Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 46

Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 46
46 Þorvaldur sigraði í Bonn WíRVALDUR t>órs8on frjáls- íþróttamaður úr ÍR sigraði í 110 motra grindahlaupi á frjáls- íþróttamóti i Bonn fyrir skömmu, hljóp á 14,4 sekúnd- um í örlítilli mótgolu. Gísli Sig- urðsson IJMSS hljóp á 15,0 sekúndum i hlaupinu, sem er hans bezti árangur. Gisli keppir i tugþraut i V-I>ýzkalandi um næstu helgi, en l*orvaldur, sem hlaupið hefur mjög vel i vor, er væntanlegur til landsins á fostudag, og verður hann með- al keppenda á afmælismóti ÍR í Laugardalnum á laugardag. Guðmundur stökk 2,03 GUDMIJNDIJR Rúnar Guð- mundsson hástökkvari úr KH stóð sig með ágætum á frjáls- íþróttamóti í Kskilstuna í Sví- þjóð í fyrri viku, stökk 2,03 metra og sigraði. Guðmundur sýndi mikið öryggi og fór allar hæðirnar í fyrstu tilraun. Lét hann hækka í 2,07, en felldi þá hæð naumlega. Keppendur voru 15 að tölu, og frammi- staða Guðmundar þvi góð. Fyrir skömmu sigraði Guð- mundur á móti í Norrköping, stökk þá 2,01 en varð fyrir því óláni að krækja hæl í rána er hann var kominn yfir 2,05 metra. Kn Guðmundur er á uppleið, og til alls liklegur, og keppnistímabilið rétt að byrja hjá honum. Heimsmet í sjöþraut RKNATA Neubert Austur-I’ýzka- landi bætti eigið heimsmet í sjöþraut kvenna á frjálsíþrótta- móti í llalle í heimalandi sínu um helgina, hlaut 6.772 stig og bætti metið um 56 stig, en það var 6.716 stig, sett í Kænugarði fyrir réttu ári. Arangur Neubert í einstökum greinum var sá, að hún hljóp 100 m grind á 13,59 sekúndum, varp- aði kúlu 15,10 metra, stökk 1,83 í hástökki, hljóp 200 metra á 23,14 sekúndum, stökk 6,84 í lang- stökki, kastaði spjóti 42,54 metra og hljóp loks 800 metra á 2:06,2 mínútum. Margrét bætir sig í kringlukastinu MARGRÍ7T Óskarsdóttir frjálsíþróttakona úr ÍR bætti ennþá einu sinni árangur sinn í kringlukasti, kastaði 42,30 metra á innanfélagsmóti ÍR- inga í Laugardalnum. Margrét kastaði fyrr í vor 41,92 metra. I kringlukasti karla sigraði Oskar Jakobsson örugglega, kastaði lengst 59,54 metra, var óheppinn að því leyti að rúm- lega 60 metra kast reyndist ógilt. Helgi l>ór Helgason USAH sigraði í kúluvarpi, varpaði 14,51 metra. Olafur Unn- steinsson náð sínu bezta í tæp- an áratug, varpaði 12,64 metra. Sigurður Kinarsson Ármanni varpaði 12,39 metra. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 Kevin Keagan: „Brasilíumenn einir geta sigraó okkur" „Áður en keppnin hófst var talið að við myndum hafa staðið okkur vonum framar ef við kæmumst í undanúrslitin. Kn eftir að hafa fylgst með keppninni er það mín einlæga skoðun, að aðeins eitt lið í keppninni er hugsanlega betra en okkar lið, lið Brasilíu og því gæti ég vel trúað því að til úrslita myndum við leika gegn þeim.“ I>etta sagði enginn annar en Kevin Keegan, enski landsliðsmað- urinn kunni, i samtali við AP í gær. Keegan hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu og ekki getað leikið með enska liðinu frekar en annar lykilmaður þess, Trevor Brooking. Það hefur engu breytt, menn hafa komið í þeirra stað og enska liðið hefur sigrað Frakkland og Tékkóslóvakíu mjög auðveldlega. „Það er í rauninni ógnvekjandi hversu léttilega við höfum sigrað í tveimur fyrstu leikjunum, vörnin hefur verið eins og múr, miðvall- arlínan hefur verið traust og full af skemmtilegum hugmyndum og „Munum ekki leika upp á jafntefli“ „VID MUNUM ekki leika upp á jafntefli þó svo að það nægi okkur til að komast í milliriðílinn,** sagði Michel Hidalgo, þjálfari Frakk- lands, í samtali við AP í gær, en í dag leika Frakkar gegn Tékkum í 4. riðli og úrslit í þeim leik skera úr um hvort liðið fylgir Knglandi í milliriðil. Frökkum nægir jafntefli, en Tékkar verða að sigra. Jafntefli kann þó ekki aö nægja Frökkum, það fer allt eftir því hvernig leikur Knglands og Kuwait fer. Jozef Venglos, þjálfari Tékka, var ekki eins opinskár um hvern- ig Tékkar myndu leika, „ég veit hreinlega ekki einu sinni enn þá hvemig ég mun stilla liði mínu upp, en það er meðal annars vegna þess að þrír af lykil- mönnum mínum eiga við meiðsl að stríða, þeir Seman, Berger og Stromsik," sagði Venglos. Seman reif liðband í fingri gegn Eng- lendingum og Berger meiddist þá í hné. Einhver padda beit hins vegar Stromsik í fótinn með þeim afleiðingum að hann blés upp eins og blaðra. Ólafur Lárusson til Stjörnunnar Garðabæjarliðið Stjarnan hel'ur enn fengið góðan liðsauka fyrir komandi handknattleiksvertíð. Olaf- ur Lárusson, skytta úr KR, hefur gengið frá félagskiptum sínum og mun leika með liðinu næsta vetur. Olafur er fjórði sterki handknatt- leiksmaðurinn sem gengið hefur til liðs við Stjörnuna að undanförnu, en liðið leikur í 1. deild í fyrsta skipti næsta vetur. Hinir þrir voru Brynjar Kvaran úr KR, Heimir Karlsson úr Víkingi og Guðmundur Þórðarson úr ÍR. Heimavallarmál Stjörnunar standa þannig þessa stundina, að heimaleikir liðsins munu sennilega fara fram í íþróttahúsinu í Hafnar- firði, en það mun skýrast nánar í vikunni. — gg- Karl Ómar vann tvöfalt Golfklúbbur Reykjavíkur gekkst fyrir opnu unglingamóti í golfi fyrir skömmu og urðu úrslit í mótinu þessi. Vinningshafar án forgjafar: 1. Karl Ómar Jónsson GR 78 högg 2. ívar Hauksson GR 81 högg 3. Sigurbjörn Sigfússon GK 84 högg Vinningshafar með forgjöf: 1. Karl Ómar Jónsson GR 72 högg 2. Jóhannes Sveinsson GG 72 högg (Golfklúbbur Grindavíkur) 3. Guðmundur Bragason GG 73 högg (Golfklúbbur Grindavíkur) Keppendur voru 17 ára og yngri. Hvar skyldi nú hvíta kúlan lenda? Golfmenn um allt land eru komnir á fulla ferð. Og mörg stórmót eru framundan. Ljósm. Sigurg. Jónasson. • Kevin Keegan og Trevor Francis syngja (breima?) lagið „This tima we’ll get it right” skömmu lyrir brotttörina til Spénar. Lag þetta á samnefndri plötu enska landsliösins náöi umtalsveröum vinsasldum í Englandi, en athygli vakti þó aö baráttusöngur skoska landsliösins, „We have got a dream" náöi þó enn meiri hylli. Nú er Keegan meiddur, en Francia hefur tekið stööu hans og leikið svo vel að óvíst er hvort að Keegan nær aftur stööu sinni. framlínumennirnir hafa skorað úr færum sínum. Meira er varla hægt að fara fram á,“ sagði Keegan. Keegan verður varla með gegn Kuwait, en hann sagði: „Ég vil ólmur fara að taka þátt í vel- gengni enska liðsins, þessir bak- verkir eru ekkert miðað við þau vonbrigði að sitja á bekknum með þá hugsun eina í kollinum, að ef allt hefði gengið vel hefði ég verið einn hinna ellefu ensku leik- manna. Ég geri mér vonir um að vera orðinn góður í bakinu tíman- lega fyrir milliriðlakeppnina." Spurningin er þá bara sú hvort að það verður pláss fyrir kempuna, en fyrir fáum árum hefði slík hugsun þótt hlægileg, auðvitað hefði verið pláss fyrir Keegan. En nú eru breyttir tímar. Gerets fékk heilahristing BKLGÍSKI varnarmaðurinn sterki, Kric Gerets, hlaut slæman heila- hristing er hann rakst harkalega á markvörð sinn, Jean Marie Pfaff, i leiknum gegn Ungverjum í fyrra- kvöld. Hann þarf nú að hvíla sig í minnst 5 sólarhringa í myrkvuðu herbergi og ólíklegt er að hann geti leikið fyrsta leik Belgíu í milli- riðli. Gerets rotaðist og komst ekki til meðvitundar fyrr en eftir nokkr- ar mínútur. Þegar hann vaknaði var hann greinilega ruglaður, taldi Belga hafa 2—1-forystu, en þeir voru í raun 0—1 undir. Hann hélt áfram um hríð, en ljóst var að það þurfti að skipta honum út af. Það var þó ekki vandalaust, því kappinn lét sem hann vissi ekki af því að það væri verið að kalla í sig, hvort sem það var óviljandi eða ekki! Starfsmenn belgíska liðsins náðu ekki í skottið á Gerets fyrr en eftir rúmar 15 mínútur og var honum þá ekið umsvifalaust á sjúkrahús. Trimmdagur ÍSÍ er á sunnudaginn Skokkbrautir hafa verið lagðar, gönguleiðir merktar og hjólreiða- vegir ákveðnir. Samið hefur verið við sveitastjórnir og bæjarfélög um afnot af sundlaugum, íþrótta- húsum og íþróttavöllum. Þá hafa einstök héraðssambönd komið á keppni milli félaga á sínum sam- bandssvæðum og heitið glæsi- legum verðlaunum fyrir mesta þátttöku. Virðist mega dæma af þeim fréttum, er borist hafa, að á TRIMMDEGI ÍSÍ sunnudaginn 27. júní, verði almenn þátttaka eldri sem yngri. Stjórnir héraössambanda, iþrótta- og ungmennafélaga víðsvegar um landið vinna nú ötullega að skipulagi Trimmdags ÍSÍ, sunnudaginn 27. júní nk. Sveinn efstur í, stigakeppni GSÍ Helgina 26. og 27. júní nk. verður Johnnie Walker-golfkeppnin haldin og fer hún fram á Nesvelli. Keppnin er annað stigamót GSÍ á þessu ári og er eingöngu fyrir meist- araflokk karla þ.e. forgjöf 5 og lægra (landsforgjöf). Leiknar verða 72 holur án forgjaf- ar, 36 holur hvorn dag. Fyrstu verðlaun verða ferð á Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Troon í Skotlandi um miðj- an júli. Það er því mikið í húfi fyrir meist- araflokksmenn að taka þátt í keppn- inni og ekki sist til að næla sér í stig til landsliðs GSÍ. Heildverslunin Vangur hf. gefur öll verðlaun til keppninnar og að vanda verður fjöldi aukaverðlauna. Staðan í stigakeppni GSÍ er nú þannig: stig Sveinn Sigurbergsson, GK 28 Sigurður Hafsteinsson, GR 21 Sigurður Pétursson, GR 16 Sigurður Sigurðsson, GS 10,5 Hannes Eyvindsson, GR 10,5 Óskar Sæmundsson, GR6 Páll Ketilsson, GS 6 Einar L. Þórisson, GR 3 Úlfar Jónsson, GK 1,5 Gylfi Kristinsson, GS 1,5 Skráning í keppnina er hafin og verður skráð til kl. 19.00 föstudag- inn 25. júní. Rástímar verða til- búnir kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.