Morgunblaðið - 25.06.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.06.1982, Qupperneq 11
HVflÐ ER AÐ SEBAST UM HELfilNfl? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982 4 3 Á midvikudag söng kórinn m.a. fyrír aldraða á Hrafnistu. Norskur stúlknakór meö tvenna tónleika hér á landi Norskur stúlknakór frá bænum Gloppen í Noregi er staddur hér á landi. Kórinn mun halda tvenna tónleika hér á landi. Fyrri tónleikarnir eru þann 26. júní næstkomandi kl. 14.00 í Bustaðakirkju. Þeir tónleikar eru á vegum kórsins sjálfs en með kórnum í Bústaöakirkju leikur Reipó-barnaskóla- hljómsveit. Þann 27. júní heldur kórinn síð- ari tónleika sína kl. 16.00 í kirkjunni á Sel- fossi í samvinnu viö Samkór Selfoss. Vélhjólakeppni Sunnudaginn 27. júní kl. 13 veröur hald- in vélhjólakeppni á svæöi nokkru sunnan viö Grindavíkurveginn, rétt viö Reykjanes- brautina. Veröur keppt í svonefndu moto- cross og veröa nokkrir flokkar sem keppa. Myndin er frá vélhjólakeppni. Yfirlitssýningu Kristins Péturssonar í Listasafni alþýðu lýkur um helgina Sunnudaginn 27. júní lýkur yfirlitssýn- ingu á verkum Kristins Péturssonar í List- asafni alþýðu, Grensásvegi 16. Sýningin ber yfirskriftina Vötn á himni. í kaffistofu Listasafns alþýöu eru sýndar litskyggnur af listaverkum Kristins og einnig er upplestur meö vangaveltum yfir hans eigin list. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14.00—22.00. Sveinbjörn opnar málverkasýningu í Eden Sveinbjörn Þór Einarsson opnar mál- verkasýningu í Eden, Hverageröi laugar- daginn 26. júní nk. Á þessari sýningu sýnir Sveinbjörn 50 smámyndir, bæöi olíuverk og blandaöa tækni. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14.00—22.00. Sýningunni lýkur 4. júlí. Hjólreiðarall Junior Chamber JC-Hafnarfjöröur stendur fyrir hjólreiöa- ralli fyrir bæjarbúa Hafnarfjaröar laugar- daginn 26. júní. Þetta hjólreiðarall veröur haldiö í samvinnu við Æskulýösráð Hafnar- fjaröar og veröur Álftaneshringurinn hjólaöur. Hjólreiöaralliö hefst klukkan tvö og byrjar Engidalsmegin á Álftanesinu. Leikári Þjóöleikhúss- ins lýkur um helgina Nú um þessa helgi lýkur leikári Þjóö- leikhússins meö tveimur sýningum á söng- leiknum Meyjaskemmunni eftir Schubert og Berté. Eru síöustu sýningar verksins föstudaginn 25. júní og laugardaginn 26. júní. Mikill fjöldi söngvara og leikara kemur fram í sýningunni. Siguröur Björnsson fer meö hlutverk Schuberts, Júlíus Vífill Ingv- arsson fer meö hlutverk Schober vinar hans og Katrín Siguröardóttir fer meö hlut- verk Hönnu. Þá koma fram í sýningunni: Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Guðmundur Jónsson, Þuríöur Pálsdóttir, Kristinn Hallsson, Halldór Vil- helmsson, Bergþór Pálsson og Anna Júlí- ana Sveinsdóttir. Með stærstu leikhlut- verkin fara: Jón S. Gunnarsson, Kristján Viggósson, Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason og Herdís Þorvaldsdóttir. — Leik- stjóri er Wilfried Steiner og hljómsveitar- stjóri er Páll P. Pálsson. Tekiö skal fram aö Meyjaskemman verö- ur ekki á dagskrá Þjóöleikhússins í haust og er þetta því síöasta tækifæriö til þess aö sjá sýninguna. 60 ára afmæli Flateyrarhrepps minnst um helgina 60 ára afmælis Flateyrarhrepps veröur minnst nú um helgina. Afmælishátíöin hefst kl. 20.30 meö því aö opnuð veröur mál- verkasýning frá Listasafni Alþýöusam- bands islands í samkomusal Hjálms. Kl. 21.00 á sama staö munu Sigríöur Ella Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson halda tónleika. Á laugardag hefst hátíöin meö víöa- vangshlaupi kl. 13.30 og kl. 16.00 hefst fjölskylduskemmtun meö blönduöum skemmtiatriðum á útivistarsvæöi Barna- skólans. Kl. 20.00—02.00 veröur utidans- leikur og leikur hljómsveitin Atlantis fyrir dansi. Á sunnudag kl. 14.00 hefst dagskráin meö hátíöarguösþjónustu í Flateyrarkirkju og þjónar séra Lárus Þ. Guömundsson fyrir altari. Kl. 16.00 hefst hátíöardagskrá með ávarpi oddvita, síöan veröa flutt hátíöar- Ijóö. Róbert Arnfinnsson syngur viö undir- leik Skúla Halldórssonar. Því næst er upp- lestur, þar sem saga Flateyrarhrepps verö- ur rakin, og aö lokum söngur. Kynnir verö- ur Emil R. Hjartarson. Síðasta sýningarhelgin í Listmunahúsinu Nú um helgina er síöasta sýningarhelgin í Listmunahúsinu Lækjargötu 2. Þar sýnir leirlistafélagiö ýmiss konar verk. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14.00—18.00. Ferðir Ferðafélags- ins um helgina Fariö veröur í tvær helgarferöir í kvöld kl. 20.00, þ.e. Þórsmörk og að Hagavatni. Þetta er eina helgarferöin aö Hagavatni á sumrinu. Dagsferöir eru þrjár á sunnudaginn. Ferö á Njáluslóðir kl. 9 (dagsferö), og er þaö eina feröin, sem farin er á sumrinu og verður dr. Haraldur Matthíasson leiösögu- maöur. Einnig er dagsferö á fjaliiö Baulu í Borgarfiröi (934 m) á sunnudaginn kl. 9 og kl. 13 veröur fariö í gönguferð austur á Kambabrún. Á sunnudaginn er Trimmdagur ÍSÍ og er Feröafélagiö þátttakandi í trimminu meö þeim. Miövikudaginn 30. júní kl. 8.00 er fyrsta miðvikudagsferöin í Þórsmörk á þessu sumri. Um kvöldiö er ferö i Esjuhlíöar/- steinaleit. Kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni endursýnd um helgina Nú um helgina eru fyrirhugaöar tvær sýningar á kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni í Regnboganum. Fyrri sýningin er á laugardag kl. 15.00 og síöari sýningin á sunnudag kl. 17.00. Kvartmíluklúbbur inn með keppni við Straumsvík Laugardaginn 26. júní heldur Kvartmílu- klúbburinn fyrstu kvartmílukeppni sumars- ins sem gefur stig til íslandsmeistaratitils. Veröur keppnin haldin á kvartmiiubrautinni viö Straumsvík og hefst stundvíslega klukkan tvö eftir hádegiö. Keppt veröur í öllum flokkum. Ferðir Útivistar um helgina í kvöld, föstudagskvöldiö 23. júní, eru tvær helgarferðir á áætlun feröafélagsins Útisvistar. Fariö veröur í Þórsmörk og gist í nýja Útivistarskálanum i Básum. Farnar verða gönguferðir um Mörkina og á laug- ardagskvöldiö veröur kvöldvaka. Á heim- leiö verður Steinsholtslón skoöaö og ekiö um Fljótshlíð. Hin helgarferöin er á svæðiö suðvestur af Heklu. Veröur gist í gróðurvin- inni Skarfanesi sem er austan Þjórsár. Veröur farið víöa um lítt kunnar slóöir, m.a. gengið á Bjólfell. Dagsferðir Útisvistar á sunnudaginn veröar þrjár. Kl. 8.00 veröur dagsferö í Þórsmörk. Stansaö veröur um 4 stundir í Mörkinni. Kl. 10.30 er plöntuskoö- unarferð í Selvog og Herdísarvík undir leiö- sögn Harðar Kristinssonar grasafræöings. Kl. 13.00 er gönguferö í Innstadal sem er einn af Hengladölum. Brottför í feröirnar er frá BSÍ, vestanverðu. í helgarferöir þarf aö tilkynna þátttöku fyrirfram. Kl. 8.00 í fyrra- máliö er ferö á Öræfajökul. Samkór Trésmíöa- félagsins meö tónleika í Gamla Bíói Samkór Trésmiöafélags Reykjavíkur heldur tónleika i Gamla Bíói laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Á efnisskrá eru islensk lög og lög frá Norðurlöndunum. Gestir á tónleikunum veröa Álafosskórinn úr Mosiellssveit. Ein- söng syngur Svanhildur Sveinbjörnsdóttir. Undirleikari á tónleikunum veröur Lára Rafnsdóttir. Kórfélagar eru 55. Formaöur kórsins er Örn Erlendsson og söngstjóri er Guöjón Böövar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.