Morgunblaðið - 25.06.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982
53
LLIf*
ii 7A<ann
Sími 78900
Frumsýnir
Óskarsverölaunamyndina
Amerískur varúlfur
í London
(An American Werewolf in |
London)
WEHEV/Oif
IN IpHDOfJ
Það má með sannl segja aö
þetta er mynd í algjörum sér-
flokki, enda gerði JOHN
LANDIS þessa mynd en hann
geröi grínmyndirnar KEN-
TUCKY FRIED, DELTA KLlK-
AN og BLUE BROHTERS.
Einnig átti hann þátt í að skrifa
handrit af JAMES BOND
myndinni THE SPY WHO
LOVED ME. Myndin fékk
Óskarsverölaun fyrir föröun í
marz s.l.
Aöalhlv.: David Naughton,
Jenny Agutter,
Griffin Dunne.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum.
Hækkaö miöaverð.
Einnig frumsýning é
úrvalsmyndinni
Jaröbúinn
(The Earthling)
RICKY SCHRODER sýndi þaö
og sannaði f myndinni THE
CHAMP og sýnir þaö einnlg í
þessari mynd aö hann er
fremsta barnastjarna á hvita
tjaldinu í dag. Þetta er mynd
| sem öll fjölskyldan man eftir.
Aöalhlv.: William Holden,
Ricky Schroder,
Jack Thomþson.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Patrick
vitfepespie.
Patrick er 24 ára coma-sjúkl-
I ingur sem býr yfir miklum dul-
| rænum hæfllelkum sem hann
nær fullu valdi á. Mynd þessi
vann til verölauna á
Kvikmyndahátiölnni i Asiu.
Leikstjóri: Richard Franklin.
Bönnuð innan 14 éra.
Sýnd kl. S, 7, 9.10 og 11.15.
nftSPENCER
jííck WlANCf
UL
ST0RSTE HUM0R-WESTERN
SIDEN TRINiTY. ! FARVCR
Allt í lagi vinur
(Halleluja Amigo)
Sérstaklega skemmtileg og
spennandi Western-grínmynd
meö Trinity-bolanum Bud
Spencer sem er í essinu sínu í
þessari mynd.
Aöahlutverk: Bud Spencer,
Jack Palance.
Sýnd kl. 5, 7, og 11.20.
Being There
(4. mánuöur)
Sýnd kl. 9.
Allar maö ial. taxla.
Art Blakey
& his Jazz
Messengers
Tónlist
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Art Blakey & hís Jazz Messengers
Tónleikar í Háskólabíói 11. júní.
Litli, þybbni og fjörlegi
galdramaðurinn með tromm-
urnar sínar er einhver þekkt-
asti og virtasti núlifandi jazz-
leikari heims. Með nokkrum
sanni má segja að hann standi
nú á hátindi frægðar sinnar,
því á síðasta ári kusu lesendur
hins þekkta bandaríska tón-
listartímarits, Down Beat, Art
Blakey í heiðurssveit jazzleik-
ara, Hall of Fame.
Blakey, sem nú er kominn á
sjötugsaldur, hefur haldið úti
hljómsveit sinni, Jazz Mess-
engers, allt frá árinu 1955, með
stöðugri endurnýjun hljóð-
færaleikaranna og eru þeir æði
margir, jazzleikararnir, sem
hann hefur komið til manns í
tónlistinni og nú eru í fremstu
röð. Má sem dæmi nefna nýj-
ustu trompet-stjörnuna,
Wynton Marsalis, sem ýmsir
vilja kalla arftaka Miles Davis.
Hann lék mað Jazz Messengers
til skamms tíma.
Undirritaður átti þess kost
að hlýða á leik Jazz Messeng-
ers í Montmartre-jazzklúbbn-
um í Kaupmannahöfn fyrir
rúmu ári og skipuðu þá
hljómsveitina auk gamla
mannsins þeir Charles Farm-
brough (bassi), James Willi-
ams (píanó), Bill Pierce (ten-
órsax), Bobby Watson (altsax)
og Wynton Marsalis (trompet).
Síðan þá hafa þær breytingar
átt sér stað i liðsskipan Jazz
Messengers að John O’Neil
hefur tekið við af James Willi-
ams og Bobby Watson og
Wynton Marsalis eru hættir,
en í þeirra stað komnir Donald
Harrison (altó) og Perence
Blanchard (trompet).
Ég varð fyrir nokkrum
vonbrigðum með hljómleikana
í Háskólabíói á dögunum, sér í
lagi þegar ég miðaði við sveifl-
una miklu í Montmartre forð:
um. Þar kom allmargt til. í
fyrsta lagi var greinilegt að
piltarnir voru langþreyttir eft-
ir tíu vikna ferðalag um Evr-
ópu og kannski hafa þeir ekki
treyst sér til að leika ballöður
af þeim sökum. Altént fékk
enginn blásaranna tækifæri til
að sýna hvort hann gæti búið
til verulega góða tónlist, þar eð
lögin sem leikin voru þetta
kvöld voru öll að minnsta kosti
meðalhröð, og mörg gott betur
en það. O’Neil var eini sólóist-
inn sem sýndi verulega hvað í
honum bjó. Hann lék einn lag-
ið When I Fall in Love og hafði
í leik sínum viðkomu í marg-
víslegum stíltegundum jazzpí-
anóleiks, allt frá tónaflóði
Oscar Petersons og út í fer-
undaspil Chick Coreas. Fyrir
bragðið varð leikur hans nokk-
uð sundurlaus en aldrei ómús-
íkalskur.
Blásararnir þrír gerðu jafn-
an eins og aðrir þreyttir jazz-
istar í sólóum sínum, hlupu um
innan hljómanna, en hættu sér
lítt út fyrir girðinguna út í
hina lágværu óvissu. Hlupu
bara þeim mun hraðar í tún-
inu. Það var þó helst að
Blanchard, trompeleikarinn
ungi, sýndi nokkur lagræn til-
þrif annað veifið og allir eru
þeir afskaplega flinkir. En það
var eins og þeim auðnaðist
ekki að sýna hvað í þeim bjó.
Charles Farmbrough sækir
stöðugt í sig veðrið í bassaleik
sínum og er hið mesta ryþma-
fjall, Blakey barði húðirnar af
mikilli kunnáttu og fjöri og að
vanda brá fyrir í leik hans dá-
litlum töfrabrögðum annað
slagið, sem erfitt mun að leika
eftir. Hann keyrði sína menn
áfram í ægisveiflu, þó ætíð án
þess að yfirgnæfa þá, en tón-
list og stemmning af þessu
tagi á einhvern veginn betur
við jazzklúbba heldur en stóru
harmonikkuna háskólans.
Þetta kvöld var Blakey með
bindi og það átti ekki við.
Hljómsveitin lék fá þekkt
lög þetta kvótd, þó mátti heyra
Blues March og Moanin’ en hið
fyrrnefnda virðist vera orðið
eins konar undirskrift Jazz
Messengers. Af öðrum lögum
langar mig aðeins að nefna
eitt, en það er In Case You
Missed It eftir Bobby Watson.
Þetta er skemmtilegt lag og
sérkennilegt og var mér það
minnisstætt eftir tónleikana í
Montmartre i fyrra. Þótti mér
það hvað áheyrilegast þeirra
tónsmíða sem félágarnir léku
hér nú.
Enda þótt Jazz Messengers
hafi verið nokkuð frá sínu
besta í Háskólabíói er alltaf
gaman að sjá og heyra þessa
sveit síunga trommarans leika
og ekki er ólíklegt að við eigum
eftir að heyra meira til liðs-
manna hennar síðar. Enn á ný
á Jazzvakning heiður og þökk
skilið fyrir gott framtak. Fé-
lagið áorkaði því á fáeinum
dögum sem listahátíðarnefnd
var í margar vikur að klúðra.
Art Blakey, bindislaus. Myndin er frá 1979.
Af viðvaningum
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Nýja Bíó: VIÐVANINGURINN
(„The Amateur")
Leikstjóri: Charles Jarrott
Kvikmyndahandrit: Diana Madd-
ox og Robert Littell, byggt á
skáldsögu þess síðarnefnda.
Myndataka: John Coquillon
Tónlist: Ken Wannberg.
Kanadisk — bandarísk gerð 1981
af 20th Century-Fox
Viðvaningurinn er splunku-
nýr alþjóðaþriller um atburði
sem gerast í skjóli og bak við
tjöldin hjá jafn aðlaðandi stofn-
unum og CIA og KGB að
ógleymdum hryðjuverka-
mönnum.
Starfsmaður CIA, Charles
Heller, (John Savage), verður
fyrir því áfalli að missa unnustu
sína sem er skotin sem gísl er
hryðjuverkamenn taka Banda-
ríska konsúlatið í Mfichen. CIA
vill ekkert aðhafast í málinu,
svo Heller krefst þess að fá að
hefna harma sinna sjálfur. Hell-
er starfar við dulmálsþýðingar
og hefur því enga reynslu sem
manndrápari. CIA ræður skjót-
lega bót á þeim skorti.
Eftir drápsþjálfunina telur
Heller sig að sjálfsögðu vera
færan í flestan sjó og er laumað
austur fyrir járntjaldið —
Tékkóslóvakíu — þar sem að
frést hefur af hryðjuverka-
mönnunum. Um sama leiti hafa
þeir atburðir gerst vestan hafs
að CIA vill Heller feigan og
KGB kemst strax á spor hans í
Tékkó, svo fokið er í flest skjól
Þrillerar á borð við Viðvan-
inginn, eru yfirleitt byggðir á
margsnúnum söguþráð sem oft
á tíðum reynist ærið götóttur og
mótsagnakenndur þegar nánar
er skoðað. Hér er yfrið nóg af
slíkum vanköntum og er efninu
að auki gerð slík skil að útkom-
an er vægast sagt gölluð og yfir-
máta lygileg, jafnvel af njósna-
afþreyjara að vera.
A hinn bóginn, ef maður horf-
ir framhjá umræddum mein-
semdum, má nokkuð gaman
hafa af V’iðvaningnum. Myndin
er t.d. dável tekin og leikmunir
og svið með ágætum, einkum sá
hluti myndarinnar sem á að ger-
ast austan járntjalds. Þar eru
ambögur efnisins mestar og
jafnframt nosturslegt hand-
bragð leikmuna- og sviðshönn-
uða. Áhorfandinn hefur næstum
því á tilfinningunni að myndin
sé tekin austur í Tékkóslóvakíu
en ekki í grímuklæddu Austur-
ríki.
Leikurinn er í slöku meðal-
lagi. Savage hefur auðsjáanlega
mjög takmarkað tjáningasvið,
hann breytist lítið frá einu hlut-
verkinu til annars, framkoman
einkennist af innibirgðri tauga-
veiklun. Það skyldi þó aldrei
vera að taugar hans hafi ekki
þolað rúllettuna hans Cimino?
Hún virkaði allavega bölvanlega
á taugakerfið í sumum.
Marthe Keller verður lítið
ágengt með næsta
ótrúlegt hlutverk,
Ed Lauter og Arthur Hill-
er eru „rútineraðir“ skapgerð-
arleikarar sem standa alltaf
fyrir sínu. En það er Chirst-
opher Plummer sem á ljósustu
punkta myndarinnar. Hér fær
hann upp í hendurnar harla
óvenjulegt hlutverk tékknesks
prófessors, sem jafnframt er yf-
irmaður leyniþjónustunnar þar í
landi. Ekki er hlutverkið betur
skrifað en önnur, hins vegar er
unun að sjá hvernig Plummer
kjamsar á smábitunum. Annars
er það helst af þessum ágæta
leikara að frétta, að um þessar
mundir „slær hann í gegn“ á
Broadway í nýrri uppsetningu á
Othello, hvar hann skvggir mjög
á James Earl Jones í titilhlut-
verkinu.
Tæknilega er Viðvaningurinn
ágætlega gerð, það er helst leik-
stjórnin og handritið sem
bregst. Að þessu leiti minnir
m.vndin óþægilega á hörmung-
ina, Eftir miðnætti, sem Jarrott
gerði næst á undan þessari.
Væntanlegum áhorfenduni til
hughreystingar skál þó fullyrt
að Viðvaningurinn er nokkrum
gæðaflokkum betri.