Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982
39
byggði sér hús við Stekka á Pat-
reksfirði nr. 17. Er húsið byggt í
nokkuð brattri brekku með stórri
lóð ofan við. Pálína og Guðmundur
komu sér þarna upp fallegum
garði, þótt lóðin hafi verið frá-
munalega erfið. Þar í liggja mörg
handtök og voru þau þar öllum
stundum vor og sumar að hlúa að
margs konar gróðri, enda Pálína
alveg einstök „blómakona" eins og
sagt er. Síðustu árin var Guð-
mundur vélgæslumaður hjá hrað-
frystihúsinu Skildi á Patreksfirði
og rækti það starf vel og allt ann-
að sem honum var trúað fyrir.
Nokkuð langt var frá heimili
Guðmundar á vinnustað og fór
hann einatt hjólandi til og frá
vinnu. Setti hann svip á bæjarfé-
lagið með persónuleika sínum. Oft
var stoppað á leiðinni og rætt við
samborgarana, gjarna var þá tek-
in upp pontan og tekið í nefið.
Guðmundur var sérlega minnugur
og sagði vel frá. Gat maður gleymt
sér tímunum saman í viðræðum
við hann. Hann var eftirtektar-
samur og íhugull og tók eftir ýmsu
í náttúrunni, sem fer fram hjá
flestum. Lítinn trillubát átti hann
og hafði yndi af að nostra við
hann á ýmsa lund. Lagði hann
jafnan hrognkelsanet á vorin sér
til ánægju. Hann hafði yndi af að
safna fágætum hlutum. Atti hann
ágætt frímerkjasafn og myntsafn
og eitt safn sá ég hjá honum, sem
ég held að eigi hvergi sinn líka, en
það er safn af öskupokum, listi-
lega vel útsaumuðum eða máluð-
um í silki.
Guðmundur var traustur maður
og heiðursmaður í orðsins fyllstu
merkingu. Vinmargur var hann,
því hitti maður Patreksfirðinga
búsetta syðra, var hann jafnan
einn af þeim sem um var spurt er
innt var eftir fréttum að heiman.
Guðmundur hafði ekki ýtt trillu
sinni á flot síðustu 2 til 3 ár vegna
skemmda sem urðu á henni, en nú
í vor var viðgerð lokið og var hann
nýbúinn að sjósetja hana. Mánu-
daginn 14. þ.m. tók hann net sín
um borð og ætlaði fyrir fjörð á
skel sinni til að leggja netin, en
fyrir áeggjan konu sinnar fór
hann styttra, enda hafði hann
kennt nokkurs lasleika undanfar-
ið. Hann hafði nýgengið frá bát
sínum að sjóferð lokinni og kom-
inn heim til sín er hann lést
skyndilega.
Ég og kona mín og synir þökk-
um Guðmundi samfylgdina og
biðjum honum Guðs blessunar um
alla eilífð. Pálínu, konu hans,
dætrunum tveimur, tengdasyni og
barnabörnum, sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Páll Ágústsson
Jarþrúður Jónasdóttir
— síðbúin kveðja
„Af eilífdar Ijó.si bjarma ber
sem brautina þungu greióir
vort líf sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir
og upphiminn fegri en augað sér
mót rillum oss faðminn breiðir/*
(Kinar Ben.)
Mig langar til að minnast hér
með nokkrum orðum móður minn-
ar, Jarþrúðar Jónasdóttur, en hún
hefði orðið 75 ára hinn 23. júní.
Hún fæddist á Hellissandi á Snæ-
fellsnesi 23. júní 1907 og voru for-
eldrar hennar hjónin Ingveldur
Gísladóttir og Jónas Þorvarðarson
frá Hallsbæ. Eftirlifandi systir
móður minnar er Guðrún Jónas-
dóttir og var ætíð mikill kærleikur
milli þeirra systra. Móðir mín
giftist Sveinbirni Sighvatssyni og
eignuðust þau fjögur börn, þrjár
dætur og einn son. Heimili for-
eldra minna stóð ávallt opið öllum
þeim sem að garði bar. Móðir mín
var einstaklega ljóðelsk kona og
gat setið og hlýtt á ljóðalestur og
annað andlegt efni svo tímum
skipti. Allur lífsmáti hennar ein-
kenndist af rósemi. Er hún stóð á
fimmtugu varð hún ekkja og stóð
þá uppi með yngsta barn sitt, son,
10 ára að aldri. Henni varð til láns
að leigja íbúð af góðum og um-
hyggjusömum manni sem Stein-
þór heitir. Hann reyndist henni og
börnum hennar einstaklega vel.
Mörg undanfarin ár átti hún við
vanheilsu að stríða, en það mót-
læti bar hún æðrulaust og án þess
að kvarta. Hún lagði uppí sína
hinstu ferð í apríl 1981. Sátt við
lífið og sátt við að deyja.
Blessuð sé minning hennar.
R.ELS.
GRJOTGRINDUR
Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
KVORT
KÝST ÞÚ
GAT EÐA
GRIND?
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfir 50 tegundir
BIFREIÐA
SKEMMUVEGI 4
K0PAV0GI
SIMI 7 7840
Kverkstæðið
nastás
bifreiða!
Ásetning á
staðnum
í SUMARBÚSTAÐINN
OG FERÐALAGIÐ
Björgunarvesti
BJÖRGUNARAXLABÖND.
ÁRAR. — ÁRAKEFAR.
BÁTADREKAR. KEDJUR.
KOLANET. — SILUNGANET.
ÖNGLAR. PILKAR. SÖKKUR.
Handfæravindur
m/stöng
VIDLEGUBAUJUR.
SÚÐHLÍFAR, MARGAR ST.
VÆNGJADÆLUR.
BÁTADÆLUR.
íslenzk flögg
Fl AGGST ANG ARHÚN AR.
FLAGGLÍNUR. FESTLAR.
Sólúr
Vasaljós
TJALDLJÓS.
LJÓSK AST ARAR.
VIDARKOL.
GRILLVÖKVI.
GASFERÐAT ÆKI.
OLÍUPRÍMUSAR.
STEINOLÍA, 2 TEG.
PLASTBRÚSAR.
•
MÚSA- OG ROTTUGILDRUR.
SLÖKKVITÆKI.
BRUNATEPPI.
DOLKAR — VASAHNÍFAR.
dxtaddín.
Olíulampar
Olíuofnar
Olíuhandlugtir
Garðyrkjuáhöld
SKÓFLUR ALLSKONAR.
KANTSKERAR.
GARPHRÍFUR.
GARDSLÖNGUR.
SLÖNGUGRINDUR
VATNSÚÐARAR.
HRÍFUR. ORF. BRÝNi.
GARÐSLÁTTUVÉLAR
Garöyrkjuhanskar
KVENNA, ÍBORNIR.
Handverkfæri
ALLSKONAR.
KÚBEIN. JÁRNKARLAR.
JARDHAKAR. SLEGGJUR.
MÚRARAVERKFÆRI.
Málning og lökk
FERNISOLÍA. VIÐAROLÍA.
HRÁTJARA.
CARBÓLÍN.
BLAKKFERNIS.
PLASTTJARA.
PENSLAR. KÚSTAR.
RÚLLUR.
RYÐEYDIR — RYÐVÖRN.
•
REGNFATNAÐUR.
KULDAFATNADUR.
ULLARNÆRFATNAÐUR.
TERMO-NÆRFÖT.
ULLARSOKKAR.
FERDASKYRTUR.
GÚMMÍSTÍGVÉL.
VEIÐISTÍGVÉL.
FERÐASKÓR.
Föstudaga
opiö til kl. 7.
Sími 28855
Sumarhús — Parhús
á fögrum staö í Borgarfiröi er til leigu. Húsiö er ekki
fullfrágengiö. Rafmagn er í húsinu og aðgangur aö
silungsvatni getur fylgt. Allar nánari uppl. í síma
75397 á kvöldin.
Borð og 4 stólar með sessum kr. 6.162.-
Athugiö, að við eigum sjö aörar geröir af
garðsettum, en myndirnar sýna — á mjög
hagstæðu veröi.
Einnig blómaker og garöbekki.
Bæjarins besta verö
Vörumarkaöurinn hf.
Sími 86112
Sendum um land allt.
mmmmmmmmm^^mm^^mmmmmm
Kynntu þér
Vörumarkaosverð
á garðhúsgögnum
Garöstólar kr. 621 — 213 — 175 — 475.
Sófi, stólar m. sessum og afl. borö kr. 2.857.-
Hringlaga borö og 4 stólar meö sessum kr.
3.206.-