Morgunblaðið - 25.06.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1982
39
ömaa
Ijicm
RÆTT VIÐ MARGRÉTI
KJARTANSDÓTTUR EN HÚN
MUN ÁSAMT FLEIRI ÍS-
LENDINGUM TAKA VIÐ
REKSTRI ÞESSA ÞEKKTA
VEITINGAHÚSS í KAUP-
MANNAHÖFN Á NÆSTUNNI
vínkjöllurum í heimi, þar eru aö
jafnaði til um 10.000 flöskur af víni
á lager og fjölda margar tegundir.
Veggirnir þarna eru þaktir flöskum
en í kjallarann en hins vegar ekki
hægt aö komast nema í gegnum
efri hæöina. Niöri í kjallaranum er
einnig salur þar sem hægt er aö
taka á móti stórum hóþum og viö
munum athuga möguleika á aö
nýta betur þessa aöstööu. Hljóö-
færi fylgja meö á báöum hæöum
og ætlar Gunnar Tryggvason
hljómlistarmaöur aö sjá um aö
flytja tónlistina á staðnum."
— Hvernig bregst svo þitt nán-
asta umhverfi viö þessum flutning-
um þínum af landinu?
„Eins og ég sagöi áöan þá hef
ég aldrei verið rög viö aö taka
áhættur í lífi mínu svo þaö ætti
ekki aö koma neinum á óvart. Ég
er þessa dagana aö ganga frá sölu
á íbúöinni hérna, en þessa íbúö
keypti ég meðan ég var innkaupa-
stjóri hjá Hagkaup en þar var ég í
fimm ár. Á sínum tíma þóttu þessi
íbúöarkaup bera vott um mikla
bjartsýni, þar sem peningaráðin
voru í upphafi ekki mikil, en þetta
tókst, ég vann sem kokkur á sjón-
um í sumarfríunum mínum, eitt
sumariö réö ég mig á skreiðarbát
sem sigldi til Nígeríu. Sá túr dróst
á langinn, við komum ekki heim
fyrr en eftir hálft ár, en þar meö
voru fjárhagsáhyggjur vegna íbúö-
arkaupanna að mestu úr sögunni."
— Og þú ert sem sagt á förum
til Kaupmannahafnar. Hvernig
leggst þaö í þig?
„Alveg ágætlega, ég er búin aö
fá leigöa íbúö í Kaupmannahöfn til
aö byrja meö og er aö pakka dót-
inu mínu saman. Ég hef aö vísu
aldrei búiö áöur í Kaupmannahöfn
en komið þar oft og þessir flutn-
ingar leggjast ágætlega í mig. Nú,
svo vonast ég auövitað til aö sjá
sem flesta islendinga á „7 smá
hjem“ í Kaupmannahöfn á næst-
unni.“
Hór má sjá nokkrar
myndir af hinum
glæsilegu salarkynn-
um „7 smá hjem“
Vantar þig ekki
ferðafélaga?
ÍSLENSK
MATVÆLI H/F
HAFNARFJÖROUR
ICEFOOD
NETTÓ INNIHALD 125G