Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Fljót, kiktu.| \)ab & einhi/er ndung\ d& bera sjónv/arpstðekic) ut 6r hús- iou okkar." ást er... .. að haldast hönd í hönd. TM Reg U S Pat OH -ill rights reservod • 19«? Los Angdes Times Syndtcate ___________•> HÖGNI HREKKVÍSI Óvinum lífeyrissjóð- anna berst liðsauki — erlendis frá Jói skrifar: „Fyrir skömmu var brugðið mynd á skjáinn af forsætisráð- herra Dana, Anker Jörgensen, ásamt forsætisráðherra okkar, Gunnari Thoroddsen, þar sem þeir sátu á blaðamannafundi og í sam- ræðum sín á milli. Fram kom að sá danski var að kynna fyrir okkur þær ljótu hugsanir danskra krata að skattleggja vaxtatekjur lífeyr- issjóðanna. Eg fékk samstundis ótrú á þess- um manni og virtist hann harla skuggalegur og varhagaverður. Þá var nú einhver munur að sjá Gunnar okkar, verndara lífeyr- issjóðanna, sitja keikan með hreinan svip, ósnortinn af þessum freistingum. En það var Gunnar, sem á sínum tíma tryggði íslensk- um lífeyrissjóðum raunvexti. Von- andi bægir hann þessum ljótu hugsunum og freistingum einnig frá öðrum íslenskum valda- mönnum, sem sækja að lífeyris- sjóðunum úr öllum áttum. -O - Þessar vangaveltur forystu- manna þjóðanna um ráðstöfun og skattlagningu á sparifé almenn- ings leiða hugann að því hvort ekki sé orðið tímabært að endur- skoða allt þetta fulltrúafár sem nú tröllríður öllu á íslandi. Með því að sá hatri og tortryggni á milli aðila vinnumarkaðarins, hefur svokölluðum fulltrúum þjóðarinn- ar tekist að raka til sín stærsta hlutanum af þjóðartekjunum, til þess eins að leika sér að í innbyrð- is valdabrölti án nokkurs tillits til umbjóðenda sinna. Nýlegar efna- hagsráðstafanir og sérstaklega aðdragandi þeirra eru glöggt vitni þessa. Efnahagur almennings er gegnumboraður og margnagaður af sífelldum rottugangi alls kyns fulltrúa almennings, fulltrúum verkalýðs- og atvinnurekenda, fulltrúum Framkvæmdastofnun- ar, Byggðasjóðs, byggingasjóðs, lífeyrissjóða og svo framvegis og svo framvegis. Enginn fær notið neins af lífsins gæðum nema út- hlutað í gegnum einhverja af öll- um þessum fulltrúum sem oftast eru hálaunaðir akademikerar rán- dýrra stofnana. Það er tími til kominn að hið opinbera skili almenningi aftur eignum sínum og tekjum og leyfi honum að ráða meira sínum eigin örlögum. Hann er til þess fær. Al- Ber allt árið Kristján Sæmundsson mat- reiðslumaður hafði samband við Velvakanda vegna fyrirspurnar Jóhanns Guðmundssonar hér í þættinum á föstudag, um geymslu berja og frágang til seinni nota: „Það er mikilvægt að berin séu vel þroskuð," sagði Kristján, og í öðru lagi þarf að hreinsa þau vel. Síðan er ágætt að láta berin í skál og strá sykri yfir; um 150—300 g sykurs á hvert kíló af berjum. Gott er að hella á milli tveggja skála til að tryggja að berin þekist öll af sykrinum. Eftir það er óhætt að setja þau í glerkrukkur, pappa- öskjur eða sellófanpoka og frysta, en gæta þess jafnframt að skilja eftir svo sem 2 sm þenslubil. Þetta á jafnt við um bláber sem kræki- ber. Svo er til önnur aðferð sem ég hef einnig góða reynslu af. Þá er soðinn sykurlögur; um 400—700 g af sykri sett í hvern lítra af vatni og soðið upp á þessu. Berin eru sett í kaldar, hreinar krukkur og leginum hellt yfir, um 5—6 dl á hvert kíló af berjunum, og þess gætt sem fyrr að hafa þenslubil." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Vísa vikunnar Mkisstjómin: jI0 millj. til fækk unar sauðfjár FFullt grundyallarverð komi fyrir kjöt af fulM [orðnu fé, sem er umfram eðlilega slátrun sambvkkti á neytinu, að rlkisstjórnin muni| Sauðkindinni er þannig launuð þrautabjörgin: leggja fé til höfuðs henni hökusigin dusilmenni. Hákur Ástríður Thorarensen „Snobb er eitur í mínum beinum“ Álftnesingur skrifar 6. septem- ber: „Velvakandi! Ég keypti tímaritið „Líf“ 3. tbl. og las ég þar viðtal við Ástríði Thorarensen, hina ungu og vel gefnu borgarstjórafrú. Það er gaman að lesa viðtal sem þetta, sem lýsir greind og mannúð ungr- ar konu er á stór verkefni fyrir höndum. Hún segir eins og yfir- skriftin: ,Snobb er eitur í mínum beinum. Eg dreg ekki fólk í dilka eftir stöðu þeirra eða stjórnmála- skoðunum, og vona ég eigi aldrei eftir að gera það.“ Ég vissi engin deili á Ástríði fyrr en ég las þessa grein og fær hún mikið hrós frá mér. Ég er ein þeirra sem hún dregur ekki í dilka, því ég er ekki alveg sammála sjálfstæðismönnum í einu og öllu. Ég vildi að fleiri sjálfstæðismenn hefðu þennan hugsunargang, þá hefði margt farið betur í vor. Eg þakka Ástríði innilega fyrir við- talið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.