Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 22
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Kg reyndi að stytta samtalið, en hún hélt bara áfram að hlusta! ást er b ~l .. að gefa henni aukabita TM R*q U.S Pat Offf.—all rlghts marvtd •1962 Los Angetm Tlmm SyrxDcate 726 Kg hef áhyggjur af bróður Ambr- ósíusi! Svona er lífið Það er eðlilegt því menn gleyma mestu verðmætunum Árni Helgason skrifar: Öfund og heimtufrekja, en hve þessi orð eru að verða litrík í íslensku þjóðlífi. Ég minnist þess að kennarinn okkar í bernsku minni skilgreindi þau vel fyrir okkur og lagði áherslu á að við héldum þeim svona í hæfilegri fjarlægð. Hann fór líka með vísuna: Margur ágirn- ist meira en þarf./ Maðurinn fór að veiða skarf/ Og hafði fengið fjóra./ Elti þann fimmta en í því hvarf ofan fyrir bjargið stóra. Þetta kemur í hugann þegar ég lít yfir daginn í dag og þann hugs- unarhátt sem ræktaður er í þjóð- iífi okkar um þessar mundir. Aldrei nóg — og svo meðferðin á því sem næst. Hver er ávinning- urinn? Hvað gerum við þegar þjóðin er komin á þann skulda- klafa, að við ráðum ekki við neitt. Við vitum að í dag eru þjóðirnar í vandræðum með að framfleyta sér og sínum, vaxandi atvinnuleysi allt í kringum okkur og það er erf- itt að segja hvað er framundan. Erum við ekki að ryðja brautina til vaxandi erfiðleika, brautina sem við komumst útaf eftir stríðslokin 1945? Þetta skyldum við hafa í huga. Eru menn nokkuð farsælli fyrir fleiri krónur í kaup, eða hvernig sem menn nú annars ná þeim? Það eru margar spurningar sem leita á hugann. Allir kveina og ríkið á að bjarga. Útgerðin þarf meira til að geta komist áfram. Hún þarf ekki að sýna neina reikninga. Við þurfum ekki að láta okkur bregða þótt við heyrum margar sögur af eyðslunni þar sem annars staðar. Og margar ótrúlegar. Þó allt sé svona á hvín- andi hausnum eru alltaf fleiri og fleiri sem fara í útgerð, og alltaf er verið að heimta fleiri og fleiri báta, ekkert hugsað um þótt verði að leggja þeim allt að helming árs vegna aflaskorts. Nei, bara að gera út og græða. Ríkið lætur Margan hefur dreymt um aó verða ungur í annað sinn. * Eg vard ungur í annað sinn Velvakandi góður. Innilega þakka ég þér fyrir, og henni Guðm'' hter, að birta gamanvísur Öhappadagur" eftir Örnólf 'í! g er nú orðinn rúmlega sjötugur og ég segi það satt, að ég varð ungur í annað sinn við að sjá myndina af Reinhold Richter og sjá braginn. Ég var á samkomunni og sá hann og heyrði og ég meira að segja lærði tvö er- indi af því að heyra hann syngja. Hann var í einu orði sagt alveg frábær. Ef Reinhold er lifandi enn, þá sendi ég honum kveðju frá göml- um áheyranda sem skemmti sér reglulega vel. Annars voru Rein- hold og Bjarni Björnsson aðal stjörnurnar á þessum árum og maður gleymir þeim aldrei svo lengi sem tóran endist. Sá var nú munurinn á þessum tveim, að Reinhold samdi mikið sjálfur, en Ingimundur fyrir Bjarna, en það var dulnefni eftir þvi er ég best veit. Það mun hafa verið Kristján Linnet sem var þá bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Ég skal svo ekki þreyta ykkur meira. Með bestu kveðju og þökk fyrir birtinguna. Ó.I. (Suðurnesjabúi) þetta ekki fara á hausinn. Það má alveg treysta á það og lifa flott. Iðnaðurinn berst í bökkum. Hann þarf meiri styrk og meiri hagræð- ingu. En þegar talað er um dugnað og hugvit og þesskonar — þá. Bændur þurfa líka sitt. Kjötið er illseljanlegt. En að hugsa sér þá velmegunarþróun — guði sé lof — sem þar hefir átt sér stað. Mold- arkofarnir (ég man þá vel) eru horfnir. Falleg hús rísa í fögru umhverfi og vélarnar vinna. Fénaðurinn fallegur og vænn gengur um græna haga. Hvers vegna eru menn ekki glaðir og fegnir þegar guð gefur okkur slíkt? Og svo er öll eyðslan. Á einni samkomu um verslun- armannahelgina var sagt að kom- ið hefðu inn um 2 milljónir ný- króna. Ferðalögin út um lönd blómstra. Ferðaskrifstofurnar hafa nóg að gera. Veitingahúsin heimta fleiri bari. Þeir þurfa að selja meira brennivín. Svo mæta þeir afrakstrinum niðri á götu eða á einhverjum stofnunum, þar sem hann er að berjast við sinn veik- leika. Allir eru að barma sér. En svo þegar skattskrárnar koma, reka menn upp stór augu og eng- inn segir neitt. Svona er lífið. Það er eðlilegt, því menn gleyma stærstu verðmætunum, lífinu í Kristi sem er sá mesti auður sem nokkur getur höndlað. Menn tala um gengisfall og hafa um það stór orð. Ríkisstjórnin fellir gengið. Það eru ekki þeir sjálfir, en hvern- ig fella þeir sitt andlega gengi. Er ekki kominn tími til að hugsa um það. Inga, hafðu samband Velvakanda hefur borist bréf frá tveimur bandarískum vinkon- um sem hafa gert mikið til þess að ná sambandi við íslenska vinkonu þeirra, en enn ekki haft árangur sem erfiði. Þær biðja Ingu Sig- rúnu Clariot, en að þeirra sögn var heimilisfang hennar síðast í Kötlufelli, að hafa samband við Brigit eða Ritu. Svar við fyrir- spurn um Mikla- holtsprestakall Varðandi fyrirspurn, sem barst Velvakanda frá M.B.Þ. um Miklaholtsprestakall og birt var í Morgunblaðinu 15. ágúst sl. vill Biskupsstofa taka fram, að samkvæmt lög- um 35/1970 er meginreglan sú, að prestaköll eru nefnd eftir staðsetningu prestseturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.