Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 8
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
Þaö eru félagar í samtökum
endurhæföra mænuskaddaöra,
þeir Hafþór L. Jónsson, sem er
formaöur samtakanna, Kristján
Kristjánsson og Trausti Elliöason,
sem hér ræöa um málefni samtak-
anna, en þau voru stofnuö fyrir
tæpu einu ári og hafa þau sett upp
skrifstófu aö Þangbakka 10 í
Reykjavík.
En hvers vegna var ákveöiö að
sfofna samtök þessi, nú starfa
þegar félög fatlaðra hér i landi?
„Viö eigum þaö öll sameiginlegt,
sem erum í Samtökum endur-
hæföra mænuskaddaöra, aö hafa
veriö ófötluö og þekkjum þvi
hvorutveggja og gerum okkur því
betur grein fyrir, hver munurinn er
og hvaö vantar í líf fatlaöra og
hvers þeir þarfnast, til aö geta lifaö
eðlilegu lifi úti i þjóðfélaginu. En
þaö er einmitt eitt af markmiöum
félagsins, aö stuöla aö því, aö
mænuskaddaöir, geti strax aö
endurhæfingu lokinni fariö út í
hringiöu daglegs lífs en ekki inn á
stofnanir.
En til þess að svo geti orðiö,
þurfum viö að fá meiri aöstoö.
Flest þaö fólk, sem hefur mænu-
skaddast, er ungt fólk, sem ekki
var búiö að kaupa sér íbúö, bíl eða
afla sér lífeyrissjóösréttinda, þegar
þaö slasaöist, sem getur auöveld-
aö þeim slík kaup Þetta fólk er því
margt allslaust, ef svo má segja.
Til þess aö eignast íbúö, þarf aö
vinna myrkranna á milli hér á landi,
en fatlaöir geta ekki lagt á sig svo
mikla vinnu, vegna líkamlegs
ástands síns. Viö þurfum því á
hjálp aö halda til aö koma okkur
þannig fyrir, aö viö getum síöan
bjargaö okkur sjálf.
Við teljum, aö viö eigum sið-
feröilegan rétt á þessari aöstoö,
því lita má svo á, aö við séum fórn-
arlömb vélvæöingarinnar vinnu-
tækja, sem oröiö hafa til aö auka
þægindi fólks. En þessi þægindi
krefjast sinna fórna, en gera má
ráö fyrir aö 1—2 mænuskaddist
verulega á ári hverju af völdum
slysa. Viö teljum þaö því siöferöi-
lega skyldu þeirra, sem eru heil-
brigðir, aö aöstoða þá, sem veröa
aö búa viö mænusköddun. Þaö er
aldrei aö vita, hver veröur næstur,
til að draga stutta stráið.“
Hver er sú aöstoð, sem þið telj-
ið ykkur nauðsynlegasta?
„Þaö er fyrst og fremst, aö
mænuskaddaöir hafi kost á því aö
komast í öruggt húsnæöi, þegar
endurhæfingu lýkur, en þurfa ekki
aö fara inn á stofnun. Þaö hefur
veriö mjög erfitt fyrir okkur, sem
og marga aöra, aö komast yfir
leiguhúsnæöi, því mikill skortur er
á slíku húsnæöi í Reykjavík. Þetta
húsnæöi er líka oft óhentugt fyrir
fatlaöa og óöruggt, því hægt er aö
segja þvi lausu hvenær sem er.
Æskilegast væri aö borg eöa sveit-
arfélög ættu húsnæöi, sem mænu-
skaddaöir gætu leigt eöa eignast
meö góöum greiösluskilmálum."
Þaö þyrfti líka aö auðvelda
okkur þaö enn frekar aö eignast
bíl, því segja má aö hann sé jafn
nauösynlegur hinum fatlaöa utan-
dyra og hjólastóllinn er innandyra.
„Þegar ég átti aö útskrifast í
fyrra, sótti ég um niöurfellingu á
aöflutningsgjöldum og tollum og
Morgunbladiö/Emilía.
Rætt við Hafþór
L. Ingason,
Kristján
Kristjánsson
og Trausta
Elliðason, félaga
í Samtökum
endurhæfðra
mænuskaddaðra
Viljum ekki vera
inni á slofnunum
___„Markmið Samtaka endurhæföra
mænuskaddaöra er að ná jafnræði
við þá sem lifa úti í samfélaginu og
aöstoöa þá, sem oröiö hafa fyrir slysi
og skaddast á mænu og veröa því
aö búa viö langvarandi fötlun. Einnig
höfum viö í hyggju, aö inna af hendi
fyrirbyggjandi störf. Þegar í haust
munum við taka upp samstarf viö
Umferöarráö. Förum viö meö þeim í
skóla og fjöllum um þær afleiöingar,
sem þaö getur haft aö lenda f slysi.
Fólk kynnist slysum f gegnum fjöl-
miöla, en þaö fær ekki nema upphaf
sögunnar, framhaldiö veit þaö________
sjaldnast um, þ.e. hve alvarlegs eölis
slysiö er, hvort viökomandi þurfi aö
búa viö fötlun ævilangt, ef svo er,
þær líkamlegu og andlegu þjáningar,
sem þeirri staöreynd fylgir, hvernig
Iffsskilyröin breytast gjörsamlega og
um þá erfiöu aölögun, sem því fylgir.“
fékk þaö og ætlaöi svo aö kaupa
mér bíl. Svo brást þaö aö Fólags-
málastofnun gæti útvegaö mér
íbúö, svo ég gat ekki útskrifast, en
þá átti ég rétt á hærri bótum, en
þaö geröi mér fært aö standa skil
á afborgunum af bílnum. Þetta olli
því, aö ég varö aö hætta viö kaup-
in,“ segir Kristján. „I þessu tilfelli
heföi veriö æskilegt aö geta fengið
meiri fjárhagsaöstoö meö raun-
hæfum kjörum, en lántaka í dag á
almennum kjörum er fötluöum
hreinlega ofviöa.
Við teljum aö sú aðstoö, sem viö
erum aö fara fram á, sé mjög
sanngjörn, því meö því að sjá um
okkur sjálf, þá erum viö aö spara
ríkinu mikla fjármuni, þar eð þaö
er óhemju dýrt aö hafa fólk inni á
stofnunum. Fyrir utan þaö, hve
miklu meira viröi þaö er okkur aö
lifa sjálfstæö úti í samfélaginu."
Nú eru aðrar ástæður, sem
hamla því að þið getið lifað eðli-
legu lífi eins og þaö, aö komast é
milli staða, ekki svo?
„Jú, þaö er óneitanlega oft mjög
erfitt. Þaö þyrfti víöa aö gera mikl-
ar breytingar, svo hægt væri aö
fara um á hjólastólum. Stigar og
þröskuldar varna okkur leið í öllum
helstu stofnunum landsins og
sama er aö segja um flesta
skemmtistaöi, leikhús og
kvikmyndahús.
Enda þótt geröar hafi verið
skábrautir víöa á gangstéttir, þá
eru þær þaö brattar, aö fatlaðir
þora varla aö fara þær einir. En
þegar viö förum á stjá, viljum viö
gjarnan geta gert þaö án utanaö-
komandi hjálpar. En meöan
ástandiö er eins og þaö er, verðum
viö alltaf háö daglegri umönnun
annarra.“
Nú töluðuð þið um aö samtökin
hygðust beita sér fyrir því að að-
stoða þá, sem lent hafa í slysum
og mænuskaddast. Á hvern hátt
hyggist þið haga þessari aðstoð?
„Við höfum í hyggju aö heim-
sækja mænuskaddaö fólk, sem
komiö er í endurhæfingu og miðla
því af reynslu okkar, því óneitan-
lega á þetta fólk við ýmis vanda-
mál aö stríöa og viö teljum aö
fræösla frá fyrstu hendi reynist
besta hjálpin. Viö ætlum okkur aö
vera í sambandi viö þetta fólk
meöan á endurhæfingunni stendur
og undirbúa síöan útskrift þess. En
þaö getur veriö mjög erfitt fyrir
þann, sem er aö koma úr endur-
hæfingu, aö þurfa aö byrja á því aö
vasast í öllu sjálfur og þaö grípur
fólk oft örvænting viö þær aö-
stæður.
Þessi undirbúningur felst eink-
um í því, aö útvega viðkomandi
húsnæöi og sjá til þess aö hann
hafi þann aöbúnaö, sem þarf. Út-
vega heimilishjálp og heimahjúkr-
un, ef með þarf, þ.e. aö skapa þær
aöstæður aö hann geti bjargaö sér
sjálfur.
Einnig mun félagsskapurinn
annast þaö að upplýsa viökomandi
um þaö hverju hann eigi rótt á í
formi félagslegra bóta og trygg-
inga, en þaö má segja aö þaö sé
nánast ekkert annaö en hjólastóll-
inn, svo hann geti rúllaö sór út af
sjúkrahúsinu."
Hvernig hafa yfirmenn endur-
Bíllinn er fötluðum jafn nauösynlegur utan dyra og hjólastólinn er
þeim innan dyra.
Á skrifstofunni í Þangbakka 10. Talið frá vinstri, Hafþór L. Jónsson, Kristján Krisfjánsson og Trausti
Elliaðason.