Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 32

Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 91 styrkur veittur úr Vísindasjóði - samtals að upphæð 5,2 millj. kr. Skipting styrkja eftir vísindagreinum: Raunvísindadeild Grein fjöldi beildarfjárhæð Eðlisfræði 1 25.000 Efnafræði, lífefnafræði Erfðafræði, grasafræði, dýrafræði 7 443.000 lífeðlisfr., örverufr. og sameindalíffr. 14 1.035.000 Jarð-, jarðeðlis- og jarðefnafræði 17 942.000 Læknisfræði og tannlæknisfræði 12 801.000 Stærðfræði 2 111.000 Verkfræði 1 170.000 samtals 54 3.527.000 Hugvísindadeild Grein fjöldi heildarfjárhæð Sagnfræði (atvinnus. o.fl.) 12 430.000 Fornleifafræði 1 60.000 Listasaga 3 170.000 Sagnfræði alls 16 660.000 Bókmenntafræði 5 255.000 Málfræði 5 320.000 Lögfræði 1 50.000 Hagfræði 1 40.000 Félagsfræði 6 295.000 Sálfræði 3 90.000 Samtals 37 1.710.000 LOKIÐ er úthlutun úr Vísindasjóúi fyrir árió 1982 og er þetta í 25. skipti, sem úthlutað er úr sjóónum. Alls veitti sjóóurinn aó þessu sinni 91 styrk að fjárhæó krónur 5.237. 000, en á síðasta ári veitti sjóóurinn 93 styrki að upphæð 3.113.000 krón- ur. Vísindasjóður skiptist í raunvís- inda- og hugvísindadeild. Eyþór Einarsson er formaður raunvís- indadeildar, en Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, formaður hug- vísindadeildar. Hugvísindadeild veitti 37 styrki að upphæð 1.710. 000 krónur, en árið á undan 46 styrki. Raunvísindadeild veitti nú 54 styrki ■ að fjárhæð samtals 3.527.000 krónur, en 1981 veitti deildin 47 styrki. í frétt frá Vís- indasjóði segir, að heildarfjárhæð umsókna hafi að venju verið miklu hærri en það fé sem unnt var að veita. Varð því að synja mörgum umsækjendum og veita öðrum lægri fjárhæðir, en æskilegt hefði verið, segir í fréttinni. Hér fer á eftir skrá um veitta styrki Vísindasjóðs og viðfangs- efni árið 1982: Raunvísindadeild: Ágúst H. Bjarnason, grasafræð- ingur. Flóra og gróður í sögulegum hraunum. 70.000. Efnafræðistofa RHÍ. Ábyrgðar- maður Ágúst H. Kvaran. Litrófs- greining orkuríkra sameinda. Tækjakaup. 32.000. Barnadeild Landakotsspítala. Yöxtur og þroski íslenskra barna. Ábyrgðarmaður Árni V. Þórsson. 29.000. Efnafræðistofa RHÍ. Áhrif somat- ostatins á virkni calmodulins. Ábyrgðarmaður Bjarni Ásgeirsson. 90.000. Reiknifræðistofa RHÍ. Vaxtar- hraðabreytingar hjá nytjafiskum í N-Atlantshafi undanfarna áratugi. Ábyrgðarmaður Björn Ævarr Stein- arsson. 40.000. Blóðbankinn við Barónsstíg. Erfðaþættir heilablæðinga. Ábyrgð- armaður Ólafur Jensson. 80.000. Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði að Keldum. PMSG-hormón í blóði íslenskra hryssa. Ábyrgðar- maður Eggert Gunnarsson. 50.000. Eggert Lárusson landfræðingur. Sjávarstöðubreytingar í V-Barða- strandarsýslu. 22.000. Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði. Örgerð vefjaskemmda í visnu og riðu. Tækjakaup. Ábyrgðarmaður Guðmundur Georgsson. 10.000. Norræna eldfjallastöðin. Set- myndun í Þingvallavatni. Aldurs- ákvarðanir með gjóskulögum. Ábyrgðarmaður Guðrún Þ. Larsen. 42.000. Norræna eldfjallastöðin. Basisk gjóskugos á Tungnaáröræfum. Ábyrgðarmaður Guðrún Þ. Larsen. 129.000. Gunnar Steinn Jónsson líffræð- ingur. Frumframleiðni botnþörunga í Þingvallavatni. 88.000. Krabbameinsfélag íslands. For- stigsbreytingar leghálskrabbameins. Ábyrgðarmaður Gunnlaugur Geirs- son. 200.000. Hafrannsóknastofnun. Setmynd- un í Þingvallavatni. Lagskipting og innri gerð. Ábyrgðarmaður Hafliði Hafliðason. 88.000. Hermann Þórisson stærðfræðing- ur. Líkindafræði; endurnjunarferli og dreifingartenging. 80.000. Hrefna Sigurjónsdóttir líffræð- ingur. Æxlunaratferli gulu mykju- flugunnar. 15.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Jarðlaga- fræði síðasta jökulskeiðs á Arnar- nesi við Eyjafjörð. Ábyrgðarmaður Hreggviður Nordahl. 30.000. Jarðeðlisfræðistofa RHÍ. Jarðseg- ulsviðsmælingar, tækjakaup. Ábyrgðarmaður Leó Kristjánsson og Þorsteinn Sæmundsson. 60.000. Efnafræðistofa RHÍ. Efnasmíði og oxun enamina, tækjakaup. Ábyrgð- armaður Jón Geirsson. 60.000. Jón Jónsson jarðfræðingur. C-14-aldursákvarðanir. 15.000. Rannsóknastofa HÍ í lífeðlisfræði. Áhrif hitastigs á samdráttarhæfni sléttra vöðva in vitro. Ábyrgðarmað- ur Kristín Einarsdóttir. 72.000. Jarðfræðistofa RHl. K/Ar- aldursákvarðanir á íslensku bergi. Ábyrgðarmaður Kristinn J. Al- bertsson. 25.000. Borgarspítalinn, rannsóknadeild. D-vítamínbúskapur skólabarna og aldraðra í Reykjavík. Ábyrgðarmað- ur Laufey Steingrímsdóttir. 37.000. Líffræðistofnun HÍ. Hitakærar örverur í íslenskum hverum og laug- um. Ábyrgðarmenn Guðni Alfreðs- son og Jakob Kristjánsson. 95.000. Líffræðistofnun HÍ. Rafskrán- ingar úr efnaskynfærum fiska, tækjakaup. Ábyrgðarmaður Logi Jónsson. 110.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Tilraunir í bergfræði, stöðugleikasvið steina í basalti. Ábyrgðarmaður Magnús Ólafsson. 150.000. Náttúrugripasafnið í Neskaup- stað. Smádýralíf á Brúaröræfum. 33.000. Norræna eldfjallastöðin. Dyngju- fjöll og Askja. Jarðskorpuhreyf- ingar, jarðfræði og bergfræði. Ábyrgðarmaður Guðmundur E. Sig- valdason. 50.000. Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði. Tækjakaup til sameindalíf-' fræðirannsókna. Ábyrgðarmaður Ólafur Andrésson. 60.000. Ólafur Grímur Björnsson læknir. Stjórn galls- og brisvökvaútskilnað- ar í mönnum. 85.000. Rannsóknarstofnanir fiskiðnaðar- ins og landbúnaðarins. Geymsluþol fóðurblandna úr innlendum hráefn- um. Ábyrgðarmenn Ólafur Guð- mundsson og Sigurjón Arason. 110.000. Jarðeðlisfræðistofa RHÍ. Jarð- skjálftar og misgengishreyfingar á Atiantshafshryggnum norðan við 20°N. Ábyrgðarmaður Páll Einars- son. 29.000. Pálmi Möller tannlæknir. Tann- heilbrigði 6—14 ára íslenskra barna. Framhaldsrannsókn. 50.000. Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins. Þéttleiki íbúðarhúsa. Tækjakaup. Ábyrgðarmaður Jón Sigurjónsson. 170.000. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Sveppir í jarðvegi og gróðri og hugsanleg áhrif þeirra á þrif sauð- fjár. Ábyrgðarmenn Sigurgeir Ólafsson og Ólafur Guðmundsson. 75.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Skaftárelda- hraun, viðbótarstyrkur. Ábyrgðar- menn Sigurður Þórarinsson og Þor- leifur Einarsson. 17.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Nýtt kort af Heimaeyjarhrauninu með tilliti til breytinga á strönd og landhæð á níu árum frá gosi. Ábyrgðarmaður Þor- leifur Einarsson. 39.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Gas-efna- hitamælar fyrir jarðhitarannsóknir. Ábyrgðarmaður Stefán Arnórsson. 100.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Jarðefna- fræði jarðhita, tækjakaup. Ábyrgð- armenn Sigurður Steinþórsson og Stefán Arnórsson. 100.000. Efnafræðistofa RHÍ. Ensím í síld og þættir þeirra í síldarverkun. Ábyrgðarmaður Sigurður Magnús- son. 61.000. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur. Könnun á gögnum varðandi áhrif Skaftárelda. 11.000. Sigurjón B. Stefánsson læknir. Merkja- og kerfisfræðilegar athug- anir á starfsemi sjálfvirka tauga- kerfisins í mönnum. 70.000. Skógrækt ríkisins. Skordýr í görð- um og skóglendi og skemmdir af völdum þeirra. Ábyrgðarmaður Jón Gunnar Ottósson. 150.000. Rannsóknastofa HÍ í lífeðlisfræði. Áhrif ytri þátta á samband himnu- spennu og samdráttar í sléttum vöðvum í æðaveggjum. Ábyrgðar- maður Stefán B. Sigurðsson. 39.000. Rannsóknastofa HÍ í lífeðlisfræði. Örskautatæki til skráninga himnu- spennu í frumum. Ábyrgðarmaður Stefán B. Sigurðsson. 88.000. Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannesson. Efnabúskapur og varmahagur Ólafsfjarðarvatns, framhaldsrannsóknir. 40.000. William Peter Holbrook tann- læknir og Helga M. Ögmundsdóttir læknir. Sveppasýkingar í munni. 45.000. Hjartavernd. Úrvinnsla á gögnum um lungnastarfsemi íslenskra karlmanna. Ábyrgðarmaður Örn Elíasson. 15.000. Jarðfræðistofa RHÍ. Frjógrein- ingar. Ábyrgðarmaður Margrét Hallsdóttir. 35.000. Björn Birnir stærðfræðingur. Fallafræði Rieman-flata og Jacobi- fylki þeirra. 31.000. Göngudeild sykursjúkra. Orsakir insulin-háðrar sykursýki. Ábyrgðar- maður Þórir Helgason. 60.000. Líffræðistofnun HÍ. Stökkbreyt- andi og krabbameinsvaldandi efni í umhverfinu. Ábyrgðarmaður Jórunn Erla Eyfjörð. 100.000. Eðlisfræðifélag íslands. Orðaskrá um eðlisfræði og stjörnufræði. Ábyrgðarmaður Þorsteinn Vil- hjálmsson. 25.000. Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg. Orkubúskapur fruma. Tækjakaup. Ábyrgðarmaður Val- garður Egilsson. 120.000. Hugvísindadeild Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal sálfræðingar (sameig- inlega). Þróun aðferða við fyrir- byggjandi sálfræðilega ráðgjöf fyrir íslenskar fjölskyldur. 55.000. Auður Styrkársdóttir MA. Áhrif kvenna i stjórnmálum á íslandi. 50.000. Hið íslenska bókmenntafélag. Samning skráa við Annála 1400-1800. 50.000. Eiríkur Jónsson fyrrv. kennari. Tilurð skáldsagnanna Sjálfstætt fólk og Heimsljós eftir Halldór Laxness. 50.000. Fríður Ólafsdóttir Diplom design- er. Rannsókn á íslenskum karl- mannafatnaði 1780—1850. 35.000. Garðar G. Víborg fil. kand. Þróun félagsskynjunar hjá börnum (dokt- orsverkefni við Lundarháskóla). 15.000. Gísli Gunnarsson MA. Einokun- arverslun Kaupmannahafnar og ís- lenska samfélagið 1600—1800. 40.000. Grunnvíkingafélagiö, ísafirði. Rit- un sögu Grunnvíkinga og Grunna- víkurhrepps. 40.000. Dr. Gunnar Karlsson prófessor. Samning ritaskrár um islenska sögu (umsjón á vegum Sagnfræðistofnun- ar). 75.000. Dr. Gunnlaugur S.E. Briem. For- skrift og skriftarkennsla á íslandi frá miðri 19. öld. 10.000. Sr. Hjalti Hugason. Menntun ís- lenskra presta 1805—1846 (doktors- verkefni við Uppsalaháskóla). 15.000. Dr. Höskuldur Þráinsson prófess- or og dr. Kristján Árnason lektor (sameiginlega). Rannsókn á íslensku nútímamáli, einkum framburði. 150.000. Indriði Gíslason lektor og Jón Gunnarsson lektor (sameiginlega). Máltaka íslenskra barna á forskóla- aldri. 30.000. Inga Dóra Björnsdóttir MA. Söfn- un á ritverkum og viðtölum við ís- lenskar konur í Vesturheimi. 50.000. Jón Viðar Jónsson fil. kand. Upp- runi og þróun áhugamannaleiklistar á íslandi (doktorsverkefni við há- skólann í Stokkhólmi). 20.000. Júgóslavarmr harð- ir á opnu mótunum Skák Margeir Pétursson Jafnframt stórmótinu i Torino á Ítalíu, sem nú er nýlokió, fór fram opið skákmót í mörgum flokkum, þar sem þrír íslendingar voru á meðal þátttakenda, auk undirrit- aðs, þeir Sævar Bjarnason, Keykjavíkurmeistari, og Þór Örn Jónsson. Upphaflega höfðum við aðeins komið til Torino til að fylgj- ast með stórmeistaramótinu, en eftir að þaö kom i Ijós að opna mótið yrði sæmilega öflugt ákváð- um við að slá til og vorum allir þrír úrskurðaðir hæfir til þátttöku í efsta flokki mótsins, meistara- flokknum. Úrslitin í meistaraflokki urðu þessi: 1. Sahovic (Júgóslavíu) 7 vinn- ingar af 8 mögulegum. 2. Mrdja (Júgóslavíu) 6'/2 v. 3.-4. Margeir Pétursson og Despotovic (Júgó- slavíu) 5*/i v. 5.—6. Kliako (Júgó- slavíu) og Andruet (Frakklandi). Sævar hlaut fjóra vinninga og Þór Örn tvo. Svo sem sjá má af þessari upp- talningu voru það ekki heima- menn sem settu okkur stólinn fyrir dyrnar, heldur öflugur flokkur Júgóslava, en sterkir skákmenn af því þjóðerni róa gjarnan á mið í Sviss, Ítalíu og Austurríki, því verðlaun á mót- um þar eru miklum mun hærri en í heimalandi þeirra. Stór- meistarann Sahovic rámar lík- lega marga lesendur í frá Reykjavíkurskákmótinu í vetur, en hann virðist sérhæfa sig í opnum mótum og hefur jafnvel sigrað á Lone Pine-mótinu, sem er sterkast hinna opnu móta á ári hverju. Um árangur okkar íslend- inganna er það að segja að hann var fremur í lægri kantinum og sérstaklega var Sævar langt frá sínu bezta. Ég náði forystu í mótinu eftir þrjár umferðir, en þá fór í hönd einn af þessum slæmu dögum; fyrst tapaði ég jafnteflislegri biðskák fyrir Mrdja og tefldi síðan með svörtu gegn Sahovic. Ég lenti í einu af uppáhaldsafbrigðum Slavans og tókst aldrei að losa af mér tak hans. Þar með var efsta sætið auðvitað farið veg allrar verald- ar, en í síðustu umferð tókst mér að klóra í bakkann með því að leggja alþjóðameistarann Des- potovic að velli. Sævar byrjaði á því að leggja júgóslavneska meistarann KIi- ako að velli í bráðskemmtilegri skák, dæmigerð fyrir Sævar þeg- ar hann nær sínu bezta. Én í þessu móti var hann enn mis- tækari en venjulega og í þriðju umferð fékk hann hroðalega út- reið í kóngsbragði gegn einum af ítölsku þátttakendunum. Eftir það náði hann sér ekki fyllilega á strik aftur og endaði með 50% vinninga, sem var alltof lítið. Þór Örn Jónsson átti hér við erfiðari mótstöðu að etja en hann hefur áður reynt sig við. Hann byrjaði samt mjög vel og hafði hlotið tvo vinninga úr þremur fyrstu skákunum. Fleiri urðu vinningar hans ekki og má um það kenna reynsluleysi og skákþreytu þegar líða tók á mót- ið. Þessi staða kom upp í skák þeirra Sævars og Kliako í fyrstu umferð. Sævar, sem hafði hvítt, hafði þegar hér var komið sögu fórnað peði fyrir sóknarfæri og nú fann hann geysiöfluga leið sem reyndist leiða til þvingaðs vinnings, eftir miklar sviptingar. Svart: Kliako (Júgóslavíu) Hvítt: Sævar Bjarnason 36. Bh3! — Bb3. Eini leikurinn, því eftir 36. — Bxh3, 37. Hxf7 vinnur hvítur. 37. Hb2! Leppar riddarann og hótar 38. De3. Nú grípur svartur til ör- væntingarfullra aðgerða til að losa sig úr leppuninni. b6, 38. Rf5 — Df8, 39. De3 — Dxc5. Riddarinn á b3 virðist nú vald- aður óbeint, en Sævar hefur séð lengra. 40. Hxb3! — Dc2+, 41. Bg2 — Rf4. Ekki 41. - Hxb3, 42. Dh6 og svartur er óverjandi mát. 42. gxf4 - Hxb3, 43. Del. Hér fór skákin í bið, en Kliako gafst upp morguninn eftir án þess að tefla frekar. Biðleikur hans var 43 — Dc4 sem tapar eftir 44. Dh4 — De6, 45. Dg5+ — Kf8, 46. Dd8+ - De8, 47. Dd6+ - Kg8, 47. Df6 - Df8, 48. fxe5 og svartur á ekkert svar við hótun- inni 49. e6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.