Morgunblaðið - 25.06.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.06.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1982 47 JÓNÍNA BENEDIKTSDOTTIR IÞROTTAFRÆOINGUR Umr' HPW 1 H GREIN ippwmn Upphitun er nauðsynleg til aö undirbua öndunar- og blóörásar- kerfið fyrir aukaálagiö á líkamann viö iökun íþrótta. Upphitun leyfir líkamanum aö aölaga sig hægt og sígandi. Líkt og bíllinn, vinnum viö nákvæmar viö aukinn hita. Öll þjálfun á aö hefjast meö upphitun og er engin afsökun nógu góð til aö sleppa henni. Jákvæö áhrif upphitunar eru mörg. Sem dæmi má nefna aö samdráttur og slökun vööva veröur hraöari. Þetta hefur í för meö sér meiri nákvæmi í kraft- og úthaldsæfingum. Þaö veröur minni blóðmótstaöa í vööv- anum, sem þýöir aö hann tekur á móti surefnisríku blóöi hraöar og afköstin veröa meiri. Taugaboö frá heila, í gegn um miðtaugakerfið og til vööva veröa hraðari. Þetta eykur jafnvægi, sem er nauösynlegt vegna þess aö skortur á jafnvægi getur valdið slysi. Efnaskipti líkamans veröa hraö- ari, sem þýöir aö þú getur fram- kvæmt æfinguna meö auknu álagi og hraöa án þess aö þreytuefna- myndun yfirbugi þig eins fljótt. Af sömu ástæðu getur góö upphitun varnað því aö strengir og vanlíðan myndist, sem oft leiöa til langrar hvíldar og kyrrsetu. Fyrir miölungs æfingaákefö er upphitunin þrí- þætt. i fyrsta lagi hækkun líkams- hita, til dæmis meö skokki, hoppi, eöa sippi. í ööru lagi teygjuæfing- um á einstökum vöövum og vöövahópum og í þriöja lagi meö liöamótaæfingum fyrir háls, axlir, hrygg, mjaðmir, hné og ökla. Hækkun á líkamshita Hitahækkunin sem á sér staö í vöövum og blóöi (rectal) viö góöa upphitun getur enst í 45 til 80 mín- útur. Upphitunin veröur aö vera einstaklingsbundin og fara eftir íþróttagreininni sem ætlunin er aö stunda. Upphitunin á aö varna þreytu- efnamyndun og telst vörnin góö þegar púlsinn er um 40% hraðari en í hvíld. Segjum að púlsinn sé um 80 slög á mínútu i hvíld. Þá er þreytuefnavörnin góö þegar slögin eru um 112 á mínútu. Þetta á ein- göngu viö um fólk í meðal æfingu. iþróttafólk veröur aö hita upp meö meiri ákefö og í samræmi við íþróttagreinina sem það stundar. Hver einstaklingur veröur aö finna sinn persónulega upphitun- artíma til aö hækka likamshitann. Teygjuæfingar á einstökum vöðvum Þessi þáttur felst í því aö ákveö- inn vöövahópur or tekinn fyrir. Hér er gefiö dæmi um teygjuæfingar fyrir fótvööva. I þeim hópi eru margir vöövar sem ekki mega gleymast þótt þeir sjáist ekki meö berum augum. Gera á teygjuæf- ingar í 8—10 mín. ÆFING3 ÆFING 7 ÆFING 5 ÆFING 8 ÆFING 6 ÆFING 1 ÆFING2 1 1; ÆFING Haltu stööunni í 7 tll 10 sek. og endurtaktu þrisvar slnn- Ium. Æfinguna má líka gera sitjandi meö því aö taka um tæmar og halda hælunum frá gólfi en kálfunum viö gólfiö. ÆFING Haltu stööunni í 14 til 20 sek. Hælarnir eiga aö þrýst- 2ast í gólfiö og spennan á aö vera i kálfunum. Hnjáliöur á aö vera beinn. ÆFING Ha,tu stööunni i 7 til 10 sek. og endurtaktu þrisvar sinn- O um. Hnjáliöur er beinn og Ö spenna sett á innri vööva kálfans meö því aö fara upp á tær og teygja hælana eins hátt upp og mögu- legt er. Nauösynlegt er aö vera dálítiö langt frá veggnum. ÆFING Haltu stööunni i 7 til 10 sek. 4og skiptu þá um fót og end- urtaktu á hvorum fæti þrisvar til fjórum sinnum. Haltu þéttingsfast um fótinn og þrýstu honum rólega upp í hámarksspennu. Haltu spennunni en reyndu ekki aö kippa snögglega. Hallaöu þér ekki fram og reyndu aö vera meö beint bak. ÆFING Haltu stööunni í 7 til 10 sek. og skiptu þá um fót. Endur- 5taktu á hvorum fæti þrisvar til fjórum sinnum. Settu ristina á beina fætinum í gólfiö og réttu úr fætinum. Spennan veröur aöallega framan á lærum og í rassvöðvum. ÆFING Haltu stööunni i 7 til 10 sek. 6og skiptu þá um fót. Endur- taktu meö hvorum fæti þrisvar til fjórum sinnum. Faröu hægt og sígandi meö hendina aö tánum. Bakveikt fólk þarf sérstaklega aö gæta sín. Reyndu aö þrýsta þér lengra og lengra fram, án þess aö beygja efri hluta baksins um of. Haltu höföinu uppi. ÆFING Haltu s'öðunni í 14 til 20 sek. og reyndu aö þrýsta 7mjöðmunum aö gólfinu. Ristarnar eiga að nema við o O : gólfiö. Ekki fetta bakiö fyrr en búiö er aö hita þaö upp. ÆFING Þe9ar búiö er aö hita bakiö upp, faröu þá rólega í þessa stööu. Haltu henni i 5 til 7 sek. Faröu svo hægt fram meö afslöppuö hné. Endurtaktu fjórum til fimm sinnum. Hælarnir eiga aö nema viö gólf, spenna á lærvööva fram meö bogin hné, svo álagiö veröi á lærum en ekki baki. LIÐAMÓTAÆFINGAR: Þessi hluti felst í því aö ákveöin liða- mót eru hituð upp. Varast ber aö rugla saman liöleikaþjálfun og liöamotaupp- hitun. Upphitunin á aö fara fram hægt og rólega og öndun á aö vera eölileg. Einbeitingin veröur aö vera mikil, svo ekki veröi slys eöa meiösli. Hreyfingarn- ar eiga aö vera fyrirfram ákveönar en ekki valdar af handahófi um leiö og þær eru geröar. Dæmið, sem sýnt er hér, er upphitun á hryggjarliöum. < 1 ÆFING Haltu stööunm í 3 til 4 sek. og um leið skaltu draga inn andann. Dragöu maga- vöövana inn og myndaðu sveif meö hryggnum. Horföu á hnén. ÆFING Andaðu tra Þ®r °9 Þfýstu magavöövunum út, reistu 2upp höfuöiö og þrýstu mjó- hryggnum niöur og rassin- um upp. Haltu stööunni í þrjár til fjórar sekundur. Endurtaktu æfingu eitt og tvö 10 til 15 sinnum. Flýttu þér ekki. ÆFING Faröu hæ9( UPP °9 haltu stöðunni í þrjár til fjórar 3sek. Um leiö skaltu draga inn andann. Dragöu maga- vöövana inn og spenntu rassvöövana. * Láttu þig síga hægt niður og andaöu frá þér. Endurtaktu 5 til 10 sinnum. ÆFING Rullaöu hægt upp og haltu stööunni í 7 til 10. sek. 4Settu tærnar í gólfiö og spenntu hnén upp. Mikiö alag er á hálsliö og varast ber aö gera þessa æfingu án undirbúnings eöa leiö- sagnar. Fólk, sem hefur fundiö fyrir meiöslum i baki og hálsi, skal ekki æfa án leiösagnar sjúkraþjálfara. Þegar þú rúllar niöur úr þessari stööu, skaltu reyna aö finna fyrir öllum liöum hryggj- arins. Þaö er hægt meö því aö halda spennunni i magavöðvunum þangaö til þú ert kominn meö fæturna á gólfiö. Hnén eiga aö vera bogin þegar fariö er niöur, annars veröur of mikil spenna í bakinu. Endurtaktu æfinguna 5 tll 10 sinnum. Fleiri dæmi um upphitun veröa ekki gefin hér, en gættu þess að vanrækja engan hluta líkamans, því þaö gæti orö- iö dýrkeypt vanræksla siöar meir. Reyndu aö gera upphitunina skemmti- lega. Leitaðu í bókum og blööum að nýjum æfingum og hugmyndum. Mörg- um finnst gott að nota tónlist viö upp- hitun. LIÐAMÓT AÆFINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.