- lux, sem er staðsett í Luxemborg. Cargolux mun taka á leigu Boeing 747-breiðþotu frá Boeing-verksmiðjunum til þessa verkefnis, ef semst með aðilum. Þess má geta, að Flugleiðir hafa um langan tíma átt mikið og gott samstarf við Kabo Air og eiganda þess, Alhadji Kabo Adamu, og um eins og hálfs árs skeið hefur Boeing 727-100- þota frá Flugleiðum, sem er á kaupleigusamningi til Kabo Air, flogið innanlandsflug í Níg- eríu með íslenzkum áhöfnum. Beita sér fyrir sam- vinnu lítilla og með- alstórra fyrirtækja DAGANA 10.—12. júní sl. héldu iðnrekendafélögin á Norðurlönd- um fund í Reykjavík um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundir þessir hafa frá árinu 1979 verið haldnir tvisvar á ári til skipt- is á Norðurlöndunum, en fundur- inn var nú haldinn i fyrsta sinn í Reykjavík. I tengslum við þetta samstarf iðnrekendafélaganna hefur litl- um og meðalstórum fyrirtækj- um verið boðin aðstoð við að komast í samband við önnur fyrirtæki á hinum Norðurlönd- unum með samvinnu í huga. Bretland: Verðbólgan í 7—7,5% fyrir árslok VERÐBÓLGAN er stöðugt á niðurleið í Bretlandi, eftir að hún komst upp undir 20% fyrir tveimur árum. Samkvæmt upp- lýsingum frá brezku hagstof- unni er verðbólgan um þessar mundir rétt undir 9% og sér- fræðingar spá því, að undir lok ársins verði verðbólgan komin niður í 7,0—7,5%. Þess má geta, að við upphaf ársins var verð- bólgan í Bretlandi 11,7%. Hafa iðnrekendafélögin gefið út kynningarbækling um þessa starfsemi. Óhætt er að fullyrða að þetta samstarf er mikilvægt fyrir íslendinga í ljósi þess, að hér á landi teljast flest iðnfyr- irtæki til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Gjarnan er bent á að styrkur lítils fyrirtækis sé smæð þess. Það er lipurt og fljótt að laga sig að nýjum aðstæðum. Veik- leiki hins litla fyrirtækis er líka smæð þess. Það hefur takmark- að bolmagn til að sinna sölu- starfsemi, fjármögnun, yöru- þróun og svo framvegis. Sam- vinna við fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum getur því orð- ið til þess að yfirvinna veiku hliðar smáfyrirtækjanna, en jafnframt viðhaldið sterku hlið- unum. Þessir samvinnumöguleikar felast einkum á sviði mark- aðsmála, framleiðslu, ásamt rannsóknar- og þróunarsviði. Reyndar er þetta samstarf ekki eingöngu bundið við Norður- löndin, heldur munu iðnrek- endafélögin einnig aðstoða fyrirtækin við að leita að hugs- anlegum samstarfsaðilum inn- an Evrópu. Loks má geta þess, að þeir menn hjá Félagi íslenzkra iðn- rekenda, sem gefa nánari upp- lýsingar um þessa starfsemi, eru Ingjaldur Hannibalsson og Þórarinn Gunnarsson. Breytingar á verði gjaldmiðla frá mánaðamótum: hefur 4,52% Dollaraverð hækkað um — Pundið hefur hækkað um 0,13% — Dönsk króna hefur lækkað um 3,19% — Vestur-þýzkt mark hefur lækkað um 1,58% DOLLARAVERÐ hefur hækkað um 1,34% í liðinni viku, en sölugengi dollars var skráð 11.192 krónur 16. júní sl., en var skráð 11.342 krónur í gærdag. Á sama tíma hefur verð á hverju pundi lækkað um 0,73%, eða úr 19.681 krónu í 19.537 krónur. Sömuleiðis hefur verð á danskri krónu lækkað um 1,14% í liðinni viku, úr 1,3370 krónum í 1,3217 krónur. Þá hefur vestur-þýzkt mark lækkað um 1,23% í verði síðan 16. júní sl. Síðan um mánaðamót hefur dollaraverð hækkað um 4,52%, eða úr 10.852 krónum í 11.342 krónur. Á sama tíma hefur verð á hverju pundi hækkað um 0,13%, úr 19.512 krónum í 19.537 krónur. Verð á danskri krónu hefur hins vegar lækkað um 3,19%, úr 1,3652 krón- um í 1,3217 krónur. Verð á vest- ur-þýzku marki hefur ennfremur lækkað um 1,58% síðan um mán- aðamót, úr 4,6386 krónum í 4,5651 krónu. Ef tímabilið frá áramótum er skoðað kemur í ljós að dollaraverð hefur hækkað um 38,57%, úr 8.185 krónum í 11.342, en til samanburð- ar má geta þess, að dollaraverð hækkaði allt árið í fyrra um 31 %. Síðan um áramót hefur verð á hverju pundi hækkað um 24,82%, úr 15.652 krónum í 19.537 krónur. Þá hefur verð á hverri danskri krónu hækkað um 18,24%, úr 1,1189 krónum í 1,3217 krónur. Loks má geta þess, að verð á hverju vestur-þýzku marki hefur hækkað um 25,36% frá áramótum ,úr 3,6418 krónum í 4,5651 krónu. Þá má skjóta því inn, að frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum í febrúar 1980 hefur doll- araverð hækkað um 182,35%. Frá mótttökunni á dögunum, f.v. Magnús E. Finnsson, framkvæmdstjóri Kaupmannasamtakanna, Kristinn Björns- son, Ingvar Kjartansson og Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna. Tvær kempur úr röðum kaupmanna heiðraðar TVÆR kempur úr röðum kaup- manna voru sæmdar gullmerki Kaupmannasamtaka íslands ásamt heiðursskjali fyrir skömmu, en það eru þeir Ingvar Kjartansson, eigandi og framkvæindastjóri verzlunarinn- ar Vald. I'oulsen hf., og Kristinn Einarsson, sem er eigandi og fram- kvæmdastjóri K. Einarsson og Bjömsson hf. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka Islands, af- henti þeim félögum merkin við móttöku að Marargötu 2 á dögun- um. Þeir Ingvar og Kristinn eru báð- ir félagar í Félagi búsáhalda- og járnvörukaupmanna og hefur Ingvar m.a. gegnt stöðu formanns sl. 10 ár, en Kristinn sat í stjórn um árabil. Janúar — marz: 1.700 milljóna króna hagnaður hjá Chrysler VERULEGUR hagnaður varð af rekstri Chrysler-fyrirtækisins banda- ríska á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er það i fyrsta skipti i langan tima, sem fyrirtækið hefur verið rétt- um raegin við strikið. Hagnaðurinn af rekstri Chrysl- er fyrstu þrjá mánuðina var 149,9 milljónir dollara, eða sem næst 1.700 milljónum íslenzkra króna en til samanburðar var tap fyrir- tækisins á sama tíma í fyrra um 289,3 milljónir dollara, eða sem næst 3.270 millónum íslenzkra króna. Talsmaður Chrysler sagði á fundi með blaðamönnum, að ár- angur af miklu uppbyggingar- starfi innan fyrirtækisins síðustu misseri og ár væri að koma í ljós. Staða fyrirtækisins var orðin gíf- urlega slæm fyrir nokkrum árum, þegar ráðinn var nýr forstjóri og skipt var um flesta yfirmenn þess. A fyrstu þremur mánuðum árs- ins markaðssetti Chrysler ýmsar nýjungar, sem mælst hafa vel fyrir. Má þar nefna endurhannað- an Chrysler LeBaron, lúxusbíl, og nýjan Dodge 400. Þá gerðust þau tímamót í sögu fyrirtækisins 1. febrúar sl., að það losaði sig við síðasta vanskilalánið í bandarískum bönkum, en á síð- ustu árum hefur margoft legið við gjaldþroti og því verið leitað á náðir banka. Að sögn talsmanns fyrirtækisins hefur staða fyrir- tæksins ekki verið betri um margra ára skeið. „Við sjáum því ekki annað en framtíðin sé björt," sagði talsmaðurinn enr.fremur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.