Morgunblaðið - 25.06.1982, Page 4

Morgunblaðið - 25.06.1982, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1982 Glæsileg haust- og vetrartízka frá l/A YSU Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Fyrst kvenna efnafræðingur Árið 1771 varð kornung frönsk stúlka, Lucille, aðeins fjórtán ára að aldri, eiginkona Antone Laurent Lavoisier, sem ungur að aldri var þegar oröinn einn af læröustu mönnum Frakklands í náttúruvísindum. Til hjónabands- ins var að sjálfsögðu stofnað aö þeirra tíma sið, þ.e. að faðír stúlkunnar, Paulze d’lvy skattheimtumaður, réði ráðahagnum, gaf dóttur sína hinum efnilega 28 ára gamla manni. En samband þeirra hjóna þótti með af- brigðum gott og urðu þau mjög samrýnd, eftir því sem sögur herma. Efnafræði var ekki enn viöur- kennd vísindagrein á þessum tima, það voru aðeins örfáir menn, sem fengust við tilraunir á þessu sviöi. En það varð einmitt til þess að unga konan, Lucille, hóf að aðstoða mann sinn á rannsóknarstofunni og fékk mik- inn áhuga fyrir efnafræðinni. Hún hóf síöan sjálfstæöar rann- sóknir og 29 ára gömul gaf hún út rit um efnafræöirannsóknir, sem vakti að sjálfsögðu athygli meðal menntamanna. En vísindamaðurinn Lavoisier var tekinn af lífi í frönsku stjórn- arbyltingunni (áriö 1794) og var það vegna þess að hann hafði fengið skattheimtuembættið í arf eftir tengdafööur sinn. Lucille og Antoine Laurent La- voisier. Myndin er tekin eftir málverki franska málarans Jaques Louis David af þeim hjónum. En eiginkonan, Lucille, hélt áfram starfi manns síns og rann- sóknum, varð hún nokkurskonar miðpunktur í hópi vísindamanna franskra, svo sem Lagrange, Bertholet, Arago, Cuvier o.fl. Áriö 1805 kom út rit eftir Luc- ille Lavoisier, „Aðferðir í efna- fræði“, var það nefnt. Sama ár gekk hún í hjóna- band aftur, eiginmaðurinn var Rumford, þekktur breskur heim- spekingur og vísindamaöur, en sambandiö stóð stutt, aöeins fjögur ár. Lucille hélt aftur til Frakklands og fékkst áfram við efnafræði- rannsóknir sínar. Hún lést í hárri elli. „FROMAS“ úr sítrus-ávöxtum „Frómas“ úr sítrus ávöxtum 4 egg, 2 dl sykur, safi úr fjórum appelsínum og tveim sítrónum. 3 dl rjómi, 10 blöð af matarlími, dál. af sjóöandi vatni. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman, eggjahvítur stífþeytt- ar sér og rjóminn einnig þeyttur. Matarlímið brætt í sjóðandi vatni og hrært í eggjahræruna, eggja- hvítunum bætt í og síðast rjóm- anum. Sett í skál, eða form sem hvolfa á úr og látið stífna. Skreytt meö appelsínusneiðum. Ætlað fyrir 6—8 manns. Appelsínu-„frómas“ 5 plötur matarlím, 3 egg, sagi af IVi appelsínu, safi og rifinn börkur af ’/s sítrónu, 1V4—2 tsk. fljótandi sykurefni eða sykur að smekk, 1 dl rjómi, appelsínusneiðar til aö skreyta með. Matarlímið látið liggja í bleyti í köldu vatni í 10 mín., kreist vel úr því vatniö og síðan brætt í „vatnsbaði". Eggjarauðurnar eru hræröar með nokkrum matsk. af heitum appelsínusafa og fljótandi sykur- efni, uppleystu matarlíminu bætt í ásamt því sem eftir er af safa og berki. Að síðustu er varlega sett saman við þeyttur rjómi og stífþeyttar hvíturnar. Nægir í 4—6 skammtaglös. Til að fækka hitaeiningunum er minnst á gervisykur í fljótandi formi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.