Morgunblaðið - 20.08.1982, Side 2

Morgunblaðið - 20.08.1982, Side 2
30 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Rætt við vélhjóla- íþróttafólk og fleiri aðila, sem tengjast bifhjóla- akstri, en nokkuð hefur verið rætt og ritað að undan- förnu um þær hættur, sem fylgja vélhjólaakstri kappa hér á landi, er svokölluö enduro-keppni. Hún er þannig aö ekiö er frá ákveönum byrjunar- punkfi, útfyrir flögg, sem staösett eru hér og þar við ótroöna slóö. Keppendur fara af stað meö einn- ar mínútu millibili og keppt er um þaö, hver er útsjónarsamastur aö finna bestu leiðina og fara hana á sem skemmstum tíma. Svona keppni hefur verið haldin í Höfn- um, Vatnsskaröi, f Krísuvík og Þjórsárdalnum. Viö spuröum þá félaga hvernig þessar ótroönu slóöir væru. „Viö ökum aðeins á svæðum, þar sem er sandur eöa vikur en spænum ekki upp gróiö land. Viö höfum lagt á þaö mikla áherslu innan okkar klúbbs aö menn gangi vel um landið. En svo eru ýmsir, sem ekki eru í okkar félagsskap, sem aka á götuhjólunum utan vega. Þessir ökukappar eyöileggja fyrir okkur, sem erum í Vélhjóla- íþróttaklúbbnum, því fólk gerir engan greinarmun á „crosshjólurrT og götuhjólum." VIÐURKENND ÍÞRÓTT Hér aö framan hefur veriö talaö um vélhjólaíþróttina, en er þetta viöurkennd íþrótt hér á landi? Viö spuröum Friörik Gunnarsson, rit- ara í stjórn Landssambands akst- ursíþrótta, þessarar spurningar. „Yfirvöld hafa viöurkennt þetta sem íþrótt vegna þess aö þau hafa leyft keppni í greininni. En það er svo auövitaö matsatriöi hvaö hverjum finnst vera íþrótt. Sumir segja aö þaö sé ekki íþrótt aö stíga á bensíngjöfina og láta gamminn geysa, en þaö er samt alltaf talaö um motocross og endurokeppni, sem keppnisíþrótt. En þaö þyrfti aö breyta umferð- arlögunum þannig aö keppni á brautum falli ekki undir umferöa- lögin, því þau gilda alls staöar. En nú stendur yfir endurskoöun á um- feröarlögunum og má gera ráð fyrir aö þessu veröi breytt.“ ÖKUMENN BIFREIÐA SÝNA MIKIÐ TILLITSLEYSI Þaö hefur veriö töluvert rætt og ritaö um þær miklu hættur, sem fylgja vélhjólaakstri á götum úti, hvaö segja félagar í Vélíþrótta- klúbbnum um þessa umræðu, en flestir eiga þeir einnig götuhjól. „Því er ekki aö neita, aö sumir Þeir voru að æfa sig í mishæöunum upp á Kjóavöll- um, félagarnir í Vélíþróttaklúbbnum. Þarna óku þeir á 60 km meöalhraöa upp brekkur, yfir hóla og hæöif og létu hjólin fljúga fram af stöllum í lands- laginu og minntu pá einna helst á fuglinn fljúgandi, þár sem þeir stóðu uppi á hjólunum, nema hvaö þessir fuglar voru í skærum búningum meö hjálm á höföi, hlíföargleraugu, hanska á höndum og hli'far yfir öxlum, olnbogum og hnjám og í sterklegum leöurstígvélum. RykiöJ>yrlaöist jjndan kraftmiklum hjólunum og þaö var gífurlegur hávaöi, þegar þeir geystust fram hjá okkur, þar sem viö fylgdumst meö þeim. Hildur Eínarsdóttir Þaö er sagt að vélhjólaíþróttin sé ein erfiðasta keppnisíþrótt, sem til er. Þeir sem keppa í „moto- cross“-akstri eöa enduro-keppni þurfa aö hafa gott úthald, því meö- an á keppni stendur þurfa kepp- endur aö lyfta sér upp á hjólunum eöa standa hálfbognir á þeim, þar sem þeir fara yfir mishæðótta og hlykkjótta slóö. „Vélíþróttirnar eru þaö erfiö- asta, sem ég hef kynnst, þó æfi ég bæöi handbolta og fótbolta, maö- ur tapar fleiri kílóum í keppni,“ segir Ottó Einarsson, sem hefur stundaö þessa iþrótt um nokkurt skeiö. „Maöur verður aö stunda lyftingar meö, til aö auka úthald og styrk, ef maöur á aö hafa einhverja möguleika," bætir hann viö. HVAÐ ER M0T0CR0SS? En hvaö er „motocross", spyrja ef til vill einhverjir. Jú, þaö er þeg- ar keppt er i hringakstri á bifhjóli á lokaöri braut. Keppt er í 30 mínút- ur í hverjum riöli en riölarnir eru tveir. Öllum hjólunum er „startaö" samtímis og sá, sem fyrstur kemur í mark eftir 30 mínútur, er talinn sigurvegari og síöan eru hinir flaggaöir út á eftir og hringirnir, Þ»r Kristín Birna t.v. og Linda Dfs inni. sem hver hefur fariö, taldir og raö- aö niöur í sæti. Viö spyrjum formann Vélhjóla- klúbbsins, Kristján Einarsson, hvort þetta sé ekki hættuleg íþrótt. „Ekki ef veriö er í þeim örygg- isbúningi, sem krafist er, en hann skýlir þeim stööum, sem mest hætta er á, aö geti orðiö illa úti, ef menn missa jafnvægiö á hjólunum og detta. Þaö hefur enginn meiöst í keppni síöan þær hófust áriö 1978, menn hafa aöeins fengiö rispur á skinnið." Motocrossbrautin, sem Vól- hafa mikinn áhuga á vélhjólaíþrótt Ljósm. KÖE íþróttaklúbburinn hefur til afnota, er viö Grindavíkurafleggjarann og er hún 2 km löng. Þessa braut fá félagarnir í klúbbnum aö hafa til næstu 2ja ára meö því skilyröi aö þeir gangi vel um, og rækti og hreinsi svæöiö. En eru engar ákveönar reglur í sambandi viö keppni sem þessa? Guöbergur Guðbergsson, ritari í stjórn Vélíþróttaklúbbsins, veröur fyrir svörum: „Nei, þaö eina, sem er krafist, er aö menn aki eftir hinni afmörkuöu braut, en ef þeir fara langt út fyrir hana eru þeir dæmdir úr leik, nema þeir fari inn á braut- ina á sama staö aftur.“ Er ekkert um þaö aö menn reyni aö hindra þaö aö keppinauturinn fari fram úr? „Nei, brautin er það breið, aö auövelt er aö komast fram úr. Þaö væri líka afar illa séö af hinum keppendunum, ef þaö væri reynt og væri sá keppandi ekki lengi í klúbbnum, sem iökaði slíkt," segir Guðbergur. „Þaö er mjög góður „mórall" í þessum hóp og við höldum vel hópinn," segir hann ennfremur. „Meöal annars höfum við fariö saman i feröalög. Síöast fórum viö upp í Þjórsárdal. Fórum viö 40 saman með 29 hjól. Leigöum vlö okkur stóran sendiferöabíl, til aö aka meö hjólin, því þaö er bannaö aö aka mótocrosshjóli á götum úti.“ Hvers vegna er þaö bannaö? „Þaö er vegna þess, aö moto- crosshjólin eru ekki á númerum og hafa engan þann búnaö, sem götuhjól veröa aö hafa, eins og Ijósabúnaö og spegla, þaö veröur því aö fá leyfi hjá viökomandi sýslumanni eöa ráöuneyti í hvert skipti, sem keppt er á hjólunum, einnig veröur aö tryggja áhorfend- ur sérstaklega, því þaö er mögu- leiki á því aö áhorfendur geti slas- ast, ef eitthvaö ber út af. Við erum líka látnir skrifa undir sjálfsskulda- ábyrgö fyrir keppni, svo viö getum ekki gengiö aö tryggingarfélögun- um, ef eitthvaö kemur fyrir öku- manninn eöa hjól hans.“ VILJUM GANGA VEL UM LANDIÐ Þaö er keppt í fleiri greinum en motocrossi. Önnur keppnisgrein, sem er vinsæl meöal vélhjóla- Á þessari mynd tekur kappinn eínum of langt stökk ... ... en nær jafnvægi á snilldarlegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.