Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 31

Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 31 Ráðinn til Eimskips ÞÓRÐUR Sverrisson, viðskiptafræd- ingur, hefur verið ráðinn fuiltrúi framkvæmdastjóra flutningssviðs Gimskipafélags íslands frá og með 1. júlí nk. Hér er um nýtt starf að ræða innan fyrirtækisins, þar sem eink- um verður unnið að ýmsum verk- efnum á sviði markaðs- og kynn- ingarmála. Þórður Sverrisson lauk vjð- skiptafræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1976 og stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarhagfræði um eins árs skeið við Verzlunar- háskólann í Gautaborg. Hann hef- ur gegnt starfi framkvæmdastjóra Stjórnunarfélags Islands sl. fjögur ár. Egill Ágústsson framkvæmdastjóri fslenzk-ameríska EGILL Ágústsson tók við starfi framkvæmdastjóra hjá íslenzk- ameríska verzlunarfélaginu hf. 1. júní sl., en forstjóri fyrirtækisins, Bert Hanson, mun starfa að þróun framtíðarverkefna þess. Egill hefur starfað hjá fyrir- tækinu síðan í ársbyrjun 1975 og hefur siðustu árin haft umsjón með daglegum rekstri þess. Vöruskiptajöfn- uður Norðmanna hagstæður VERÐMÆTI innflutnings Norð- manna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 3.979 milljónir dollara, en til samanburðar var verðmæti innflutnings janúar—marz 1981 um 3.425 milljónir dollara. Verðmæta- aukningin milli ára er því tæplega 16,2%. Verðmæti útflutnings á sama tímabili í ár var 4.636 milljónir dollara, en var janúar—marz 1981 um 4.190 milljónir dollara. Verð- mætaaukningin í útflutningi milli ára er því liðlega 10,6%. Vöruskiptajöfnuður Norðmanna var því hagstæður um 657 milljón- ir dollara á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs, en var hagstæður um 539 milljónir sömu mánuðina í fyrra. Á síðasta ári jókst útflutningur Norðmanna um liðlega 10% frá árinu á undan, en á sama tíma var verðbólguhraðinn í landinu um 13j6%. Norskir sérfræðingar gera ráð fyrir því, að verðbólguhraðinn á yfirstandandi ári verði eitthvað minni, eða verði í námunda við 12%. Loks má geta þess, að laun hækkuðu um liðlega 11,8% milli áranna 1980 og 1981 í Noregi. Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Amarflugs: Félagið vel í stakk bú- ið fyrir áætlunarflugið enda hefur reksturinn gengið mjög vel á þessu ári og því síðasta „REKSTUR fyrirtækisins er með mjög svipuöu sniöi og á síðasta ári og hefur gengið mjög vel það sem af er þessu ári,“ sagði Gunnar Þor- valdsson, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir stöðu mála í kjölfar aðal- fundar félagsins fyrir árið 1981, sem haldinn var fyrir skömmu. Þar kom fram, að verulegur hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári, eða að upphæð um 6,1 milljón króna. — Þennan hagnað af rekstrin- um á síðasta ári höfum við m.a. notað til að byggja upp innan- landsflug félagsins, sem hefur ver- ið rekið með tapi undanfarin ár. Fyrir það fyrsta höfum við tekið alla afgreiðslu þess í eigin hendur. Við opnuðum eigin afgreiðslu á dögunum, en hún er í húsnæði því, sem við keyptum af Iscargo í vet- ur, Öskjuhlíðarmegin á Reykja- víkurflugvelli. Þar höfum við gert verulegar breytingar, þannig að í dag eigum við að geta veitt mun betri og persónulegri þjónustu, en áður, í raun þá þjónustu, sem að- eins lítil félög geta, með persónu- legri tengslum við farþega og viðskiptamenn. Þá eykur það hag- kvæmni innanlandsflugsins, að vera komnir með alla þætti þess undir einn hatt, en það hefur verið rekið á þremur stöðum á flugvell- inum. Þá höfum við nýverið bætt við vél í innanlandsflota félagsins. Það er Cessna Conquest-skrúfu- þota, sem við leigðum til þriggja mánaða, til þess að sjá hvernig gengi með hana í þeim rekstri, sem við stundum. Það má reyndar skjóta því að, að Conquestinn er ein mest selda skrúfuþotan í sín- um stærðarflokki í heiminum í dag. Auk þess höfum við fest kaup á nýrri vél af gerðinni Cessna 402 C, en við skiptum Piper Chief- tain-vél félagsins upp í hana og greiddum um 200 þúsund dollara á milli. Cessna 402 C-vélin tekur 10 manns og er auk þess útbúin með sérstökum fraktdyrum og hentar því mjög vel til þess flugs, sem við stundum hér innanlands. Loks má geta þess, að við höfum keypt nýjar innréttingar í Twin Otter-vélar félagsins og hefur reyndar þegar verið skipt um í annarri þeirra. Það má því segja, að við séum að fjárfesta í innan- landsfluginu fyrir ágóðann af rekstri félagsins á síðasta ári, sem er að langmestu leyti tilkominn vegna starfsemi félagsins erlend- is, sagði Gunnar Þorvaldsson. í sambandi við leiguflug félags- ins erlendis, sagði Gunnar það vera með svipuðum hætti og á síð- asta ári. Félagið er með Boeing 707-fraktþotu í flugi fyrir Libyan Arab Airlines og er sá samningur gerður fram á mitt næsta ár. Þá gerði félagið í vetur samning að nýju við brezka flugfélagið Britt- ania Airways um leigu á Boeing 737-200-farþegaþotu til eins árs. Sex flugmenn félagsins eru stað- settir í Bretlandi til að sinna því verkefni: — Leiguflug fyrir íslensku ferðaskrifstofurnar er með svip- uftu sniði og á síðasta ári, en flogið er fyrir Atlantik, Ferðamiðstöð- ina, Samvinnuferðir-Landsýn og Útsýn. Auk þess fljúgum við tölu- vert leiguflug fyrir nokkrar er- lendar ferðaskrifstofur. Ein merk nýjung er í þessu leiguflugi, en það er Kanadaflug okkar, sem er í samvinnu við Samvinnuferðir- Landsýn. Við fljúgum til Toronto á 10—11 daga fresti í allt sumar og geta farþegar bæði farið í skipulagðar ferðir á vegum ferða- skrifstofunnar, auk þess sem þeir geta einfaldlega keypt sér far- seðla. Möguleikinn á þessu flugi opnaðist eftir að við fengum svo- kallað ABC-leyfi frá kanadískum yfirvöldum og í sambandi við það, má geta þess, að það tók okkur sex ár að fá það í gegn. Við munum bæði fljúga með íslendinga til Kanada og Kanadamenn hingað til lands, sagði Gunnar Þorvalds- son ennfremur. Aðspurður um hvernig félagið væri í stakk búið til að takast á við áætlunarflugið milli landa, sem hefst 4. júlí nk., sagði Gunnar Arnarflugsmenn vera mjög vel í stakk búna. — Eins og ég hef áður sagt, gekk rekstur fyrirtækisins mjög vel á síðasta ári og sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári, það sem af er. Fjárhagsleg staða Arnarflugs er því mjög góð á þess- um merku tímamótum í sögu fé- lagsins. Við munum byrja með því, að fljúga tvisvar í viku til Amst- erdam í Hollandi, einu sinni í viku til Zurich í Sviss og Dússeldorf í Vestur-Þýzkalandi. Okkar skoðun hefur verið sú, að annar valkostur í millilandaflug- inu væri bráðnauðsynlegur og því sóttum við um þessi leyfi á sínum tíma. Ástæðan fyrir því, að við sóttum um leyfi til Mið-Evrópu er einfaldlega sú, að við teljum þann markað vera mjög vannýttan. Það má í raun segja, að Mið-Evrópa sé að miklu leyti óplægður akur. Við ætlum því fyrst og fremst, að stækka kökuna, ef svo má að orði komast, en ekki fara svo mikið inn á markaði annarra. Við teljum þá staði, sem við höf- um upp á að bjóða vera mjög góða. Ef við lítum fyrst á Amsterdam, þá er þar af mörgum talinn vera bezti flugvöllur Evrópu til fram- haldsflugs. Schiphol-flugvöllur var reyndar valinn sá bezti af ferðatímaritinu Business Traw'ell- er fyrir skömmu. Ennfremur er Amsterdam góður staður til að hefja Evrópuferð, hvort heldur farið er á bílum, með lestum, eða þá í flugi. Þá hefur Amsterdam og Holland yfirleitt upp á mikið að bjóða fyrir ferðafólk. Loks er Amsterdam mjög góður tengistað- ur fyrir kaupsýslumenn og aðra þá, sem þurfa að vera á miklum ferðalögum starfs síns vegna, sagði Gunnar Þorvaldsson. Eru tvær ferðir á viku ekki of lítið fyrir þá, sem fara í viðskipta- erindum milli landa? — Það má ætla að svo sé í mörgum tilfellum, enda er það okkar takmark, að vera með eitt flug á dag til Amst- erdam í framtíðinni. A-uk þess ætlum við að auka vöruflutninga frá Amsterdam í framtíðinni. Eg tel að mikill fjármagnskostnaður renni miklum stoðum undir fraktflug, sem hefur kannski átt undir högg að sækja í gegnum tíð- ina. Amsterdam er að mínu mati gott hlið fyrir vörur frá Evrópu og Asíu til Islands og því stefnum við að því, að auka þann þátt í starf- seminni í framtíðinni, sagði Gunnar Þorvaldsson ennfremur. — Um Zúrich er það að segja, að borgin er mjög vel staðsett fyrir þá, sm hyggja á ferðalög um Suður-Evrópu, auk þess sem Sviss hefur auðvitað upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn. Sviss er eitt fallegasta ferðamannaland, sem maður heimsækir, enda Svisslendingar frægir fyrir ferða- mannamóttöku. Þá má ekki gleyma því, að Kloden-flugvöllur í Zúrich er mjög góður fyrir áfram- flug, fyrir þá sem það vilja. Ég er reyndar sannfærður um, að ís- NEYTENDAVERÐ hækkaði um 4,9% tímabilið l.janúar — 15.maí sl. i Svíþjóð, en til samanburðar hækk- aði það á sama tima í fyrra um 5,9%. Neytendaverð hefur því hækkað um 8,4% á síðustu tólf mánuðum í Svi- þjóð. Útflutningsverð Svía var um 12,9% hærra í apríl en það var í apríl 1981, en hins vegar var inn- flutningsverð um 14% hærra í apríl sl. en í sama mánuði á árinu 1981. Alls voru 112.000 Svíar atvinnu- lausir í aprílmánuði sl., eða sem svarar til 2,6% vinnufærra manna í landinu, en þeir eru 4,29 milljón- ir. Til samanburðar var þetta hlutfall 2,9% á sama tíma í fyrra. Olíunotkun Svía hefur dregizt lendingar munu í mjög auknum mæli sækja Sviss heim í framtíð- inni, auk þes sem við höfum orðið varir við mikinn Islandsáhuga í Sviss við markaðsstarf okkar þar undanfarið. Auk þess tel ég, að með aukinni markaðssókn íslend- inga, sé hægt að auka viðskiptin við Mið-Evrópu verulega á öllum sviðum, sagði Gunnar Þorvalds- son. Að síðustu var Gunnar spurður um Vestur-Þýzkaland, sem er þriðji staðurinn, sem félagið mun fljúga til í áætlunarflugi. Þýzkaland er það land af þess- um þremur, sem íslendingar þekkja best, enda hafa t.d. fjöl- margir íslendingar stundað þar nám. Ferðamannastraumurinn hefur hins vegar ekki verið ýkja mikill að sama skapi, þrátt fyrir þá staðreynd, að landið hafi upp á mikið að bjóða, sem ferðamanna- land. Fjölbreytileiki Þýzkalands er slíkur, að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við stefnum því að því í framtíðinni, að auka verulega ferðalög milli landanna, auk þess sem möguleik- ar ættu að vera á því, að vera með töluvert vöruflug milli landanna, þar sem viðskipti standa með miklum blóma, sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs að síðustu. saman um 4 milljónir tonna, eða um 15% síðan á miðju ári 1979, en þá var gert mikið átak, sem fylgt hefur verið eftir, um, að menn spöruðu olíu eins og kostur væri. Nýskráning bíla hefur aukizt stöðugt á þessu ári, en fyrstu fjóra mánuði ársins voru alls 71.342 bíl- ar nýskráðir, en til samanburðar voru þeir 64.342 á sama tíma í fyrra. Aukningin er því um 11% milli ára. Fimm mest seldu bílarn- ir í Svíþjóð eru Volvo 240, SAAB 900, Volvo 340, SAAB 99 og Opel Kadett. Svíar gera ráð fyrir, að iðnaðar- framleiðsla landsmanna muni aukast um 1,5% á yfirstandandi ári, en til samanburðar hélzt hún óbreytt á síðasta ári. Svíþjóðarfréttir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.