Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 I>ann fimmtánda júlí í sumar var því spáð í Danmörku, að með kvöldinu mætti vænta þrumuveðurs sem binda myndi endi á hitabylgju þá sem ríkt hafði í rúma viku með sól og þrjátíu stiga hita upp á hvern dag. Ég kom til Kaupmannahafnar þennan dag, meðal annars þeirra erinda að fylgjast með fjórðu Kaupmannahafnar-jazzhátíð- inni sem átti að hefjast daginn eftir og standa til hins tuttug- asta og fimmta. Um nóttina kom þrumuveður. Daginn eftir Benny Carter var hins vegar ennþá jafn heitt. Það var hlegiö að veðurfræðingunum. Þeir drógu sig í hlé. Næsta rigningarskúr kom þegar vika var liðin af ágúst og þá loks lækkaði hitinn niður í tuttugu og fimm gráður. Innfæddir voru himinlifandi. Besta sumar í manna minnum. Tuborg-verksmiðjurnar, sem lagt höfðu töluvert fé í jazz- hátíðina að vanda, slökktu þorsta þjóðarinnar og kætt- ust yfir bókhaldinu. Besta sumar í manna minnum. Red Mitchell að má því segja um há- tíðina, eins og svo mörg landsmót á Islandi, að hún fór fram í blíð- skaparveðri. Allir úti- tónleikar voru vel sóttir, nánast þrjátíu að tölu, enda aðgangur ókeypis. Aðsókn að innanhús- hljómleikunum var misjöfn, en þeir voru hálfu fleiri. Tuborg stóð fyrir útitónleikunum. Jazzklúbb- arnir stóðu fyrir sínu og gekk upp og niður. Eftir hátíðina voru forráðamenn sumra þeirra daufir í blöðunum eins og langþreyttir útgerðarmenn og hefðu ugglaust hótað að sigla öllu klabbinu í land, hefðu þeir talið það mögulegt. í stórum dráttum er hátiðin þannig uppbyggð að skæru, dýru stjörnumar frá útlöndum spila í klúbbunum, en danskir jazzleikar- ar og erlendir jazzleikarar búsett- ir i Danmörku spila að mestu á útitónleikunum, þótt þeir komi reyndar margir hverjir einnig fram innanhúss, einir sér eða með útlendingunum. Allmargir þeirra leggja svo leið sína um miðnættið á La Fontaine og spila þar af hjartans lyst til morguns. Að venju lék margt stórmenna á hátíðinni. Sem dæmi má nefna hinn roskna saxófónleikara Benny Carter, Joe Pass, Niels-Henning 0rsted Pedersen, Egberto Gis- monti, Miroslav Vitous, Sun Ra Arkestra, Superstar-Quintet (m.a. Freddie Hubbard, Ron Carter og Tony Williams) og jazzhljómsveit- in STEPS. Aðrir, sem við sögu komu og ekki eru allir jafn óskapiega heimsfrægir og þessir aðilar, eru þó ekki síður mikils verðir. Meðal þeirra voru til dæmis Doug Raney, Kenny Drew, Duke Jordan, Hor- ace Parlan og félagar úr danska landsliðinu í bassaleik, Mads Vinding, Bo Stief, Jesper Lund- gard, Hugo Rasmussen, Klaus Hovman. Benny Carter og / eöa Red Mitchell Strax fyrsta kvöldið lék Benny Carter ásamt félögum í Jazzhus Slukefter í Tívolí. Samkvæmt dagskránni áttu þeir að vera Kenny Drew (píanó), Ed Thigpen (trommur) og Jesper Lundgaard (bassi), en þegar til kom var Jesp- er víðs fjarri, en í hans stað kom- inn lítill og feitur maður á bass- ann. Það var enginn annar en Red Mitchell, en þetta kvöld var hans, fremur en nokkurs annars, því hann töfraði fram hverja fögru hendinguna eftir aðra í sólóum sínum í þeim fjárlögum jazzins sem Carter valdi að leika. Aður en hin brosmilda aldna kempa birtist sjálf á sviðinu, lék ryþmasveitin „Alone Together" með Mitchell í stóru hlutverki og reyndar hefðu þremenningarnir sjálfsagt getað staðið undir heil- um konsert, því Drew var einnig í sínu allra besta formi og Thigpen hélt öllu saman af traustum létt- leika, eins og honum einum er lag- ið. Síðan sté Carter á sviðið og bræddi síðustu grýlukertin af norrænu hjörtunum í salnum með alúðlegri framkomu og hlýju spili. Fyrsta lagið var „Indiana" og var með ólíkindum hve miklu þessir menn náðu út úr þessu dá- lítið staglkennda lagi. Því næst kom „In a Mellow Tone“ Elling- tons og þar fór Thigpen á kostum í trommusólói þar sem hann notaði hvorki kjuða né bursta. „Body and Soul“ rann ljúflega niður og sömu- leiðis „On Green Dolphin Street". Annað sett hófst eins og það fyrsta með leik ryþmasveitarinn- ar. Að þessu sinni varð „Bluesol- ogy“ eftir Milt Jackson fyrir val- inu og fór Jackson ekki illa út úr þeim viðskiptum. Nú kom Carter til leiks, vopnaður trompet og blés í hann um stund, en brátt var þó altinn kominn aftur á sinn stað. í öðru setti lék Carter m.a. tvö lög eftir sjálfan sig, „Summer Sere- nade“, ljúft lag, og „All that Jazz“, úr kvikmynd með Sammy Davis sem hét víst „A Man Called Adam“. Söng Carter lagið með að- stoð gesta og lauk svo öðrum þætti með „AIl the Things You Are“. I lokin blés Benny Carter síðan „Autumn Leaves" og frumsamda sömbu og loks blús í Bb. Tónleika- gestir voru ánægðir, enda var þetta velheppnað kvöld. Ekkert nýtt að vísu, en margt fallegt, ekki hvað síst hjá Mitchell, sem er mjög sérstæður sem bassaleikari, til dæmis að því leyti, að hann stillir bassann sinn öðruvísi en venja er. Stillir hann dýpsta strenginn sem C og síðan hina í fimmundum, en venja er að bassi sé stilltur í ferundum frá E. Með þessu móti tekst Mitchell að auka tónsviðið í báðar áttir, en ekki er þó hægt að útskýra töfrana í leik hans einungis út frá þessu. Jazzsveitin STEPS Tveimur dögum síðar var dálítið annað hljóð í strokknum. Þá lék Jazzsveitin STEPS í Montmartre. Sveitin er skipuð þekktum banda- rískum tónlistarmönnum sem hafa hver um sig leikið margs konar tónlist, en þó allir einbeitt sér hvað mest að ýmsum jazzi. Hins vegar eru þessir einstakl- ingar meira eða minna bundnir ákveðnum hljómplötufyrirtækjum í USA og hafa af þeim sökum ekki enn getað gefið út plötu saman þar í landi, en hins vegar hefur plötum sveitarinnar verið dreift í Japan og eitthvað í Evrópu. Ný- verið las ég í Downbeat-tímaritinu að sveitin hygði nú á hljómleika víðs vegar í Bandaríkjunum, svo kannski er að vænta plötu á mark- að þar. Þeir mætu menn sem skipa þessa hljómsveit eru Mike Maini- eri (víbrafón), Don Grolnick (pí- anó), Eddie Gomez (bassi), Peter Erskine (trommur) og síðast en ekki síst Michael Brecker (tenór- saxófónn). Gomez er öllum jazz- áhugamönnum eflaust vel kunnur fyrir leik sinn með Bill Evans, Chich Corea og fleirum. Peter Erskine er frægastur fyrir að berja húðir „fusion“-hljómsveitar- innar miklu, Weather Report, og Mike Brecker hefur leikið á plöt- um margra bræðings- og „funk“- manna sem og hreinræktaðra jazzara, til dæmis má nefna Chick Corea, Pat Metheny og loks hljómsveitina Brecker Brothers. Grolnick og Mainieri voru mér nánast ókunnir fyrir þetta kvöld í Montmartre, þó hygg ég að ég hafi séð nöfnum beggja bregða fyrir á plötuumslögum. Að lokum má svo geta þess, að enginn annar en Steve Gadd trommaði með hljómsveitinni framan af. Tónlist STEPS er vandflokkuð. Hún er á köflum ákaflega kraft- mikil en aldrei þreytandi. Fjarri því. Inn á milli eru svo sérlega lagrænir kaflar, ekki síst á vegum Mainieris, sem greinilega kann þá list að syngja á hljóðfæri. Trommuleikurinn er skemmtilega rokk-kenndur án þess að hljóma þó nokkurn tíma eins og prentvél í tómum sal, enda gefur bassaleikur Gomez engin tilefni til slíks. Und- irleikur þeirra félaganna Erskine og Gomez er reyndar sennilega það sem skapar mestu sérkenni sveitarinnar. Hann er síbreyti- legur, en einhvern veginn alltaf eins og hann á að vera. Kannski er hægt að tala um rokkaða sveiflu. En best er að benda tónlistar- áhugafólki á að reyna að verða sér úti um skífu með sveitinni og dæma sjálft, en það gæti reynst erfitt, þar eð plötur frá Japan eru fremur sjaldséðar hér og ákaflega dýrar ef að líkum lætur. Út í geim og aftur til baka Hljómsveitin hóf leik sinn með lagi Grolnicks, „Pools“, en síðan fylgdu þrjú eftir Mainieri. Þar á meðal eitt sérlega skemmtilegt með glæsilegum bassaleik Gomez. Það hét „The Aleph“. Það var ljóst frá upphafi að hér voru á ferðinni tónlistarmenn sem kunnu til verka og vissu hvað þeir vildu og framkvæmdu það. Sömuleiðis var greinilegt að hér var á ferðinni samæfð hljómsveit skipuð mönnum sem þekktu hverjir aðra og vildu búa til eitthvað í samein- ingu. Hitt er jú venjulegra í jazz- heiminum að frægir einstaklingar þjóti um allt og spili með þessum mönnum í dag og öðrum á morg- un. Slíkt er kannski hagstæðara fyrir pyngjuna, en ekki fyrir tón- listina. Hún hlýtur að staðna, því mennirnir verða alltaf að spila lög „sem allir þekkja" og takmarkað rúm verður fyrir nýsköpun og þróun. Það eina sem breytist á efnisskránni er dagsetningin. Hljómsveitin STEPS lék aðeins lög eftir meðlimi sveitarinnar og þau voru öll verulega áheyrileg og spennandi sem tónsmíðar, en ekki bara huggulegar hljómaraðir í þægilegri tóntegund fyrir blásara. Sóló einstakra manna voru ólík og fengu að vera það. Breyttu þeir Gomez og Erskine jafnan um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.