Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.08.1982, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 37 hæfingadaildanna tekid þessari hugmynd? „Þeir hafa tekið henni mjög vel og við höldum aö þeir vænti ein- hvers góös af þessu samstarfi.“ En hvaö um atvinnumálin, aru þau ekki líka brýnt verkefni? „Viö höfum í hyggju, að reyna aö komast beint í samband viö at- vinnurekendur, því viö teljum þaö jafnvel árangursríkara en aö reyna aö fá vinnu i gegnum atvinnumiöl- un borgarinnar. Viö beinum þeim tilmælum hér meö til atvinnurek- enda aö gætu þeir hugsaö sér aö taka mænuskaddaöa í atvinnu, ættu þeir aö hafa samband viö okkur. Þaö þyrfti aö fræða atvinnurek- endur meira um þá möguleika aö nýta mænuskaddaða, sem starfs- kraft, því þeir vita allt of lítiö um þessi efni. Viö teljum til dæmis aö nýta mætti starfskrafta okkar á mun fjölbreyttari hátt en þegar er gert. Viö teljum aö tölvurnar elgl eftir aö veita mænusködduöum aukin atvinnutækifæri." Þið rædduó um þaö, aö þiö beittuð ykkur fyrir ýmiss konar upplýsingastarfi, hvað er þaó helst? „Hluti af starfi okkar hér á skrifstofunni er aö komast í sam- band viö hina ýmsu aöila bæöi hér heima og erlendis, sem geta veitt okkur aöstoö á einhvern hátt. Viö erum núna aö skrifa svipuðum fé- lögum, sem starfa erlendis og afla okkur upplýsinga um starfshætti þeirra og möguleika á samstarfi. Þá eigum viö í bréfaskriftum viö fyrirtæki sem framleiöa ýmis hjálp- argögn fyrir mænuskaddaöa, tæki sem ef til vill þekkjast ekki hór á landi, en gætu auöveldaö okkur líf- ið.“ Nú eruð þið að hefja hið fyrir- byggjandi starf, leggst þaö ekki vel í ykkur? „Jú, við teljum að það sé nauö- synlegt aö vekja meiri athygli á þeim hættum, sem fylgja umferö- inni og hvernig er hægt aö gera það betur en meö því aö skýra frá hvaöa afleiöingar slysin geta haft? Þaö væri líka mjög æskilegt aö láta gera kvikmynd um hvaö ger- ist, þegar slys veröur, og hvaö þeir, sem lenda í því, þurfa aö ganga í gegnum." En hvernig hyggist þiö fjár- magna starfsemi ykkar? „Viö höfum fengiö fjárframlag frá borgarráöi, en þaö dekkar aö- eins leiguna á skrifstofuhúsnæö- inu. Viö verðum því aö lelta til fleiri aöila, þó einkum ýmissa líknarfé- laga, en viö höfum þegar haft sam- band viö Rauöa kross Islands og tóku þeir málaleitan okkar vel. Því meöan viö erum aö koma okkur af staö, þurfum við á fjárhagsaöstoö aö halda, en vonandi getum viö síöar meir komiö upp einhvers konar fjáröflunarstarfsemi, sem viö getum haft reglulegar tekjur af.“ ^VÉLADEILD ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ Höfóabakka 9 r 85539 0 RB. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.