Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 31 Þó þeir séu í loftinu þá geta þeir leikid ýmsar listir. fara of hratt á hjólunum, en skelli- nöörur geta komist allt upp í 100 km hraöa á klst. auk þess sem stærri hjólin eru kraftmeiri og sneggri. Þessi hópur er tiltölulega lítill, en hann kemur óoröi á okkur hina, sem viljum halda okkur viö löglegan hraöa." Þaö hefur komið fram sú tillaga, aö hætt yröi innflutningi á vélknún- um hjólum, hvaö finnst ykkur um þessa tillögu? „Þaö yröu margir óhressir ef sú yröi raunin og mætti þá banna ým- is önnur tæki, sem menn geta meitt sig á.“ DREGIÐ HEFUR ÚR VÉLHJÓLASLYSUM En hver er tíöni vélhjólaslysa hér á landi? Viö slógum á þráöinn til Gunnars Kára Magnússonar hjá Umferöarráöi og inntum hann eftir því? „Áriö 1980 uröu 54 slys á vél- hjólum en á síöastliönu ári voru slysin 36, svo dregiö hefur úr vél- hjólaslysum. Ég vil skýra þessa fækkun slysa einkum meö því, aö áhugi á hjólreiöum hefur aukist á undanförnum árum og strákar á unglingsaldri eru farnir aö hjóla meira á fínum tíu gíra hjólum, en hér áöur þótti þaö hálf barnalegt aö vera á hjóli á þessum aldri. Þótt innflutningur á reiöhjólum hafi rúmlega fimmfaldast á tveimur ár- um, þá hefur fjöldi reiöhjólaslysa aukist lítið, en áriö 1980 voru slys- in 46, en á síöastliönu ári voru þau 52." Hefur sala á vélhjólum minnkaö aö sama skapi? Viö hringdum í Honda-umboðiö, sem er einn stærsti innflutningsaöilinn á vél- hjólum og fengum eftirfarandi uppiýsingar: „Þaö hefur oröiö veruleg aukn- ing á sölu vélknúinna hjóla hjá okkur þrátt fyrir aö sett hafi verið 10% innflutningsgjald á létt bif- hjól," sagði Gunnar Bernhard, framkvæmdastjóri Honda- umboösins, en þaö hefur um 76% af þessum markaöi. „Þetta inn- flutningsgjald var sett á bifhjólin um leiö og innflutningsgjöld á litl- um sparneytnum bílum voru lækk- uö, til aö hvetja til sölu á þeim, vegna orkuskorts. Þarna teljum viö ekki rétt aö farið, vegna þess aö létt bifhjól eyöa ekki nema 1—2 lítrum á 100 km og eru þessi öku- tæki því afar sparneytin. Þetta kemur líka illa viö unglinga á aldrinum 15—17 ára, sem eiga ekki gott meö aö fá atvinnu nema þá einna helst viö sendilsstörf og þaö er oröiö svo aö mörg fyrirtæki taka ekki sendla í vinnu nema þeir eigi bifhjól. Einnig hafa bifhjól létt mörgum námsmanninum sporin, því oft er langt aö fara í skólann og nemend- ur þurfa stundum aö sækja auka- timana á annan staö lengra í burtu og þá er gott aö hafa bifhjól til aö fara á milli staöa. Ég hef stundaö innflutning á bifhjólum ( tæp 20 ár og hef því fylgst mjög vel meö þessum mál- um. Mín skoðun er sú, aö öku- menn bifhjóla sýni framúrskarandi hæfni í vélhjólaakstri. Þeir eru viöbragösfljótir og snöggir aö skynja aöstæöur. Sú hætta sem veriö er aö tala um stafar ekkert síöur af ökumönnum bifreiöa, sem taka lítiö tillit til hjólandi umferöar, hvort sem þaö eru bifhjól eöa reiöhjól," sagöi Gunnar Bernhard. Ætlar að grennast um 10 kíló f 300 tíma dásvefni Nice, Frakklandi, 18. ágúst. AP. VIÐ BIRTUM í fyrradag mynd af franskri konu, sem lét dáleiöa sig í því augnamiði aö losna viö nokkur óæskileg kíló. Ennfremur fylgdi sögunni aö hún ætl- aöi aö slá met meö 300 klukkustunda dásvefni sínum. Kona þessi, Adrienne Cecchini, á þó ekki viö al- varlega offituvandamál aö stríöa. Hún vegur aöeins tæp 62 kíló, en ætlar sór aö losna viö 10 kíló á þeim 300 klukkustundum, sem dásvefninn á aö standa yfir. Fari allt aö óskum vaknar Cecchini á ný þann 28. ágúst nk. Það er dávaldurinn Patrice Henri, sem hefur yfirumsjón með dásvefni konunnar. Hann segist hafa fengiö fólk til að hætta að reykja með þessari aðferð og ennfremur hafi honum tekist að ráöa bót á þunglyndi fólks meö dá- leiðslu. Fyrir nokkrum árum stóð hann fyrir 200 klukkustunda dásvefni nokkurra einstakl- inga. Metabók Guinness er ekki með „lengsta svefninn" skráðan í bók sína, en Cecchini ætlar að gera kröfu til þess að nafn hennar verði tekið fram í bókinni aö afrek- inu loknu. Á meðan hún liggur í dái er leikin sérstaklega valin tónlist í heyrnartæki, sem Cecchini hefur á sér, jafnframt því, sem dávldurinn talar róandi röddu í eyru konunnar. Henri segist áöur hafa dáleitt Cecchini og segir hana vera sérstaklega móttækilega fyrir dáleiöslu. Hún sveltur þó ekki heilu hungri á meðan hún sefur. Henn er gefið vatn og ávaxta- safi við og viö. Þá réttir hún upp höndina ef hún þarf að kasta af sér vatni. Næringar- fræðingar eru ekki eins hressir með þessa grenning- araöferð Cecchini og vöruðu hana við áður en hún hóf meðferðina og sögöu að þetta gæti veriö hættulegt uppátæki. Kynntir Verid velkomin ígUesilegu sýningardeildokkur nr. 67 u svnitigunni „Heitnilið og fjölskvldun 82" í Luugurdulshöll. Pur kvnnuni við frúhœrt úrvul ufglœsilegmn borðhúnuði og gjufuvöru. Verðmti einnig tneð sérstuku sýningu ú sérhönnuðmn krystulsmunmn eftir sœnsku listutnenninu Hertil Vullien ogÖnnu Ehner. Þessir tnunir verðu seldir i deild okkur ú sýningunni,,Heitnilið og fjölskyldun 82" og i versluninni i Bunkustrœti 10, tneðun u sýningunni stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.