Morgunblaðið - 20.08.1982, Side 23

Morgunblaðið - 20.08.1982, Side 23
"1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 51 Útvarpið þarf að endur- taka irásögn Þorsteins af Geysisslysinu Síðustu tvö sunnudagsárdegi hefír verid þáttur í útvarpinu, sem mig fýsir aö vekja á sérstaka athygli. Það var frásögn Þorsteins Svanlaugsson- ar á Akureyri af björgunarleiðangri á Vatnajökul eftir miðjan september 1950, þegar flugvélin Geysir fórst þar. Það hefir tvímælalaust mikið gildi, hvernig sem á er litið, að fá svo nákvæma frásögn þessa leið- angursmanns af þeim marg- slungnu þáttum þessa gífurlega björgunarafreks, sem að öllum líkindum hefði fallið í skugga með tíð og tíma. En Þorsteinn hefir með frásögninni bjargað á spjöld sögunnar til ómetanlegs gagns, fyrir það innsæi er í frásögninni var. Eg þekkti marga af þeim mönnum er í leiðangrinum voru, afburða ferða- og fjallamenn, svo sem fyrirhyggja þeirra á öllum sviðum bar vott um. Fararstjór- inn, Þorsteinn Þorsteinsson, átti fáa sína líka, svo að ekki sé meira sagt. Einbeitni hans og án efa fleiri í björgunarhópnum, að taka ekki mark á skeytinu sem þeim var sent á leiðinni inn að jökli, þar sem þeim var sagt að snúa heim, því að verið væri að bjarga fólkinu með flugvél — er athygli verð og Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, við komu áhafnar Geysis á Reykjavíkurfíugvöll. Frá vinstri: Dagfínnur Stefáns- son, Bolli Gunnarsson, Einar Runólfsson, Magnús Guðmundsson, Ingigerð- ur Karlsdóttir og Guðmundur Sívertsen. frásögn Þorsteins Svanlaugssonar í lokin af samtali hans og Þor- steins fararstjóra — sú frásögn mátti ekki tapast. Fleira skal ekki rakið, en öll frásögnin þarf að koma aftur í út- varpinu. Til dæmis á þessari stundu til umhugsunar þér og mér, þegar þörf er ofurlítillar sjálfsafneitunar fyrir þjóðarheill. Til umhugsunar þeim sem ung- dóminn fræða og veita veganesti. Endurtakið þættina og hlustið nú þið, sem berið íslending í brjóst- inu. Jónas Pétursson, fyrrv. alþingismaður. Þessir hringdu Fjarlægið flakið Kona úr Mosfellssveit hringdi: „Ég vil vinsamlegast beina þeirri ósk til yfirvalda, að flakið af flugvélinni sem fórst í Kistufelli verði fjarlægt af slysstaðnum. Þegar maður horfir til fjallsins, sem flestir Mosfellingar gera daglega, rifjast ætíð upp fyrir manni sá harmleikur sem þarna varð, en það vekur með manni óþægilegar tilfinningar, sem maður vill helst vera án.“ Svar við fyrir- spurn S.G. um kynningarlag „Sögubrota" Annar af umsjónarmönnum „Sögubrota" hringdi og vildi upplýsa S.G. en hann beindi fyrirspurn til umsjónarmann- anna um kynningarlag útvarps- þáttarins: „Lagið heitir „The Floral Dance" og er leikið af breskri lúðrasveit sem heitir „The Brighouse and Rastrick Band“. Þetta lag komst ein- hverntímann á topp tíu-listann í Bretlandi, að mér skilst fyrir nokkrum misserum. Þá vil ég vekja athygli á því, vegna spurn- inga sem okkur hafa borist um hvers vegna svo mikil tónlist sé leikin í þáttum okkar, að nú er búið að taka upp alla þætti út ágústmánuð og þá á væntanlega aðeins eftir að taka upp einn þátt sem verður í byrjun sept- ember og verður það síðasti þátturinn okkar, þannig að þessu verður ekki breytt héðan af. Skýringin á þessari miklu tónlist er kannski sú, að við vild- um aðeins hrista upp í þessu hefðbundna formi sem hefur verið á umfjöllun sagnfræði í út- varpinu, yfirleitt einn maður sem talar beint af blaði. Það verður að vega og meta hvort það hefur tekist eða ekki“. Þjódsöngurinn dreginn niður í svaðið Sigurborg Ilelgadóttir hringdi og hafði þetta að segja: „Við komum saman nokkrar vinkon- urnar í vikunni og ræddum mik- ið um hvernig meðferð íslenski þjóðsöngurinn „Ó guð vors lands“ hefur fengið í útsetningu ungra tónlistarmanna, eins og hann er leikinn í kvikmynd, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Okkur finnst hann vera dreg- inn niður í svaðið. Við ræddum um það, að þetta gæti hvergi gerst meðal menningarþjóða og hvergi yrði þetta liðið nema hér á íslandi. Við viljum biðja fleiri að láta heyra í sér um málið. Það er viðbjóður að þetta skuli geta gerst.“ Skrifiö eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann kvaðst ekki vita, hvað veldi þessum fáleik- um. Rétt væri: Hann kvaðst ekki vita, hvað ylli þessum fáleik- um. Dregið hefur verið í happdrætti Kaupmannasamtaka íslands. Eftirtalin númer komu upp.: 4358 2805 4431 1340 1851 4490 3935 4706 4157 1289 2956 KAU PMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Hjartans þakkir til þeirra sem glöddu mig á afmæli minu 13. ágúst meö heimsókn- um, gjöfum og skeytum. Sérstakar þakkir til barna og tengdabarna fyrir rausnar- legar veitingar. Guð launi ykkur. JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, SUÐURGÖTU 14, KEFLAVÍK. ALLTAF A LAUGARDÖGUM HVAÐ I VERÖLD- INNI ER AÐ? Samantekt um óheillaþróunina í efnahagsmálum heimsins AFURÐ HIRDINGJANS VERÐUR DÝRMÆT MUNAÐARVARA Sagt frá austurlenskum teppum UM LEIRBURÐINN í DANSLAGA- TEXTUNUM Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGlÝSÍNGASTOfA KFUSTINAfi HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.