Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982
icjö^nu-
ípá
HRÚTURINN
21. MARZ—19.APR1L
Vandamál á heimilinu tefja fyrir
þér. Á þetta einkum vid fyrri-
part dags. Allt gengur vel í vinn-
unni. Nú er rétti tíminn ad biðja
aðra um greida.
NAUTIÐ
20. APRlL-20. MAl
í.óður dagur og þú ert bjartaýnn
á framtíðina. Heppnin er líka
með þér og maka þínum eða
foreldrum. Þú hefur mikla sköp-
unargáfu 8em þú skalt endilega
notfæra þér.
h
TVÍBURARNIR
21. MAl—20. JÚNl
(ierðu allt sem þú getur til að
binda endi á deilur innan fjöl-
skyldunnar. Reyndu að stilla
eyðslunni í hóf svo þú eigir
meira til afnota fyrir heimilið
síðar.
sœ KRABBINN
21. JÚNl—22. JÍILl
Þér gengur illa að lynda við ein-
hvern í fjölskyldunni og það
hefur niðurdrepandi áhrif á þig.
Mundu að þú getur ekki hjálpað
neinum sem ekki vill láta hjálpa
»:*JlLJÓNIÐ
23. JÚLl—22. ÁGÚST
fflj
Góður dagur. Allt gengur í hag
inn í vinnunni. Samband þitt og
maka þíns batnar til muna. Lík
ur eru á óvæntu ferðalagi. Þú
átt í engum erfiðleikum með að
fá lánaða peninga ef þú þarft.
MÆRIN
23. ÁGÚST-22. SEPT
Mikilvægur dagur hvað varðar
frama þinn. Sérstaklega eiga
þeir sem stunda viðskipti góðan
dag. Samstarfsfólk er sérstak-
lega hjálplegt.
VOGIN
23.SEPT.-22.OKT.
Iní verður að bíða með allt sem
krefst líklegs erfiðis vegna
heilsunnar. Þú græðir ef þú
stundar einhver viðskipti í dag.
Ini lítur framtíðina bjartari aug
DREKINN
23. OKT.-21. NÓV.
Góður dagur þó að líkamlega
heilsan sé kannski ekki upp á
sitt besta. Yfirmenn og fólk í
áhrifastöðum er mjög hjálplegt
og sýnir mikinn áhuga á því sem
þú ert að gera.
ikf4 BOGMAÐURINN
"SJi 22. NÓV.-21. DES.
Ilaltu áfram á sömu braut og
undanfarið. Það er mikilvægt að
þú látir ekki smá vandamál
koma þér úr jafnvægi. Því færri
sem eru í kringum þig, því
betra.
m
STEINGEITIN
22. DES.-19. JAN.
(ióður dagur og allt er á réttri
leið hjá þér. I*ú átt líklega í erf-
iðleikum með að fá maka þinn
eða foreldra til að samþykkja
breytingu sem þig langar að
gera heima.
VATNSBERINN
20. JAN.-18. FEB.
Heppnin er með þér þessa dag-
ana svo reyndu að nota tækifær-
ið. Þrýstu á og þú munt fá það
sem þú vilt Ef þig vantar fjár-
magn ætti það að vera auðfeng-
ið í banka.
3 FISKARNIR
19. FEB.-20. MARZ
Vertu ekki of bjartsýnn, þ.e.
taktu ekki of mikla áhættu í
fjármálum. Fyrir þá sem eru
ástfangnir ganga ástarmálin
eins og í sögu. Vertu rausnarleg-
ur við þann sem þú elskar.
mrrmrmrmmmrrrmmTmmm
CONAN VILLIMAÐUR
/\F£AM, Ki-AR. VIP EKUAA
EINMITT A peiM SLÓPOM SEÍA Éð. OQ
Sonm qeóFoM m5>imv zak fhaam/JJ
LJÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Heyrðu Magga! Kennarinn
var að lesa þig upp.
RI6HT NOLd, l'P 5AY 5HE'5 THE MAYOR 0F “Z0NK CITY".'
5cMJcæ l
I*essa stundina mundi ég
telja hana til íbúa í
Bauganesi.
BRIDGE
Nú á að breyta til. Næstu vik-
una eða svo verður spurt „Hvað
segirðu?“ en ekki „Hvernig spil-
arðu?“ eins og venjulega.
Því er stundum haldið fram
að u.þ.b. 80% af árangri í bridge
ráðist af sögnum. Þetta eru
raiklar ýkjur þegar um byrjend-
ur og óreyndari spilara er að
ræða, en meðal sjóaðra keppn-
isspilara er þetta hlutfall nokk-
uð nærri lagi.
Það er skýring á þessu. Þeg-
ar menn eru að stíga fyrstu
sporin í bridgeíþróttinni er
það úrspilið sem öllu máli
skiptir; sagnir og vörn eru
ekki annað en óhjákvæmilegar
hliðarverkanir sem menn
verða að láta yfir sig ganga á
meðan beðið er eftir sælu-
stundinni að verða sagnhafi í 3
gröndum. Hjá byrjandanum
felst vörnin ekki í öðru en því
að taka á ásana sína og fylgja
lit; og sagnir — já, það er nú
bara spurning um að telja
punkta!
Þetta er eðlilegt, úrspilið er
undirstaðan í spilinu. Og það
er tiltölulega einfalt, þannig
að menn eru oft fljótir að ná
talsverðum árangri. Það er svo
ekki fyrr en spilarar hafa náð
sæmilegum tökum á úrspilinu
að þeir geta snúið sér að vörn-
inni. Og þegar spilarar eru
einu sinni vaknaðir til vitund-
ar um varnarspilið fer þeim
oftast fljótt fram.
En yfirleitt fer mönnum
hægt fram í sögnum. Það eru
margar ástæður sem valda
því. Ein er sú að sagnir byggj-
ast á samvinnu, og samvinna
krefst samhæfingar — sem er
erfið. Það sama gildir auðvitað
um vörnina, enda er það fyrst
og fremst þess vegna sem hún
er vandasöm. En vörnin er þó
meira klippt og skorin; í sögn-
um eru fleiri lausir endar,
fleiri vafaatriði og mikið um
hrein matsatriði. Stundum
verður ekki annað sagt um
sögn en að hún sé góð eða
vond, freistandi eða heppileg
o.s.frv. — það er sjaldan hægt
að dæma hana rétta eða
ranga. Sagnir þarfnast m.ö.o.
spilamats, sem er nokkuð sem
spilarar öðlast ekki á skömm-
um tíma.
En það má stytta sér leið
með því að glíma við sagn-
vandamál. Á morgun verða
birtar 5 sagnþrautir, sem síð-
an verður svarað hverri fyrir
sig á 5 dögum. Þessar þrautir
eru teknar úr erlendum
bridgetímaritum, en lesendum
til skemmtunar hef ég látið
tvo íslenska spilara svara
þeim. Þeir eru Sigtryggur Sig-
urðsson og Þorlákur Jónsson.
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
í ungversku deildarkeppn-
inni í vetur kom þessi staða
upp í skák stórmeistarans
Sax, sem hafði hvítt og átti
leik, gegn Karolyi. Svartur
hafði fórnað manni og bjóst
nú við að endurheimta hann
með góðri stöðu. En Sax fann
sterkan mótleik:
Hxg7+ - Kh8, 22. Hh7+! —
(Leiðir til óverjandi máts í
þremur leikjum)
— Kxh7, 23. Rhg5+ — og
svartur gafst upp.