Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 36

Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 36
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 Sparakstur BÍKR og Orkusparnaðarnefndar: Fjórir Suzuki-bílar eyddu undir 5 lítrum á hundraðið Einn af Suzuki-bílunum I utanbcjarakstrinum, sá er lengst komst ók 109 kílómetra. Ljósm.: Gunnlainjiir FREMUR fáir bílar tóku þátt í sparaksturskeppni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur og Orkusparnaðarnefndar á sunnudaginn. Bílarnir fengu 5 lítra af bensíni hver og óku bæði innanbæjar og utan. í flokki bíla með 0—1000 cc vél voru flestir þátttakendur. Þar sigraði Úlfar Hinriks- son á Suzuki og komst 109 kílómetra á lítrunum fimm, sem jafngildir 4,58 1 á hundr- aðið í eyðslu. Á eftir honum komu þrír Suzuki-bílar, allir með innan við fimm lítra í eyðslu. Næsti flokkur var frá 1001 — 1300 cc og voru aðeins tveir bílar þar. Vilhjálmur Sigurðsson á Opel Kadett sigraði og var eyðsla bílsins 6,67 1 á hundraðið. Kristján Eyfjörð á Opel Ascona 1,6 vann í flokki bíla með 1301—1600 cc vél, eyðsla Opelsins var 7,38 1 á hundrað- ið. í flokki bíla með 2000 cc vél og yfir, sigraði Guðmundur Kristófersson á Volvo 244, eyðslan var 7,98 1 á hundraðið. í öðru sæti varð Páll Ey- vindsson á Volvo Turbo með 8,35 1 á hundraðið. Voru þetta reyndar einu bílarnir í þess- um flokki. Leiðin sem ekin var, skiptist í tvennt, innan- bæjarakstur, þar sem ekið var um borgina vítt og breitt, og utanbæjarakstur. Fóru keppnisbílarnir Krýsuvíkur- leið. Sneru bílarnir síðan við á henni og óku sömu leið til baka. Úlfar Hinriksson á Suz- uki komst eins og fyrr segir 109 km. Náði hann að komast inn í Kópavog áður en síðasti bensíndropinn var uppurinn. Kvað hann galdurinn við að spara bensín þann, að stíga létt á bensínið og halda jöfn- um hraða. Jafnframt á aka fremur hratt í beygjur. Volvo Turbo Páls Eyvindssonar ók mun lengra en ætla mátti. Eyðsla bílsins var 8,35 I á hundraðið og telst gott. Ljósm.: Gunni»uKur Launþegasamtökin beiti mætti sín- um til studnings atvinnuvegunum Eftir Einar Örn Björnsson, Mýnesi Ekki er útliðið gott í efnahags- og afkomumöguleikum þjóðarinn- ar um þessar mundir og enn er vegið í þann knérunn að hefja há- værar kröfur um launahækkanir. Viðræður hafa staðið yfir en árangur er lítill. Launamannasamtökin hafa haf- ið timabundin verkföll og skæru- verkföll hafa verið háð af ýmsum þrýstihópum. Þetta er sá forleikur er við blasir og allsherjarverkfall boðað ef annað brestur. En hvernig er islenska þjóðin í stakk búin að verða við kröfugerð þeirri er sett er á svið? Sjávarút- vegurinn er nær uppurinn vegna ofveiða og ef til vill af fleiri orsök- um. Þorskafli hefur minnkað verulega, einkum hjá togurunum. Hvort það verður viðvarandi veit enginn en allur er varinn góður. Afleiðingar þess er að rekstur fiskvinnslustöðva og úthald fiski- skipa er mjög erfitt, og stefnir í mikinn taprekstur. Landbúnaðurinn hefur átt við harðindi að búa síðan í september fyrir ári og innistaða orðin meiri en átta mánuðir og fénaður á gjöf fram að þessu vegna vorharðinda er geisað hafa frá Vestfjörðum til Austurlands. Þegar þetta er ritað hefur rofað til og hlýnað í veðri þó kaldara hafi verið á nefndu svæði við strendur. Bændastéttin hefur búið við mikla erfiðleika og tekjutap er ekki verður með tölum tekið. ís- lendingar þurfa að vera sér með- vitandi um að landbúnaðurinn er stolt Islendinga frá upphafi ís- landsbyggðar og tryggði búsetu um allt land í gegnum aldirnar þó myrkar væru þar til úr rættist. Ávöxturinn er það sem við blasir um búsetu og framfarir og sjávar- útvegurinn á sinn sterka þátt í, þegar hann kom inn á sviðið. Hver vill bæta það tap er nefndir erfið- leikar í landbúnaði hafa valdið. Ekkert hefur heyrst um það frá þeim sem hæst tala um hærra kaup og fríðindi sem hafa þó feng- ið kaup sitt í launaumslögin. Þar er átt við það fólk er betur er sett en skilur ekki að kaup og kjör mið- ast við stöðu atvinnuveganna á hverri tíð og annað ekki. Þegar svona gengur verkar þetta lamandi á allt þjóðlífið. Iðn- aðurinn á í miklum erfiðleikum, svo er um allan rekstur. Ýmsir hafa gefist upp eða minnkað reksturinn. Þetta ætti öllum að vera ljóst og ekki síst launa- mannasamtökunum og forstöðu- mönnum þeirra. Þeir sem stjórna eða eru eigend- ur atvinnufyrirtækja hafa gefið upp þann vanda sem við er að etja að ekki sé ráðrúm til kauphækk- ana eins og á stendur. Enda auð- skilið þegar undirstöðuatvinnu- vegirnir eru í eins miklum erfið- leikum og áður er lýst. Bændastéttin býr við kvótakerfi og hefur því ekki möguleika til aukinnar framleiðslu. Markaðir fyrir dilkakjöt erlendis hafa dreg- ist saman en mest í Noregi. Auk þess er verðið óhagstætt, svo er einnig um ýmsar landbúnaðaraf- urðir, einkum mjólkurafurðir. Vísitöluskrúfan óhófleg, kröfu- gerð ýmissa stétta og dýrtíðin sem þessu fylgir er þess valdandi að gjaldmiðill okkar þolir ekki sam- anburð við gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða Islendinga. Þar við bætist að hávaxtastefn- an lamar alla atvinnustarfsemi og er hemill á allar framfarir og verkar sem lamandi hönd á hinn almenna mann, sem talin er trú um að ráðið sé að skunda í verkföll um hábjargræðistímann, þegar líkur eru á að sumarið verði varla meira en þrír mánuðir og þá kem- ur aftur vetur. Þeir sem stuðla að slíku eru að koma á hér á landi „móðuharðindum af manna völd- um“. Sú skálmöld sem geisar er ógnvekjandi vegna þess að allt er í hættu sem varðveita þarf. Réttur skilningur, velvild og fórnarlund á að víkja fyrir óskammfeilninni og skammsýninni til að viss öfl geti komið áformum sínum fram en láta lönd og leið hverjar afleið- ingar það hefur fyrir íslensku þjóðina. Rétt er, áður en þessum þanka lýkur, að minnast á nokkur atriði: • 1. íslendingar mega ekki gleyma því að það eru undirstöðu- atvinnuvegirnir er mestu skipta um afkomu og lífskjör. Eins og nú horfir er hætta á ferðum ef sam- stillt átak þjóðarinnar er ekki fyrir hendi og annað sem varðar þá þjóðfélagsgerð er við búum við, það þýðir ekki að heimta meira en aflað er. Ekki má ganga nær lífríkinu til lands og sjávar en eðlileg endur- nýjun geti farið fram. Þess vegna verður að hverfa að því að nýta orkulindir landsins í Einar Örn Björnsson „Vísitöluskrúfan er bölvaldur fyrir hinn al- menna mann, grefur undan velsæld og tor- veldar eölilega þróun atvinnulífsins, þrúgar öll viðskipti utan lands og innan og gerir gjald- miðilinn verölítinn.“ fallvötnum og jarðhita í auknum mæli til vinnslu á hráefnum, sem til eru í landinu og aðfluttum til vinnslu iðnaðarvara til útflutn- ings og til nota í landinu og tryggja með þeim hætti að lífrík- inu verði markaður eðlilegur þátt- ur í þjóðarframleiðslunni. Nú hafa Alþingi og ríkisstjórn samþykkt áætlun um þrjár stór- virkjanir er komi í gagnið á næstu árum og stóriðju á Austurlandi. Það er mikið atriði að unnið sé að þeim framkvæmdum af festu og fyrirhyggju. Því þarf að vinna að því að virkjun Jökulsár í Fljótsdal verði hraðað, sem er fyrsti áfangi í Austurlandsvirkjun, þrátt fyrir virkjun Blöndu. Það er því kjörið tækifæri fyrir Austfirðinga og íbúa Norðurlands eystra að taka höndum saman og stuðla með þeim hætti að því að stóriðjuver verði reist við Eyja- fjörð. Þetta mega ekki vera orðin tóm heldur veruleiki. • 2. Það á að leggja áhérslu á það við gerð nýrra kjarasamninga að knýja á um að beinir skattar ríkis- ins af launatekjum verði afnumdir hjá öllum að því marki er teljast meðaltekjur. Hér er um tvísköttun að ræða þar sem söluskattur er megintekjuöflun ríkisins. Alþingi og ríkisstjórn verða að stuðla að því að nýjar álögur á almennig verði ekki áiagðar meðan óvissa ríkir í efnahagsmálum. Ef nefnd leið er farin mun launafólk hafa meira í hendi og kjarabót sem miklu skiptir og er leiðin til bjarg- álna. Kaup og kjör verða að mið- ast við viðskiptakjör þjóðarinnar á hverri tíð og stöðu atvinnuveg- anna. Annað er blekking. Vísitöluskrúfan er bölvaldur fyrir hinn almenna mann, grefur undan almennri velsæld og tor- veldar eðlilega þróun atvinnulífs- ins, þrúgar öll viðskipti utan lands og innan og gerir gjaldmiðilinn verðlítinn. Ef slík þróun verður ekki stöðvuð með samstilltu átaki þjóðarinnar og stjórnvöld þora ekki að taka á þessum málum, af ótta við fjöldann er þau höfða til, þá fer allt stjórnkerfið úr skorðum og verður þess valdandi að kreppuástand og atvinnuleysi hef- ur innreið sína. Er einhver sem óskar eftir slíku ástandi? • 3. Samninga um kaup og kjör þarf að gera til tveggja ára í senn, svo ráðrúm fáist til að styrkja at- vinnuvegina sem eru sá bakhjarl er allt veltur á og hafa sem við- miðun að afkoma atvinnuveganna og viðskiptakjörin út á við verði sá mælir er marki vinnulaunin hverju sinni. Hagkvæmni verði viðhöfð í öllum rekstri og tækni beitt til að tryggja undirstöður at- vinnulífsins. Ríkisumsvif verði miðuð við þá getu er atvinnulífið markar hverju sinni og forðast að íþyngja atvinnuvegunum með óhóflegum álögum, en stuðla að því að ágóði skapist er geri fyrir- tækjum kleift að tryggja öruggan rekstur og hagkvæmni. Launamannasamtökin eiga að styðja slíka viðleitni með störfum sínum og mætti. Það er leiðin til öruggari lífskjara og stuðlar að þjóðarsamstöðu sem full þörf er á. Eyða þarf sundrungariðju stjórn- málaafla og gera Alþingi virkara en verið hefur til stjórnunar og leiðsögu. Vegna þeirra erfiðleika er við blasa og óvissu í efna- hagsmálum þarf að taka gjaldeyr- islán með góðum kjörum til nokk- urra ára. Með þeim hætti ætti að vera hægt að tryggja stöðuna ef samstaða fæst um að veita viðnám þeim vanda er við er að etja. • 4. Verkefni launamannasam- takanna ætti að vera hið skapandi afl er vinni að betri nýtingu á framleiðslunni þar sem tækni- þróun, hugvit og þekking verði beitt í ríkum mæli. Þar er sú orka er þarf að leysa úr læðingi. Sú streita, ásakanir og sundrungar- iðja sem viðhöfð er og ýmsir for- ustumenn meðal launastéttanna beita, að þeir, sem stjórna eða eiga fyrirtæki í atvinnulífinu, hverju nafni sem nefnist, séu sá sameig- inlegi óvinur sem ævinlega eigi að vera í andstöðu við og sé af því vonda. Slík sjónarmið tilheyra rann- sóknarrétti miðalda og einræðis- öflum nútímans sem heimurinn er þrúgaður af og því miður teygir arma sína inn í íslenskt þjóðfélag, en þar nefnist það „sósíalismi, verkalýðsbarátta og þjóðfrelsi", sem síðan er notað af ýmsum þrýstihópum til að skapa glund- roða og upplausn og heimta meira en góðu hófi gegnir. Það er hin nýja stétt sem hefur lamað ís- lenskt þjóðfélag. Staða íslands á Norður-Atl- antshafinu skapar því „sentral" aðstöðu á milli tveggja heimsálfa. íslendingar eru þátttakendur í varnarsamtökum vestrænna þjóða og í samvinnu við Bandaríkin um varðstöðu hér á landi. Vegna veru okkar í nefndum samtökum getum við íslendingar beitt áhrifum í þá átt að stuðla að friðsamlegri lausn í samskiptum þjóða um leið og það tryggir samheldni vestrænna þjóða í heild. Það ættu þau öfl að íhuga sem stunda þá iðju og halda uppi úlfúð vegna nefndra samskipta, er tryggja frjálsari samgönguíeiðir um Norður-Atlantshafið og þar með meira öryggi en ella. Framlag íslendinga er því mik- ilvægt og tryggir tilveru þreirra þjóða er í norðrinu búa. En hvern- ig er staðið að samskiptum íslend- inga við félagsþjóðir þeirra af þeim stjórnmálaöflum er hér hafa farið með stjórn landsins hverju sinni. Þau mál þarf að endurskoða og styrkja stöðu íslands viðskipta- lega og með betri samgöngum í landinu, er hefði átt að vera einn þátturinn er samningar voru gerð- ir við Bandaríkin í upphafi. Þessi mál þurfa nánari umfjöll- unar við, en eru einn burðarásinn er þarf að styrkja á þann veg að Islendingar finni sjálfa sig í sam- starfi vestrænna þjóða. Hinn al- menni maður í landinu þarf að þrýsta á og skilja mikilvægi þess að hlutur Islands verði ekki fyrir borð borinn af innlendum ráða- mönnum í samskiptunum við vest- rænar þjóðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.